Fréttablaðið - 03.11.2016, Side 56

Fréttablaðið - 03.11.2016, Side 56
Þessi áhorfandi varð ósjálfrátt að mjúkum meitli Þegar ég leiddi hann um mannfjöld- ann og Það mynduðust rásir í salnum sem mótaðist af gestunum.Okkur mannfólkinu er það kannski ekki í huga frá degi til dags en við verjum umtalsverðum tíma og orku í að átta okkur á umhverfi okkar og því rými sem við erum stödd í hverju sinni. Umhverfi mannsins hefur löngum verið Haraldi Jónssyni myndlistar- manni hugleikið og þannig er það einnig í nýrri sýningu sem hann opnaði nýverið í Berg Contemporary undir yfirskriftinni Leiðsla. Haraldur segir að hann hafi í raun unnið að undirbúningi sýn- ingarinnar frá því áður en galleríið hafi verið orðið til sem slíkt, heldur aðeins verið komið á teikniborðið. „Ingibjörg, eigandi gallerísins, bauð mér að vera með í þeim hópi lista- manna sem eru á hennar snærum og að halda þessa sýningu fyrir um tveimur árum ef ég man rétt. Þá var ekki byrjað að innrétta hér en þar sem ég hef mikið verið að vinna með arkitektúr, tilfinningar og bygg- ingar sem hugarástand þá hentaði það mér vel. Ég fór að hugsa um hvernig galleríið yrði í laginu, skoð- aði grunnteikningar og fór í svona fjarskynjunarferli. Teikningarnar á sýningunni eru unnar með þessi húsakynni í huga. Þær eru eðlilega frekar geometrískar, í senn er í þeim flæði í bæði lit og línum þar sem hið ófyrirséða er mjög mikilvægt.“ Haraldur segist alltaf hafa verið mjög heillaður af arkitektúr sem myndlist. „Allt sem tilheyrir menn- ingunni miðast við mannslíkam- ann og út frá því hef ég lengi verið hugfanginn af þeirri staðreynd að bygging er í raun og veru ílát utan um mannslíkamann. Bygging sem hugarástand og um leið rými fyrir ákveðna hreyfingu og virkni.“ Á sýningunni er stór veggur lagður undir vídeóverk af gjörningi sem Haraldur segist hafa gert á opnun- inni. „Gjörningurinn tengir saman öll verkin á sýningunni. Ég fékk fimm sjálfboðaliða og svo úllendúll- aði ég þar til það var ein manneskja eftir. Ég hjúpaði síðan viðkomandi áhorfanda með sérsniðnu teppi og leiddi hann um rýmið. Flestir koma á opnun og það verður til við það ákveðinn holdskúlptúr sem síðan hverfur og mig langaði einnig til þess að varðveita hann með ein- hverjum hætti. Þessi áhorfandi varð ósjálfrátt að mjúkum meitli þegar ég leiddi hann um mannfjöldann og það mynduðust rásir í salnum sem mótaðist af gestunum.“ Í verkum sínum leitast Haraldur meðal annars við að skoða þá farvegi sem við mótum í okkar daglega lífi með því hvernig við hreyfum okkur og ferðumst innan þess rýmis sem við lifum og hrærumst í. „Við erum auðvitað vanadýr rétt eins og sauð- kindin. Við mörkum okkur slóða og persónulega stíga um net okkar dag- lega lífs. Hvort sem það er í gegnum borgina eða okkar eigin íbúð. Mér finnst þessar skilyrðingar í borgar- samfélaginu áhugaverðar og líka hvernig við skilyrðum okkur sjálf. Hvernig við hreyfum okkur innan um hluti, byggingar og annað fólk.“ Vídeóverkið er í senn skapað og sýnt innan listrýmisins en Haraldi er einnig hugleikið það sem er þar fyrir utan. „Í verkinu leiði ég manneskju út undir bert loft og hún mig. Við líðum um borgarskipulagið í ljósa- skiptum skynjunarinnar, þangað til við komum aftur inn í galleríið á allt öðrum stað.“ Vídeóverkið vísar sömuleiðis til verks á gólfi sem er samansett úr ótalmörgum svörtum samanbrotnum landakortum. „Já, grunneiningin í því verki er svart landakort. Það snertir líka eitthvað mjög líkamlegt. Þau eru svört og því ólesanleg í hefðbundnum skilningi og minna kannski eilítið á verk sem ég gerði úr nafnspjöldum sem voru hvít báðum megin. Þau eru líka ein- hvern veginn að hverfa rétt eins og landakortin með tilkomu snjallsíma og gps-tækninnar. Það finnst mér líka áhugavert. Þessi tilfinning fyrir því sem er að fara. Ég tók eftir því á opnuninni að sumir veigruðu sér við að fara þarna inn. Mér finnst spenn- andi að skapa þetta hik – þetta lík- amlega ástand áhorfandans. Þarna liggja næfurþunn mörk á milli listar og lífs sem er spennandi að kanna.“ Þar sem Haraldur vinnur með þetta flæði og þau mörk sem við setjum okkur sjálf í því samhengi þá er hann að einhverju leyti meðvit- aður um þetta dagsdaglega. „Ég reyni að brjóta upp mína farvegi, með mis- góðum árangri reyndar, en ég reyni. Maður stendur jú aldrei undir sömu sturtunni. Galleríið er fyrir mér til- raunastofa þar sem ég get búið til kringumstæður sem kalla á viðbrögð og upplifun. Sá leikur finnst mér eitt af áhugaverðari viðfangsefnum listarinnar.“ Þarna liggja næfurþunn mörk á milli listar og lífs haraldur jónsson myndlistarmaður opnaði sýnunguna leiðsla í Berg Contemporary fyrir skömmu og þar tekst hann á við umhverfi mannsins og það rými sem við sköpum og förum um í okkar daglega lífi. Haraldur Jónsson við eitt af verkunum á sýningunni Leiðsla í Berg Contemporary. FréttaBLaðið/GVa Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Leikhús extravaganza eftir Sölku Guðmundsdóttir HHHHH Soðið svið og Borgarleikhúsið Leikarar: María Heba Þorkelsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson Leikstjóri: Ragnheiður Skúladóttir tónlist og hljóðmynd: Ólafur Björn Ólafsson Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Búningar: Þórunn Elísabet Sveins- dóttir Nýtt íslenskt leikverk eftir Sölku Guðmundsdóttur að nafni Extra- vaganza var frumsýnt í Borgar- leikhúsinu síðastliðinn föstudag. Sýningin er samvinnuverkefni leik- hússins og leikhópsins Soðið svið en Salka er einnig hirðskáld hússins um þessar mundir. Í fyrrum félagsmálablokk, nú í eigu eignarhaldsfélagsins Porcellus Property sem leigir allar íbúðirnar út til túrista, má finna lítið sölu- horn kallað Puffins etc. en Lýdía er eini starfsmaðurinn. Samkvæmt undanþágusamningi fær hún afnot af íbúð í lundablokkinni gegn því að vinna langar vaktir í móttökunni en heimur hennar riðlast þegar hún finnur laumuíbúa í kjallaranum. Grunnefnið og hugmyndirnar eru þarna, það er augljóst: túrisma- væðing höfuðborgarinnar, sjálfs- blekking lífsstílsvarnings og snilli gömlu revíanna blandast saman í ádeilu sem hefur alla burði til að vera spennandi. Inn á milli koma smellnir brandarar sem hitta í mark og söngatriðin eru flest einkar góð. En handritið hefði mátt slípa betur til, orðfæri persónanna er á köflum of stirt og söguþráðurinn er alltof oft ekki nægilega fyndinn. María Heba Þorkelsdóttir leiðir leikarahópinn og tekst ágætlega upp í hlutverki hinnar taugaveikl- uðu Lýdíu. Tímasetningar hennar eru góðar en hún stólar alltaf á sömu nálgunina og persónan þróast lítið. Laumuíbúann Gnúma leikur Sveinn Ólafur Stefánsson og svipaða sögu má segja um hans frammistöðu: hún er ágæt en alltaf í sama fasanum. Hannes Óli Ágústsson gerir það sem hann getur í takmörkuðu hlutverki skrifstofublókarinnar Júlíusar. Aðal- björgu Árnadóttur tekst aftur á móti að finna orkustig sem hæfir verkinu og drífur áfram hverja senuna á fætur annarri. Nýja svið Borgarleikhússins er eitt af bestu leikrýmum landsins en dapurlegt er að sjá hversu rýmið er illa nýtt. Brynja Björnsdóttir er mjög frambærilegur sviðsmyndahönnuð- ur og hikar ekki við að taka áhættu í sinni hönnun en í þetta skiptið fatast henni flugið. Litlu hlutirnir heppnast þokkalega en stóra vanda- málið er hvernig sviðið er minnkað um helming og dýptinni fórnað á meðan breiddin er nánast ekki notuð af persónum verksins. En slæmu sviðsnýtinguna verður líka að skrifa á Ragnheiði Skúla- dóttur, leikstjóra sýningarinnar. Bæði er Nýja sviðið illa nýtt og sam- leikur hópsins með stirðara móti. Alla spennu skortir, framsetningin nánast alltaf í sama taktinum og sýningin nánast stöðvast um mið- bik fyrri hluta en skánar töluvert eftir hlé. Sýningin rokkar á milli þess að vera rómantískur gaman- leikur, revía og farsi en Ragnheiður vinnur ekki nægilega vel með neitt af þessum formum þó að revíuhlut- arnir séu þó best heppnaðir. Þrátt fyrir fögnuðinn sem fylgir ávallt nýjum íslenskum leikverkum þá er einhver ógnvænleg undiralda sem þjakar íslenska leikritun um þessar mundir. Salka er hæfileika- ríkt leikskáld og einstaklega orð- heppin en Extravaganza virðist vera annaðhvort óklárað eða tilraun til að gera of marga hluti í einu án þess að nostra við neitt af þeim hefðum sem um ræðir. Þræðirnir hanga saman en fátt virðist ganga upp í verkinu eða koma á óvart. Sýningin hefði getað bjargast fyrir horn með þéttu utanumhaldi en allt kemur fyrir ekki. Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Leikhópur og listafólk sem á að gera og getur gert betur. Brestir í blokkarlífinu Úr leiksýningunni Extravaganza sem leikhópurinn Soðið svið sýnir í Borgarleikhús- inu. Mynd/Hörður SVEinSSon 3 . N ó v e m b e r 2 0 1 6 F i m m t u D a G u r42 m e N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð menning 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -9 B 5 0 1 B 2 B -9 A 1 4 1 B 2 B -9 8 D 8 1 B 2 B -9 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.