Morgunblaðið - 14.09.2016, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Gagnrýna ummæli Guðna
2. „Er þetta í lagi?“
3. Skýrslan kostaði 90 þúsund …
4. Alexis Arquette látin 47 ára …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fyrstu tónleikar reiknipopp-
tvíeykisins Pranke og TSS (The Sub-
urban Superman) verða haldnir í Gym
& Tonic á Kex hosteli í kvöld kl. 21.
Pranke skipa Daníel Friðrik Böðvars-
son, gítarleikari Moses Hightower,
Snorri Helgason söngvaskáld og þýski
trommarinn Max Andrzejewski. Max og
Daníel eru báðir búsettir í Berlín og
hafa skapað sér sinn sess í spunasenu
borgarinnar. TSS er einyrkjaverkefni
Jóns Gabríels Lorange sem spilað hef-
ur með Nóló.
Pranke og TSS koma
fram á Kex hosteli
Söngkonurnar
Silva Þórðardóttir
og Anna Sóley Ás-
mundsdóttir
halda tónleika á
Café Rosenberg í
kvöld kl. 21. Á efn-
isskránni eru vel
valdir djassstand-
ardar. Hljómsveit
kvöldsins skipa þeir Sölvi Kolbeins-
son á altsaxófón, Daníel Helgason á
gítar, Pétur Sigurðsson á kontra-
bassa og Scott McLemore á trommur.
Djasstónleikar á Café
Rosenberg í kvöld
Vögguvísur Yggdrasils nefnist
fimmta plata Skálmaldar, sem út kem-
ur 30. september. Að þessu sinni
skoða hljómsveitar-
meðlimirnir þá níu
heima sem finna má í
norrænu goðafræð-
inni, allt frá Múspells-
heimi elds til Nifl-
heima íss, en Askur
Yggdrasils tengir
alla níu heim-
ana saman.
Skálmöld sendir frá
sér sína fimmtu plötu
Á fimmtudag Suðaustan og austan 5-10 m/s en 8-13 við suðvest-
urströndina. Lengst af þurrt norðan- og austantil en rigning um
landið suðvestanvert og með austurströndinni um kvöldið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp S- og
V-lands. Suðaustan 8-15 m/s og rigning eftir hádegi, hvassast við
ströndina. Mun hægari vindur um landið norðan- og austanvert.
VEÐUR
„Elvar var svolítið hlédræg-
ur í yngri flokkunum að því
leyti að hann skaut lítið á
markið. Það fór ekki mikið
fyrir honum lengi vel,“
sagði Stefán Árnason, þjálf-
ari Selfoss-liðsins í hand-
knattleik, um Elvar Örn
Jónsson sem fór á kostum í
liði nýliðanna í fyrstu um-
ferð Olís-deildarinnar.
Hann skoraði níu mörk í
leiknum og var sterkur í
vörninni. »4
Selfyssingurinn
sem sló í gegn
„Við vitum að eitt stig nægir okkur
en við ætlum að vinna riðilinn, eins
og við sögðum fyrir mótið. Við verð-
um ekki mettar, sama
hvernig fer gegn Slóven-
íu. Það yrðu skilaboð út
í alla Evrópu ef við
ynnum riðilinn,“
segir landsliðs-
markvörðurinn
Guðbjörg
Gunn-
arsdóttir, en
landsliðið
leikur við
Slóvena á
Laugardals-
velli á föstu-
daginn og getur þá
innsiglað sæti í
lokakeppni EM á
næsta ári. »3
Skýr skilaboð til Evrópu
ef við vinnum riðilinn
„Við verðum að hugsa um eitt verk-
efni í einu og byrja á því að einbeita
okkur að því að leggja Kýpur að velli.
Til þess að vinna Kýpur verðum við
að vinna saman og spila af hörku á
báðum endum vallarins,“ sagði Craig
Pedersen, þjálfari íslenska karla-
landsliðsins í körfuknattleik sem
mætir landsliði Kýpur í mikilvægum
leik í undankeppni EM í kvöld. »2
Leikur við Kýpur áður en
lengra verður haldið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Tumi tannálfur er lítill álfur sem er
búsettur í Vestmannaeyjum, þar
sem hann lendir í ýmsum ævintýrum
ásamt Lúlla lunda, vini sínum. Þess
á milli ferðast hann á ofurstiganum
sínum og verðlaunar börn sem hafa
misst fyrstu tönnina sína. Nánar er
hægt að lesa um ævintýri félaganna í
bókinni Sagan af Tuma tannálfi og
ofurstiganum hans sem er frumraun
bræðranna og Eyjamannanna Andr-
ésar og Óskars Sigmundssona.
„Tumi er álfur sem fær það hlut-
verk að verðlauna alla krakka þegar
þeir missa fyrstu tönnina. Hann er
samt enginn áróðursálfur en gleðst
yfir því ef krakkarnir passa vel upp
á fullorðinstönnina sem kemur í
staðinn,“ segir Andrés, sem er
bakarameistari en hefur stundað
myndlist frá unga aldri.
Frægð tannlæknisins kom
skemmtilega á óvart
Bókin varð til upp úr teikningum
sem Andrés hefur dundað sér við í
gegnum tíðina. Óskar hefur verið
búsettur í Þýskalandi í 30 ár, þar
sem hann hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri í sjávarútvegi og rek-
ur þar eigið innflutnings- og
dreifingarfyrirtæki, Marós GmbH.
Söguna skrifaði hann þegar hann
var staddur í sumarfríi í heimahög-
unum í fyrra. „Mig langaði til að
skrifa sögu sem krakkar hefðu gam-
an af að láta lesa fyrir sig. Börnin og
foreldrarnir geta vonandi hlegið
sameiginlega að prakkarastrikum
félaganna en þeir benda
börnunum einnig á eitt og
annað sem skiptir máli,“
segir Óskar, sem vonast til
að geta lesið söguna fyrir
sín barnabörn þegar þar
að kemur.
Tannlæknirinn í
Vestmannaeyjum kem-
ur einnig við sögu í bókinni en Óskar
og Andrés grunaði ekki að frægð-
arsól hans myndi rísa jafn hátt og
hún gerði í sumar. „Það var
skemmtilegt að fylgjast með fram-
göngu hans og knattspyrnulands-
liðsins á Evrópumótinu í sumar og
okkur fannst því vel við hæfi að hann
fengi afhent fyrsta áritaða eintakið,“
segir Óskar.
Bókin er sannkallað fjöl-
skylduverk og fengu bræðurnir að-
stoð frá góðum frænda, Gunnari Júl-
íussyni, grafískum hönnuði og
teiknara, við uppsetningu hennar.
„Það var gott að njóta hinnar miklu
reynslu sem hann hefur og kunnum
við honum bestu þakkir fyrir,“ segir
Andrés. Bókin er fáanleg í öllum
verslunum Eymundssonar og stefna
bræðurnir á að gefa hana einnig út á
ensku og þýsku í vetur.
Ævintýri tannálfs og lunda
Bræður og Eyja-
peyjar gefa út sína
fyrstu barnabók
Fyrsta eintakið Tannlæknirinn í Eyjum kemur við sögu í bókinni og því þótti við hæfi að Heimir Hallgrímsson,
tannlæknir og landsliðsþjálfari, tæki á móti fyrsta eintakinu af Andrési Sigmundssyni, öðrum höfunda bókarinnar.
Tannálfurinn er þekkt fígúra víða
um heim og vilja Óskar og Andr-
és gefa Tuma tannálfi tækifæri til
að kynnast börnum í Evrópu og
jafnvel víðar með því að gefa
bókina út á þýsku og
ensku. „Þetta hefur
verið skemmti-
legt ferli og það
er aldrei að vita
hvernig við fylgj-
um þessu eftir.
Við teljum að
bókin eigi erindi
til útlanda, lundinn og álfatrú
okkar Íslendinga vekur athygli, ég
hef tekið eftir því hérna í Þýska-
landi,“ segir Óskar.
Ævintýrum Tuma og Lúlla er
auk þess hvergi nærri lokið. „Það
er frá svo mörgu skemmtilegu að
segja og það er aldrei að vita í
hvaða ævintýrum þeir Tumi og
Lúlli eiga eftir að lenda í framtíð-
inni. En þetta er auðvitað frum-
raun okkar bræðra í bókaskrifum
og við sjáum til hvernig fram-
haldið þróast,“ segir Andrés.
Þýða bókina á þýsku og ensku
ÆVINTÝRUM TUMA OG LÚLLA HVERGI NÆRRI LOKIÐ