Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl. 10, félags-
vist, útskurður 1 og frjáls tími í myndlist kl. 13.
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 8.30–16, botsía með Þóreyju kl.
9.30–10.10, ganga um nágrennið ef veður leyfir kl. 11–11.40, sala á
snyrtivörum kl. 11–13.30, bútasaumur, Ljósbrotið kl. 11–15, handa-
vinna með leiðbeinanda kl. 12.30–16.30, félagsvist með vinningum kl.
13–15, myndlist með Elsu kl. 16.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30, bingó og myndlist kl. 13 og spjallhópur kl.
15–16.
Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.30 og prjónaklúbbur kl. 13.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi/Lindargötu 59 Leirmótunarnámskeið
kl. 8–12, postulínsmálun kl. 9–12, lestur framhaldssögu kl. 12.30–13,
frjáls spilamennska kl. 13–16.30, stólaleikfimi kl. 13–13.30, bókbands-
námskeið kl. 13–17. Allir velkomnir!
Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30–16, með-
læti selt með kaffinu frá kl. 14–15.45, vatnsleikfimi kl. 8 og 14, kvenna-
leikfimi í Sjálandsskóla kl. 9.10, stólaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 10,
kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 11, brids í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg Kl. 9–16 opin handavinnustofa, kl. 9–16 útskurður með
leiðbeinanda, kl. 13–14 línudans, kl. 14.30–16.30 kóræfing, áhugasam-
ir velkomnir á æfingu.
Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.10, gler- og postulínsmálun kl.
9.30, jóga kl. 10.50, lomber kl. 13 og kanasta kl. 13.15.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl.10, handavinna
og brids kl. 13, félagsvist kl. 20. hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa
á staðnum. Leshópur á morgun 1. nóv. kl. 20. Allir velkomnir!
Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9, opin
handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, bænastund kl. 9.30–10. Göngu-
hópur kl. 10.30 – þegar veður leyfir. Dóra djákni í heimsókn kl.10–12,
hádegismatur kl. 11.30, prjónaklúbbur kl. 14, kaffi kl. 14.30
Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, léttar erobik-
æfingar með Milan kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30.
Mömmuhópur kl. 12, spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, glerlist kl.
9, hjá ömmu kl. 9.30, ganga kl. 10, botsía kl. 10.15, myndlist hjá
Margréti Zóphoníasd. kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl.
13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri
og búsetu. Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Hugleiðsla með Ingibjörgu nýtt námskeið að hefjast,
ganga kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju, línudans með Eddu kl.
11 í Borgum. Félagsvist í Borgum í dag kl. 13 og tréútskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag.
Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13, leir Skólabraut kl. 9,
Billjard Selinu kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30, jóga í salnum á
Skólabraut kl. 11, handavinna með leiðbeinanda, opinn salnur, púsl,
tafl o.fl., vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
Stangarhylur 4, FEB Zumba Gold námskeið kl. 10.30, leiðbeinandi
Tanya. Djöflaeyjan, samlestur námskeið kl. 14, umsjón Jónína
Guðmundsdóttir, danskennsla samkvæmisdansar kl. 17, línudans kl.
18 og samkvæmisdansar framhald kl. 19, kennari Lizy Steinsdóttir
Smáauglýsingar 569
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Verslun
Gamaldags og nýmóðins
trúlofunarhringar
Gull, hvítagull, silfur, titanium, tung-
sten, rúna- og höfðaleturshringar á
verði við allra hæfi. Sérsmíði, skart
og vönduð úr.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Óska eftir
Staðgreiðum og lánum út á: gull,
demanta, vönduð úr og málverk!
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu
núna og fáðu tilboð þér að kost-
naðarlausu! www.kaupumgull.is
Opið mán.– fös. 11–16.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 782 8800
Ýmislegt
Teg 4457 - fæst líka í svörtu í
stærðum 75-95B og 70-100C,D,E,F
skálum á kr. 5.850,-
Teg 11001 - þessi sívinsæli fæst nú
líka í húðlit í stærðum 75-100
C,D,E,F skálum á kr. 5.850,-
Teg 301048 - nett fylltur í svörtu og
hvítu, stærðir 70-85B og 70-90C,D á
kr. 5.850,-
Laugavegi 178
Sími 551 2070
Opið mán.-fös. 10–18.
Laugardaga kl 10 - 14
Sendum um allt land.
Erum á Facebook.
Hjólbarðar
Matador heilsársdekk - tilboð
215/70 R 16 kr. 19.500
235/60 R 18 kr. 28.500
255/55 R 18 kr. 29.900
255/50 R 19 kr. 34.500
275/40 R 20 kr. 44.500
175/75 R 16 C kr. 17.500
205/75 R 16 C kr 19.500
215/75 R 16 C kr. 23.500
225/65 R 16 C kr. 27.200
235/65 R 16 C kr. 29.900
Framleidd af Continental í Slóvakíu.
Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði
Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur
s. 8201070
Ódýru dekkin
Hágæða sterk dekk. Allar stærðir.
Sendum hvert á land sem er.
Bílastofan, Funahöfða 6,
sími 562 1351.
Rýmingarsala á vörubíladekkjum
13 R 22.5 kr. 48306 + vsk 4 stk
1200 R 20 kr. 39.516 + vsk 4 stk
275/70 R 22.5 kr. 48306 + vsk 4 stk
385/65 R 22.5 kr. 66048 + vsk 2 stk
1000 – 20 kr. 33790 + vsk 1 stk
og fleiri stærðir.
Kaldasel ehf.,
s. 5444333 og 8201070
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 896 - 4019.
fagmid@simnet.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Þjónustuauglýsingar
Þarft þú að koma fyrirtækinu
þínu á framfæri
Hafðu samband í síma
569 1390 eða á
augl@mbl.is
og fáðu tilboð
✝ GuðmundurHalldórsson,
byggingaverkfræð-
ingur, var fæddur
30. september 1934
á Ísafirði. Hann lést
á heimili sínu í
Reykjavík 19. októ-
ber 2016.
Foreldrar hans
voru Halldór Jón-
mundsson yfirlög-
regluþjónn, f. 20.
okt. 1907 í Skagafirði, d. 16.
sept. 1987, og Ingibjörg Ein-
arsdóttir, f. 21. júlí 1913 á Ísa-
firði, d. 13. feb. 1988. Halldór
var sonur Jónmundar Halldórs-
sonar, prests á Stað í Grunna-
vík, og Guðrúnar Jónsdóttur.
Ingibjörg var dóttir Einars
Benjamínssonar, skipstjóra á
Sæbóli í Sléttuhreppi, og Her-
maníu Brynjólfsdóttur.
Systur Guðmundar eru Sess-
elja, f. 25. júlí 1940, d. 5. okt.
2009, gift Tomas Enok Thom-
sen, Hermanía Kristín, f. 16. júlí
1949, gift Theodór Richard
Theodórssyni og Ásta Sigur-
björg, f. 26. nóv. 1952, gift Ás-
geiri Ásgeirssyni.
Árið 1962 kvæntist Guð-
mundur eftirlifandi eiginkonu
sinni, Dómhildi Gottliebsdóttur
skurðstofuhjúkrunarfræðingi, f.
17. apr. 1927. Foreldrar hennar
voru Guðrún Frímannsdóttir, f.
6. maí 1894 á Deplum í Stíflu,
Skagafirði, d. 15. ágúst 1981, og
Gottlieb Halldórsson, f. 4. ágúst
1890 í Burstabrekku, Ólafsfirði,
d. 21. maí 1980.
Guðmundur og Dómhildur
eiga þrjár dætur: 1) Ingibjörg,
læknir, f. 9. feb. 1963, maki
Kristinn Sigurjónsson, f. 8. okt.
1954, þau skildu. Börn þeirra
eru Ólöf Embla Kristinsdóttir, f.
25. júni1994, og Kristján Albert
Kristinsson, f. 16.
ágúst 1998. 2)
Hólmfríður, tann-
læknir, f. 13. apríl
1964, maki Hannes
Árnason, f. 10 feb.
1961, börn þeirra
eru Elín Hrefna
Hannesdóttir, f. 12.
júlí 1990, og Guð-
mundur Einar
Hannesson, f. 28.
ágúst 1996. 3)
Dóra, lögfræðingur, f. 15. júlí
1965, maki Robert Andrews, f.
25. nóv. 1967, börn þeirra eru
Leslie Ingi Andrews, f. 21. júlí
1997, og Dómhildur Lara And-
rews, f. 13. júní 1999.
Guðmundur lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri árið 1954, fyrrihlutaprófi
í verkfræði frá Háskóla Íslands
árið 1957 og prófi í bygginga-
verkfræði frá DTH í Kaup-
mannahöfn árið 1960. Hann
vann sem verkfræðingur hjá
Ísafjarðarkaupstað á árinu
1960, hjá Háskóla Íslands á ár-
unum 1961-62 og á verkfræði-
stofu í Kaupmannahöfn á ár-
unum 1962-63. Árið 1963 hóf
hann störf hjá Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen (VST) í
Reykjavík og varð meðeigandi
stofunnar frá 1966. Auk þess
starfaði hann tímabundið hjá
Nordisk Ventilator í Árósum í
Danmörku árin 1969-70. Hann
kenndi við Tækniskóla Íslands
árin 1974-79 og við Háskóla Ís-
lands árin 1974-76 og 1978-80.
Auk þess gegndi Guðmundur fé-
lags- og trúnaðarstörfum, m.a. á
síðari árum fyrir Lagnafélag Ís-
lands.
Útför Guðmundar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 31. október 2016, klukkan
11.
Að heimsækja ömmu og afa er
eins og að taka sér frí frá öng-
þveitinu sem einkennir oft hinn
hefðbundna hversdagsleika. Á
hraðferð, í stöðugu kapphlaupi
við tímann, er mikilvægt að taka
sér stundum pásu og ná áttum.
Og hvar er betra að gera það en
hjá ömmu og afa? Þar sest maður
niður og talar við fólkið með
mestu lífsreynsluna af þeim sem
standa manni næst. Afi sýndi
mér alltaf áhuga og vildi allt fyrir
mig gera og það eina sem hann
og amma vildu frá mér í staðinn
var samvera og félagsskapur.
Alltaf tilbúin að hlusta, veita góð
ráð og aðstoða mig við allt milli
himins og jarðar.
En eins og öll frí taka heim-
sóknirnar til ömmu og afa enda
að lokum. Ég held upp á margar
góðar minningar og allar stund-
irnar okkar saman. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa átt svona ynd-
islegan og góðan afa. Ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið að
verja svona miklum tíma með afa
og ömmu. Ég sakna þín, afi minn.
Hvíldu í friði.
Guðmundur Einar
Hannesson.
Hann afi hélt mikið upp á
hefðir og var sérfræðingur í ætt-
fræði, en fyrst og fremst var
hann alltaf til staðar. Ég á ótelj-
andi góðar minningar þegar ég
hugsa til baka, en þessi orð komu
fyrst upp í hugann þegar ég
hugsa til hans. „Komi þeir sem
koma vilja, fari þeir sem fara
vilja, mér og mínum að meina-
lausu.“ Með þessum orðum voru
álfarnir boðnir velkomnir á heim-
ili ömmu og afa um hver áramót
frá því ég man fyrst eftir mér.
Afi var yndislegur maður og
sýndi okkur systkinunum ávallt
einlægan áhuga. Hann hvatti
okkur áfram hvort sem það var
tengt skólanum eða bara al-
mennt í lífinu.
Við áttum góðar stundir sam-
an, minningu þína mun ég
geyma, ég elska þig meira en orð
fá lýst og sakna þín jafnvel
meira.
Elín Hrefna Hannesdóttir.
Guðmundur Halldórsson,
bróðir minn, lést á heimili sínu
aðfaranótt 19. október. Dauði
hans kom öllum að óvörum, hans
er sárt saknað.
Hann var 15 árum eldri en ég
og fyrsta minning mín um hann
er þegar hann var að koma heim í
jóla- og páskafrí. Þegar hann
kom fylltist heimilið af gleði og
hlátri. Hann var góður sonur,
hugulsamur og skemmtilegur
bróðir.
Hann eignaðist yndislega eig-
inkonu, Dómhildi Gottliebsdóttur
frá Ólafsfirði, og eignuðust þau
þrjár flottar dætur, barnabörnin
eru sex. Þau bjuggu sér mjög fal-
legt heimili að Kríunesi 3 í
Garðabæ.
Það verður skrítið að koma til
Reykjavíkur og hann, þessi fasti
punktur í tilverunni, er horfinn.
Hann reyndist mér alla tíð
ákaflega vel, við vorum alltaf vel-
komin og ætíð tekið sérstaklega
vel á móti okkur. Hann var góður
frændi barnanna minna, hann
vakti yfir öllum, fylgdist með. Við
Mummi töluðum ætíð mjög mikið
saman í síma og á ég eftir að
sakna okkar skemmtilegu sam-
tala.
Fjölskyldan var honum alltaf
númer eitt. Hann var bygginga-
verkfræðingur að mennt og vann
alla sína tíð hjá Verkfræðiskrif-
stofu Sigurðar Thoroddsen.
Hann var vandaðasti maður sem
ég þekkti, hæglátur séntilmaður
með leikandi léttan húmor.
Ég votta Dómhildi, dætrum
hans og fjölskyldum innilega
samúð. Hvíl í friði, elsku bróðir.
Hermanía Kristín
Halldórsdóttir.
Guðmundur
Halldórsson