Morgunblaðið - 31.10.2016, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ellert Ingason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
✝ Elís Jónsteinnvar fæddur í
Pétursborg í Fá-
skrúðsfirði, 4. mars
1924. Hann lést á
Hrafnistu 18. októ-
ber 2016.
Foreldrar hans
voru Sveinborg
Björnsdóttir, f.
1900, d. 1983, og
Haraldur Frí-
mannsson, f. 1896,
d 1966, en þau bjuggu ekki sam-
an. Hálfsystkin samfeðra voru
Ásbjörg, f. 1926, d. 1961, og
Matthías, f. 1929, d. 1990. Þann
21.2. 1949 kvæntist hann Hall-
dóru Helgu Kristjánsdóttur, f.
2.6. 1928, frá Vopnafirði, for-
eldrar hennar Kristján F. Frið-
til sjö ára aldurs er hann fór til
Vestmannaeyja á sjúkrahús og
síðar á Vífilsstaði vegna berkla.
Þar dvaldi hann sem og á Land-
spítalanum fram til 17 ára ald-
urs er hann hóf störf hjá Penn-
anum. Þar vann hann til ársins
1945 er hann færði sig á Þjóð-
viljann, fyrst sem auglýsinga-
stjóri og síðar framkvæmda-
stjóri fram til ársins 1964. Tók
hann þá við starfi framkvæmda-
stjóra Máls og menningar til árs-
ins 1983 er hann varð fram-
kvæmdastjóri Innkaupa-
sambands bóksala. Þá stofnaði
hann Skákhúsið og starfaði við
það til ársins 2000 er hann seldi
fyrirtækið. Jónsteinn sat í stjórn
fjölda fyrirtækja og félaga og
var alla tíð mjög virkur í vinstri-
pólitík, fyrst með Sósíalista-
flokknum, síðar Alþýðu-
bandalaginu og með Vinstri
grænum .
Útför Jónsteins fer fram frá
Áskirkju í dag, 31. október 2016,
klukkan 13.
finnsson, f. 1896, d.
1952, og Jakobína
Gunnlaugsdóttir, f.
1892, d. 1978. Steini
og Dóra bjuggu alla
tíð í Vogunum eða
Laugarnesinu í
Reykjavík og sein-
ustu árin í Mána-
túni. Þau eignuðust
tvö börn, Hafdísi, f.
1951, d. 2011, maki
Ólafur Örn Jóns-
son, börn Rósa, f. 31.7. 1973, d.
23.8. 1973, Halldóra og Ólafur
Örn. Borgar, f. 1960, maki Þór-
unn Inga Sigurðardóttir, barn
Rebekka Rut.
Langafabörnin eru tvö, Ísold
Braga og Ernir Snær.
Jónsteinn ólst upp á Eskifirði
Í dag kveðjum við mikinn öð-
ling og mannvin. Öll börn sóttu í
Jónstein, ég gerði það þegar ég
var krakki og það gerðu synir
mínir einnig þegar þeir voru
ungir. Börnin vita hvað að þeim
snýr.
Jónsteinn og faðir minn,
Björn Svanbergsson, kynntust á
Landspítalanum á fjórða áratug
síðustu aldar og voru þeir vinir á
meðan faðir minn lifði. Báðir
voru þeir berklasjúklingar og
lágu saman sem ungir menn í
mörg ár á Landspítalanum og
kannski mótuðust lífsskoðanir
þeirra þar. Jónsteinn vann með
föður mínum á Þjóðviljanum og
tók svo við af honum sem fram-
kvæmdastjóri þegar faðir minn
hætti. Síðar lágu leiðir þeirra
saman að Laugavegi 18 þar sem
faðir minn rak Bókhaldstækni
hf. og Jónsteinn sá um Bókabúð
Máls og menningar. Þannig að
Jónsteinn hefur fylgt mér allt
mitt líf og ég hef alltaf átt hann
að.
Oft spiluðu Jónsteinn og Dóra
brids við foreldra mína og ég
lærði með því að horfa á og fá að
taka í spil. Áratugum síðar gekk
ég inn í spilaklúbb þeirra félaga,
Jónsteins, Guðmundar Hjartar-
sonar og Halldórs Jakobssonar.
Spiluðum við saman reglulega í
marga vetur í góðum félagsskap.
Þar gekk það upp og ofan hver
vann og hver tapaði eins og
gengur en alltaf hélt Jónsteinn
ró sinni og kímnin var aldrei
langt undan.
Í stjórnmálunum áttum við
Jónsteinn samleið lengst af, en
við vorum nánast á pari í sýn
okkar til stjórnmála og mála í
kringum þau.
Við eigum eftir að sakna Jón-
steins, slíkur vinur var hann
okkur.
Blessuð sé minning Jónsteins
og við Dagbjört sendum Dóru,
Borgari, Þórunni, Ólafi og
barnabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hrafnkell Björnsson.
Það er gefandi að fást við
stjórnmál í félagshyggjuflokki.
Það er gefandi af því að við þær
aðstæður kynnist maður fólki
sem leggur sig allt fram, hug-
sjónafólki, sem alltaf spyr fyrst
um hagsmuni hreyfingarinnar,
síðast um eigin hagsmuni. Þann-
ig maður var Jónsteinn Haralds-
son, sem átti uppvaxtar- og ung-
lingsár sín í berklum á
Vífilsstöðum en varð síðar
starfsmaður íslenskra sósíalista,
á Þjóðviljanum og síðan lengi í
Máli og menningu. Hann var
eldhugi, alltaf að hugsa um póli-
tík, alla daga. Það er gott að
hafa fengið að kynnast Jónsteini
og svo Halldóru Kristjánsdóttur,
konu hans, en þau voru alltaf
eins og einn maður. Hlýtt fólk.
Þegar ég fór að vinna fyrir
Vinstri græn 2005 komu þau á
flokksskrifstofuna og við töluð-
um saman og lögðum á ráðin.
Það var gott að vera með þeim,
hlusta á ráð þeirra og fá að
njóta verka þeirra og pólitískrar
gleði. Á haustdögum 2005 var
ákveðið að gera tilraun til að
mynda sérstakan hóp eldra fólks
sem væri félagar eða stuðnings-
menn VG. Síðan hafa Eldri
vinstri græn starfað reglulega
og á fundi þeirra hefur alltaf
verið gaman og hollt að koma.
Auðvitað tóku Jónsteinn og
Halldóra þátt í því að stofna
EVG, sem er einn líflegasti og
skemmtilegasti hluti hreyfingar-
innar. Jónsteinn var þar í fyrstu
stjórninni.
Jónsteinn Haraldsson skipaði
heiðurssætið á framboðslista
Vinstri grænna í Reykjavík suð-
ur í þessum alþingiskosningum.
Það var gott að fá að vera með
honum á þessum lista og það var
honum líkt að vera með allt til
hinstu stundar. Er hægt að
hugsa sér betra hlutskipti fyrir
rammpólitískan mann? Ég held
ekki.
Ekkjunni Halldóru, vinkonu
minni, Borgari syni þeirra og
öllu þeirra góða fólki flyt ég með
þessum línum samúðarkveðjur
okkar Vinstri grænna í Reykja-
vík.
Svandís Svavarsdóttir.
Kynni okkar Jónsteins og
Halldóru hófust ekki að marki
fyrr en haustið 2005. Jónsteinn
átti þá frumkvæði að því að efnt
var til fræðslu- og skemmti-
funda eldra fólks í VG. Ásamt
fleira góðu fólki sátum við sam-
an í undirbúningshópi vegna
þessa starfs í liðlega fimm ár.
Mörg voru þau tölvuskeytin sem
gengu milli okkar á þessum
tíma. Þótt Jónsteinn léti af
störfum í undirbúningshópnum
sóttu þau hjónin alla fundi EVG
– eins og hópurinn kallar sig –
meðan heilsa Jónsteins leyfði.
Þetta starf og pólitíkin áttu hug
hans allan þar til yfir lauk.
Einhvern tíma eftir að ég
hafði þegið kaffi hjá þeim hjón-
um í Mánatúni gaukuðu þau að
mér ljósriti af viðtölum eða
kaffispjalli sem Ólafur Grímur
Björnsson átti við þau og birtist
í Heima er best, 2. og 9. tbl. árið
2014. Við lestur þessara viðtala
varð ég margs vísari um lífs-
hlaup Jónsteins og raunar
beggja. – Eftir heimsókn öðru
sinni fékk ég í nesti fallegt kver
með ljóðum eftir Halldóru.
Átta ára greindist Jónsteinn
með berkla og lá ýmist á spítala
eða berklahæli til 17 ára aldurs.
Um skólagöngu var ekki að
ræða, fjölskylduaðstæður erfiðar
og efnahagurinn bágborinn.
Hann segir hér m.a. frá fyrstu
spítalavist sinni í Vestmannaeyj-
um og þegar hann níu ára fór
þaðan á Vífilsstaðahælið. Það er
ekki laust við að setji að manni
hroll þegar hann lýsir þeirri
læknismeðferð, að fjarlægja rif
úr sjúklingunum, aðferð sem
beitt var allt þar til meðul við
berklum komu til sögunnar um
1950. Út um glugga á Landspít-
alanum fylgdist hann með komu
breska hersins: „Allt í einu var
komin stór tjaldborg neðan við
Kennaraskólann.“ Í léttum tón
víkur hann að eigin stjórnmála-
skoðunum og fastasjúklinganna
sjö sem með honum lágu á stof-
unni. „Gerðu berklarnir fólk að
kommúnistum?“ spyr Ólafur. Og
svarið var: „Allir þessir menn,
að einum undanskildum, voru
kommar, en misjafnlega sann-
færðir.“ Iðja sjúklinganna var
m.a. að hnýta króka á línutauma
fyrir Geysi og síðan á eigin veg-
um að hnýta gólfmottur og mála
myndir á vasaklúta sem her-
mennirnir einkum keyptu.
Sjúkradagpeningar voru engir í
þá daga. Og Jónsteinn ræðir um
atvinnu sína eftir að hann komst
á fætur. Þar koma m.a. við sögu
Penninn, Þjóðviljinn, Bókabúð
Máls og menningar, og loks eig-
in atvinnurekstur, s.s. Skákhúsið
og Bókabúðin Hlemmi. En hér
fær líka rúm spjall, bæði í al-
vöru og léttum tón, um ýmsa
framámenn Sósíalistaflokksins,
Þjóðviljans og Máls og menning-
ar.
Þeim sem lögðu Þjóðviljanum
lið með kaupum á happdrætti
blaðsins og við að rukka inn fyr-
ir heimsenda miða kemur ef-
laust margt kunnuglega fyrir
sjónir sem þarna er sagt.
Það segir sína sögu um hug
hinna efnaminni til Þjóðviljans
að bestu heimturnar voru gjarn-
an hjá þeim sem bjuggu í kjall-
araíbúðum.
Það var gaman að heimsækja
Jónstein á Hrafnistu og sjá hann
gjarnan á kaffistofunni í hópi
fólks sem hann hafði kynnst í
gegnum sín margvíslegu störf.
Þarna hitti ég hann í faðmi fjöl-
skyldunnar stuttu áður en kallið
kom.
Megi lengi lifa minningin um
þennan félaga og góða dreng.
Gunnar Guttormsson.
Jónsteinn
Haraldsson
✝ SigtryggurBjarnason
fæddist 5. apríl
1933. Hann lést 24.
október 2016.
Sigtryggur var
næstelstur sjö syst-
ina, sex eru látin,
eitt lifir. Foreldrar
hans voru Bjarni
Þorsteinsson, bóndi
í Syðri Tungu, og
Emilía Sigtryggs-
dóttir frá Flatey.
Árið 1956 kvæntist Sig-
tryggur Guðnýju
Stefánsdóttur frá
Hjalla í Reykjadal,
hún lést 11. maí
1977. Eignuðust
þau fjögur börn,
Stefán, Ingibjörgu,
Fjólu Sigrúnu, og
Emil Jón. Barna-
börnin eru þrjú og
langafabörnin sex.
Útför hans fer
fram frá Húsa-
víkurkirkju í dag, 31. október
2016, klukkan 14.
„Fáið ykkur bara nóga
mjólk,“ sagði afi við okkur Joh-
an og brá sér svo af bæ í
nokkra klukkutíma, þá var nú
gaman að leika lausum hala!
Þegar ég var lítil fór ég oft í
sveitina með mömmu og pabba
í heimsókn til afa, er svo lán-
söm að þangað er bara 10 mín-
útna akstur frá Húsavík þar
sem við búum. Mér fannst svo
gaman að sitja á eldhúsgólfinu
og mylja kornflögur í gömlu
kaffikvörninni, stundum fékk
ég líka að ruslast í kryddbauk-
unum og sulla úr þeim saman
við vatn, stundum fékk afi að
smakka afraksturinn.
Þegar ég stækkaði fór ég að
fá að gista í sveitinni, las
teiknimyndasögurnar hans Em-
ils frænda og oftast voru til ís-
blóm til að gæða sér á. Stund-
um eldaði afi kvöldmat handa
okkur, kannski ekki fyrr en um
miðnætti en það var allt í lagi.
Afi eldaði góðan mat.
Skemmtileg voru sumrin
þegar Johan frændi kom úr
Reykjavík til að dvelja hjá afa,
þá var ýmislegt brallað, mis-
gáfulegt. Við gátum til dæmis
leikið okkur með fáeina slitna
bangsa og gamlar dúkkukerrur
heilu og hálfu dagana, jafnvel
þó við værum orðin nokkuð
stálpuð, þetta gerði ekkert til,
enginn sá til okkar og við gát-
um farið í langar gönguferðir
með bangsana og gleymt bæði
stað og stund, það mátti sko al-
veg vera úti fram á nótt þegar
maður var í sveitinni.
Afi var heldur ekkert endi-
lega heima, hann hafði ýmsu að
sinna, m.a. að koma póstinum á
alla bæi í sveitinni en ég fór oft
með í þær ferðir og þótti gam-
an.
Annað slagið reyndi afi að
láta mig gera eitthvað til
gagns, það gekk nú svona og
svona, 10 ára stelpur eru víst
ekki mjög liðtækar við blý-
bræðslu og að strengja gadda-
vír.
Ég hélt áfram að heimsækja
afa eftir að ég var orðin full-
orðin, fór þá gjarnan í kringum
miðnætti en það var hans besti
tími, þá var setið við eldhús-
borðið og skrafað um allt milli
himins og jarðar, afi var ótrú-
lega minnugur á staði sem
hann hafði heimsótt og var
ákaflega hneykslaður yfir því
hversu óglögg ég er á staðhætti
hér og þar um landið „hva,
heldurðu að þú vitir nú ekki
hvar það er? Það er þarna ægi-
lega hár hóll austan við veginn
og annar talsvert minni vestan
við“. Ég lærði fljótt að þykjast
vita upp á hár við hvaða staði
hann ætti.
Minningarnar eru svo marg-
ar og sögurnar óteljandi, ferðir
með afa á Lapplander, Subaru
og síðast Suzuki, dvöl í Reykja-
vík og ógleymanleg heimsókn
til Emils í Bandaríkjunum,
jafnvel áhorf sjónvarpsfrétta
gat orðið kostuleg upplifun með
afa því ekki vantaði skoðanirn-
ar á mönnum og málefnum og
aldrei varð honum orða vant.
Síðustu árin tók heilsunni að
hraka, kraftinn þvarr og getan
til vinnu var búin. Afa þótti erf-
itt að sætta sig við þetta enda
aldrei þekkt annað en að böðl-
ast áfram. Að endingu var hann
þó búinn að ná nokkurri sátt
við aðstæður og fyrir nokkrum
vikum ákvað hann að nú væri
að því komið að fara alfarinn á
sjúkrahúsið á Húsavík og þar
dvaldi hann við gott atlæti þar
til yfir lauk.
Elsku afi, þakka þér fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Ég lofa að fá mér nóga
mjólk.
Þín afastelpa,
Guðný.
Sigtryggur
Bjarnason
Ég kynntist
Þórði þegar ég var
rétt liðlega tvítugur
en hann var faðir
fyrrverandi eiginkonu minnar,
Guðrúnar Vídalín. Þau feðgin
endurnýjuðu þá kynni en Guðrún
hafði misst samband við föður
sinn þegar hann og Stefanía móð-
ir hennar skildu um tíu árum áð-
ur. Þórður var ættleiddur af Jó-
hönnu Marteinsdóttur og
Jóhannesi Þórðarsyni. Það var
vel þekkt á stríðsárunum að ólof-
aðar stúlkur áttu börn sem eng-
inn vildi gangast við. Þessi börn
voru kölluð ástandsbörn og Þórð-
Þórður
Jóhannesson
✝ Þórður Jó-hannesson
fæddist 27. apríl
1943. Hann lést 27.
september 2016.
Útför Þórðar fór
fram 7. október
2016.
ur var einn af þeim,
dökkur yfirlitum
með græn-brún
augu, hávaxinn og
sterklegur enda
togarasjómaður í
blóma lífsins, rétt
um fertugt er við
kynntumst.
Það var ekki laust
við að í mér bærðist
óttablandin virðing
fyrir þessum
hrausta og öfluga manni, en það
sýndi sig að undir þykkum skráp
togarasjómannsins bærðist blíð-
ur maður sem tók okkur opnum
örmum. Umgangur við okkur
Guðrúnu og drengina tvo varð
strax að eðlilegum hluta í lífinu
og hann fór meðal annars með
Hrein afadreng sinn í styttri sjó-
ferðir.
Þórður hafði starfað við sjó-
mennsku, fiskveiðar og frakt-
flutninga frá unga aldri. Hann
hafði mikinn áhuga á stríðsminj-
um úr síðari heimsstyrjöld og þá
sérlega öllu þýsku. Af þeim sök-
um hafði hann í siglingum fengið
viðurnefnið Þórður þýski af fé-
lögum sínum. En áhuginn var
ekki á mannfyrirlitningu þeirri
sem einkenndi Þýskaland stríðs-
áranna, enda sýndi hann það best
er hann 1987 kvæntist Editha
Maríu, konu frá Filippseyjum,
sem gerði þeim einstakt og fal-
legt heimili. Ári síðar eignuðust
þau soninn Jóhannes og þá var
Þórður orðinn sá fjölskyldumað-
ur sem hann alla tíð dreymdi að
vera, með ákaflega gott samband
við Guðrúnu dóttur sína og
drengina hennar.
Nýir tímar tóku við hjá þess-
um holdgervingi íslenska sjó-
mannsins. Skyndilega voru
haldnar veislur fyrir alla fjöl-
skylduna þar sem framandi mat-
ur og menning mættust í gleði og
ánægju. Árin liðu og Þórður
minnkaði við sig vinnu og var síð-
ast vaktmaður hjá Landhelgis-
gæslunni. Afadrengirnir uxu úr
grasi og Þórður varð langafi.
Hann hafði sérstakt dálæti á Þór-
kötlu Rós Atladóttur, elsta lang-
afabarninu sínu, sem fædd er
2009. En óveðursský hrönnuðust
upp, því fyrir aðeins rúmu ári
greindist Guðrún, dóttir Þórðar,
með krabbamein og við tók
óvissuástand með mikilvægum
sigrum um tíma en slæmum
fréttum þess í milli. Þrátt fyrir
hetjulega baráttu þurfti Guðrún
að lúta í lægra haldi fyrir þessum
erfiðu veikindum þann 2. júlí síð-
astliðinn, aðeins 53 ára að aldri.
Það er engri manneskju ger-
andi að lifa barnið sitt og fylgja til
grafar. Það skiptir engu máli
hversu mikil hetja það er, sjó-
maður eða karlmenni af gamla
skólanum, þá er þetta til þess að
brjóta alla menn. Þórður tók and-
láti dóttur sinnar ákaflega þungt.
Þetta hafa verið erfiðir tímar,
fyrst Guðrún og nú pabbi hennar,
Þórður, tæpum þremur mánuð-
um seinna, þrunginn sorg. Eftir
eru synir Guðrúnar, Hreinn og
Atli Freyr og þeirra fjölskyldur.
Næst Þórði standa svo eiginkona
hans til tæpra 30 ára, Editha
María, og sonur þeirra Jóhannes.
Tíminn læknar engin sár en
hann getur stundum linað sárs-
auka.
Víðir Ragnarsson.