Fréttablaðið - 03.11.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 03.11.2016, Síða 4
Veður Ákveðin austan- og norðaustanátt í dag, einkum yfir Vestfjörðum og suðaustan- lands. Skúrir og síðan slydduél norð- austan til, en hægviðri og úrkomulítið suðvestanlands og hiti að 8 stigum. sjá síðu 36 Hjaltalín á Bryggjunni Söngvarinn Högni Egilsson og hljómsveitin Hjaltalín komu fram á tónleikum á Bryggjunni brugghúsi í tilefni af Iceland Airwaves. Þetta var í eina skiptið sem Hjaltalín kemur fram í tengslum við hátíðina. Airwaves-hátíðin stendur yfir til og með 6. nóvember næstkomandi. Fréttablaðið/Ernir LANDSKJÖRSTJÓRN Fundur um úthlutun þingsæta Landskjörstjórn kemur saman til fundar mánudaginn 7. nóvember, kl. 16 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru 29. október sl. Hér með er umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar gefinn kostur á að koma til fundarins, sem haldinn verður á 2. hæð í Austurstræti 8-10, Reykjavík, húsnæði nefndasviðs Alþingis. Gengið er inn frá Vallarstræti. Reykjavík, 1. nóvember 2016. Landskjörstjórn. stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánar- son, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og til- kynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óska- ríkisstjórn hans væri. Guðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætis- ráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leið- togum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Við- reisn verði í næstu ríkisstjórn. For- maður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagð- ist Bjarni ætla að ræða við alla for- menn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðar- liðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Fram- sóknarflokksins. snaeros@frettabladid.is Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við for- menn allra þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. bjarni benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli bjarna stjórnarmyndunarumboð. Fréttablaðið/Eyþór samfélag Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma, skrifar í fréttabréfi garðanna að fjármál þeirra séu í ólestri. Þar segir hann að frá árinu 2009 hafi ríkið skert rekstrarfé og hafi einingaverð gjaldalíkansins rýrnað um tæplega 50 prósent ef miðað er við verðlagsþróun á þess- um árum. Hann segir að kirkjugarðar séu reknir með halla og sé áfram gengið á garðana þurfi að grípa til upp- sagna. Kirkjugarðar landsins fengu á síðasta ári leiðréttingu á fjárlögum vegna reikningsskekkju á árunum 2009-2014 sem nam 145 milljónum króna. Fengu KGRP um 50 prósent af þeirri upphæð. – bbh Kirkjugarðar gætu þurft að segja upp fólki Viðskipti Eimskip hefur keypt norska flutningafyrirtækið Nor Lines. Áætluð ársvelta Nor Lines er 110 milljónir evra eða um 13,6 milljarðar króna. Til samanburðar var velta Eimskips síðasta ár um 500 milljónir evra eða ríflega 60 milljarðar króna. Rekstur Nor Lines hefur verið erf- iður á undanförnum árum og verður starfsemin endurskipulögð með því að aðlaga reksturinn núverandi starf- semi Eimskips í Noregi. Kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé. – hh Eimskip kaupir í Noregi þórsteinn ragnarsson hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu Krikjugarðanna. utanríkismál Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 25 milljónir króna til neyðar- sjóðs Sameinuðu þjóðanna. Upp- hæðin bætist við þær tíu milljónir króna sem settar voru í sjóðinn fyrr á árinu. Ástæðurnar fyrir fjárveitingunni nú eru meðal annars hamfarirnar á Haíti, vegna fellibylsins Matthíasar sem fór yfir eyríkið í upphafi mán- aðarins, og viðvarandi borgarastyrj- öld í Sýrlandi. Samkvæmt mati stofnana Sam- einuðu þjóðanna er þörf á 119 milljónum dala í mannúðaraðstoð á Haíti. Þá hefur sjóðurinn einnig látið fé af hendi rakna til Tsjads, Mið- Afríkulýðveldisins og Jemens. Þeim sem þarfnast neyðaraðstoðar hefur fjölgað mjög á síðustu árum en í septembermánuði einum veitti sjóðurinn 69 milljónir dala í aðstoð í tíu löndum. – jóe 25 milljónir fara í neyðarsjóð SÞ Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Guðmundur Hálf- dánarson, prófess- or í sagnfræði 3 . n ó V e m b e r 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 B -9 B 5 0 1 B 2 B -9 A 1 4 1 B 2 B -9 8 D 8 1 B 2 B -9 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.