Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Sumum kann að finn- ast óþarft að hugsa til ársins 2100 á því herr- ans ári 2016. En, ef að er gáð, varir lífsskeið barna sem nú fæðast fram til næstu alda- móta. Á sviði stjórn- mála, efnahags og ekki síst öryggis, veitir ekki af að skoða málin minnst eina kynslóð fram í tímann. Til að meta næstu 80 ár, þarf fyrst að skoða síðustu 80 ár. Þá voru jarðarbúar um 2,5 milljarðar og í Evrópu bjuggu 500 milljónir; 20% íbúa heimsins. Nú eru jarð- arbúar 7,5 milljarður, en í Evrópu búa enn um 500 milljónir og hlutfall af mannkyni er fallið í 7%. Fyrir 80 árum stóð Evrópa fyrir 20% af verð- mætasköpun jarðar og hún gerir það enn. Í hlutfalli við fólksfjölda eykst ríkidæmi Evrópu sífellt. Um næstu aldamót er talið að jarðarbúar verði yfir 11 milljarðar en að íbúafjöldi Evrópu standi í stað og verður um 4-5% íbúa heims, en við munum sennilega halda okkar hlut af auð- legðinni, eða auka. Mannkynssagan einkennist af átökum um auðæfi, lönd, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til að skapa frið og bræðralag milli trúar- bragðahópa og misjafnra hópa manna og kynþátta, eru innbyrðis átök og átök milli þjóða mikil, meiri en lengi hefur verið og – því miður – bendir ekkert til þess að úr þessum átökum, stríði og djöfulgangi ofstæk- is- og hermdarverkamanna, muni draga. Evrópa, sem þurfti að ganga gegn- um tvær hræðilegar heimsstyrjaldir á síðustu öld, hefur með meiri og nán- ari samvinnu en áður þekktist tryggt sér frið í 70 ár, sem einkennist af skilningi og virðingu og meira lýð- ræði en áður hefur þekkst í sam- skiptum og samstarfi þjóða. Það var því ekki að ófyrirsynju að ESB voru veitt Friðarverðlaun Nóbels fyrir ár- ið 2012. Heimurinn er hins vegar jafn óöruggur og áður og kannski enn óör- uggari og hættulegri en nokkru sinni, m.a. vegna gjöreyðingar- vopna, sem sköpuð hafa verið og komist í hend- ur æ fleiri. Þjóðir og fylkingar Evrópu verða að standa saman sem einn maður, ef við eig- um að geta staðið af okkur þær hættur og ógnir sem steðja munu að okkur á næstu árum og áratugum, svo ekki sé talað um allt lífsskeið okkar eigin barna. Þjóðernis- og þröngsýnisöfl í Evr- ópu sjá ekki eða skilja ekki þessa stöðu mála og samhengið og gera sér ekki grein fyrir því að sífellt fleiri jarðarbúar verða fátækari og skortur og neyð breiðist út og nær til æ fleiri. Vaxandi hópar sem búa við skort og neyð munu reyna að koma sér fyrir þar sem velsæld, auður og allsnægtir, ríkja. Aðeins með einbeittri samvinnu og samstöðu, þar sem Evrópubúar standa saman sem einn maður, getur álfan tryggt íbúum sínum frið og ör- yggi til lengri tíma. Auðvitað verður Evrópa jafnframt að miðla af auði sínum til fátækra ríkja og hjálpa þeim til sjálfshjálpar. Þau öfl sem halda að Ísland geti staðið eitt og sér til fram- tíðar verða að skilja að slíkt er hættu- leg tálsýn. Nú kunna sumir að spyrja hvort þátttaka okkar í Nató muni ekki ein- mitt tryggja öryggi okkar til fram- tíðar? Jú, auðvitað er gagn að því, en í Nató eru ólíkar þjóðir með ólíka hagsmuni, stefnu- og áhugamál, með Bandaríkin í broddi fylkingar og mú- hameðstrúarríkið Tyrkland þar næst á eftir að herstyrk til. Bandalagið er langt frá því að hafa þá samstöðu og sameiginlegu hagsmuni sem ESB mun í vaxandi mæli hafa. Hætt er við að Bandaríkin – hinum megin Atl- antsála – geti ekki staði við skuld- bindingar sínar til frambúðar og frammistaða Bandaríkjanna ekki beint traustvekjandi í Víetnam, Afg- anistan, Írak eða Líbíu. Eins er að ef Donald Trump, eða maður eins og hann, kæmist til valda, gæti hann með einu pennastriki breytt styrk Nató eða skuldbindingum Bandaríkj- anna. Evrópa verður því að tryggja eigin hag og öryggi, m.a. með því að byggja eigið varnarkerfi og verið er að ræða fyrstu skrefin í þá átt. Hér hefur aðallega verið fjallað um öryggishlið aðildar að ESB og sam- starfi í Evrópu en vitaskuld eru efna- hagsmál líka gríðarlega þýðingar- mikil. ESB er stærsti einstaki markaður heims og evran öflugasti gjaldmiðill heims ásamt Bandaríkja- dal. Hrakspár um evruna, evrópskan efnahag og samstarf hafa ekki ræst. Með þrautseigju og dugnaði hefur forystumönnum ESB tekist að koma böndum á ófremdarástandið í efna- hagsmálum á Írlandi, á Spáni og í Grikklandi í kjölfar banka- og efna- hagskreppunnar. Ég vænti þess líka að Bretar muni innan fárra ára koma aftur á hnjánum og knýja á dyr ESB með beiðni um gott veður og nýja að- ild. Víðsýnis- og framsýnisöfl munu aftur taka völdin þar. Með inngöngu í ESB – en vænta má hagstæðra samninga nú, m.a. vegna þess að ESB er í sárum vegna Brexit – myndum við tryggja stjórnmálalegt og efnahagslegt öryggi Íslendinga til langrar framtíðar. Sumir halda því fram að Evrópu sé miðstýrt frá Brussel eða Berlín. Þetta er hin mesta firra. Það eru engin ríkja- samtök jafn lýðræðisleg og ESB. Í þýðingarmiklum málum þurfa öll lönd að samþykkja til að mál nái fram að ganga. Nú síðast stöðvaði þing Vallóna í Belgíu gildistöku viðskipta- samnings ESB við Kanada, sem öll aðildarríkin 28 voru í raun búin að samþykkja. Með aðild myndi rödd Ís- lands einnig heyrast sterklega í Evr- ópu en þar hafa minni þjóðirnar oft jafn mikil áhrif og þær stóru. Horfa verður til framtíðar – Hvernig verður árið 2100? Eftir Ole Anton Bieltvedt »ESB er stærsti ein- staki markaður heims og evran öflugasti gjaldmiðill heims ásamt Bandaríkjadal. Ole Anton Bieltved Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Pappír v Borðar v Pokar v Bönd Skreytingarefni v Teygjur v Kort Pakkaskraut v Sellófan Tækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is „Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð; …“ Svo komst Jón- as Hallgrímsson að orði og enn vitna fyrirmenn þjóðarinnar í þessi orð Jónasar, einkum á tylli- dögum þegar undir- strika skal mikilvægi háskólamenntunar, rannsókna og nýsköpunar. Reyndar virtust fulltrúar allra stjórnmála- flokka fyrir þessar kosningar sam- mála um mikilvægi menntunar og því var fagnað að hlutfall háskóla- menntaðra á Íslandi nálgaðist það sem er annars staðar á Norður- löndum. Fáir andmæltu því að menntun stuðli að fjölbreyttu atvinnulífi, þró- un þekkingar og nýbreytni. Svo virtist enn fremur sem það væri al- mennur skilningur ráðamanna að háskólamenntun væri forsenda samkeppnishæfni þjóðarinnar, verðmætasköpunar og þeirra lífs- gæða og velferðar sem við viljum búa komandi kynslóðum. Því er það dapurlegt að Ísland skuli standa langt að baki þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við þegar framlög til háskólamenntunar sem hlutur af landsframleiðslu eru skoð- uð. Því miður hefur svo lengi verið eins og sést á meðfylgjandi mynd um þróun á fjárfestingu í háskóla- menntun á Norðurlöndunum og hjá OECD á árunum 2000-2012. Afleið- ingin er sú að ekki er hægt að byggja upp þá kennslu- og rann- sóknarinnviði sem nútíma háskólar þurfa að búa yfir til að ná ásættan- legum árangri. Háskóli Íslands er þjóðskóli sem vinnur jafnt í þágu lands- byggðar og höfuð- borgarsvæðis. Um það vitnar meðal ann- ars blómlegt starf í rannsóknasetrum sem rekin eru af Há- skólanum víða um land, auk starfsem- innar á suðvestur- horni landsins. Há- skólinn á í víðtæku samstarfi við fyrir- tæki og stofnanir um þróun og hag- nýtingu margvíslegrar þekkingar og í alþjóðlegu samstarfi um rann- sóknir og kennslu. Þetta öfluga starf á hins vegar undir högg að sækja vegna áralangs fjársveltis, samanber meðfylgjandi mynd, sem ekki er tryggt að sjái fyrir endann á. Því hvet ég þá flokka sem mynda næstu ríkisstjórn til að muna eftir mikilvægi öflugs háskólastarfs fyrir íslenskt samfélag. Það er gríðar- lega mikilvægt að efla háskólastarf hér á landi þannig að það standi jafnfætis því sem best gerist í ná- grannalöndunum. Þannig rennum við styrkari stoðum undir velferð komandi kynslóða. Háskólar í hættu Eftir Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir » Fyrir velferð kom- andi kynslóða er gríðarlega mikilvægt að efla háskólastarf á land- inu svo það standi jafn- fætis því sem best gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda í Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.