Morgunblaðið - 31.10.2016, Side 31

Morgunblaðið - 31.10.2016, Side 31
fyrirtækið flutti m.a. inn hjólastóla, persónulyftur og hjúkrunarrúm. Elísabet var formaður Kven- félagsins Seltjarnar 1974-76, forseti í Dale Carnegie-klúbbi 1975, formað- ur Öldungaráðs við Menntaskólans við Hamrahlíð 1977-80, endurskoð- andi Íþróttafélags fatlaðra 1974-85 og einn af stofnendum þess félags sem og Kynfræðifélgs Íslands og SIVÍ (smáfyrirtæki innan Versl- unarráðs Íslands). Hún var formað- ur Migrensamtakanna 1988, ritari SIVÍ 1988-90, var varamaður í stjórn Verslunarráðs Íslands 1991-93, var Málfreyja 1982-85 og átti sæti í nefndum á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, 1976-84. Elísabet hélt námskeið um fötlun og kynlíf 1983 og 1984. Hún sat í rit- nefnd Fréttabréfs FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, stofnaði París, félag þeirra sem eru einar/ einir, 2003, og var formaður þess í fjögur ár. Hún kom á fót kaffistund- um, tvisvar í viku fyrir „Karla á Nes- inu 67 ára og eldri“ í apríl 2010 og hélt kaffistundunum gangandi fram á haust 2011. Um áhugamálin segir Elísabet m.a.: „Ég hef alltaf haft áhuga á mannlegum samskiptum. Eigin- maður minn vann mikið að fé- lagsmálum fatlaðra og ég tók fullan þátt í starfi hans og þeirri viðleitni að rjúfa félagslega einangrun fatl- aðra, byggja Sjálfsbjargarhúsið og stofna Íþróttafélag fatlaðra. Ég kenndi lengi sund á vegum fatlaðra, m.a. Halliwick-aðferðina sem er sund án hjálpartækja. Öll þessi starfsemi og ýmis önnur störf að málefnum fatlaðra er líklega sú við- leitni sem ég er stoltust af þegar litið er um öxl.“ Fjölskylda Elísabet giftist 7.1. 1973, Theódóri A. Jónssyni, f. 28.6. 1939, d. 7.5. 1989, formanni Sjálfsbjargar. Foreldrar Theódórs: Jón Sæmundsson, versl- unarmaður frá Aratungu í Staðardal í Strandasýslu, seinna verslunar- maður í Hólmavík, og k.h., Helga El- ín Tómasdóttir frá Ytri-Grund í Blönduhlíð í Skagafirði, en þau bjuggu í Reykjavík síðustu árin. Börn Elísabetar og Sigurðar R. Bjarnasonar, fyrrv. apótekara, eru stúlkubarn, f. 5.9. 1958, d. 6.9. 1958; Bjarni Sigurðsson, f. 1.7. 1964, lyfja- fræðingur og dr. frá líf- og lækn- isfræðideild HÍ, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Ingibjörgu Gunn- laugsdóttur, uppeldisfræðingi og námsráðgjafa, og eru börn þeirra Arna, f. 1997, og Sigurður Þór, f. 2002; Kristín Sigurðardóttir, f. 25.6. 1968, fjölmiðlafræðingur og frétta- maður á RÚV, búsett í Mosfellsbæ, í sambúð með Vigni Eiðssyni, en son- ur hennar er Darri Bergmann Davíðsson, f. 1997. Systkini Elísabetar: Guðjón Jóns- son, f. 12.5. 1945, fyrrv. atvinnurek- andi, nú búsettur í Kópavogi; Hafdís Jónsdóttir, f. 21.8. 1952, deild- arstjóri, búsett á Seltjarnarnesi. Foreldrar Elísabetar: Jón V. Guð- jónsson, f. 15.11. 1922, d. 27.12.2012 framkvæmdastjóri hjá B&L, og Gyða Valdimarsdóttir, f. 31.10. 1922, d. 15.1. 1998, atvinnurekandi. Úr frændgarði Elísabetar Jónsdóttur Elísabet Jónsdóttir Jón Guðmundsson b. Stærri-Bæ og Hlíð í Grafningi Hildur Filippusdóttir húsfr. á Stærri-Bæ í Grímsnes og í Rvík Guðjón Jónsson trésmiður í Rvík Jónína Vilborg Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Jón V. Guðjónsson framkv.stj. hjá B&L á Seltjarnarnesi Ólafur Gunnlaugsson járnsm. í Rvík Vilborg Vigdís Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðjón Jónsson atvinnurek. í Kópavogi Þórarinn Jónsson skipstj. í Rvík Jón Vilberg Guðjónsson lögfr. og skrifstofustj. í Menningar- og menntamálaráðun. Jón G. Þórarinsson organisti og söngkennari í Rvík Þórarinn Sigþórsson tannlæknir,margfaldur Íslandsmeistari í brids og laxveiðimaður Sigþór Karl Þórarinsson hreppstj. í Einarsnesi á Mýrum Guðmundur Sigþórsson fyrrv. ráuneytisstj. Jóhanna Sigþórsdóttir fyrrv. fréttastj. á DV Þorvaldur Magnússon b. í Heiðarkoti Stokkseyrarhr. Ragnhildur Sveinsdóttir húsfr. í Heiðarkoti í Stokkseyrarhr. Valdimar Þorvaldsson verkam. og sótari í Rvík Elísabet Jónsdóttir húsfr. í Rvík Gyða Valdimarsdóttir húsfr. og atvinnurekandi Seltjarnarnesi Jón Sigurðsson ferjum. og keyrslum. á Svarfhóli í Flóa og í Rvík Gyðríður Steinsdóttir húsfr. í Svarfhól í Flóa og í Rvík Afmælisbarnið Elísabet Jónsdóttir. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016 Hersteinn Jens Pálsson fædd-ist í Reykjavík 31. október1916. Foreldrar hans voru Guðrún Sigríður Indriðadóttir leik- kona, f. í Reykjavík 3.6. 1882, d. 19.2. 1968, og Páll Jónatan Steingrímsson ritstjóri, f. í Flögu í Vatnsdal 25.3. 1879, d. 21.8. 1947. Eiginkona Hersteins var Margrét Ásgeirsdóttir, f. 27.1. 1920 í Reykja- vík, d. 26.1. 2015. Börn þeirra: Inga, verkfræðingur, f. 8.1. 1947, og Páll, líffræðingur og prófessor, f. 22.3. 1951, d. 13.10. 2011. Hersteinn ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og átti heima í Reykja- vík til ársins 1966 þegar hann fluttist með fjölskyldu sinni út á Seltjarnar- nes. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1935 og stundaði síðan nám við Háskóla Íslands í eitt ár áður hann gerðist blaðamaður við dagblaðið Vísi. Árið 1942 varð hann ritstjóri Vísis og gegndi því starfi til ársins 1963. Her- steinn var formaður Blaðamanna- félags Íslands 1946-1947. Hann var fréttaritari United Press Inter- national 1942-1963 og New York Times 1944-1963. Hann réðst til starfa við Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna árið 1963 en árið 1966 gerðist hann yfirmaður þýð- inga við Ríkissjónvarpið sem þá var að taka til starfa. Árið 1967 stofnaði Hersteinn Rit- verk, fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem bauð almannatengslaþjónustu, og starfaði við það fram undir áttrætt. Hann var afkastamikill þýðandi og eftir hann liggja meira en 300 bóka- þýðingar og þýðingar á textum þús- unda kvikmynda og sjónvarps- mynda. Hann skráði endur- minningar móðursystur sinnar Evfemíu Waage, Sigurðar Jóns- sonar flugmanns og Gunnars Frið- rikssonar, formanns Slysavarna- félags Íslands. Einnig ritstýrði hann nokkrum minningabókum, þar á meðal um séra Friðrik Friðriksson og Jón Pálmason á Akri. Hersteinn var einn þriggja stofn- enda Lionshreyfingarinnar á Íslandi árið 1951. Hann var sæmdur ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1988. Hersteinn lést 21.2. 2005. Merkir Íslendingar Hersteinn Pálsson 95 ára Björn Helgi Jónsson 90 ára Ólafía Ólafsdóttir 85 ára Guðlaug Marteinsdóttir Kristbjörg G. Kristjánsdóttir Marta Kristín Ingvarsdóttir 80 ára Guðbjartur Ágústsson Pétur Eggertsson 75 ára Bára Óskarsdóttir Elísabet Jónsdóttir Geirþrúður Sigurðardóttir Guðrún Pétursdóttir Ingibjörg Helgadóttir Jónína Þorgrímsdóttir Reynir Jósepsson 70 ára Aldís Jónsdóttir Björn Jóhannes Sveinbjörnsson Hafdís Einarsdóttir Hafsteinn Sæmundsson Hansína M. Kemp Halldórsdóttir Hrafnhildur Kristjánsdóttir Jón H. Sigurbjörnsson Karolína Þóra Ágústsdóttir Þórkatla Sigurbjörnsdóttir 60 ára Erlen Sveinbjörg Óladóttir Helga Árnadóttir Helgi Árnason Jóna Kristbjörg Hafsteinsdóttir María Erla Pálsdóttir 50 ára Aldís Einarsdóttir Guðlaug Helga Jónsdóttir Herborg Þóra Ármannsdóttir Hjördís Fjóla Ólafsdóttir Hörður Árnason Ingibjörg Gréta Gísladóttir Ingólfur Örn Birgisson Kristín Andrea Friðriksdóttir Margrét Anna Hjálmarsdóttir Súsanna Rafnsdóttir Tanapon Onrit Úlfar Snær Arnarson Valgeir Ægir Ingólfsson 40 ára Baldur Þór Jack Birgir Rafn Birgisson Eggert Baldvinsson Elín Dögg Guðjónsdóttir Hlynur Geir Hjartarson María Ósk Jónsdóttir Sandor Matus Sigurbjörg H. Gunnbjörnsdóttir Sigurbjörn Viktorsson Teitur Sigmarsson 30 ára Bjargmundur Halldórsson Daria Podenok Halla María Þórðardóttir Hallur Einarsson Heiðmar Guðmundsson Helga Harðardóttir Héðinn Eiríksson Jón Gunnar Ásbjörnsson Karen Sif Kristjánsdóttir Malla Rós Valgerðardóttir Snorri Arinbjarnar Til hamingju með daginn 40 ára Eggert er Kópa- vogsbúi og vinnur við kvikmyndagerð og á og rekur eftirvinnslu- fyrirtækið RGB ehf. Maki: Gunnhildur Erna Theodórsdóttir, f. 1977, kennari í Smáraskóla. Börn: Theodór Árni, f. 2000, Tinna Rún, f. 2009, og ónefndur, f. 2016. Foreldrar: Baldvin Egg- ertsson, f. 1941, og Gyða Ásbjarnardóttir, f. 1935. Þau eru bús. í Kópavogi. Eggert Baldvinsson 30 ára Hallur er frá Vest- mannaeyjum, býr þar og er vélstjóri á skipinu Kap Ve. Maki: Björg Hjaltested, f. 1989, viðskiptafræðingur. Börn: Daníel Ingi, f. 2012, Kristófer Daði, f. 2013, og Sunna Marín, f. 2015, Foreldrar: Einar Birgir Einarsson, f. 1960, húsa- smíðameistari og Guðrún Snæbjörnsdóttir, f. 1959, kennari. Þau eru bús. í Vestmannaeyjum. Hallur Einarsson 30 ára Heiðmar er Akur- eyringur en býr í Reykja- vík. Hann er héraðsdóms- lögmaður hjá CATO Lögmönnum. Maki: Adda Soffía Ingv- arsdóttir, f. 1986, flug- freyja hjá Icelandair. Foreldrar: Guðmundur Þ. Jónsson, f. 1960, skip- stjóri á Vilhelm EA 11 hjá Samherja, og Vigdís El- ísabet Hjaltadóttir, f. 1964, vinnur hjá Lostæti. Þau eru bús. á Akureyri. Heiðmar Guðmundsson ´ ´ TM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.