Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 PORTO 1.des. í 3 nætur Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v.2 í herbergi með morgunmat. Hotel Cristal Porto Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Nýr áfangastaður Frá kr. 79.995 m/morgunmat Frábært að versla Góður matur Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Aldrei hafa fleiri konur sest á þing eftir alþingiskosningar hér á landi en 30 konur taka sæti á Alþingi eft- ir kosningu helgarinnar eða 47,6 prósent þingmanna. Fyrir þessar þingkosningar settust flestar konur á þing árið 2009 en þá voru þing- konur 27 talsins eða 42,8 prósent kjörinna alþingismanna. Á kjörskrá eru konur örlítið fleiri en karlmenn en þær eru 50,1 pró- sent á móti 49,5 prósent karlmanna. Karlmenn eru fleiri á kjörskrá landsbyggðarkjördæmunum en konur en því er öfugt farið þegar kemur að Reykjavík og höfuðborg- arsvæðinu. Þannig eru konur fleiri á kjörskrá en karlmenn í Reykja- víkurkjördæmi suður, Reykjavíkur- kjördæmi norður og Suðvesturkjör- dæmi. Karlmenn eru fleiri á kjörskrá í Suðurkjördæmi, Norð- vesturkjördæmi og Norðaustur- kjördæmi. Ekki liggja fyrir tölur um kosn- ingaþátttöku karla og kvenna í al- þingiskosningunum um helgina en ljóst er að aldrei hefur kynjahlut- fallið verið jafnara á Alþingi. Konum fjölgar á Alþingi  30 konur taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar Morgunblaðið/Ómar Jafnt Hlutfall karla og kvenna á Alþingi hefur aldrei verið jafnara en núna. Helgi Bjarnason Jón Birgir Eiríksson Þorsteinn Friðrik Halldórsson „Ég sagði við mína liðsmenn að við vildum gera betur en í síðustu kosn- ingum. Það markmið náðist. Við bættum við okkur þingmönnum og erum stærstir í öllum kjördæmum. Þetta eru aðrar þingkosningarnar í röð sem við styrkjum okkur,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann er spurður hvort markmið flokksins hafi náðst. Flokkurinn er nú lang- stærsti flokkurinn á Alþingi, með 21 þingmann. „Við höfum sömuleiðis verið að fá góð úrslit í sveitarstjórnarkosn- ingum. Ég er ánægður með stöðuna eftir þessar kosningar, ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að erfitt er að fá mikið fylgi þegar margir flokk- ar bjóða fram. Þar á meðal eru flokkar sem reyna að höfða til kjós- enda Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að við getum verið mjög sátt við þessa útkomu,“ segir Bjarni. Spurður að því til hvers nið- urstaða kosninganna ætti að leiða svarar Bjarni: „Það sem við viljum sjá gerast er að hér verði mynduð sterk ríkisstjórn með okkar aðild, stjórn sem nýtir þau tækifæri sem við höfum til að sækja fram fyrir landsmenn alla. Við erum í miðju sterku hagvaxtarskeiði og þurfum að nýta það til að styrkja innviði, búa í haginn fyrir framtíðina og bæta lífs- kjör allra landsmanna. Þetta kann að hljóma auðsót verkefni í ljósi hag- felldra ytri skilyrða. En það vita allir að það þarf sterka ríkisstjórn til að nýta tækifærin.“ Skynjaði ekki vonbrigði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pí- rata, segist ekki hafa gert ráð fyrir að hið mikla fylgi flokksins í skoð- anakönnunum héldist í kosningunum sjálfum. „Ég hef sagt lengi að við myndum gera ráð fyrir 15% fylgi, allt yfir það yrði ótrúlegt. Við erum rosalega þakklát fyrir að hafa náð að þrefalda stuðninginn á stuttum tíma og nú er- um við komin með stóran og öflugan þingflokk og við náum að dekka allar nefndir og erum með þingmenn úr öllum kjördæmum. Ég skynjaði ekki í eina sekúndu nein vonbrigði,“ segir hún. Kosningabandalag vinstriflokk- anna nær ekki meirihluta sam- kvæmt niðurstöðu kosninganna. Spurð um samstarf við Viðreisn seg- ir Birgitta að margt sé sameiginlegt með flokkunum en ekki allt. „Að mörgu leyti eigum við margt sameiginlegt með Viðreisn en við er- um ekki alveg á sömu blaðsíðu í sumum málum. Þau leggja áherslu á myntráðið, að það sé aðallausnin á vandamálunum. Við erum ekki alveg sammála leiðinni þeirra með fast- bindingu, það þarf að úthugsa svona lagað mjög vel,“ segir hún. Katrín: Sátt við úrslitin Nýr þingflokkur Vinstri grænna fundaði í alþingishúsinu í gær. „Við vorum bara að fara yfir úr- slitin og samgleðjast hvert öðru. Fara yfir stöðuna með nýjum þing- mönnum, við erum með fjóra nýja þingmenn í okkar tíu manna þing- flokki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Við erum annar stærsti flokk- urinn á þingi. Við erum sátt við þessi úrslit en sjáum það að stjórnar- myndun getur orðið flókin.“ Sjálfstæðismenn hafa útilokað samstarf við Pírata, en Katrín segist ekki sjá fyrir sér samstarf við Sjálf- stæðisflokk. „Það er augljóst að þessir flokkar eru lengst frá hver öðrum á hinu pólitíska litrófi. Þar af leiðandi er málefnaleg samleið mjög lítil og þess vegna höfum við ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ segir Katrín. Hún vilji þó ekki nota orðalagið úti- loka. „Ég tek símann frá öllum en við verðum að vera raunsæ með það að ríkisstjórn verður auðvitað að snú- ast um það að flokkarnir nái saman um málefni,“ segir hún. Lilja: Ekki eins og að var stefnt „Ég myndi segja að niðurstaða kosningarinnar væri ekki eins og að var stefnt, en hins vegar má ekki gleyma því að flokkurinn vann sögu- legan sigur á árinu 2013 og var þá að koma úr mjög öflugri stjórnarand- stöðu,“ segir Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, varaformaður Framsóknar- flokksins. Spurð hvort Framsóknarflokk- urinn geti tekið þátt í ríkisstjórn í ljósi þess fylgistaps sem flokkurinn hlaut í kosningunum svarar hún ját- andi, flokkurinn eigi erindi í rík- isstjórn. „Það má ekki gleyma því að við erum fjórði stærsti flokkurinn og mælist með 11,5%. Ég túlka það alls ekki á þann hátt,“ segir hún. Benedikt: Ánægð með árangur „Já, við gerðum það. Við gáfum ekki upp ákveðna tölu. Ég var þó með ákveðið bil í huga. Við vorum í efri hluta þess. Við erum óskaplega ánægð með það,“ segir Benedikt Jó- hannesson, formaður Viðreisnar, spurður að því hvort markmið hans flokks hafi náðst í kosningunum. Viðreisn er nýr flokkur. Hann fékk rúmlega 10% atkvæða og 7 menn kjörna. Benedikt bætir við: „Það væri vanþakklæti og dómgreindarleysi að vera ekki ánægð með niðurstöðuna. Að vera með flokk sem ekki var til fyrir örfáum mánuðum, leggja mikla vinnu í að búa hann til frá grunni og ná þessum árangri.“ En til hvers ætti niðurstaða kosn- inganna að leiða? Benedikt svarar því: „Ef maður hugsar þetta í stærra samhengi þá vildi ég gjarnan að farið væri að hugsa vinnubrögðin í stjórnmálunum upp á nýtt, vanda þau meira. Ekki mæta með fyr- irframákveðnar skoðanir og telja allt vitlaust sem hinir koma með. Við viljum að vandað verði betur til verka og reynt að ná niðurstöðu sem leiðir til sem mestra heilla. Við sjáum til dæmis að mál koma allt of seint til afgreiðslu alþingis, eru af- greidd í hasti og stundum í óeiningu þegar hægt hefði verið að leysa þau í ágætu samkomulagi ef menn hefðu gefið sér tíma til þess.“ Björt: Fest sig í sessi Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn nú hafa fest sig í sessi í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn bætti við sig fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikurnar fyrir alþingiskosningar. „Það er léttir og gleði að halda áfram að vera með ágætan þing- flokk á alþingi. Fyrir nýjan og til- tölulega lítinn flokk er það dálítið mikið og frekar mikill sigur að festa sig í sessi. Það hafa margir komið inn og horfið á braut,“ segir hún. Björt segir að framundan gætu verið flóknar stjórnarmynd- unarviðræður sem gætu tekið nokk- urn tíma. Miklu máli skipti að vanda til verka við stjórnarmyndun og að þær dragist ekki um of. Náðum því markmiði að gera betur  Bjarni Benediktsson vill mynda sterka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks  Birgitta Jónsdóttir bjóst við 15% kosningu  Katrín Jakobsdóttir sér ekki fyrir sér stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum Morgunblaðið/Eggert Valhöll Létt var fyrir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þegar nýr þingflokkur kom saman til síns fyrsta fundar. Ljósmynd/Pressphotos Þingflokkur Gamlir og nýir þingmenn VG komu saman til síns fyrsta þing- flokksfundar. Ekki var annað að sjá en menn væru ánægðir með sinn hlut. ALÞINGISKOSNINGAR 2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.