Fréttablaðið - 03.11.2016, Síða 58

Fréttablaðið - 03.11.2016, Síða 58
Sýna hvernig við erum í raun öll lítilfjörleg og breySk, öll alltaf að klúðra öllu en Svo verður þetta allt í lagi þegar upp er Staðið. TónlisT Kórtónleikar HHHHH Verk eftir Charpentier og Bach. Al- þjóðlega barokksveitin í Hallgríms- kirkju lék, Mótettukór kirkjunnar söng. Einsöngvarar: Sigríður Ósk Krist- jánsdóttir, Oddur A. Jónsson, Auður Guðjohnsen, Thelma Hrönn Sigur- dórsdóttir og Guðmundur Vignir Karlsson. Hallgrímskirkja laugardaginn 29. október Ég heyrði brandara um daginn: Hvað er líkt með Jesú og unglingum? Jú, þeir taka ekki almennilega til starfa fyrr en um þrítugt og þegar þeir gera eitthvað, þá er það krafta- verk. Um þessar mundir er haldið upp á 30 ára vígsluafmæli Hallgríms- kirkju, en ólíkt unglingnum er starf- semin þar ekki fyrst að byrja núna. Tónlistarlífið í kirkjunni hefur alla tíð verið fjölbreytt og afar vandað. Maður á margar góðar minningar af tónleikum í henni. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar orgelkonsert Jóns Leifs var frumfluttur í kirkjunni fyrir um fimmtán árum síðan. Sprengikraft- urinn í verkinu var ótrúlegur. Þegar fólk gekk út í anddyrið í hléinu á eftir, var þar allt á floti. Pípulagnir höfðu gefið sig á meðan orgelpíp- urnar voru þandar til hins ýtrasta. Tónleikagestir gengu á vatni, sem var skemmtilega táknrænt. Á tímabili var Hallgrímskirkja gagnrýnd fyrir of mikinn hljóm- burð. Einhver sagði að það væri í lagi að koma of seint á tónleika í kirkjunni; maður heyrði samt fyrstu tónana. Það er nokkuð til í þessu. Hallgrímskirkja sker sig þó ekki frá öðrum sambærilegum kirkjum þar sem ætíð er ríkulegt bergmál. Hörð- ur Áskelsson, sá magnaði hæfileika- maður og tónlistarstjóri kirkjunnar, hefur líka lagað verkefnavalið að ágætlega að endurómuninni, svo hún kemur ekki að sök. Á laugardagskvöldið voru haldnir tónleikar í kirkjunni til að fagna afmælinu. Dagskráin var lífleg, hún samanstóð af barokkmúsík sem var í senn hátíðleg og full af gleði. Alþjóðlega barokksveitin í Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar flutti fyrst fjörugan mars, Marche de Triomphe et Second Air de Trompettes eftir Charpentier. Þar var leikið á barokkhljóðfæri, þ.e. eldri gerðir nútímahljóðfæra. Þver- flauturnar voru úr tré og eitt hornið leit út eins og lakkrísrúlla. Mann langaði hálfpartinn til að fá sér bita! Hljómurinn í sveitinni var léttari og mildari en í nútímahljómsveit, sem jók á gleðina í tónmálinu. Leikurinn var akkúrat, nákvæmur og samtaka, túlkunin spennandi og fallega blátt áfram. Næst á dagskrá var Messa í F-dúr BWV 233 eftir Bach. Hún er miklu styttri en h-moll messan, sem er eitt voldugasta verk tónbókmenntanna. Engu að síður er hún glæsileg og tilkomumikil og flutningurinn á tónleikunum heppnaðist prýði- lega. Oddur A. Jónsson var í bassa- hlutverkinu og skilaði því af stakri fagmennsku. Röddin var kröftug og sérlega heillandi. Sömu sögu er að segja um Sigríði Ósk Kristjánsdóttur mezzósópran, sem verður betri og betri með hverjum tónleikum. Helst mátti finna að altsöng Auðar Guð- johnsen, sem var dálítið litlaus og ekki nægilega sterkur í samanburði við hina einsöngvarana. Hér steig Mótettukór kirkjunnar fram og söng af hrífandi einlægni og tæknilegu öryggi. Það gerði hann líka í lokaverkinu á efnisskránni, Te Deum í D-dúr eftir Charpen- tier. Textinn er lofsöngur frá fjórðu öld og tónlistin er einstaklega vel heppnuð. Hún er litrík og fjölbreyti- leg, full af grípandi laglínum. Upp- hafið þekkja allir, það er Eurovisi- on-stefið svokallaða. Hljómsveitin spilaði af festu og áðurnefndir ein- söngvarar voru með allt á hreinu; Auður hljómaði betur hér. Í hópinn bættust Guðmundur Vignir Karls- son tenór og Thelma Hrönn Sigur- dórsdóttir sópran sem sungu afar fallega. Þetta var góð stund. Jónas Sen niðursTaða: Líflegir afmælistón- leikar þar sem nánast allt var full- komið. Kraftaverkin í Hallgrímskirkju Mótettukór kirkjunnar söng af hrífandi einlægni og tæknilegu öryggi. Það er vandaverk að fylgjast með fletta vefsíðum kaupa inn stilla lífið þannig af að allt líti út fyrir að virka að við höfum fullkomna stjórn og fljótum hægt í rétta átt. Það smellur í bréfalúgu og spjöld frá Hjartavernd og Krabbameinsfélagi detta á dyramottu. Við dagslok þegar mest er ógert og meira ósagt horfumst við í augu snertumst og hunsum seyðing undir öxl sting í brjósti flöktandi hugsanir um annað líf. Úr ljóðabókinni Óvissustig eftir Þórdísi Gísladóttur (Bls. 26-27) líf Oft eru þetta orð eða setningar sem síðan vinda upp á sig,“ segir Þórdís Gísla-dóttir skáld aðspurð um titil nýrrar ljóða- bókar sem hún kallar Óvissustig. Hér er á ferðinni fjórða ljóðabók Þórdísar og í upphafi bókar er skemmtileg áletrun sótt í skilgreiningu Almanna- varna á fyrirbærinu óvissustig. Þórdís segir að hún sæki sér oft innblástur í eitthvað sem hún heyri eða sér svona dags daglega. „Ég er ekki eitt af þess- um skáldum sem setjast niður og eru búin að ákveða að í dag ætli þau að takast á við eitthvert ákveðið yrkis- efni. Þvert á móti. Ég er mjög kaotísk og óskipulögð manneskja. Reyndar dettur mér oft eitthvað í hug þegar ég er ýmist að sofna eða vakna. Þá er maður einhvern veginn opinn, enda ljóðið einmitt þarna einhvers staðar á mörkum draums og vöku.“ Sparilífið óspennandi Í upphafi bókarinnar kveður að einhverju leyti við öllu dekkri tón en í fyrri verkum Þórdísar og hún tekur undir það. „Já, þetta er soldið myrkt. Ég sá það þegar ég var búin að skrifa þetta. Þetta var svona ein- hver stemning sem ég var í á þessum tíma. En svo er það aðeins þannig að þegar maður byrjar að skrifa eitt- hvað sem er dálítið þungt þá kemst maður í þannig fasa. Ég held líka að þetta sé aðeins árstíminn sem ég er að skrifa bækurnar mínar á og held að allar bækurnar mínar búi yfir ein- hverju slíku þema. Að það sé í þeim einhver þráður.“ Hversdagslíf mannfólksins er Þór- dísi hugleikið eða eins og hún segir sjálf: „Hversdagslíf er lífið. Sparilífið er svo lítill hluti af lífinu og í rauninni svo óáhugavert af því að það oft svo mikið leikrit. En hversdagslífið er okkar allra og mér finnst oft eins og fólk sé að reyna að túlka líf sitt og annarra eins og að það sé eitthvað ákveðið – eitthvert yfirborð. En mér finnst gaman að klóra í þetta yfir- borð og reyna helst að rífa á það smá gat. Sýna hvernig við erum í raun öll lítilfjörleg og breysk, öll alltaf að klúðra öllu en svo verður þetta allt í lagi þegar upp er staðið.“ Núvitund og bollakökur Þessa togstreitu gagnvart yfirborðs- mennskunni í samfélaginu má sjá greinilega í sumum ljóðum bókar- innar. Þórdís segir að auðvitað könn- umst við flest við þennan þrýsting í samfélaginu þar sem er alltaf verið að beina okkur á einhverjar ákveðn- ar brautir. „Það er alltaf verið að búa eitthvað til fyrir okkur. Núna eiga allir að vera á núvitundarnámskeiði en svo gefast allir upp á því vegna þess að þetta er ekki lífið. Þetta eru kapítalistarnir að finna upp nýtt námskeið fyrir alla. Allir eiga að vera rosalega hamingjusamir að baka bollakökur eitt árið en svo fá allir leiða á því og þá eiga allir að fara að gera eitthvað annað,“ segir Þórdís og hlær við tilhugsunina. Tónar við lífið Þetta hversdagslega líf með allri sinni yfirborðsmennsku og átökum er líka stór hluti af öðru verkefni sem Þórdís hefur unnið að um skeið. Á morgun verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu leikritið Brot úr hjónabandi eftir Ing- mar Bergman, í þýðingu Þórdísar og leikstjórn Ólafs Egilssonar, með Unni Ösp Stefánsdóttur og Björn Thors í aðalhlutverkum. Þórdís segir að hún hafi reyndar skrifað flest ljóð- in áður en hún hafi komið að þessari þýðingu. „En þar er einmitt líka verið að fletta ofan af lífi hjóna þar sem allt virðist hamingjusamt í glansblaða- viðtölunum en svo er þetta alla vega þegar betur er skoðað.“ En er þetta ekki einmitt hlutverk listarinnar, að klóra í yfirborðið og fá okkur til þess að skoða lífið? „Listin skiptir mann máli. Hún á að hreyfa við fólki og snerta eitthvað í okkur. Það er markmiðið. Það sem hreyfir við manni er það sem endist og skiptir okkur máli.“ Þórdís segir að það hafi verið mjög gaman að takast á við texta Bergmans. „Ég var búin að sjá svona eitthvað af þessum þáttum í endur- tekningu í sænska sjónvarpinu en hafði þó aldrei horft á þá alla. Þetta er byggt á þessum tíu sjónvarps- þáttum frá 1973 en leikritið kom svo ekki fyrr en 1981. En það kom mér rosalega skemmtilega á óvart hvað þetta hefur einmitt enst vel. Það eru auðvitað hlutir sem þurfti að laga til eins og upprunalega er fólk alltaf að fara fram á gang að svara í símann en í dag eru allir með hann í vasanum. En allt annað, kjarninn, er algjörlega jafn brýnn og sterkur. Samskipti fólks, samskipti hjóna, samskipti foreldra við börn og sam- skipti fullorðins fólks við foreldra sína sem eru að stjórna fólki sem er að verða fimmtugt eða eitthvað. Og allt ruglið í vinnunni og allt þetta sem við þekkjum í öllu okkar dag- lega lífi og tónar allt mjög sterklega við líf okkar hér og nú.“ Gaman að klóra í yfirborðið og að rífa á það smá gat þórdís gísladóttir sendi nýverið frá sér ljóðabókina Óvissustig. en þar eins og í nýrri þýðingu á leikritinu brot úr hjóna- bandi tekst hún á við yfirborðsmennsk- una í lífi okkar frá degi til dags. Þórdís Gísladóttir, ljóðskáld og þýðandi hefur í mörgu að snúast þessa dagana. FréTTablaðið/ErNir Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F i m m T u D a G u r44 m e n n i n G ∙ F r É T T a b l a ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 B -A F 1 0 1 B 2 B -A D D 4 1 B 2 B -A C 9 8 1 B 2 B -A B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.