Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Úrslit al-þing-iskosn- inga eru alltaf eftirtektarverð. Líka þegar lítið gerist. Það getur þýtt að stjórn, sem setið hefur eitt eða tvö kjörtímabil sé að fá ótrúlega góðan dóm. Hrynji stjórnarflokkar sem lýsa sjálf- um sér sem kraftaverkamönn- um í björgun þjóðar eftir að- eins eitt kjörtímabil segir það mikla sögu. Hér éta pólitískir atvinnu- menn og ekki síður pólitískir skýrendur upp að allir „fé- lagshyggjuflokkar“ tapi á samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Á síðasta kjörtímabili varð „fyrsta hreina vinstristjórnin“ eins og hún var kölluð, bana- biti beggja stjórnarflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn kom veikur frá síðustu kosningum, þótt hann væri sjónarmun stærri en Framsókn. Fram- sókn hagnaðist þá á Icesave- málinu en Sjálfstæðisflokkur- inn ekki. Núverandi kjörtímabil hef- ur verið gjöfult fyrir þjóðina. Veik staða sjálfstæðrar mynt- ar leysti mikið afl úr læðingi bæði í hefðbundnum atvinnu- vegum og opnaði augu ferða- manna. Gjaldeyrisskapandi ferðamenn hellast inn í landið. Breytt fjárhagsstaða þjóðar- innar líktist risavöxnum lottó- vinningi. En munurinn er þó sá að ríkisvaldið, stjórnar- flokkarnir, lögðu sitt af mörk- um til að tryggja hann. Vax- andi vellíðunarþáttur hefði skilað sér betur ef kosið hefði verið næsta vor. Örfáum dögum fyrir kosn- ingar sýndu kannanir að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 20-22% atkvæða í kosningunum og að Framsókn væri með erfiða stöðu eftir viðbrenndan heimabakstur á þeim bæ. Er- lendir fréttamenn flykktust til landsins vegna stóratburðar í pólitík á evrópskan mæli- kvarða. Píratar höfðu ótrúlega lengi stefnt í að verða lang- stærsti flokkur þjóðarinnar eftir kosningar. Seinustu vik- urnar hafði heldur dregið úr en hann var enn stærsti flokk- urinn ellegar á líku róli og Sjálfstæðisflokkurinn. Þá misstu Píratar fótanna og hófu myndun vinstristjórnar á kaffihúsi! Það dró athygli að hörmungum við „stjórn“ á borginni, þar sem Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð „stjórna.“ Var nú rækilega bent á þá staðreynd. Stórum hópi leist ekki á þessa bliku. Það kom á óvart að VG og Samfylking skyldu láta bjóða sér upp í dans. Sam- fylking þorði ekki annað í öngum sín- um. Vinstri grænir voru á góðri sigl- ingu en misstigu sig svo sóknin stöðvaðist. Í kapp- ræðum í sjónvarpi sýndi Birg- itta Jónsdóttir snert af oflæti. Hún veifaði þar skætings- legum spjöldum þegar aðrir töluðu og hvíslaði, þannig að heyrðist, að forsætisráð- herrann væri „skrítinn“. Bjarni Benediktsson hafði háð málefnalega kosningabar- áttu sem hafði þó ekki fram að þessu skilað sér í nægjanlegu fylgi. En með þessum sjálfs- mörkum á vinstri kantinum urðu kostirnir ljósir. Bjarni og flokkur hans var eina vonin sem landsmenn gátu treyst gegn stjórnmálalegri enda- leysu, sem leiða myndi til óstjórnar í landsmálum á borð við fjórflokkinn í höfuðborg- inni. Það hefur réttilega verið gagnrýnt þegar mat á kosn- ingaúrslitum miðast einkum við skoðanakannanir. En í þessum tveimur tilvikum, Pí- rata og Sjálfstæðisflokksins, horfir málið ólíkt við. Ótrúleg sigurganga Pírata var tekin alvarlega enda hafði hún verið mjög stöðug lengi. Sjálfstæð- isflokkurinn virtist fastur í ill- þolanlegri stöðu og stefna í lökustu úrslit sögu sinnar, eft- ir aðild að landstjórn í miklu góðæri. Á fáeinum dögum snerist staðan við. Píratar hröpuðu niður í þriðja sæti. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig einum 7 prósentustig- um og hækkaði um rúm 30% á fáeinum dögum og komst í lykilstöðu. Kosningaúrslitin sópuðu órum um árás á stjórnarskrá út af borðinu. Þau afhjúpuðu fikt við ESB- aðild sem augljósan fárán- leika. Burðarflokkur Evrópu- sambandsaðildar og kollvörp- unar stjórnarskrár hímir með aðeins 3 þingmenn í þinghús- inu. Þessi frægi „101 flokkur“ hangir inni á þremur lands- byggðarþingmönnum, og for- maðurinn lafir sem jöfn- unarmaður! Stutt er síðan Samfylkingarmenn töluðu um „turnana tvo,“ sig og Sjálf- stæðisflokk. Allir helstu for- ystumenn flokksins fuku burtu með austanáttinni á kjördag. Það er óþarfi að hlakka yfir því. Formaður Sjálfstæðis- flokksins, sem bersýnilega fær stjórnarmyndunarumboðið í byrjun þessarar viku, hefur sterkari stöðu en hann gat bú- ist við fyrir aðeins viku. Hon- um er óskað farsældar í sínu verki. Kosningaúrslitin hafa um margt gert línur skýrari. Það var þarft.} Óvænt úrslit K osningarnar eru að baki og næsta verkefni er að mynda nýja ríkis- stjórn. Ljóst er að fráfarandi ríkisstjórnarflokkar hafa ekki meirihluta nýs þings á bak við sig. Þar munar þó töluvert minna en skoð- anakannanir bentu lengst af til. Flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, hafa þannig samanlagt 29 þing- menn en 32 þarf til þess að hafa meirihluta á Alþingi. Hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út kemur væntanlega í ljós á næstu dögum eða vikum. Stjórnarmyndunarviðræður Pírata við aðra stjórnarandstöðuflokka fyrir þingkosning- arnar eru óneitanlega svolítið hjákátlegar eftir að niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Þeir fjórir flokkar sem tóku þátt í þeim hafa ekki meirihluta þingsins á bak við sig og raunar færri þing- menn en fráfarandi stjórn eða 27. Eigi þessir flokkar að mynda nýja ríkisstjórn eiga þeir varla annan kost en að leita á náðir Viðreisnar. Það þýddi fimm flokka stjórn með 34 þingmanna meirihluta. Þetta væri að öllum líkindum ávísun á mjög veika ríkis- tjórn. Einugis tveir þingmenn umfram minnsta mögulega meirihluta. Væru flokkarnir færri væri meirihlutinn hins vegar talsvert áreiðanlegri. Formaður Viðreisnar hefur gefið það út að henni hugnist ekki slíkt samstarf sem er afar skiljanlegt. Slík stjórn verður ekki mynduð án Við- reisnar. Ólíklegt er að stjórnarandstöðuflokkarnir leiti í staðinn til Framsóknar og enn ólíklegra að flokkurinn taki þátt í svo brothættu samstarfi. Viðreisn hefur gefið það út að flokkurinn vilji frjálslynda miðjustjórn eins og það hefur verið orðað. Líklega er þar átt við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Slík stjórn hefði hins vegar minnsta mögulega meirihluta eða 32 þingmenn. Ekkert mætti þar út af bregða. Viðreisn hefur hafnað stjórn með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum og samstarf þessara tveggja flokka og Bjartrar framtíðar hefði ekki mikið áreið- anlegri meirihluta eða 33 þingmenn. Einhverjir hafa velt upp þeim möguleika að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstriheyfingin – grænt framboð mynd- uðu ríkisstjórn. Sá möguleiki verður þó að teljast ólíklegur. Einkum vegna þess að afar ólíklegt er að VG hefði áhuga á að ganga í raun inn í nú- verandi stjórnarsamstarf. Hvað er þá eftir? Einn mögu- leikinn væri samstarf Sjálfstæðisflokksins, VG og Bjartr- ar framtíðar. Þessir þrír flokkar hefðu 35 þingmanna meirihluta. Þrátt fyrir að ýmsu leyti ólíkar áherzlur ríkir umtals- vert traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka. Það getur yfirstigið margt. Þar á meðal skoðanaágrein- ing. Björt framtíð hefur ennfremur reynzlu af góðu sam- starfi við bæði Sjálfstæðisflokkinn og VG. Þegar allt er skoðað hallast ég einfaldlega að því að þetta væri raun- hæfasti möguleikinn í stöðunni. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Raunhæfasti möguleikinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Töluverð endurnýjun er á Al-þingi eftir nýafstaðnar al-þingiskosningar en rétttæpur helmingur þing- manna, sem taka sæti á nýju þingi, átti ekki sæti á Alþingi eftir alþingis- kosningarnar 2013. Af þeim 63 ein- staklingum sem tryggðu sér þingsæti í kosningunum á laugardag kemur 31 nýr inn á þing eða átti ekki sæti á Al- þingi á síðasta kjörtímabili. Þetta jafngildir 49,2 prósentum þingmanna. Í þessum hópi eru þó reynsluboltar, m.a. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi þingmaður og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, en hún hlaut kjör á Alþingi í Suðvestur- kjördæmi fyrir Viðreisn um helgina. Þingmenn sem ekki hafa setið á Al- þingi áður og koma alveg nýir inn eru 28 talsins eða 44,4 prósent þing- manna. Nýliðun þrátt fyrir fylgistap Af þeim flokkum sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningar er mest nýlið- un hjá Pírötum en 7 af 10 þingmönn- um þeirra koma nýir inn á Alþingi, en það eru þau Björn Leví Gunnarsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Einar Aðal- steinn Brynjólfsson, Eva Pandora Baldursdóttir, Halldóra Mogensen, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Samfylkingin kemur hlutfallslega vel út í nýliðun en hafa verður í huga að flokkurinn galt afhroð í kosning- unum og af einungis þremur þing- mönnum koma tveir nýir inn fyrir flokkinn og eru það þeir Guðjón S. Brjánsson og Logi Már Einarsson. Fyrrverandi formenn flokksins og reynsluboltar í íslenskum stjórn- málum, t.d. þeir Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson, duttu út af þingi. Elsti og yngsti þingmaður koma bæði ný inn á þing en það eru þau Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir laga- nemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Þau eiga það sameig- inlegt að eiga bæði afmæli seint á árinu og koma inn á þing fyrir tvo stærstu flokka landsins. Áslaug Arna verður 26 ára 30. nóvember og Ari Trausti verður 68 ára 6. desember. Áslaug kemur inn á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn sem hlaut langflest at- kvæði eða 29 prósent og Ari Trausti sest á þing fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, sem hlaut 15,9 pró- sent greiddra atkvæða. Auk þeirra tveggja koma ný inn á þing fyrir flokkana tvo þau Bryndís Haraldsdóttir, Njáll Trausti Frið- bertsson, Páll Magnússon, Teitur Björn Einarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Vinstri græna. Auk Áslaugar Örnu eru þær Ásta Guðrún Helgadóttir og Eva Pandora Baldursdóttir, þingmenn Pírata, fæddar árið 1990. Framsókn með minnsta nýliðun Eftir alþingiskosningarnar 2013 var þingflokkur Framsóknarflokksins bæði áberandi yngstur og með mesta nýliðun. Eftir kosningar helgarinnar kemur aðeins einn nýliði inn fyrir Framsóknaflokkinn af átta þing- mönnum sem setjast á þing fyrir flokkinn, en það er Lilja Dögg Al- freðsdóttir utanríkisráðherra. Fyrir utan Þorgerði Katrínu kem- ur þingflokkur Viðreisnar alveg nýr inn á þing en það eru þau Benedikt Jóhannesson, Hanna Katrín Frið- riksson, Jón Steindór Valdimarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Pawel Bar- toszek og Þorsteinn Víglundsson. Hjá Bjartri framtíð er helmingur þing- flokksins nýr, en þær Nichole Leigh Mosty og Theódóra S. Þorsteinsdóttir koma nýjar inn í þingflokk flokksins. Tæpur helmingur nýr á Alþingi Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingiskosningar Alls koma 28 nýir þingmenn inn á Alþingi eftir helgina. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur algjöra sérstöðu þegar kemur að þing- setu en hann var fyrst kjörinn á þing árið 1983 eða sjö árum áð- ur en yngsti þingmaður Alþing- is, Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, fæddist. Aðeins einn annar þingmaður var kjörinn á þing fyrir aldamót- in 2000 en það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Hún sat sem alþingismaður Reyknes- inga árin 1999-2003 og þing- maður Suðvesturkjördæmis 2003-2013. Komu á þing fyrir aldamót VERIÐ LENGST Á ÞINGI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.