Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Rjúpnaveiðitímabilið hófst á föstu-
daginn var og eru flestir veiðimenn
að fá einhverja fugla segir Dúi Jó-
hannsson Landmark, formaður
Skotveiðifélagsins.
„Í heildina má búast við því að
veiddir verði um 40 þúsund fuglar en
það eru milli fimm og sex þúsund
manns sem stunda veiðar á hverju
tímabili.“
Spurður um illa haldinn veiði-
mann sem Björgunarsveitin Ingunn
á Laugarvatni kom til aðstoðar um
helgina segist Dúi ekki hafa heyrt af
því einstaka atviki en bendir á að út-
köllum og aðstoð vegna rjúpna-
veiðiskytta hafi fækkað verulega í
seinni tíð.
„Veiðimenn eru upplýstari um
hættur en áður og tækin líka orðin
betri t.d. GPS tækin og kort í snjall-
tækjum. Hins vegar er vert að
benda á að við fáum aðeins fjórar
helgar til veiða núna en það er ein-
göngu veitt á föstudögum, laugar-
dögum og sunnudögum. Við ósk-
uðum eftir sex helgum til að dreifa
veiðinni og draga úr því að menn fari
út í vondum veðrum en ekki var orð-
ið við ósk okkar.“
Rjúpna-
veiðin
byrjar vel
Veiði Rjúpnaveiðin hófst á föstudag.
Helgi Bjarnason
Jón Birgir Eiríksson
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Forseti Íslands hefur boðað forystu-
menn stjórnmálaflokkanna sem eiga
fulltrúa á nýkjörnu Alþingi til funda
á Bessastöðum í dag. Miðað við hefð-
ina er tilgangur Guðna Th. Jóhann-
essonar sá að kanna viðhorf for-
mannanna til málefna og annarra
flokka svo hann geti metið það hverj-
um fyrst eigi að fela umboð til mynd-
unar meirihlutastjórnar.
Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
sætisráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, fór í gær á fund for-
seta til að biðjast lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt. Forseti féllst á lausn-
arbeiðnina en óskaði þess jafnframt
að stjórnin sæti sem starfsstjórn uns
tekist hefði að mynda nýja.
Stjórnarmyndun þarf helst að
ganga nokkuð greiðlega fyrir sig.
Kalla þarf Alþingi saman til að hægt
verði að afgreiða fjárlög fyrir ára-
mót, samkvæmt lögum, og einng
verður að kalla Alþingi saman ekki
síðar en tíu vikum eftir kosningar.
Mörgum leiðum hafnað
Sigurður Ingi sagði eftir fundinn
með forseta að við blasti að erfið
stjórnarmyndun væri framundan.
„Mörgum leiðum hefur verið hafnað,
byltingu Pírata, vinstristjórn og svo
núverandi ríkisstjórn. Þetta er flókin
staða úrlausnar.“
Forsetinn kallar formennina sjö til
sín eftir stærð þingflokkanna. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, mætir fyrstur, klukkan 10,
en Oddný G. Harðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar, síðust, klukkan
16.
Þingflokkarnir komu saman í gær.
Tilgangur fundanna var sagður að
sjá framan í nýja þingmenn og ræða
niðurstöður kosninganna en væntan-
lega hefur megintilgangur formann-
anna verið sá að heyra hljóðið í sínu
fólki vegna væntanlegra funda með
forsetanum.
Sá stærsti augljós sigurvegari
Útlit er fyrir að stjórnarmyndun
verði flókin og jafnvel erfið, miðað
við þær yfirlýsingar sem formenn
flokkanna gáfu fyrir kosningar og á
kosninganótt. „Þetta verður ekki tví-
liða, það þarf að setja saman þríliðu
eða jafnvel flóknari margliðu. Við
verðum bara að sjá hvað verður,“
segir Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráð-
herra.
Sigurður Ingi segir að þó margir
geti lýst sig sigurvegara kosning-
anna hljóti stærsti flokkurinn sem
jafnframt leiðir í öllum kjördæmum
að vera hinn augljósi sigurvegari.
Hann gaf í skyn við blaðamenn á
Bessastöðum í gær að hann hefði
lagt til við forseta að Sjálfstæðis-
flokkurinn fengi umboðið.
Breytt landslag í pólitíkinni
Birgitta Jónsdóttir, formaður
þingflokks Pírata, stingur upp á því
að athugað verði með myndun
minnihlutastjórnar. Landslagið í
pólitíkinni sé allt annað en áður hafi
verið. „Við erum tilbúin að tala við
alla en það er alveg skýrt að hvorki
Sjálfstæðisflokkurinn né Píratar
vilja vinna saman. En við erum ekk-
ert að útiloka Viðreisn ef það lítur út
fyrir að við séum að sigla inn í ein-
hverja stjórnarkreppu.“
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar, sækist eftir að fá umboð
til stjórnarmyndunar. Hann segir að
óskastjórnin sé sú sem kemur fram
flestum af frjálslyndum stefnumál-
um Viðreisnar og skipulögðum
vinnubrögðum.
Forseti kannar viðhorf for-
manna til stjórnarmyndunar
Útlit fyrir flókna stjórnarmyndun Píratar stinga upp á minnihlutastjórn
Morgunblaðið/Eggert
Bessastaðir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær. Stjórn hans situr áfram þar til ný stjórn verður mynduð.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ekki liggur fyrir hvenær nýtt Al-
þingi verður kallað saman. Almennt
er talið að það verði gert innan
tveggja vikna frá þingkosningunum.
Alþingi á eftir að samþykkja fjárlög
fyrir árið 2017. Aðkallandi er að
hefja þá vinnu sem fyrst. Fjárlögin
verða rædd í þremum umferðum á
þinginu. Þetta verða fyrstu fjárlögin
sem lögð eru fram á þinginu og
byggjast á fjármálaáætlun 2017-
2021, sem þingið hefur samþykkt.
Síðast voru vetrarkosningar hér á
landi 2. desember 1979. Nýtt þing
kom saman 12. desember eða 9 dög-
um eftir að kosningarnar fóru fram.
Vorið 2013 liðu 39 dagar frá kosn-
ingum þar til þingið kom saman.
Um miðja næstu viku er stefnt að
því að halda námskeið fyrir nýja
þingmenn, að sögn Helga Bernódus-
sonar, skrifstofustjóra Alþingis. Slík
námskeið eru jafnan haldin við upp-
haf nýs kjörtímabils.
Að þessu sinni verður bekkurinn í
„þingmannaskólanum“ óvenju fjöl-
mennur, tæplega 30 manns. Hann
var einnig fjölmennur árið 2013, en
þá komu 27 nýliðar á þing.
Í námskeiðinu verður nýjum þing-
mönnum kynnt hvernig Alþingi
starfar, hvaða þjónusta stendur
þingmönnum til boða, starfskjör og
svo framvegis. Þessar upplýsingar
er að finna í ritinu Háttvirtur þing-
maður, sem er handbók um þing-
störfin. Ritið er einkum hugsað sem
leiðbeiningarrit fyrir nýkjörna al-
þingismenn, svo og varaþingmenn
sem setjast á Alþingi á kjörtíma-
bilinu. Meginmarkmiðið er því að
hafa á einum stað allar helstu upp-
lýsingar sem geta komið nýjum al-
þingismönnum að gagni og létt þeim
störfin.
Fjölmennt verður í
„þingmannaskólanum“
Óvíst hvenær nýtt þing kemur saman eftir kosningarnar
Banaslys varð í fyrrinótt skammt
frá Fagurhólsmýri í Öræfum. Ís-
lenskur piltur á átjánda aldursári
lést í umferðarslysinu en lögreglu
barst tilkynning klukkan 8.44 í
gærmorgun um umferðarslysið.
Þar reyndist dökkgræn Toyota
Landcruiser-bifreið, árgerð 2001,
hafa farið út af vegi og oltið.
Ökumaður hennar, sem var einn
á ferð, hafði kastast út úr bifreið-
inni og var úrskurðaður látinn á
slysstað. Talið er að hann hafi farið
frá Höfn og vestur Suðurlandsveg
um miðja nótt. Nokkuð var því liðið
frá því slysið varð þar til það upp-
götvaðist.
Banaslys skammt
frá Fagurhólsmýri
Í undanförum sex þingkosningum
hefur stjórnarmyndun tekið
skemmst 12 daga. Það var árið
2009, þegar ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna var mynd-
uð.
Lengstan tíma á þessu árabili
tók að mynda fráfarandi ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks eða 26 daga. Í stjórn-
arskránni er einkum ákvæði 42.
greinar sem þrengir að þeim tíma
sem menn hafa til umráða nú. Í
greininni felst að afgreiða þarf
fjárlög fyrir lok árs. Að auki segir í
22. grein að forseti stefni saman
Alþingi eigi síðar en 10 vikum frá
kosningum til Alþingis.
Fjárlög þrýsta á myndun stjórnar
Yfirlit stjórnarmyndunartíma
Dagsetningar í tengslum við þingkosningar 1999-2016
Kosningar Kjördagur Stjórnarmyndun Ný ríkisstjórn tekur við
1999 8.maí 20 dagar 28. maíSjálfstæðisfl. + Framsóknarfl.
2003 10.maí 13 dagar 23. maíSjálfstæðisfl. + Framsóknarfl.
2007 12. maí 12 dagar 24. maíSjálfstæðisfl. + Samfylking
2009 25. apríl 15 dagar 10. maíSamfylking + VG
2013 27. apríl 26 dagar 22. maíSjálfstæðisfl. + Framsóknarfl.
2016 29. október ? ?
ALÞINGISKOSNINGAR 2016