Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Skip Loðnuvinnsl- unnar, Hoffellið, liggur við bryggju. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Aðeins eitt tilboð barst í byggingu á nýjum hafnarkanti á Fáskrúðs- firði. Tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun og ákvað hafnarsjóður Fjarðabyggðar að hafna tilboðinu. Bryggjan sem um ræðir nefnist Strandarbryggja og verður fyrir framan nýja frystigeymslu Loðnu- vinnslunnar. Hafnarkanturinn verður tæplega 90 metra langur og 25 metra breiður. Tilboð voru opnuð 27. september sl. Eitt tilboð barst, frá Hagtaki hf. í Hafnar- firði. Hljóðaði það upp á 296,8 milljónir króna. Áætlaður verk- takakostnaður var hins vegar 201,3 milljónir og munar því rúm- um 95 milljónum. Verkinu átti að ljúka 1. maí á næsta ári en nú er ljóst að tafir verða á því. „Okkur þótti tilboðið of hátt og því var því hafnað,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar. Hann segir að engin ákvörðun hafi verið tek- in um næstu skref. Mikið að gera á svæðinu „Ástæðan fyrir þessu háa til- boði er væntanlega sú að það hef- ur verið mjög mikið að gera í verktakastarfsemi hér á svæðinu. Menn hafa greinilega verið upp- teknir í öðru þegar verkið var boðið út,“ segir Páll Björgvin. Hann segir að verkefnið sé að- kallandi og því þurfi að bjóða verkið út að nýju eða leita samn- inga við verktaka. „Búið að byggja mjög öfluga frystigeymslu á Fáskrúðsfirði og við erum að byggja hafnarkantinn til þess að auðvelda Loðnuvinnslunni að- gengi að hinni nýju geymslu.“ Loðnuvinnslan er langstærsti vinnuveitamdinn á Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið rekur útgerð og fisk- vinnslu á staðnum. Tilboðið 95 milljónum yfir áætlun  Eina tilboðinu í hafnarkant á Fáskrúðsfirði hafnað  Ný frystigeymsla Skiptum er lokið á þrotabúi fjár- festingafélagins Fons ehf. sem lýst var gjaldþrota í apríl 2009. Fram kemur í tilkynningu skipta- stjórans Óskars Sigurðssonar hrl. í Lögbirtingablaðinu að lýstar kröf- ur námu samtals 39.8 milljörðum króna en samþykktar kröfur námu 32,8 milljörðum. Alls greiddust 4,9 milljarðar upp í veðkröfur búsins, forgangskröfur að upphæð 15 millj- ónir greiddust að fullu og þá greiddust 629 milljónir upp í al- mennar kröfur. Fons ehf. var fjárfestingarfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jó- hannesar Kristinssonar. Það var umfangsmikið á árunum fyrir hrun og átti hlut í þekktum fyrirtækjum, svo sem 365, Iceland Express, FL Group auk þess að eiga hlut í nokkrum erlendum fyrirtækjum. sisi@mbl.is Samþykktar kröfur í þrotabú Fons ehf. 32.8 milljarðar Eign Fons Flugfélagið Iceland Express. Fjöldi skoðanakannana birtist í fjöl- miðlum fyrir kosningar frá fyrir- tækjum og stofnunum sem sérhæfa sig í slíkum könnunum m.a. Gallup, Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands og MMR. Kannanir reyndust mismunandi nákvæmar en ein óhefðbundin könnun reyndist nokkuð nærri úr- slitum kosninga. Kleinuhringja- könnun Dunkin’ Donuts. Starfsmenn kaffihúsanna út- bjuggu súkkulaðifyllta hringi með merkjum flokkanna sem voru í framboði í alþingiskosningunum og var niðurstaðan byggð á vali við- skiptavina á kleinuhringjum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 28% í kleinuhringjakönnuninni, Samfylk- ing fékk 5%, Viðreisn 12%, Björt Framtíð 7%, Framsóknarflokkur- inn 10%, Vinstri grænir 16% og Pí- ratar 18%. Könnunin er mjög nærri úrslitum kosninganna en þar fékk Sjálfstæð- isflokkur 29%, Samfylking 5,7%, Viðreisn, 10,5% Björt Framtíð 7,2%, Framsóknarflokkur 11,5%, Vinstri grænir 15,9% og Píratar 14,5%. Kleinuhringjakönn- un Dunkin’ Donuts fór nærri úrslitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.