Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 ✝ Guðný Mar-grét Gunn- arsdóttir fæddist 13. apríl 1927 í Borgarkoti, nú Ingólfshvoli, í Ölfusi. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Eyri á Ísafirði 15. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Þorleifsson, f. á Bæ í Lóni 23.8. 1880, d. 29.11. 1964, og Helga Eyjólfsdóttir, f. í Hraunshjáleigu í Ölfusi, 22.7. 1889, d. 18.5. 1974. Systkini hennar voru Guð- mundur Eyjólfur, bóndi og vörubílstjóri í Bakkárholti, f. 5.11. 1922, d. 4.3. 1972, og Þor- lákur Sigmar, bóndi í Bakkár- holti, f. 10.8. 1920, d. 24.5. 2007. Dóttir Margrétar og Krist- jáns Hólm Jónssonar frá Saurbæ í Ölfusi, f. 18.11. 1922, d. 22.7. 2014, er Helga Guðný Kristjánsdóttir, f. 17.11. 1961, dóttir sjúkraliði, f. 23.2. 1993, sambýlismaður Geir Gíslason, f. 18.10. 1988, smiður og bóndi. Þau búa á Stóru- Reykjum í Hraungerðishreppi. (4) Hólmfríður María Bjarnardóttir háskólanemi, f. 26.10. 1995. Hefur nú aðsetur í Kópavogi. Á fyrsta ári flutti Margrét ásamt fjölskyldu sinni yfir læk- inn í Bakkárholt í sömu sveit og var þar bóndi og húsmóðir alla tíð. Hún annaðist aldraða for- eldra sína og bróður um árabil þannig að þau gátu öll búið heima til æviloka. Var mikil hannyrðakona og prjónaði mik- ið á afkomendur sína og fleiri ásamt því að prjóna ógrynni af hyrnum og dúkum, einkum á sínum efri árum. Var mikil blómakona og ræktandi. Var hún natin við skepnur og stund- aði garðrækt bæði til nytja og yndisauka. Um síðustu jól flutti hún svo til dóttur sinnar og fjöl- skyldu vestur í Botn í Súganda- firði og síðan inn á hjúkrunar- heimilið Eyri á Ísafirði í mars síðastliðnum, þar sem hún dvaldi til dánardægurs. Útför Margrétar fór fram frá Kotstrandarkirkju 30. október 2016. maki (16.7. 1983) Björn Birkisson, f. í Botni í Súg- andafirði, f. 6.7. 1956. Börn þeirra eru: (1) Fanný Mar- grét Bjarnardóttir, sjúkraliði, f. 6.6.1983, maki Ei- ríkur Gísli Joh- ansson (26.6. 2010) matreiðslumeist- ari, f. 20.6. 1983. Dóttir þeirra er Guðrún María Johansson, f. 21.8. 2012, og annað barn væntanlegt í lok nóvember. Þau búa á Ísafirði. (2) Sindri Gunnar Bjarnar- son, bílasmiður og bílamálari, f. 2.4. 1987, sambýliskona Þórunn Ólafsdóttir sjúkraliðanemi, f. 4.5. 1989. Börn þeirra eru Sigurbjörg Ólöf Þórunnar- dóttir, f. 26.7. 2012, og Rakel Ósk Sindradóttir, f. 16.1. 2014. Þau búa á Ísafirði. (3) Aldís Þórunn Bjarnar- Elsku amma. Þú varst alltaf svo kát og glöð og hlóst að allri vitleysunni í mér. Það var alveg sama hversu heimskulegt það var, þá fussað- irðu örlítið yfir þessum ósköpum og svo skelltum við báðar upp úr. Þegar ég settist niður til að skrifa nokkur orð um þig og sam- band okkar var svo margt sem kom mér til hugar að ég vissi eig- inlega ekki hvar ég ætti að byrja. Þannig ég ákvað að velja fyrstu minninguna mína og uppáhalds- minninguna mína. Fyrsta minningin um okkur saman er úr einu ferðalaginu okkar, en við ferðuðumst saman milli Suðurlandsins og Vest- fjarðanna nokkrum sinnum á ári, í meiri mæli eftir að ég fluttist suður. Þessi minning er alltaf það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég hugsa til þín, en við erum staddar í flugvél á leiðinni suður að mig minnir, ég man að Hófí systir er líka þarna, en við sitjum í miðri vélinni. Ég og Hófí öðru megin og þú hinum megin við ganginn og ert alltaf að lauma að okkur bláum ópal í pínulitlum pakka, sem var alltaf til í vösum þínum og veskjum, okkur Hófí til mik- illar gleði. Blár ópal varð síðan að grænum þegar sá fyrrnefndi hætti í framleiðslu en við rædd- um það einmitt oft hvað það var mikil synd að fá hann ekki leng- ur, þrátt fyrir óæskileg efni sem hann átti að innihalda, við vorum tilbúnar að leggja þá áhættu á okkur fyrir áframhaldandi ópa- lát. En það er ekki mjög langt síð- an við tókum okkar síðasta flug saman og þá hélt ég að þú myndir hætta við að fara upp í vél þegar þú áttaðir þig á því að konan á undan okkur tröppunum, í fína svarta jakkanum, var flugstjór- inn okkar. En eftir að ég minnti þig góð- fúslega á það að það væri 21. öld- in og þetta „mætti alveg“ klár- aðirðu með semingi að klífa stigann upp í vél og setjast í sætið þitt. En ég er viss um að þá hefð- irðu viljað hafa einn pakka af bláum ópal til að róa taugarnar. En þetta atvik var eiginlega einkennandi fyrir okkar samband síðari ár. Þú varst stundum föst í gamla tímanum með ýmislegt svona lag- að en þú varst vön að segja „fyrir og eftir stríð“ til að staðsetja at- burði liðinnar tíðar. En þér fannst ákvarðanir sem teknar voru í nútíma þjóðfélagi frekar skrítnar. En ég var alltaf að reyna að víkka sjóndeildar- hringinn hjá þér með að konur mættu allt og fólk sem væri öðru- vísi væri bara þokkalega gott fólk líka. Það var ekkert verra ef ég náði að stuða þig örlítið með þessum útlistingum og blótsyrðum, það var skemmtilegast. Ég man það hversu gaman það var að koma í Bakkárholt þegar ég var lítil, oftast fórum við Hófí systir saman og það var aldeilis látið með okkur. Við vorum eins og prinsessur, ef við vildum kókó- pöffs í morgun-, hádegis- og kvöldmat var ekki erfitt að semja um það. Það fyrsta sem mér dett- ur í hug þegar ég hugsa um þessa tíma er kaffifélagið sem Lúlli frændi hélt gangandi og pönnu- kökur, en þær voru mjög oft á boðstólum. Ég var ekki orðin gömul þegar þú kenndir mér að gera pönnu- kökur á tveimur pönnum á sama tíma, eftir það var ekki aftur snú- ið, ég vildi fá að dunda mér við þetta í hverjum einasta kaffitíma – pönnsur alla daga. Algjört himnaríki. Himnaríki er einmitt þar sem ég sé þig fyrir mér núna. Sitjandi í hægindastólnum með prjónana í hendinni – hálfnuð með risastór- an dúk, í uppáhaldspeysunni þinni, með fjólubláa ferðapúðann á öxlunum með sjalið þitt fína yfir þér, dormandi yfir RÚV. Sultus- lök og sátt með allt. Aldís Þórunn Bjarnardóttir. Nú kveðjum við Möggu okkar frá Bakkárholti í hinsta sinn. Erfitt er að hugsa sér að heim- sóknir að Bakkárholti verði ekki fleiri. Það er ekki hægt að rifja upp heimsóknir þangað án þess að minnast Lúlla okkar líka. Því- líkir höfðingjar voru þau systk- inin heim að sækja. Nutum við þeirra forréttinda að vera ná- grannar þeirra í um 15 ár. Voru Magga, Lúlli og Lappi gamli með vakandi auga á ánni og brekkunni hinum megin, ef við systkinin skyldum leggja í lang- ferð (sem var oftast án vitundar nokkurs fullorðins) eða stefna okkur í voða með leik í ánni. Skrefin voru ekki stór þegar við byrjuðum að fara þessa leið ein okkar liðs. Þegar við komum að bænum voru sokkarnir settir á ofninn og við látin hringja heim til að láta vita af okkur. Skrefin stækkuðu og símhringingum heim fækkaði með tímanum. Án undantekninga var tekið á móti okkur með bros á vör og allt- af var tími til að spjalla við okkur og umfram allt fræða okkur um hin ýmsu mál. Þá var boðið upp á mjólkurglas og kökubita úr kistunni áður en haldið var heimleiðis yfir ána. Þegar kalt var í veðri eða eftir langa nótt í heyskap var kakó sett í mjólkurglasið og nokkra hringi í örbylgjuofninn til að hlýja kroppinn fyrir heimferðina. Í seinni tíð varð lengra á milli heimsóknanna að Bakkárholti og var oftast keyrt í hlað, en kom fyrir að gengið var yfir ána og hugsað um gamla tíma. Munum við geyma þessar minningar á hlýjum stað. Elsku Magga og Lúlli, takk fyrir höfðinglegar móttökur. Elsku Helga, við sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar sam- úðarkveðjur. Systkinin frá Ingólfshvoli, Karen, John Snorri og Kristín. Margrét Gunnarsdóttir ✝ Leifur Frið-leifsson málm- steypumeistari fæddist á Leifs- stöðum við Nesveg í Reykjavík 12. des- ember 1929. Hann lést eftir stutt veik- indi á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. októ- ber 2016. Leifur var sonur hjónanna Friðleifs Ingvars Frið- leifssonar, f. í Ólafsvík 25. ágúst 1900, d. 9. mars 1970, og Hall- dóru Kristínar Eyjólfsdóttur, f. á Skeggjastöðum í Jökuldals- hrauni í Norður-Múlasýslu, 14. október 1902, d. 14. ágúst 1997. Friðleifur starfaði á eigin vöru- bifreið hjá Þrótti og kom að lagningu Keflavíkurvegar. Hall- dóra var húsfreyja á Leifs- stöðum, síðar á Lindargötu 60. Leifur var þriðji yngstur í níu systkina hópi. Þau eru Ingileif Guðrún, f. 1921, d. 2000; Friðrik Magnús, f. 1922, d. 1989; Hjör- leifur Einar, f. 1923, d. 1996; drengur, andvana f. 1924, d. 1924; Margrét Kristin, f. 1924, d. 2013; Franklín, f. 1925, d. 2011; Vilhjálmsson, f. 21. janúar 1986, búsettur í Noregi og á hann son- inn Arion Vilhjálmsson Moen, f. 27. ágúst 2015, með Catharinu Moen. Valdimar Vilhjálmsson, f. 12. nóvember 1987, í sambandi með Nadieh Gerritzen. Lovísa Lind Vilhjálmsdóttir Murphy, f. 8 júlí 1995, gift James Robert Murphy, f. 8. júlí 1992, búsett í Norður-Carolínu í Bandaríkj- unum. Valgeir Leifur Vilhjálms- son, f. 3. mars 1998. Laufey Guð- rún Vilhjálmsdóttir, f. 6. des- ember 1999. Gunnar Ingvar Leifsson, giftur Elísabetu Krist- jánsdóttur, börn þeirra eru Ás- geir Ingi Gunnarsson, f. 15. apríl 1995, og Sigmar Snær Gunnars- son, f. 4. október 1996. Fyrir átti Elísabet soninn Kristján Jó- hannsson, f. 1988. Leifur stundaði nám við Mið- bæjarskólann í Reykjavík en fór síðan í Iðnskólann og lauk þaðan námi í málmsteypu 31. maí 1950 sem málmsteypumeistari. Hann starfaði lengi hjá Járnsteypunni en starfaði lengst hjá málm- steypunni Hellu. Upp úr 1960 hóf hann störf hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur og starfaði þar í fjörutíu ár en gat samt ekki slitið sig alveg frá málmsteyp- unni. Útför Leifs hefur farið fram í kyrrþey. Guðjón Ágúst, f. 1926; Dóra, f. 1930. Hinn 3. nóv- ember 1962 kvænt- ist Leifur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jó- hannsdóttur, f. á Heiðabæ í Þing- vallasveit í Árnes- sýslu 25. júlí 1938. Guðrún er dóttir Jóhanns Maríusar Einarssonar trésmiðs, f. 16. febrúar 1881 á Auðnum á Vatns- leysuströnd, d. 11. mars 1974, og Dagmarar Jóhannesdóttur, hús- móður, f. 3. mars 1909 í Eyvík, Grímsneshreppi í Árnessýslu, d. 2 desember 1971. Systkini Guð- rúnar eru Jenný, f. 4. apríl 1936; Áslaug Arnar, f. 12. júní 1947, d. 9. apríl 2010; Gústaf, f. 11. ágúst 1951. Leifur og Dúna, eins og hún var alltaf kölluð, hófu sinn búskap á Lindargötu 60 en síðar fluttu þau í Breiðholtið og voru með þeim fyrstu sem fluttu þangað. Börn þeirra hjóna eru Linda Kristín Leifsdóttir, f. 19. maí 1963, í sambúð með Halldóri Ara Arasyni. Börn hennar úr fyrra sambandi eru Vilhjálmur Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Linda Kristín Leifsdóttir. Elsku afi minn. Ég sakna þín mjög mikið, þrjú ár síðan að ég hitti þig. Ég er mjög glöð að ég eyddi síðasta deginum mínum á Íslandi með þér og þú sagðir mér að passa mig á þessum Amer- íkönum, þeir gætu verið snar- ruglaðir eins og ég. Þú hefur allt- af verið besti afi sem hægt er að biðja um. Þú varst alltaf svo spenntur, þegar þú komst í heim- sókn, að skoða allt sem ég hef verið að teikna. Spurðir mig alls- konar spurninga um hvernig ætti að teikna og mála, það hefur eng- inn hvatt mig jafn mikið og þú að halda mig að listinni. Ég man alltaf hvað þú varst glaður og hamingjusamur. Man sérstak- lega eftir því þegar ég var u.þ.b. 5 ára og við vorum öll saman uppi í sumarbústað. Ég var svo spennt að komast í rólurnar sem voru úti að ég fór strax í stígvélin mín og hljóp beint út og þú hljópst á eftir mér út af því að ég mátti ekki fara ein út. Við fórum bæði að róla. Svo man ég eftir hvað við hlógum allt- af mikið að bröndurum og þegar amma gerði eitthvað sem okkur fannst svo fyndið. Þó ég hafi ekki verið með þér á þessum erfiðu tímum þá varst þú alltaf í huga mér, og þú munt alltaf verða í huga mér. Ég veit að þú ert hérna með mér og munt hjálpa mér í gegnum erfiða tíma. Lovísa Lind Vilhjálmsdóttir Murphy. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði, hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason.) Kveðja Vilhjálmur Vilhjálmsson, Valdimar Vilhjálmsson, Valgeir Leifur Vilhjálmsson, Arion Vilhjálmsson Moen. Leifur Friðleifsson Ég var tólf ára þegar ég kom fyrst í sveit til Jakobs og Guðveigar. Þá var flogið á Fagurhóls- mýri og ég var sóttur þangað og ekið heim í Skaftafell. Þetta var fyrsta ferð mín að heiman, ég hafði fengið einhverja ólýsandi þrá um vorið til að komast úr bæn- um og í sveit. Jakob og Veiga höfðu samþykkt að taka við mér til reynslu og ég hef síðan komið nán- ast árlega í Skaftafell. Ég man að mér fannst strax gott að dvelja hjá þeim og stór- kostlegt landslagið bauð mig vel- kominn „heim“. Jakob og Veiga reyndust mér alltaf sérlega vel, ég hafði gaman af því að taka til hendinni og þau leiðbeindu mér vel við störfin sem féllu til í sveit- inni. Við Veiga vorum bæði ákveðin og með skoðanir á mörgu og leyfð- um okkur fljótlega að vera hrein- skilin hvort við annað án þess að það hefði áhrif á vináttuna. Ég mátti til dæmis tjá skoðanir mínar á uppeldismálum og þá aðallega varðandi Guðlaugu, ýmis mannleg samskipti og fleira, hún tók ekki endilega mark á mér en hafði oft gaman af því að ræða málin. Eftir því sem árin liðu var fátt sem við ekki gátum rætt. Á móti lét hún mig heyra hvað henni fannst um mínar venjur og hegðun, m.a. man ég að þegar ég 16 ára kom fyrst með Heiðu aust- ur og sagði henni að þetta væri konuefnið mitt, þá tók hún mig á eintal og sagðist nú ekki viss um að þetta væri rétta konan fyrir mig, en það væri mitt að velja. Heiða kom með mér austur flest ár eftir þetta og urðu þær Veiga bestu vinkonur. Guðveig Bjarnadóttir ✝ GuðveigBjarnadóttir fæddist 27. ágúst 1926. Hún lést 19. október 2016. Útför Guðveigar var gerð 28. október 2016. Ég tók mér ýmis- legt fyrir hendur og ég man aðeins eftir einu tilfelli þar sem Veigu fannst nóg um og stoppaði mig af, ég var líklega fjórtán ára, þetta var áður en brýrnar yfir Skeiðarársand voru gerðar, við Guðjón í Vesturbænum voru að tala um að fara heim og ganga yfir sandinn og vaða árnar. Veiga sagði mér þá að það væri mitt að ákveða en ég skyldi nú ekki gera ráð fyrir að koma í sveit til hennar oftar ef ég færi þessa ferð. Þegar þau hófu að vera með gistingu í Skaftafelli kom ég mörg haust með fjölskylduna og við leystum þau af meðan þau tóku sér frí, þetta voru yndislegir tímar sem við fjölskyldan verðum ætíð þakklát fyrir, við sáum saman um gistinguna og ég sá um póstdreif- inguna í sveitinni og náði þannig að koma á öll heimili í Öræfunum og kynnast sveitungum mínum betur og finnst mér ég búa vel að því núna þegar ég bý að hluta til í Öræfunum. Eftir að Jakob féll frá og Veiga var meira í bænum, þá fórum við nokkrum sinnum í verslunarferðir um bæinn, aðallega til fatakaupa. Ég held að hún hafi verið ánægð með smekkinn hjá mér þegar hún var að máta, en fljótlega fór hún að nefna hvort Heiða gæti ekki komið með og ég frekar sótt þær þegar þær væru búnar, mig minn- ir að hún hafi nefnt að ég væri óþarflega skynsamur með hvenær væri búið að kaupa nóg og að það væri mun skemmtilegra að fara með Heiðu á kaffihús og spjalla á eftir verslunarferðina. Mér fannst Veiga alltaf koma fram við mig eins og ég væri eitt af börnunum hennar. Ég og fjöl- skyldan erum ætíð þakklát fyrir hana og tímann sem við fengum að vera henni samferða í lífinu. Jón Ágúst. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.