Morgunblaðið - 31.10.2016, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016
✝ Jóhann Lúth-ersson fæddist
hinn 9. janúar
1934. Hann lést á
Landspítalanum
23. október 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Lúther
Salómonsson frá
Mávahlíð á Snæ-
fellsnesi og Sveins-
ína Oddsdóttir,
fædd á Hellissandi.
Jóhann ólst upp í Kópavogi í
hópi systkina sinna, þeim Sig-
ríði, f. 22.9. 1932, Hilmari, f.
26.8. 1938, og Reyni, f. 3.2.
1948.
Jóhann kvæntist Þóru Júlíus-
dóttur, f. 12.10. 1941, en þau
Elíasar er Aníta Björt Einars-
dóttir, hennar maður er Arnar
Karlsson og eiga þau þrjú börn:
Elías Mána, Söru Kristel og
Matthías Bjart.
Sambýliskona Jóhanns síð-
ustu árin var Magnea Þorfinns-
dóttir, f. 10.4. 1942 í Neskaup-
stað, d. 28.11. 2015.
Jóhann ólst upp í Kópavogi
og lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.
Hann var pípulagningamaður
en vann einnig mörg önnur
störf, var m.a. til sjós í mörg ár.
Hann fór víða um land við störf
sín en bjó í Reykjavík á fullorð-
insárum sínum. Jóhann var einn
af stofnendum Breiðabliks og
einnig stofnaði hann Bridge-
félag Kópavogs. Hann hafði
gaman af skák og brids og spil-
aði mikið hjá hinum ýmsu fé-
lögum.
Útför Jóhanns fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 31. októ-
ber 2016, kl. 13.
skildu 1981. Þau
eignuðust tvö börn.
1) Jóhanna Stella,
f. 8.10. 1970, henn-
ar maður er Grím-
ur Guðmundsson
og þeirra börn eru;
Stefán Logi, kona
hans er Ásdís Ösp
Ásgeirsdóttir og
eiga þau soninn Ás-
grím Mána; Hákon
Ari, Sólrún Tinna
og Ásdís Freyja. 2) Elías Oddur,
f. 23.10. 1972, hans kona er
Sara Ósk Guðmundsdóttir og
þeirra börn eru: Guðmar Bjart-
ur og hans unnusta er Katarína
Sif Kjartansdóttir; Alexander
Blær og Birta Líf. Stjúpdóttir
Núna er komið að kveðju-
stund, elsku Jói minn.
Mikið er nú skrýtið að hugsa
til þess að við eigum ekki eftir að
sitja saman og drekka kaffi og
spjalla, en nú ertu komin til Mad-
dýjar þinnar og ég veit að nú eru
þjáningar þínar horfnar á braut
en eftir situr minning um ynd-
islegan tengdapabba, sem alltaf
var hægt að hringja í hvort sem
var til að fá ráð eða hjálp. Alltaf
varstu boðinn og búinn að koma
og rétta hjálparhönd. En svo fór
heilsan að segja til sín, en ég er
svo þakklát fyrir tímann sem við
áttum saman þegar þú komst út
til okkar í heimsókn og fyrir sím-
tölin sem við áttum saman. Elsku
Jói, ég ætla ekki að hafa þetta
lengra, enn og aftur takk fyrir
allt.
Drottinn leiði þig allt um kring,
þreytt var orðin þín ganga,
þrautir og verkir horfnir á braut
nú ertu kominn í ljóssins laut.
(Sara Guðmundsdóttir)
Þín tengdadóttir,
Sara.
Elsku afi, ég er svo ánægð að
þú komst til okkar til Noregs í
apríl, þá gat ég sýnt þér nýja
landið mitt, við keyrðum um og
skoðuðum margt. Fórum meira
að segja til Svíþjóðar. Elsku afi,
það var rosalega gott að geta hitt
þig núna í byrjun október, þá
fékk ég að knúsa þig og sjá þig en
nú þarftu að fara frá okkur í ann-
an heim þar sem þú getur hvílt
þig og liður vel. Mér þykir vænt
um þig, afi minn.
Birta Líf.
Nú eru öll kurl komin til grafar
og þú ert loksins hættur að þjást.
Það erfiðasta við að kveðja þig
var ekki dauðinn sjálfur þó að
dauðinn sé alltaf sár. Heldur var
það að sjá þig svona veikan,
svona ólíkan sjálfum þér. Jóhann
Lúthersson, eða afi Jói, er mér
afar minnisstæður og mun vera
um ókomna tíð. Hann var einn
upplýstasti maður sem ég fékk
þann heiður að kynnast og lesn-
ari menn eru vandfundnir. Hann
var þrjóskur og ég hugsa til baka
með hlýhug til kennara hans og
foreldra því hvílík ósköp hefur
það verið að segja þessum manni
fyrir verkum.
Afi sýndi náminu mínu mikinn
áhuga, stundum meiri áhuga en
ég sjálfur og vildi meira að segja
fá að lesa bækurnar mínar svo
hann gæti spjallað við mig um
efnið. Honum hefur þó ekki leiðst
að lesa þær enda mikill lestrar-
hestur. Við gátum spjallað enda-
laust um daginn og veginn og því
var lítið mál að koma við hjá afa
hvort sem það var til að hjálpa
honum með tæknina sem átti það
til að stríða honum eða bara til að
kíkja í 10 dropa.
Það er ein nótt sem er mér
minnisstæðust þegar ég hugsa til
afa og allra þeirra stunda sem við
eyddum saman. Ég hef verið um
10 ára gamall þegar ég er sendur
að gista hjá afa. Ég mætti vopn-
aður leikjatölvu og tölvuleik úr
seinni heimsstyrjöldinni, enda
trúði ég því ekki að neina alvöru
afþreyingu væri að finna í gömlu
bókunum hans eða í sjónvarps-
efninu sem hann kaus að horfa á.
Hins vegar eftir aðeins nokkrar
mínútur af spilun áttaði ég mig á
því sem afi hafði áttað sig á allan
tímann. Ég skildi ekki orð af því
sem var í gangi í leiknum. Svo afi
tók upp á því að þýða fyrir mig,
sem varð fljótt þreytt. Afi var þó
ekki ráðalaus og endaði á því að
vaka frameftir og segja mér sög-
ur úr seinni heimsstyrjöldinni
sem voru án nokkurs vafa mun
áhugaverðari en nokkur tölvu-
leikur gæti verið.
Síðasta ár var afa afskaplega
erfitt. Hann missti konuna sína,
hana Magneu, og varð mikill
sjúklingur stuttu seinna. Ég horfi
til baka og lít aðdáunaraugum á
starfsfólk sjúkrahúsanna sem
annaðist hann. Á þetta fólk mikl-
ar þakkir skildar fyrir sín störf.
Afi Jói átti ekki marga að en hann
átti góða. Fremst fer systir hans
og maður hennar, þau Sigga og
Diddi, sem þrátt fyrir að búa er-
lendis gáfu sér alltaf tíma til að
heimsækja afa og færa honum
vínber og ávexti sem var hans
uppáhald til að grípa í yfir góðri
bók. Hún Aníta, systir mín, var
einnig afar dugleg að heimsækja
afa og vera til staðar fyrir hann.
Að lokum er það æskuvinur hans,
hann Maggi, sem var alltaf innan
handar. Verður þeirra þáttur
seint metinn.
Nú kveð ég afa í síðasta sinn.
Nú veit ég að honum líður vel.
Hans þjáning er liðin. Við vitum
að dauðinn ber að dyrum hjá okk-
ur öllum. Hvenær? Það vitum við
ekki, en nýtt líf tekur við. Afi Jói
upplifði það að verða langafi og
hann kunni vel að meta hlutverk
sín sem bæði afi og langafi. Afi
mun lifa lengi í minningum þeirra
sem fengu að kynnast honum og
þeirra sem heyra sögurnar af
honum.
Ég kveð þig, elsku afi, um leið
og ég þakka þér fyrir allar ynd-
islegu samverustundirnar.
Megir þú hvíla í friði.
Guðmar.
Ég vaknaði við símann sunnu-
daginn 23. október, það var Guð-
mar bróðir sem segir að þú sért
kominn á spítala og útlitið því
miður ekki gott, það var því ekki
annað í stöðunni en að klæða sig
og bruna til þín, en elsku afi, ég
var varla kominn í sokka þegar
mamma hringir og segir að þú
sért farinn. Ég er enn að reyna
ná þessu þetta er svo óraunveru-
legt.
En með sorg í hjarta og mikl-
um söknuði kveð ég þig, elsku afi
minn. Á síðustu mánuðum hefur
þú svo sannarlega kennt mér
margt og eitt af því er æðruleysi,
það var alveg sama hvernig þér
leið eða hvaða verkefni lífið færði
þér alltaf tókst þú á við það af
mikilli ró, jákvæðni og húmor.
Ef ég spurði þig hvernig þér
liði sagðir þú alltaf það sama og
það var svona þokkalega, ef þú
lást inni á spítala fylgdi alltaf
fljótt á eftir: vonandi kemst ég
heim á morgun. Þar fannst þér
gott að vera með góða bók og
súkkulaði.
Elsku afi, það er svo margt
sem ég átti eftir að segja þér en
það verður að bíða betri tíma
þegar við hittumst aftur.
Hvíldu í friði, elsku afi minn,
mér þykir óendanlega vænt um
þig, en nú veit ég að þú ert ham-
ingjusamur á fallegum og frið-
sælum stað með henni Maddý
þinni. Sofðu rótt, elsku afi minn.
Anita Björt.
Elsku Jói, bróðir minn, mér
þótti svo óendanlega vænt um
þig; því fá engin orð lýst. Þú hef-
ur verið partur af lífi mínu í 82 ár.
Það verður erfitt að koma heim
og geta ekki lengur farið í leik-
hús, bíó og ferðalög með þér eða
heyrt þig banka og koma inn í
kaffispjall. Ég mun sakna þín að
eilífu.
Þú varst einstaklega vel les-
inn, fróður og mikill brandara-
kall, alltaf tilbúinn að ræða um
pólitík og aðra heimsviðburði. Þú
varst eldklár í þeim málum og
þar sló þér enginn við. Þú varst
trygglyndur, gjafmildur og
greiðvikinn og varst okkar stoð
og stytta þegar við komum heim
og vildir allt fyrir okkur gera.
Ekkert var of mikið og allt var
meira en sjálfsagt.
Þú lánaðir okkur bílana þína
og meira að segja einu sinni í ferð
til Norðurlanda í þrjár vikur.
Lára Tryggvadóttir, frænka okk-
ar, bað mig um að minnast þess
hversu þakklát þau hjónin voru
fyrir bílinn sem þú lánaðir þeim
þegar þau komu í Íslandsferð
fyrir nokkrum árum. Ég skilaði
því til þín.
Alltaf varstu tilbúinn að koma
og laga ýmsar pípulagnir fyrir
okkur. Það var ómetanlegt, elsku
bróðir minn. Við eigum þér svo
margt að þakka og ég sagði þér
það hundrað sinnum. Það dýr-
mætasta sem þú gerðir fyrir mig
var þegar þú lánaðir mér upp í
fargjaldið þegar ég fór til Banda-
ríkjanna í fyrsta sinn, árið 1953,
því ég hafði ekki alveg nóg. Það
var ómetanlegt fyrir okkur og við
gátum aldrei þakkað þér til fulls,
elsku Jói minn.
Þú varst hjá okkur í Kaliforníu
í sex mánuði og dóttir þín og
hennar maður komu líka og voru
í 2-3 mánuði sem var afar gaman
fyrir þig. Þá keyrðuð þið saman
yfir Bandaríkin til Washington
og heimsóttuð frænkur okkar
þar. Þetta var mikið ævintýri fyr-
ir ykkur.
Ég er mikið þakklát fyrir að
hafa getað verið með þér síðustu
mánuðina, komið með vatnsmel-
ónur og appelsínur sem var oft
það eina sem þú vildir borða. Ég
sauð fyrir þig nýtt slátur frá
frænku okkar, með rófustöppu,
sem þú hafðir ekki smakkað í
mörg ár.
Elsku Jói minn, ég finn enn
faðmlag þitt þegar við kvödd-
umst síðast og þú umvafðir mig
með hlýju og kærleik. Við þurft-
um ekkert að segja. Tárin drupu
hljóðlaust. Við vissum bæði að
það var í síðasta sinn.
Megi Guð vernda þig.
Gættu þess vin, yfir moldunum mín-
um,
að maðurinn ræður ei næturstað sín-
um.
Og þegar þú hryggur úr garðinum
gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei
lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull
tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður,
það kæti þig líka, minn sam-
ferðamaður.
(James McNulty.)
Sigríður Lúthersdóttir.
Jóhann
Lúthersson
Kæri afi, við
minnumst þess
hversu gaman var
að koma í heim-
sókn til ykkar Dóru ömmu,
hversu hress þú varst alltaf og
lífsgleðin ljómaði af þér. Það
var mikill hlátur sem einkenndi
þig og við munum ávallt minn-
ast þess. Þú sem kvaddir svo
óvænt, við söknum þín og
ánægjunnar sem fylgdi þér
hvert sem þú fórst. Takk fyrir
stundirnar.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
Er hjarta mitt þungt sem blý,
Sigurjón
Valdimarsson
✝ Sigurjón Magn-ús Valdimars-
son fæddist 3. jan-
úar 1932. Hann lést
29. september
2016. Útför hans
var gerð 13. októ-
ber 2016.
því burt varst þú kall-
aður á örskammri
stundu.
Í huganum hrannast
upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú
ímynd hins göfuga og
góða
svo fallegur, einlægur
og hlýr.
En örlög þín ráðin –
mig setur hljóða
Við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Þín barnabörn,
Gísli Freyr, Óskar Örn,
Magnús Fannar
og Jóhanna Herdís.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HILMAR GUÐBRANDSSON,
Gullsmára 7,
áður til heimilis í Hraunbæ 132,
andaðist á heimili sínu laugardaginn 22.
október. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn
1. nóvember klukkan 13.
.
Bjarney Guðjónsdóttir,
Helga Hilmarsdóttir, Örn Þráinsson,
Guðjón Hilmarsson, S. Ingibjörg Jósefsdóttir,
Bragi Hilmarsson, Björk Norðdahl,
Arnar Hilmarsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Arndís Hilmarsdóttir, Guðmundur Mar Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir afi, bróðir
og vinur,
GUÐMUNDUR EMIL HJALTASON,
lést á Landspítalanum 4. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Svanhildur Guðmundsdóttir Viðar Jónsson
Anna Stella Guðmundsdóttir Noa Randin Stranne
Hjalti Guðmundsson
Íris Hjaltadóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
barnabörn.
Yndisleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÚN GYÐA SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Lambhaga 26,
Selfossi,
lést miðvikudaginn 26. október.
.
Ólafur Th. Ólafsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
Roðasölum 1,
Kópavogi,
sem lést 19. október, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 13.
.
Einar Stefánsson,
Tryggvi Stefánsson, Margret G. Flóvenz,
Erna Stefánsdóttir, Hrafn Hilmarsson,
Guðbjörg Sigrún Stefánsdóttir, Oddur Árnason
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar tengdamóður ömmu og
langömmu.
ÞÓRUNNAR GÍSLADÓTTUR
Þangbakka 10.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Líknardeildar Landspítalans fyrir hlýhug og
einstaka umönnun.
.
Gyða Kristinsdóttir
Elísabet Jónsdóttir Magnús Sveinþórsson
Ögmundur Jónsson
Gísli Jónsson Júlíana Þorvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar