Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg Kattlétt æfing Silkikettirnir Guðrún Hulda, Bergþóra og Pétur Daníel á æfingu fyrir tónleikana á Airwaves. Heimili og ást Hvað hafið þið gefið út mörg lög? „Við höfum gefið út tvö lög, Ugg- laust og Þolinmæðiskonu. Í laginu Ugglaust er verið að gera upp minn- ingar frá því að Víkingasveitin réðst inn á heimili annarrar okkar þegar hún var níu ára, vegna ósanngjarnar og þar af leiðandi ógreiddrar skuld- ar og lögfræðings sem hafði skipað fyrir um eignarnám. Margir hafa upplifað óttann að missa heimilin sín síðustu árin. Það er ærin ástæða til að varpa ljósi á að í þessu ríka landi sé ekki hlaupið að því að uppfylla grunnþarfir. Út frá því fjöllum við um hvernig það er að velja að vera listamaður. Fókusinn er líka settur á að konur vinna frítt í mánuð á ári: ,,Það fæst ekki mikið borgað í pen- ingum að vinna með börnum / það er stórhættulegt fyrir sálarlífið að vinna þrælavinnu í törnum / og er það ekki ömurlegt að konum sé ennþá borgað minna en körlum!“ Þolinmæðiskona er um aðra grunnþörf, að sameinast annarri manneskju. Lagið fjallar um von- lausa rómantík sem er samt svo sönn. Svona gamaldags rómantík sem krefst úthalds og þrjósku en er kannski ekki alltaf svo uppbyggj- andi. Það tengja eflaust margir við „haltu mér slepptu mér samskipti“ en þau eru einmitt mikill innblástur fyrir lagið.“ Högni gefur lögunum nýja vídd Silkikettirnir eru með rás á Soundcloud. Hafa margir hlustað á lögin þar? „Það hefur góður slatti kíkt á lög- in, það er gaman. Við viljum samt benda á að kontrabassinn krefst góðra hátalara til að hann nái að njóta sín. Við höfum fengið komm- ent frá vinum sem við höfum spilað fyrir. Aðallega þá bara hvað þetta sé „slick“ hjá okkur og hvað þeir tengi vel við textana. Svo fengum við líka skemmtilegt komment á Menning- arnótt frá söngelsku pari sem sat frekar aftarlega svo hljóðkerfið náði ekki alveg til þeirra en þeim fannst hreyfingarnar okkar við flutninginn svo fallegar.“ Er nýi trommarinn Silkiköttur líka? „Pétur Daníel Pétursson er algjör eðalhögni og silkimjúkur á tromm- unum og það gefur lögunum nýja vídd. Við erum ákaflega ánægðar að fá hann til liðs við okkur í upptökum og núna á tónleikunum á miðviku- daginn. Lögin stækka alveg um nokkur númer við það þegar við er- um vel samstillt. Við vonum bara að hann hafi tíma, þolinmæði og vilja til að halda áfram að vinna með okkur.“ Engar selfítýpur Hver eru framtíðarplön Silkikatt- anna? Humar og frægð? „Það er alveg örugglega humar í framtíðarplönunum. En frægðin finnst okkur ekkert mikilvæg. Frægð á Íslandi er eitthvað svo pín- leg því við erum svo fá. Svo er hvor- ug okkar selfítýpa svo okkur finnst fínt að hafa andlitin á okkur ekki í auglýsingum og setjum frekar ketti í staðinn. En við erum hrifnar af hug- myndinni að fólk tengi við lögin okk- ar, að einhver tilfinningaseiður magnist upp og snerti hlustendur. Annars erum við að vinna að útgáfu á EP-plötu sem kemur vonandi út á næsta ári,“ segja Silkikettirnir að lokum og hlakka til að sjá sem flesta á Boston á miðvikudaginn, en að- gangur er ókeypis. Silkikettirnir koma fram „off venue“ á Airwaves á skemmti- staðnum Boston, Laugavegi 28b, kl. 16-16.30 miðvikudaginn 2. nóvember. Hægt er að hlusta á sum lögin á Soundcloud: soundcloud.com/ user-827810307 DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Eins dásamlegt og lífið oft erþá er leiðin í gegnum þaðþyrnum stráð. Það upplifa allir erfiðleika á lífsleiðinni og því mætti segja að stundum væri þján- ingin órjúfanlegur hluti lífsins. Það er einfaldlega eðlilegt að líða stund- um illa og að á tímabilum sé lífið okkur erfiðara en á öðrum tímum. Þá er eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá hjálp. Ekki af því að við getum ekki, ekki af því að okkur skorti ein- hverja hæfni eða séum ekki nóg, heldur af því að svona er það að lifa, takast á við aðstæður, læra og þroskast. Við fáum hjálp í gegnum flest það sem reynir á okkur í lífinu, læknar aðstoða í veikindum, ljós- mæður við það að eignast börn, kennarar við það að mennta okkur og okkar nánustu fara með okkur í gegnum lífsins sorgir og missi. Vöxt- ur fæst þegar reynir á en leiðin í gegn er oft flóknari en við vildum. Okkur finnst við ekki endilega vera að þroskast og læra, heldur vera föst í hringiðu rótleysis og ójafn- vægis. Á miðri leið virðist leiðin ekki endilega vera rétt þó svo að við sjáum seinna að svo sé. Að sækja stuðning á slíkum tímum er styrkur og jafnvel skynsamlegt að ætla sér ekki að rata veginn einn. Slíkan stuðning veita sálfræðingar meðal annars. Lífið er svo skemmtilegt og gef- andi en alls ekki alltaf. Lífið býður upp á ótal augnablik sem gera okkur stolt og glöð, full af áhuga og þakk- læti. En sum augnablikin vekja sársauka og ótta, vanmátt og óör- yggi. Jafnt og það hvernig við upp- lifum lífið, getur kennt okkur og skilið eftir sig margt gagnlegt og gott, þá getur það kennt okkur og skilið eftir sig margt sem er okkur algjörlega gagnslaust og er jafnvel skaðlegt fyrir lífsgæði okkar og líð- an. Það hjálpar engum að óttast það að vera að fá hjartaáfall mörgum sinnum í viku þegar hjartað er heil- brigt og vinnur sitt verk. Það er gagnslaust að fullvissa sig um það oft á dag að maður sé minna virði en aðrir menn. Það gagnast heldur ekki mikið að hamra á því daginn út og inn að fólki muni finnast maður vera að bregðast og ekki gera nógu vel sama hvað maður reynir. Depurð, kvíði, lágt sjálfsmat. Andleg vanlíðan, eins og rödd henn- ar hljómar oft órökrétt á góðum degi, getur hún verið svo rökrétt, þegar saga fólks og upplifun er tekin inn. Hún er þarna af ástæðu. Við er- um ekkert illa sköpuð eða skemmd. Það er ekki það að við séum ekki nógu sterk eða heil. Við getum hins vegar öll lent í aðstæðum og atburð- um sem skilja eftir sig lærdóm og upplifun sem móta viðhorf okkar og hugsunarmynstur, skerða lífsgæði okkar og valda vanlíðan. Hugsaðu um þig af umhyggju og fáðu hjálp ef þér líður illa. Vertu viss, þú átt það skilið og það er hægt að komast í gegn, skilja neikvæða reynslu eftir en nýta lærdóminn til vaxtar. Ljósmynd/Getty Images Stuðningur Að sækja sér stuðning á erfiðum tímum getur verið styrkur. Eðlilegt að líða stundum illa Heilsupistill Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur  Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafar- þjónusta, Skeifunni 11a, Reykjavík. www.heilsustodin.is 10% af seld um set tum, renna til krab ba- meinsf élagsin s Bleikt októbertilboð Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Innifalið í pakka: Andlitshanski, 2 augnpúðar og krókur, lítið þvottanet. Verð 6.900 5.900 Tilboð LEYNIVOPN.IS HVERNEINASTADAG FRÁÞVÍ AÐÉG MANEFTIRMÉR „ “ ALFREÐ FINNBOGASON LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.