Fréttablaðið - 03.11.2016, Side 48

Fréttablaðið - 03.11.2016, Side 48
Ólafía ÞÓrunn efst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í efsta sæti á sterku móti evrópu- mótaraðarinnar, fatima Bint Mubarak ladies Open sem fram fer í abú Dabí. Hún spilaði á sjö höggum undir pari í gær, fékk átta fugla og einn skolla. rúmar níu milljón- ir króna eru í boði fyrir sigurvegara mótsins en bein útsending verður frá því í dag og um helgina. Hefst útsending á Golfstöðinni klukkan 9.00. Í dag 09.00 Fatima Ladies Open Golfst. 17.55 Sassuolo - Rapid Vín Sport 3 17.55 Fenerb. - Man. Utd Sport 2 19.15 Keflavík - Tindastóll Sport 20.00 Southampton - Inter Sport 2 20.00 Tel-Aviv - AZ Alkmaar Sport 3 19.15 Keflavík - Tindastóll Keflavík 19.15 Njarðvík - Skallagr. Njarðvík 19.15 ÍR - Grindavík Seljaskóli 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r34 s p o r T ∙ F r É T T A b L A ð I ð ÍSL 25 – 24 TÉK Mörk og skot Íslands Guðjón Valur Sigurðsson 6/2 (8/3) Arnór Þór Gunnarsson 5 (7) Rúnar Kárason 5 (11) Aron Pálmarsson 4 (10) Kári Kristján Kristjánsson 3 (4) Ólafur Guðmundsson 2 (7) Arnór Atlason 0 (1) Ómar Ingi Magnússon 0 (1) Guðmundur Hólmar Helgas. 0(1) Theodór Sigurbjörnsson 0 (1) Markvarslan hjá Íslandi Björgvin Páll 11/1 (31/5, 35%) Grétar Ari 1 (5/1, 20%) Bestu menn íslenska liðsins Guðjón Valur Sigurðsson Maður- inn sem eldist ekki sýndi að hann er enn upp á sitt besta. Nýtti færin sín vel þó svo það hefði verið algjör óþarfi að klúðra vítinu í lokin og gera leikinn óþarflega spennandi. Er leiðtogi liðsins öskrar á menn og rífur þá áfram og er í liðinu af því hann er enn gæðaleikmaður rúmlega það. Rúnar Kárason Skoraði góð mörk og hefur þann frábæra eiginlega að hætta aldrei að skjóta á markið. Ólafur Guðmundsson Hann skilaði mjög fínu varnarhlutverki og vonandi heldur hann áfram að vaxa með landsliðinu. visir.is Umsögn um gang leiksins, umfjöllun og viðtöl má finna á íþróttavef Vísis. Grétar Ari eftir leik „Mér leið furðuvel að koma inn. Það var eiginlega skrítið hvað ég var tilbúinn,“ sagði markvörð- urinn ungi Grétar Ari Guðjónsson sem spilaði sinn fyrsta landsleik og fékk traustið á lokamínútum leiksins. „Það er svo mikið í gangi að maður nær að einbeita sér vel. Það er ekki hægt að hugsa um annað en boltann. Þetta var súrrealísk upplifun. Ég var klár í skot í lokin. Treysti mér í að verja. Auðvitað hefði verið best að klára þetta í sókninni á undan en svona fór þetta.“ Aron eftir leik „Þetta gat ekki verið tæpara en er þeim mun sætara fyrir vikið,“ sagði Aron Pálmarsson eftir spennuleikinn í Höllinni. „Vörnin í fyrri hálfleik var frábær og Bjöggi fínn fyrir aftan. Það fannst mér best en við náðum ekki að halda dampi í seinni.“ Aron skoraði mörk í lokin, lagði upp og fiskaði svo ruðninginn í blálokin. „Ég þurfti að redda Gauja þar sem hann klúðraði vítinu. Hann kom á of mikilli ferð og ég tók einn fyrir liðið,“ sagði Aron léttur. HAnDboLTI ísland fékk frábæra byrjun í undankeppni eM er liðið skellti tékkum, 25-24. sigurinn gat þó ekki verið mikið tæpari. í fyrsta skipti í ansi langan tíma vissi maður ekki alveg við hverju ætti að búast af íslenska liðinu. slíkar hafa breytingarnar orðið á liðinu á síðustu misserum. Kempur úr gullkynslóðinni halda áfram að hverfa á braut og ungir drengir að fá sína eldskírn. strákar sem hafa verið í liðinu síðustu ár með lítil hlutverk að taka á sig meiri ábyrgð. Það var alveg klárt fyrir þennan leik að strákarnir yrðu að taka tvö stig úr leiknum í þessum leik. liðið þarf sína punkta á heimavelli ef það ætlar á eM. Gott leikhlé hjá Geir Það létti eflaust smá pressu af lið- inu að skora tvö fyrstu mörk leiks- ins. Menn mætti tilbúnir til leiks. eftir um fínar tíu mínútur missti liðið algjörlega dampinn og hleypti tékkunum fram úr sér. í stöðunni 4-7 tók Geir sveinsson landsliðs- þjálfari leikhlé. Hann hefur líklega gefið drengjunum eitthvað gott í þessum leik því liðið small algjör- lega í gírinn eftir það. Vörnin fór í gang og Björgvin þar fyrir aftan líka. strákarnir skoruðu fimm mörk í röð og tóku frumkvæðið á ný. er flautað var til leikhlés leiddi ísland með tveimur mörkum, 12-10. fínn hálfleikur en ekki fum- laus. tékkarnir ekkert sérstaklega sterkir og stórskytta þeirra, filip Jicha, var ekki heill heilsu og þurfti að spila á línunni í leiknum. Mættu hálfsofandi strákarnir mættu hálfsofandi til Byr í seglin í upphafi ferðalags Strákarnir okkar byrja undankeppni EM mjög vel en þeir lögðu Tékka í Höllinni í fyrsta leik sínum í undan- keppninni. Boðið var upp á alvöru spennutrylli í Höllinni og úrslitin réðust ekki alveg fyrr en í blálokin. Íslensku strákarnir fagna hér mikilvægum sigri í Höllinni í gær. Sigurinn var naumur en strákarnir sýndu karakter í lokin og byrja undankeppnina vel. FRÉTTABLAðIð/eRNIR síðari hálfleiks. Byrjuðu hálfleikinn með 1-5 kafla og grófu sig aðeins ofan holu. Þá var að skríða upp úr holunni og það gerðu strákarnir. náðu aftur frumkvæðinu fimm mínútum fyrir leikslok og unnu eins marks sigur. aron Pálmarsson fisk- aði ruðning í lokasókn tékkanna og allt varð vitlaust í Höllinni. Margt gott við leik liðsins Það var margt gott við leik íslenska liðsins í gær. Vörnin hélt lengstum nokkuð vel og Björgvin fylgdi með. ekki náðist þó að halda sömu gæðum þar í síðari hálfleik en þegar á reyndi lokuðu strákarnir vörninni. Geir valdi unga drengi í liðið og treysti þeim til að spila. setti bæði arnar frey á línuna og Grétar ara í markið á ögurstundu. Það er vel og var gaman að sjá. aron Pálmarsson er í þeirri stöðu að þurfa að axla mikla ábyrgð í liðinu og bera það á bakinu er illa gengur. Það er nákvæmlega það sem hann gerði á lokamínútunum. skoraði mörkin, átti sendingarnar og fiskaði svo ruðning í lokasókn tékka. svona eiga leiðtogar liða að gera. Langt og erfitt ferðalag strákarnir fá frábært veganesti fyrir langt og erfitt ferðalag til Úkraínu en með sama góða hugarfarinu og baráttunni er ekkert því til fyrir- stöðu að liðið taki tvö stig þar líka og komi sér í afar góða stöðu í riðl- inum. henry@frettabladid.is meistaradeild evrópu, riðlakeppni e-riðill Monakó - CSKA Moskva 3-0 Radamel Falcao 2 (29., 41.), Germain (13) Tottenham - Leverkusen 0-1 0-1 Kevin Kampl (65.) Staðan: Monakó 8, Leverkusen 6, Totten- ham 4, CSKA Moskva 2. F-riðill Dortmund - Sporting 1-0 Legia - Real Madrid 3-3 0-1 Gareth Bale (1.), 0-2 Karim Benzema (35.), 1-2 Vadis Odjidja Ofoe (40.), 2-2 Miros- lav Radovic (58.), 3-2 Thibault Moulin (83.), 3-3 Mateo Kovacic (85.). Staðan: Dortmund 10, Real Madrid 8, Sporting 3, Legia Varsjá 1. G-riðill FCK - Leicester 0-0 Porto - Club Brugge 1-0 Staðan: Leicester 10, Porto 7, FC Kaup- mannahöfn 5, Club Brugge 0. H-riðill Sevilla - Dinamo Zagreb 4-0 Juventus - Lyon 1-1 1-0 Gonzalo Higuaín, víti (13.), 1-1 Corentin Tolisso (84.). Staðan: Sevilla 10. Juventus 8, Lyon 4, Dinamo Zagreg 0. Domino´s deild kvenna í körfu Snæfell - Keflavík 72-68 Stigahæstar: Aaryn Ellenberg 26 (7 frák., 5 stoðs.), Berglind Gunnarsdóttir 17 (8 frák.), María Björnsdóttir 6 - Erna Hákonard. 16, Dominique Hudson 15 (10 frák., 9 stoðs.), Salbjörg Sævarsdóttir 11 (10 frák.). Valur - Skallagrímur 68-87 Stigahæstar: Mia Loyd 22 (21 frák.), Dag- björt Samúelsd.13, Dagbjört Dögg Karls- dóttir 12, Bergþóra Tómasd. 12 - Tavelyn Tillman 25, Sigrún Sjöfn Ámundad. 18 (11 frák., 13 stoðs.), Ragnheiður Benónísd. 16. Stjarnan - Grindavík 67-59 Stigahæstar: Danielle Rodriguez 32 (10 frák., 6 varin), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 10 - Ashley Grimes 23 (12 frák.), María Ben Erlingsdóttir 17 (10 frák.), Ingunn Embla Kristínard.10. Njarðvík - Haukar 99-71 Stigahæstar: Carmen Tyson-Thomas 50 (18 frák., 8 stoðs.), Björk Gunnarsdótir 20 (5 stoðs.) - Michelle Mitchell 29 (15 frák.), Rósa Björk Pétursd.12, Dýrfinna Arnard. 11. efri Keflavík 10 Skallagrímur 10 Snæfell 10 Njarðvík 8 Neðri Stjarnan 8 Grindavík 4 Haukar 4 Valur 2 sport 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -C 7 C 0 1 B 2 B -C 6 8 4 1 B 2 B -C 5 4 8 1 B 2 B -C 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.