Morgunblaðið - 31.10.2016, Side 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016
Ingibjörg Gréta Gísladóttir, leikkona og viðskiptafræðingur, á 50ára afmæli í dag. Aðspurð segist hún þakklát fyrir að geta fagn-að hverju ári og notið þess. „Mér er efst í huga þakklæti í dag, að
vera hraust og geta fagnað enn einu árinu, sem er ekki sjálfsagt.
Ég rek eigið fyrirtæki, Rigga.is, og vinn við viðburði og markaðs-
samskipti að öllu jöfnu ásamt góðu hliðarverkefni sem heitir Saga Ka-
kala, en það eru silkislæður og fæ ég hönnuði í samstarf við gerð einn-
ar línu á hverju ári. Nýja línan sem ég er að kynna heitir Gyðjur og
hannaði Katrín Ólína Pétursdóttir hana. Það er mjög skemmtilegt
kombó að leika bisnesskonu alla daga. Svo er ég að framleiða Að-
ventutónleika Söngfjelagsins, en þar er stórt búnt af hæfileikaríku og
skemmtilegu fólki, gleði og gaman.
Ég er týpískur, orkumikill sporðdreki og mikill lestrarhestur, fer í
leikhús og bíó og svo eigum við tvo hunda sem veita mér ómælda
ánægju og útiveru.
Við stelpurnar, saumaklúbburinn minn úr Verzló, erum allar fimm-
tugar á árinu og fylgjum við þeirri gleðireglu að gera árið að okkar.
Þær koma í mat til mín í kvöld en ég fagnaði afmælinu með fjölskyld-
unni um helgina.“
Eiginmaður Ingibjargar Grétu er Atli Helgi Atlason flugrekstrar-
fræðingur og börnin hennar eru Mario Ingi 19 ára og Jóhanna Alba
16 ára.
Orkumikli sporðdrekinn Ingibjörg Gréta segist ætla að fagna
stórafmælinu með saumaklúbbnum sínum í kvöld.
Skemmtilegir við-
burðir og slæður
Ingibjörg Gréta Gísladóttir er fimmtug í dag
E
lísabet fæddist í
Reykjavík 31.10. 1941
og ólst upp á Seltjarn-
arnesi. Hún gekk í
Mýrarhúsaskóla og
síðar í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
við Öldugötu.
Elísabet stundaði seinna nám við
Öldungadeild MH og lauk þar stúd-
entsprófi 1981. Hún hefur enn-
fremur sótt ótal námskeið um marg-
vísleg efni, tók t.a.m. meistarapróf í
NLP og hefur sótt ýmis námskeið í
stjórnun.
Elísabet hefur búið á Seltjarnar-
nesi, í Reykjavík, Kópavogi og í
Kaupmannahöfn en hefur verið bú-
sett á Seltjarnarnesi sl. 45 ár.
Elísabet hefur sinnt skrif-
stofustörfum hér á landi og í Dan-
mörku. Hún var framkvæmdastjóri
Tóniku ehf. á árunum 1984-2010 en
Elísabet Jónsdóttir framkvæmdastjóri – 75 ára
Fjölskyldan Elísabet með börnum sínum, Bjarna og Kristínu, barnabörnunum þremur og Ingibjörgu tengdadóttur.
Frumkvöðull á ýmsum
sviðum mannlífsins
Afmælisboð Elísabet og Arna úti að borða er Arna varð 19 ára á árinu.
Bolungarvík Viktor Óli
fæddist 29. september 2015
kl. 20.54. Hann vó 3.410 g og
var 51 cm langur. Foreldrar
hans eru Sigurbjörg Hall-
grímsdóttir og Halldór
Guðjón Jóhannsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is