Fréttablaðið - 03.11.2016, Side 28

Fréttablaðið - 03.11.2016, Side 28
Fyrir nýliðnar kosningar settu flestir flokkar fram stefnu um öflugt atvinnulíf, þótt tals- verður munur væri á því hvernig hún var útfærð. Það er að sjálfsögðu talsverður áherzlumunur á milli flokkanna um það hvernig þeir vilja nálgast það verkefni eins og önnur. Hins vegar eru ýmis mál sem skipta atvinnulífið miklu og auð- velt ætti að vera að ná pólitískri samstöðu um, nánast sama hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Það þarf bara að muna eftir þeim og halda þeim til haga nú þegar stefna næstu fjögurra ára verður lögð upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórn Félags atvinnurekenda hefur því sett á blað tíu atriði, sem myndu bæta hag fyrirtækjanna í landinu, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru, sem oft eru í erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart stærri aðilum. l Aðhald og ábyrgð í ríkisfjármál- um til að styðja við peningamála- stefnu Seðlabankans. Stöðugleiki, þar sem verðbólgumarkmið nást og vextir halda áfram að lækka, er stærsta hagsmunamál fyrir- tækjanna. l Átak verði gert í því að einfalda regluverk atvinnulífsins og hrinda í framkvæmd áformum um að til- kynningaskylda fyrirtækja komi í stað flókinna og dýrra leyfis- veitinga. Sett verði regla um að við innleiðingu Evrópureglna í íslenska löggjöf verði engum íþyngjandi reglum fyrir atvinnu- lífið bætt við nema með sérstök- um rökstuðningi. l Búvörusamningar verði endur- skoðaðir í breiðri sátt bænda, neytenda og atvinnulífs. Stuðn- ingskerfi landbúnaðarins verði breytt og tollar lækkaðir í sam- ræmi við tillögur Samráðsvett- vangs um aukna hagsæld. l Leitað verði leiða til að tryggja aðgengi fiskvinnslu án kvóta eða eigin útgerðar að hráefni til vinnslu. Stefna ætti að afnámi tvöfaldrar verðmyndunar í sjávar- útvegi, meðal annars með því að lögfesta milliverðlagningarreglur um innri viðskipti lóðrétt sam- þættra útgerðar- og vinnslufyrir- tækja. l Haldið verði áfram að lækka tryggingagjald fyrirtækja í áföng- um. l Eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verði tekin til heildar- endurskoðunar. Gjaldtakan af hverju fyrirtæki fyrir sig endur- spegli raunkostnað við eftirlitið sem að því beinist. l Gert verði átak í því að ríkisstofn- anir fari að lögum um opinber innkaup og bjóði út kaup á vörum og þjónustu. l Stjórnvöld fari að tilmælum Sam- keppniseftirlitsins um að afnema samkeppnishömlur, til dæmis í landbúnaði, sjávarútvegi og milli- landaflugi. Samkeppniseftirlitið verði eflt. Tekið verði upp sam- keppnismat að tillögu OECD. l Hömlur verði settar á samkeppni ríkisfyrirtækja á borð við Isavia og Íslandspóst við einkarekin fyrir- tæki. l Átak verði gert í gerð fríverslunar- samninga við önnur ríki, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA. Öll þessi mál ættu heima í stjórnar- sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. For- maður FA hefur sent öllum flokkun- um á þingi bréf til að vekja athygli á þeim. Í mörg þeirra var almennt vel tekið á opnum fundum FA með frambjóðendum fyrir kosningarnar. Allar þessar tillögur stuðla að því að efla verðmætasköpun atvinnu- lífsins, sem stendur undir kostnaði ríkisins við löggæzlu, menntakerfi og heilbrigðisþjónustu, svo dæmi séu tekin. Kröfurnar um aukin útgjöld á þeim sviðum eru háværar, en stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma hvaðan peningarnir til góðra verka koma. Hagsmunum fyrirtækjanna þarf að halda til haga þegar flokkarnir ná saman um sam- starfsgrundvöll. Tíu mál sem ættu heima í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda Kröfurnar um aukin útgjöld á þeim sviðum eru háværar, en stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma hvaðan peningarnir til góðra verka koma. Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neyt- andanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhætt- una á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neyt- andi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sann- reyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostn- aðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netversl- unar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfis- stofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágranna- löndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neyt- enda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svo- lítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikk- prufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safn- ast upp í líkama okkar. Hver er áhættan? Varðandi 45 daga frest fram- leiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef ein- hver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílát- um sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúk- dóma og einkenni sem við tengj- um efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í sam- félaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægð- ar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rann- sóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Rannsóknir fyrir raunverulegt val Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neyslu- vörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður Fram- sóknarflokksins Vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi þau áhrif sem nútímalifn- aðarhættir hafa á umhverfið og mörg góð skref hafa verið stigin í rétta átt til að takmarka þau. Öll viljum við að sjálfsögðu ná settum markmiðum en við Íslendingar eigum það þó til að vera stórtæk í orðum en fylgja þeim takmarkað eftir með verkum. Oft getur nefnilega verið erfitt að líta í eigin barm og sjá hverju þarf að breyta, auðveldara að fela sig bak við gnægð af endurnýjanlegri orku og halda því fram að þar með sé takmarkinu náð. Það er þó ljóst að vistspor hins almenna Íslendings er með þeim stærri í heiminum og því töluvert sem má bæta. Ábyrgð verkfræðinnar Verkfræðin hefur í gegnum tíðina skapað mikið af þeim þægindum sem við vildum ekki vera án í dag. Hún hefur á sama hátt valdið mörg- um af okkar stærstu umhverfis- vandamálum s.s. mengun lofts og lagar og ágangi á náttúruauðlindir. Lögð hefur verið áhersla á tækni- legar úrlausnir en hugsað minna út í möguleg áhrif þeirra á umhverfi okkar til framtíðar. Í dag er það orðið nokkuð ljóst að til þess að hægt sé að tryggja velferð til fram- tíðar þurfum við að þróast innan þolmarka náttúrunnar. Þó svo að áskorunin sé þverfagleg þá mun verkfræðin eiga stóran þátt í þess- ari þróun. Vitundarvakning um ábyrgð verkfræðinga er víða komin lengra á veg en hérlendis. Víða erlendis er boðið upp á námsgráður sem byggja á sjálfbærri þróun og margar verk- fræðideildir hafa innleitt áfanga byggða á þeirri hugmyndafræði inn í sitt grunnnám. Fjöldi verk- fræðistofa hefur áttað sig á auknum kröfum um góða frammistöðu í umhverfismálum og ráðnir hafa verið sérstakir ráðgjafar á sviði sjálf- bærrar þróunar. Hérlendis er þó enn töluvert í land þar sem skilningur á hugtakinu og viljinn til breytinga er ekki almennur. Stefnum á að gera betur Það er ekkert því til fyrirstöðu að við Íslendingar stöndum jafnfætis nágrönnum okkar, eða framar, þegar kemur að umhverfismálum og uppbyggingu sem byggist á sjálf- bærni. Til þess að úr því verði þurfa þó verkfræðingar að aðlaga sig því að sjálfbær þróun sé höfð að leiðar- ljósi við tæknilegar úrlausnir. Stór þáttur í að ná fram breytingum er hugarfarsbreyting, bæði verk- fræðinga og annarra, að hugsað sé út fyrir rammann í hverju verk- efni og litið á heildarmyndina. Slík hugarfarsbreyting krefst þjálfunar og þverfaglegrar samvinnu en ekki síst vitundarvakningar. Verkfræðin mun gegna mikilvægu hlutverki í að skapa framtíð sem gerir okkur kleift að lifa við þau þægindi sem við lifum við í dag án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Árangur krefst samvinnu Vitundarvakning um mikilvægi sjálfbærrar þróunar hefur átt sér stað í samfélaginu og margt gott verið gert en með nokkrum skrefum til viðbótar er mögulegt að ná enn meiri árangri. Jafnvel þótt hægt væri að skrifa langan lista um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað innan verkfræðinnar er ljóst að verkfræðingar munu ekki takast einir á við þetta verkefni. Til þess að árangur náist þarf að vera til staðar skýr stefnumótun á þessu sviði og eftirfylgni frá stjórnvöldum ásamt samstarfi við atvinnulífið og framkvæmdaaðila. Framfarir í umhverfismálum eru nefnilega samstarfsverkefni og sjálfbær þróun er ferðalag en ekki endastöð. Við þurfum stöðugt að bæta okkur og gera betur, takmarka neikvæð áhrif og stefna að því að verk okkar skili ábata fyrir umhverfi og samfélag en valdi ekki skaða. Sjálfbær þróun – hvert er ferðalaginu heitið? Sandra Rán Ásgrímsdóttir verkfræðingur 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 B -E 0 7 0 1 B 2 B -D F 3 4 1 B 2 B -D D F 8 1 B 2 B -D C B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.