Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 305. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Segir RÚV hafa haft hana að fífli
2. Hverjir eru öruggir inni?
3. „Var að vakna og er í sjokki“
4. Hefðum getað verið valkosturinn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Annað kvöld, þriðjudag, verður
djasskvöld á Kexhostel, sem fellur
innan Airwaves-hátíðarinnar og mót-
ast af henni. Moses Hightower og
President Bongo koma fram og verð-
ur tónlistinni streymt beint af KEXP-
útvarpsstöðinni í Seattle í gegnum
Youtube og Facebook.
Morgunblaðið/Ómar
Airwaves djasskvöld
á Kex á morgun
Í kvöld klukkan
21 verða spuna-
tónleikar í Mengi
með Corey Fogel
trommuleikara,
Dina Maccabee,
víóluleikara og
söngkonu, og De-
vin Hoff bassa-
leikara. Öll eru
þau liðsmenn í hljómsveit Juliu Holt-
er sem fram kemur á Iceland Airwa-
ves í ár. Í kvöld leika þau sem sólistar.
Spunatónleikar
í Mengi í kvöld
Jóhann Smári Sævarsson mun
stíga á svið og þenja raddböndin á
Hádegistónleikum Hafnarborgar á
morgun en tónleikarnir byrja á
slaginu kl. 12. Jóhann mun ásamt
Antoníu Hevesi píanó-
leikara flytja fjöl-
breyttar aríur eftir
Verdi, Mozart og
Puccini. Næstu
hádegistónleikar
verða þriðjudag-
inn 6. desem-
ber.
Flutningur á Verdi,
Mozart og Puccini
Á þriðjudag Norðvestan 13-18 m/s austanlands, en lægir smám
saman. Mun hægari breytileg átt í öðrum landshlutum.
Á miðvikudag Suðaustan 8-13 og rigning eða slydda á Suður- og
Vesturlandi, en þurrt fyrir norðan og austan. Hiti 1 til 8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 13-23, hvassast á Austfjörðum
og einnig á Suðausturlandi fram yfir hádegi. Hiti 0 til 5 stig.
VEÐUR
Noðurlandamót unglinga í
ólympískum lyftingum fór
fram við Strandgötu í Hafn-
arfirði um helgina. Fjölmörg
Íslandsmet voru sett, bæði í
fullorðinsflokki sem og ung-
lingaflokkum, en þar að
auki féllu sex Norður-
landamet. Meðal annars
urðu bræðurnir Guðmundur
Högni og Alex Máni Hilm-
arssynir báðir Norður-
landameistarar í sínum
flokkum. »2
Metin féllu á
Norðurlandamóti
Fram er í efsta sæti Olís-deildar
kvenna í handknattleik eftir sigur á
ÍBV í leik þar sem aðeins voru skoruð
37 mörk. Fram er taplaust eftir sjö
leiki. Heil umferð fór fram um helgina
og Íslandsmeistarar Gróttu töpuðu
enn einum leiknum. Nú gegn Val á
heimavelli á Seltjarnarnesi og hefur
liðið tapað sex af
fyrstu sjö leikj-
unum. » 6
Fram-konur taplausar í
handboltanum
„Ég tók alveg dágott frí eftir ÓL og
fékk svo um það bil mánuð til að
komast í góða æfingu fyrir þessi
heimsbikarmót. Nú fer ég til baka
með þessar upplýsingar og vinn í öllu
sem ég hefði getað gert betur,“ sagði
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sem tók
þátt í þremur heimsbikarmótum í
sundi í Asíu, í samtali við Morgun-
blaðið í gær. » 1
Hrafnhildur komin á
ferðina eftir frí
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hörður Hilmarsson hefur starfað í
ferðaþjónustunni í 30 ár og þar af
sem framkvæmdastjóri eigin ferða-
skrifstofu, ÍT ferða, í 20 ár. „Við
erum frumkvöðlar og sérfræðingar
í íþróttatengdri ferðaþjónustu, þótt
við sinnum vissulega ferðaþjónustu
fyrir aðra hópa,“ segir Hörður á
þessum tímamótum og bendir á að
fyrirtækið sé fyrst og fremst hóp-
ferðaskrifstofa. „Og alltaf með
sömu kennitölu,“ leggur hann
áherslu á.
Fyrir 30 árum voru Hörður og
Ingi Björn Albertsson þjálfarar
meistaraflokks FH í knattspyrnu
og Þórir Jónsson heitinn fram-
kvæmdastjóri deildarinnar. Hörður
segir að þeir hafi ákveðið að fara
með liðið í æfingaferð til útlanda til
þess að undirbúa það fyrir Íslands-
mótið og rekist á vegg.
„Ekki var mikil þjónusta fyrir
íþróttalið sem vildu fara í æfinga-
og keppnisferðir svo það endaði
með því að við Þórir skipulögðum
ferðina sjálfir og héldum utan um
hana,“ rifjar Hörður upp um byrj-
unina. Í kjölfarið hafi þeir sett hug-
mynd um sértæka ferðaþjónustu
fyrir íslenska íþróttahópa á blað,
kynnt hana Helga Jóhannssyni,
framkvæmdastjóra Samvinnuferða-
Landsýnar og Íþróttadeild S-L
orðið til. Eftir fjögur ár hafi þeir
síðan tekið tilboði Úrvals-Útsýnar
um að flytja sig þangað. „Það réð
miklu um að við færðum okkur um
set að Ú-Ú var á þessum tíma í
eigu Flugleiða, síðar Icelandair,
auk þess sem við fengum mun betri
vinnuaðstöðu en við höfðum haft og
aukið frelsi til athafna.“
Eftir sex ár hjá Ú-Ú skildi leiðir
þeirra Þóris og Hörður stofnaði ÍT
ferðir. Fyrstu árin var einn starfs-
maður auk hans og Hjördísar, syst-
ur Harðar, sem var bókari í hluta-
starfi og setti síðar upp fjölda
göngu- og menningarferða fyrir ÍT
ferðir. Starfsmenn voru orðnir
fimm 2004. Gangurinn var góður en
eftir hrun bankakerfisins breyttist
margt. „Við fundum fyrst fyrir því
um veturinn þegar íslensk fyrir-
tæki hættu að fara í árshátíð-
arferðir, en aðalskellurinn kom
sumarið 2009 þegar það varð 80%
samdráttur í íþróttaferðum okkar
til útlanda. Það varð okkur til
happs á þessu erfiða tímabili að
2007 hafði ráðist til starfa hjá okk-
ur einstakur, ungur maður, Hanni-
bal G. Hauksson, sem hefur verið
mín hægri hönd lengst af síðan.
Með því að fækka starfsmönnum
og gæta ýtrasta aðhalds í rekstri
tókst okkur að lifa af þriggja til
fjögurra ára vægast sagt „magurt“
tímabil. Síðan tökum við engu sem
gefnu og erum áhættumeðvituð og
varkár.“
Mikil samkeppni
Hörður segir að samkeppnin hafi
aukist verulega síðustu árin. Netið
hafi einnig breytt mjög miklu,
einkum í sambandi við afþreyingar-
ferðir einstaklinga og fjölskyldna.
„En það er þörf fyrir ferðaskrif-
stofur til að skipuleggja og halda
utan um ferðir fyrir hópa,“ segir
hann. Flugfélögin á Íslandi séu
mikilvægustu samstarfsfyrirtækin,
en þau eigi öll ferðaskrifstofur og
séu því einnig helstu samkeppnis-
fyrirtækin, beint eða óbeint. „Það
er ekki ákjósanlegt ástand,“ segir
hann.
Hörður segir ánægða viðskipta-
vini það sem sé mest gefandi. Hann
hafi verið heppinn með starfsfólk
og fyrir bragðið hafi hópar almennt
verið ánægðir eða mjög ánægðir
með ferð sína og þjónustuna. „Ég
var einhverju sinni spurður um það
í hverju starf mitt fælist. Svar mitt
var: „Ég vinn við að gleðja fólk“.
Það hefur ekkert breyst.“
Vinnur við að gleðja fólk
Hörður Hilm-
arsson í ferðaþjón-
ustunni í 30 ár
Morgunblaðið/Golli
Ferðamálafrömuður Hörður Hilmarsson, framkvæmdastjóri ÍT ferða, stofnaði fyrirtækið fyrir 20 árum.