Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 ✝ Þorkell Bergs-son fæddist að Arnórsstöðum á Jökuldal 31. októ- ber 1944. Hann lést á heimili sínu, Haukshólum 3 í Reykjavík, 21. október 2016. Foreldrar hans voru Þórey Hans- ína Björnsdóttir, húsmóðir frá Ár- mótaseli á Jökuldalsheiði, f. 30.12. 1910, d. 22.10. 1968, og Bergur Þorkelsson, sjómaður frá Arnórsstöðum á Jökuldal, f. 12.7. 1912, d. 5.8. 1961. Eftirlif- andi eiginkona Þorkels er Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir, f. 17.1. 1955. Systkini Þorkels eru Birna Bergsdóttir, f. 22.11. 1945, Hall- ur Bergsson, f. 20.6. 1947, d. 7.12. 2011, og Björgvin Bergs- son, f. 10.12. 1950. Þorkell var tvíkvæntur. Fyrri kona Þorkels var Unnur Stef- firði, lauk þar skyldunámi og fór síðan í héraðsskólann að Eiðum og kláraði gagnfræða- próf. Þegar hann var á 16. ári drukknaði faðir hans. Fór hann þá á sjóinn í nokkur ár. Fljót- lega kynntist hann þá fyrri eig- inkonu sinni, Unni, og hófu þau búskap á Reyðarfirði þar sem hann vann í kjötvinnslu Kaup- félags Héraðsbúa og veitti henni forstöðu. Keli var mjög fjölhæf- ur og tók að sér hin ýmsu verk- efni og störf. Árið 1979 fluttu þau til Neskaupstaðar og vann hann þar hjá Síldarvinnslunni sem verkstjóri. Árið 1993 slitu Keli og Unnur samvistum og flutti hann þá til Reykjavíkur þar sem hann hóf búskap með Ástu, seinni konu sinni. Bjó hann í Reykjavík allt til æviloka og vann þar við ýmis störf, þar á meðal sem kokkur til lands og sjávar, eða önnur störf sem tengdust sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Útför Þorkels fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 31. október 2016, og hefst athöfnin kl. 13. anía Stefánstóttir, f. 9.2. 1944, og áttu þau tvö börn, Þór- eyju, f. 30.8. 1964, og er hún gift Ant- oni Lundberg, eiga þau tvær dætur, og Berg, f. 23.9. 1966, kvæntur Sigríði Ósk Halldórsdóttur og eiga þau saman tvö börn. Seinni kona Þorkels var Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir og átti hún fyrir þrjár dætur, Laufeyju Önnu Guðmundsdóttur, f. 8.7. 1972, og á hún tvo syni, Kristi Jo Jóhannsdóttur, f. 16.7. 1978, er hún gift Sveini Aberg Henry- syni, og eiga þau eina dóttur en fyrir á Kristi tvö börn, Nancy Lyn Jóhannsdóttur, f. 2.7. 1980, er hún í sambúð með Valdimar Erni Barðasyni og eiga þau eina dóttur og fyrir á Nancy einn son. Þorkell ólst upp á Reyðar- Föstudaginn 21. október áttuð þið mamma ásamt vinum ykkar frá USA að koma í matarboð heim til mín. Mamma hringdi rétt fyrir hádegi og sagði mér frá því að þú værir farinn. Á augabragði varstu tekinn frá okkur. Þegar ég var 12 ára byrjaðir þú að búa hjá okkur og ólst upp okk- ur systur sem þín eigin börn. Varla orðin 13 ára fannst þér ég vera að hanga og ekkert að gera. Var mér því hent í djúpu laugina og látin vinna í fiski. Borg- arbarnið sem ég var hafði aldrei áður unnið né séð til verkunar á fiski. Verkefnið var ekki stórt sem ég fékk, ég átti að setja fiskana á færiband. Agndofa stóð ég þegar ég áttaði mig á því að pota þurfti í augun til að grípa um þá. Minn maður glotti og sagði svo, vertu rösk. Við unnum í mörg ár saman og er ég mjög þakklát fyrir þann tíma. Fljót var ég að átta mig á að sælkeramatur og heimabakaðar kökur voru í miklu uppáhaldi hjá þér. Ég bakaði oft fyrir þig og mömmu. Hinsvegar þegar kök- urnar voru til þá áttir þú það til að vakna á nóttunni og laumast inn í eldhús og klára kökurnar. Eina næturferð varð þér á að stela óvart kökusneið sem nafni þinn átti. Þú þurftir að kaupa tvær sneiðar daginn eftir og það tók nokkra daga að ná sáttum. Þú rifj- aðir oft upp þessa sögu um hann nafna þinn. Afahlutverkinu hafðir þú gam- an af. Alltaf var stutt í stríðnis- púkann og glensið. Afabörnunum þótti gaman að kíkja á þig og mömmu. En allra skemmtilegast var að fara í veiðiferð með ykkur. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að njóta fleiri samveru- stunda mér þér og munum við sakna þín mikið. Kristi Jo Jóhannsdóttir. Elsku pabbi! Mér fannst þú alltaf langtum sætasti pabbinn á Reyðarfirði og ég var svo montin af þér fyrir að líkjast hetjunni minni, honum Clint Eastwood. Ég var líka svo stolt af þér af því að krökkunum á Brekkugötunni fannst þú svo skemmtilegur. Þú hafðir svo gam- an af því að leika við okkur. Ég var líka svo stolt af þér af því að þú varst alltaf tilbúinn að leika jólasvein á barnaböllunum á Reyðafirði. En það gránaði samt gamanið fyrir okkur Berg þegar mamma bættist í jólasveinahóp- inn. Þá földum við Bergur okkur. Það heyrðist meira í mömmu á þessum árum en það gerir í dag. Ég var líka svo ánægð af því þú þóttir svo góður kjötiðnaðarmað- ur á Reyðó. Þú bjóst til bestu bjúgun og besta kjötfarsið í heim- inum. Ég minnist með hlýju ár- anna sem við áttum á Reyðafirði og okkur Bergi leiðist aldrei að rifja þau upp. Þú varst flinkur að teikna og mála og ég var alltaf að vonast til þess að þú mundir gera meira af því. Þú varst flinkur að dansa og hafðir gaman af því að dansa við mig á böllunum. Ég sakna þess ennþá að geta ekki haft þig sem dansfélaga. Ég var líka svo stolt af því hversu vel liðinn þú varst í vinnunni. Það eru ófáir samferða- menn þínir sem hafa komið til mín og tjáð sig um hversu góður yf- irmaður og vinnufélagi þú varst. Þú varst líka góður kokkur. Ég sá það best þegar við vorum að und- irbúa sjötugsafmælið þitt. Þú þurftir engar uppskriftir, þú hafð- ir þetta allt í þér. Þér var margt til lista lagt. Ég er mjög stolt af því að vera Þorkelsdóttir. Mér leiðist aldrei að útskýra fyrir „nossurum“ að mitt „etternavn“ „Thorkelsdottir“ þýðir að ég er dóttir hans Þorkels. Þetta er sko ekkert hallærislegt staðarnafn eins og algengt er hérna í Noregi. Ég get endalaust talið upp hversu stolt ég er að vera dóttir þín, en ég verð að hætta áður en þetta verður of væmið. Pabbi minn, þú varst gull af manni og sannkallað góðmenni. Þú varst kannski „Dirty Harry“ á yfirborðinu en undir niðri varstu tilfinningaríkur og viðkvæmur. Hvar sem þú ert núna ertu örugglega aðalmaðurinn í partí- inu, hrókur alls fangaðar eins og þér er einum lagið. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt. Ég mun elska þig út í hið óendanlega. Þín dóttir, Þórey Þorkelsdóttir (Tóta Kela). Kær bróðir er nú fallinn frá svo snöggt en samt ekki alveg óvænt. Við áttum góða æsku heima á Reyðarfirði þar sem bernskuárin liðu við leik og störf. Keli bróðir hafði unun af því að lesa og las allar bækur sem hann komst yfir, gott var því að spyrja hann þegar okkur rak í vörðurnar við heimalærdóminn. Þorkell var heppinn í konuvali. Fyrst giftist hann Unni yndislegri konu og eignuðust þau tvö frábær börn Tótu og Berg, sem sakna pabba síns sárt. Síðan giftist hann Ástu sinni og voru þau alltaf mjög samrýnd. Þorkell sagði oft við okkur systkinin að þar sem hann væri elstur hefði hann fengið allan kraftinn og fjörið, sem hann nýtti vel og gekk því nokkuð oft frjáls- lega um gleðinnar dyr. Þorkell var góður maður og viðkvæmur en faldi það vandlega undir stolti karlmennskunnar. Hann bar sig alltaf vel, illt umtal og ágirnd var ekki að finna í hans fari enda vinamargur. Elsku bróðir, við kveðjum þig að sinni. Öllum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Kveðja frá systkinum, Birna og Björgvin. Þeger ég heyrði um andlát móðurbróður míns Þorkels, eða Kela frænda eins og ég kallaði hann, þá rifjast upp minningar um rómuð sumur á Austfjörðum. Frá því að ég man eftir mér og til 12 ára aldurs dvaldi ég hluta úr flest- um sumrum á heimili Kela frænda við Breiðablik. Minningabrot mín eru eins myndbrot úr ítalskri stórmynd þar sem börnin leika sér úti í fótbolta, veiða sér fisk á bryggjunni og hlaupa svo upp til fjalla og tína sér ber í svanginn. Það eru hlátrasköll í eldhúsinu, fjölskyldumeðlimir eru hver öðr- um skemmtilegri og börnin fá að drekka ískalt vatn úr rauðvíns- flöskum, það er meira að segja gömul amma sem kemur út úr herberginu sínu þegar leikar standa sem hæst og tekur þátt. Húsbóndinn á heimilinu á vídeó- tæki og leyfir litla frænda sínum að leigja sér aukamynd í hvert skipti sem hann fer á vídeóleig- una. Í hádeginu er síðan hraðspól- að yfir myndirnar og bestu atriðin skoðuð betur. Þegar maður eldist fyllist maður þakklæti fyrir að hafa átt góða æsku. Keli minn, ég þakka þér fyrir yndisleg sumur og í minningunni verður þú alltaf stórfrændi minn sem ég er stoltur af að hafa átt. Þinn frændi, Bergur. Það hvarfla um huga minn óteljandi minningar þegar mætur vinur og félagi er svo skyndilega horfinn af heimi. Hugurinn reikar heim á Reyðarfjörð. Ég var að taka benzín beint á móti Bólstöð- um þar sem fjölskylda Þorkels bjó og kallað var á mig í kaffi og eins og alltaf var elskusemin í fyrir- rúmi og ekki leið á löngu þar til talið barst að pólitíkinni og Þórey, móðir Þorkels, leiddi talið, en þær Sólveig, móðir hennar, og Eyveig, systir hennar, lögðu sitt til mála, ekki alveg sammála allar! En því skemmtilegri skoðanaskipti. Og svo lét unglingurinn ekki sitt eftir liggja, enda þá þegar ákveðinn í skoðunum. Þetta voru varmir vinafundir eins og alltaf og undur er gott að minnast þessa bráð- greinda kjarnafólks alls um leið og Þorkell er kvaddur. Þorkell var einn af kærum nemendum mínum, greindur vel og kom oft að sínum hnyttnu at- hugasemdum, glaðvær og vænn drengur. Föður sinn missti hann í sjóinn vart kominn af unglings- aldri og það áfall setti sín djúpu sorgarför á heimilið allt. En Þor- kell fór samt á sjóinn og var einkar duglegur sem slíkur, áræð- inn og gætinn um leið að sögn. Þorkell ásamt öðrum vaskleika- manni, Hreini Péturssyni, beitti sér fyrir myndarlegri hátíðarsam- komu á sjómannadaginn, þeirri fyrstu sem slíkri heima. Þorkell kominn í land og kominn í forystu verkalýðsfélagsins heima og átti þar góða sögu. Þorkell með kjöt- vinnslu KHB og bjó ásamt góðu samstarfsfólki hið albezta kjötfars og bjúgu sem til voru. Þorkell sem liðsmaður vaskur í hinni pólitísku baráttu, áróðursmaður góður og munaði heldur betur um þá lið- semd. Þorkell í leikfélaginu heima, ágætisleikari og dugandi við allt það sem gjöra þurfti ann- að, nokkuð sem alltof oft gleymist. Þorkell alla ævina út hress í bragði og segjandi allt ágætt, þó heilsan væri ekki sem bezt. Þor- kell eignaðist afbragskonu, hana Unni, sem við höfðum einkar góð kynni af, en þeirra leiðir skildi, en heppnin lék við Þorkel þegar hann náði í hana Ástu en ljúf sam- leið þeirra varaði í 25 ár. Óvílinn til allra verka hvar sem hann kom að, bjartsýnn á hverju sem gekk. Hann fór í Fiskvinnsluskólann og kunni vel við sig þar, starfaði við þessu tengt löngum og skilaði sínu hvarvetna, vann við eftirlit hjá SH, vann sem verkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, rak ásamt Ingvari Gunnarssyni fiskverzlunina Svalbarða hér í Reykjavík svo á eitthvað sé minnst. Við hann líkaði öllum mætavel sem höfðu af honum náin kynni. Hlýr var sá strengur er í brjósti bærðist, þess nutu margir. Við síðustu samfundi nokkurra Reyðfirðinga í Víkinni var Þorkell í gamla söguhamnum, glaður í bragði. Og nú er þessi góði vinur minn horfinn svo skyndilega. Þökkin hlý fer um huga minn á þessari stundu. Konu hans Ástu, börnum hans tveim, systkinum hans og öðrum aðstandendum eru sendar einlægar samúðarkveðjur frá okkur Hönnu. Eftir lifir muna- björt minningin um góðan dreng. Blessuð sé sú minning. Helgi Seljan. Þorkell Bergsson ✝ Ólafur Ingólfs-son fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1945. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 21. október 2016. Foreldrar hans voru Fanney Gísla- dóttir, f. 4. júní 1911, d. 6. janúar 2004, og Helgi Ing- ólfur Gíslason, f. 24. júní 1899, d. 13. febrúar 1968, kaupmenn. Systkini hans voru Erna, f. 29. janúar 1928, d. 8. maí 2001, gift Agli J. Stardal, f. 14. september 1926, d. 23. júlí 2011. Hörður, f. 1. janúar 1930, d. 7. júlí 1996, giftur Birnu Ágústsdóttur, f. 20. janúar 1949. Þau skildu. Helga Sigríður, f. 19. mars 1931. Maki Hermann Hall- grímsson, f. 15. september 1928, d. 27. apríl 2001. Ingólfur vann fleiri störf samhliða námi við háskólann. Árið 1978 flutti Ólafur til Kaliforníu þar sem hann kvænt- ist 2. september 1978 eftirlif- andi konu sinni, Emelítu Ordo- nez Nocon, f. 11. sept. 1947. Börn þeirra eru Emil Ólafur, f. 20. desember 1981, og Fjóla Lára, f. 25. ágúst 1988, sam- býlismaður hennar er Ingi Már Úlfarsson, f. 5. janúar 1987. Börn þeirra eru: Emelíta Sóley, f. 4. janúar 2010, og Nikulás Ólafur, f. 23. ágúst 2012. Ólafur vann ýmis störf. Í Kaliforníu vann hann í banka og við tölvur. Eftir heimkomu árið 1989 fluttist hann í Kópa- vog og hélt hann áfram að vinna við tölvur, kennslu, þýð- ingar og leiðsögn ferðamanna. Einnig starfaði hann um tíma á Landspítalanum og við próf- arkalestur hjá Hæstarétti, en lengst af hjá Fréttastofunni RÚV. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju í dag, 31. októ- ber 2016, kl. 13. Gísli, f. 11. nóv- ember 1941, d. 28. mars 1996. Maki Helga Guðmunds- dóttir, f. 26. maí 1950. Lára Sigrún, f. 2. ágúst 1943. Sigurður Valur Ingólfsson, f. 31. maí 1948. Maki: Margrét Kristín Hreinsdóttir, f. 18. mars 1951. Ólafur ólst upp í Fitjakoti á Kjalarnesi þar sem foreldrar hans höfðu með höndum bú- skap og verslunarrekstur. Hann hóf skólagöngu á Klé- bergi á Kjalarnesi og síðar á Brúarlandi í Mosfellssveit. Hann lauk landsprófi frá Laug- arvatni og síðar stúdentsprófi frá MR. Síðar lauk hann BA- prófi í íslensku og dönsku við Háskóla Íslands. Hann kenndi íslensku fyrir útlendinga og Eins og það er sárt að missa góðan frænda mun minningin um góðan og kæran vin lifa sterkt áfram. Óli frændi, eins og hann var iðulega nefndur, eða bara Óli, var ungum systursyni sínum sem líflína á tímum þegar fjölskyldan var rifin upp og tvístrað í kjölfar mikils áfalls. Hann reyndist ómet- anleg stoð vegna þolinmæði sinn- ar, umburðarlyndis og ánægju af því að miðla af þekkingu sinni, sem ungum dreng fannst vera ótæmandi lind, enda var hann var mjög vel lesinn á flestum sviðum og margfróður. Óli var óstálp- uðum unglingi ómetanlegur brunnur vináttu og skóp forvitni sem enn vottar fyrir. Ekki var nóg með að hann sýndi einstakt lag við að kveikja námsáhuga hjá mis- jafnlega áhugasömum nemanda, frænda sínum, heldur gerði hann dönsku og íslenska málfræði jafn- vel að skemmtilegum námsfögum með sannfærandi og oft ítarlegum umræðum. Tónlistin var hluti af fræðslunni, en mikið var leikið af írskum þjóðlögum sérstaklega og jafnvel píanókonsertar Beetho- vens eða önnur góð tónlist. Einn af mörgum fágætum eig- inleikum Óla var sterk réttlætis- kennd, sem hann fékk trúlega í arf frá foreldrum sínum. Jákvæður, heiðarlegur og vingjarnlegur var hann með afbrigðum og allt of- beldi fráboðið. Faðir minn sagði eitt sinn um mág sinn að hann hefði aldrei styggðaryrði uppi um nokkurn mann og slík orð heyrði ég heldur ekki af hans vörum. Ná- kvæmni og umhyggja var Ólaf eðl- islæg. Hann var duglegri og út- sjónarsamari en flestir að gera við og varðveita því sem næst hvað sem er og bilað var. Þessi metn- aður gekk óneitanlega stundum fram af öðrum en sjálfur hafði hann góðlátlegt gaman af þessu hugðarefni sínu. En þessi ákafi hans og natni birtist líka í mjög svo fjölbreyttri matargerð, en alltaf var gnótt úrvals matar á borðum hjá þeim Ólafi og Emelítu. Á níunda áratug síðustu aldar bjuggum við báðir í Kaliforníu og þá kom sér oft vel að geta leitað til Óla með ráð eða aðstoð. Þar hafði hann stofnað sína eigin fjölskyldu, sem átti eftir að reynast honum kærari og meiri gleðigjafi en öll veraldleg verðmæti. Heimili þeirra Óla og Emelítu stóð ætíð opið fyrir gestkomandi námsmanni hvenær sem var. Á þessum árum áttum við frændur góð samtöl, stundum mjög löng um nánast allt, eins og bæði fyrr og síðar. Ekki leyndi sér heldur í þessum löngu og góðu samtölum væntumþykja hans fyrir konu sinni og syni og síðar dóttur að sjálfsögðu. Þó við værum ekki alltaf sammála í þjóðmálaumræð- unni gátum við alltaf fundið sam- eiginlegan farveg fyrir umræðuna, hlustað og umborið sjónarmið hver annars. Óli bjó yfir þeim allt of sjaldgæfa eiginleika umburðar- lyndi, sem margir í dag mættu temja sér í slíkri umræðu og mann- legum samskiptum. Vinátta við slíkan mann og virðing bara vex við aukin kynni. Emelítu, Emil Ólafi, Fjólu Láru og fjölskyldu hennar og öðrum að- standendum sendum við feðgar okkar innilegustu samúðarkveður. Jónas Egilsson. Þetta var eitt af þeim símtölum sem enginn vill fá. Snemma að morgni frá Íslandi. Það var bróðir minn með þær fréttir að Óli móð- urbróðir okkar hefði hnigið niður rétt áður og væri kominn á gjör- gæslu. Til að byrja með höfðum við góða von um bata en síðan kom reiðarslagið. Þetta reyndist alvar- legra en talið var í fyrstu og hann kvaddi þetta líf fimm dögum síðar. Eftir sitjum við fjölskylda hans enn einu sinni í áfalli yfir ótíma- bærum missi. Afneitun. Þetta get- ur bara ekki verið. Ekki Óli líka. Hann sem alltaf var svo sprækur og hress. Eins og ég sagði á FB síðunni minni þegar hann varð sjö- tugur í fyrra: „Þessi síungi, ynd- islegi og flotti móðurbróðir minn á stórafmæli.“ Hann virtist alltaf vera mun yngri en hann var. Dug- legur að hreyfa sig, það eru ekki það mörg ár síðan við hlupum sam- an 10 kílómetra í Reykjavíkur- maraþoninu eða Gamlárshlaupi ÍR. Óli var sjötti í röð sjö systkina sem móðurforeldrar mínir áttu á 20 árum. Fjölskyldan var því stór en tengslin sterk. Hann var nær sumum okkur systrabörnum sín- um í aldri en eldri systrum sínum, mæðrum okkar og kannski einmitt þess vegna mynduðust sérstök og mjög sterk tengsl á milli okkar frændsystkina. Óli var ekki bara móðurbróðir okkar, heldur líka góður félagi og vinur alla tíð. Það eru nánast endalausar góðar minn- ingar frá mínum uppvaxtar- og fullorðinsárum sem tengjast hon- um. Það var t.d. einstaklega ljúfur og þolinmóður frændi sem kenndi vatnshræddri lítilli frænku sinni að synda. Hann var mikill grúskari, vel lesinn og með skemmtilegt skopskyn, sem aldrei var langt undan. Hjálpaði mér sem krakka, m.a. með líflegri tónlist og „MAD“- tímaritum, að takast á við mikla sorg. Alltaf boðinn og búinn til að aðstoða alla, einstaklega bóngóður. Reyndist líka betri en enginn eftir að mamma féll frá og kíkti gjarnan við hjá pabba, mági sínum. Þrátt fyrir ólíka persónuleika og tölu- verðan aldursmun voru þeir alltaf góðir félagar. Óli hafði gaman af að fara með pabba út á sjó eða Leir- vogsvatn. Vegna BA-prófs síns í ís- lensku og dönsku var hann ósjald- an fenginn til að hjálpa frændsystkinum sínum við dönskunám, ritgerðir og annað. Grein sem þessi hefði t.d. verið send honum til yfirferðar fyrir birtingu. Óli og Emelita fluttu aft- ur til Íslands frá Kaliforníu um það leyti sem ég var að klára háskóla- nám mitt. Óli ekki aðeins aðstoðaði mig við lokaverkefnið, bæði við yf- irferð og þýðingar, heldur lánaði mér líka og setti upp tölvu hjá mér til að vinna við. Það voru ófáar ferðirnar sem hann kom til að bjarga klaufaskap frænku sinnar við frumraunir tölvunotkunar. Eins og eldri bræður hans Ingólfur Gísli og Hörður fellur Óli nú svip- lega frá okkur um aldur fram. Eft- irsjáin er mikil og söknuður, ekki síst fyrir Emelitu, Emil, Fjólu og barnabörnin tvö. Þau voru honum allt. Elsku Emelita, Emil, Fjóla og fjölskylda, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, minningin um góðan mann, pabba, afa, bróður og frænda lifir með okkur. Elsku Óli frændi, takk fyrir allt, þín mun ég minnast og sakna alla tíð. Kristrún Þ. Egilsdóttir Stardal. Ólafur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.