Fréttablaðið - 03.11.2016, Síða 3

Fréttablaðið - 03.11.2016, Síða 3
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 0 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 3 . n ó v e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Hafsteinn Þór Hauks- son skrifar um stjórnarmynd- anir. 21 sport Strákarnir fóru vel af stað í undankeppni EM 2018. 34 tÍMaMót Ólafur Arnalds er þrítugur. 36 lÍFið Kristján Freyr Halldórsson er nýr rokkstjóri Aldrei fór ég suður. 54 plús 2 sérblöð l Fólk l  lÍFið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 FRÁBÆR JÓLAGJÖF Laugavegi 178 - Sími 568 9955 ENJOY HITAFAT HELDUR HEITU/KÖLDU Í ALLT AÐ 4.KLST. 3.TEGUNDIR & LITIR VERÐ FRÁ KR.12.500 M/AFSL. Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG 4BLS BÆKLINGUR Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2 stjórnMál Talsmenn flokkanna á Alþingi setja flestir fyrirvara við að þingið hnekki ákvörðun kjara ráðs um launahækkanir þingmanna og ráðherra. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagðist í gær ekki vilja þá launahækkun og að hann vænti þess að Alþingi myndi „vinda ofan af ákvörðuninni“. „Það kemur vel til greina,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, aðspurður á blaða- mannafundi í gær hvort Alþingi ætti með einhverjum hætti að grípa inn í og breyta ákvörðun kjararáðs. Hann sló hins vegar varnagla. „Grípi þingið inn í þetta mál, sem ég skal alls ekki útiloka og getur verið nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þá finnst mér mikilvægt að við svörum um leið þeirri spurningu hvort áfram eigi að standa í lögum að þingmenn eigi að njóta sambæri- legra kjara og aðrir sem gegna við- líka ábyrgð,“ sagði Bjarni. Svandís Svavarsdóttir alþingis- maður segir liðsmenn Vinstri grænna telja hækkunina fráleita. „Alþingi getur gert það sem það vill, mér finnst mikilvægt að við förum yfir þetta því það þurfa að gilda skýrar og almennilegar reglur,“ svarar Svandís. Birgitta Jónsdóttir Pírati segir að alþingismenn eigi ekki að hlutast til um sín laun en þegar upp komi slíkt tilfelli með 44 prósenta hækkun þurfi eitthvað að gera. „Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð,“ segir Birgitta í samtali við Fréttablaðið. – gar, sg / sjá síðu 6 Vilja endurskoðun samfara inngripi Forseti Íslands kveðst vænta þess að Alþingi beiti sér vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun æðstu embættismanna. Þing- menn vilja skoða inngrip en vilja þá skoða fyrirkomulag vegna launamála sinna í leiðinni. Þingmaður VG segir hækkunina fráleita. Nú er bara að sjá hvort ekki sé hægt að sammælast um það að þessu máli verði snúið við og lög um kjararáð löguð. Birgitta Jónsdóttir, Pírati „Þetta er mjög mikil hækkun og hún þarfnast ítarlegra útskýringa og það er ekkert víst að hún gangi upp,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann ræddi við fréttamenn um nýjan úrskurð kjararáðs. Hann setur þó fyrirvara við þær hugmyndir að Alþingi breyti úrskurðinum, sem hefur vakið hörð viðbrögð í vikunni. Fréttablaðið/Eyþór stjórnMál Bjarni Benediktsson mun byrja daginn á að ræða við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, um myndun ríkis- stjórnar. Hann ætlar síðan að ræða við formenn allra flokka á Alþingi og mun röðin fara eftir þingstyrk flokkanna. Það þýðir að eftir Katr- ínu í röðinni verður Birgitta Jóns- dóttir. Bjarni byrjaði þó á að ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, í gær. Þeir Bjarni og Sigurður Ingi hafa setið saman í stjórn í tæp fjögur ár. „Það er dálítið flókið með þessi úrslit en ég tel að aðstæður í land- inu, verkefnin fram undan og þessi niðurstaða kosninganna eigi að gera það að verkum að það takist að mynda sterka ríkisstjórn,“ sagði Bjarni við fréttamenn á tröppum Bessastaða í gær. – jhh / sjá síðu 2 Fyrsti fundur með Katrínu 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -9 6 6 0 1 B 2 B -9 5 2 4 1 B 2 B -9 3 E 8 1 B 2 B -9 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.