Morgunblaðið - 31.10.2016, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2016
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fyrir fimmtán árum var breska
geðlækninum David Baldwin boðið
til Reykjavíkur að flytja erindi á
ráðstefnu um þunglyndi. David seg-
ist alltaf reyna að kynna sér áhuga-
verða rithöfunda í þeim löndum sem
hann heimsækir, og einn ráðstefnu-
gesta mælti með að hann skoðaði
verk Halldórs Laxness. „Ég fann
eintak af enskri þýðingu á Sjálf-
stæðu fólki og byrjaði að lesa á leið-
inni heim. Er skemmst frá því að
segja að ég varð strax bæði dolfall-
inn og heillaður. Ég hef átt erindi til
Íslands í nokkur skipti síðan þá, og
alltaf reynt að finna nýja bók eftir
Laxness til að lesa.“
Næstkomandi fimmtudag, þann 3.
nóvember klukkan 20, mun David
flytja fyrirlestur í Hannesarholti um
„þrautseigju“ (e. resilience) eins og
hún birtist í sögupersónum Halldórs
Laxness. Óttar Guðmundsson geð-
læknir og Steinunn Inga Óttars-
dóttir bókmenntafræðingur bregð-
ast við og eins geta gestir spurt og
spjallað. Yfirskrift erindis Davids er
Self-standing folk: representation of
resilience in the novels of Halldór
Laxness. Fer dagskráin fram á
ensku undir stjórn Jórunnar Sigurð-
ardóttur og er fyrirlesturinn haldinn
á vegum Gljúfrasteins.
Birtingarmyndir þrautseigju
David er prófessor í geðlækn-
ingum við Southampton-háskóla en
fyrirlestur fimmtudagsins byggist á
meistararitgerð í læknisfræðilegum
hugvísindum (e. medical hum-
anities) sem hann skrifaði nýlega við
Birkbeck College. David gantast
með að kannski hafi það verið ein-
hvers konar tilvistarkreppa manns á
miðjum aldri sem varð til þess að
hann langaði að bæta við sig nýrri
háskólagráðu. „Þegar ég var að
þreifa fyrir mér um hvort skólinn
myndi taka við mér þá gerði ég það
hálfpartinn að skilyrði að ég fengi að
skrifa lokaritgerð um þrautseigju í
verkum Laxness. Þetta þótti und-
arlegt val, en var þó samþykkt á
endanum.“
Þrautseigja er hugtak sem á sér
margar hliðar í geðlækningum og
var David áhugasamur um að skoða
hvernig sögupersónur Nóbels-
skáldsins endurspegla þrautseigju
með ólíkum hætti. „Í einföldu máli
má segja að þrautseigja eigi sér
tvær hliðar: annars vegar birtist
hún í formi ákveðinnar hörku, seiglu
og jafnvel þrjósku, en hins vegar
getur þrautseigja falist í því að vera
sveigjanlegur; eiga auðvelt með að
laga sig að aðstæðum og komast
fljótt aftur á lappirnar eftir áfall.
Þrautseigja getur því bæði birst í
því að vera stífur og að vera þjáll.“
Þessir eiginleikar koma síðan
fram á ýmsa vegu í söguhetjum
Laxness og hafa ólík áhrif á örlög
þeirra. „Bjartur í Sumarhúsum sýn-
ir hvernig þrautseigja birtist í formi
þrjósku. Hann heldur svo fast í þann
draum að vera sjálfstæður að hann
aðlagast ekki þeim breytingum sem
eiga sér stað í kringum hann. Þetta
gerir Bjart berskjaldaðan og fer
ekki vel fyrir honum á endanum,“
segir David og nefnir Uglu Fals-
dóttur, aðalsöguhetju Atómstöðvar-
innar, sem dæmi um hið gagnstæða:
„Hún snýr baki við öllum þeim
væntingum sem nærumhverfið gerir
til hennar, en er um leið að laga sig
að aðstæðum. Bókin er kvenfrelsis-
saga konu sem vill vera sjálfstæð, en
er sveigjanleg í stað þess að vera
stíf.“
Í leit að tilgangi
Davíð segir áhugavert að greina
verk Laxness út frá þeirri kenningu
að þrautseigja sé órofið ferli sem
leyfir fólki að þroskast og þrauka
þrátt fyrir áföll og erfiðar kringum-
stæður. „Söguhetjurnar í bókum
Halldórs Laxness eru iðulega fórn-
arlömb sterkra félagslegra og efna-
hagslegra krafta og má finna vissa
samsvörun í þeim áföllum sem riðið
hafa yfir Ísland í nútímanum.
Hvernig söguhetjurnar aðlaga sig
að umhverfi sínu virðist eiga jafn-
mikið erindi við lesendur í dag og
það gerði þegar bækurnar komu
fyrst út,“ segir hann. „Í því ljósi er
lika gagnlegt að skoða sögupersón-
urnar út frá þeim kenningum að
þrautseigja byggist á gagnkvæmum
tengslum við annað fólk og að ein-
staklingurinn geti fundið tilgang í
tilverunni. Eitt af því sem drífur
Uglu Falsdóttur áfram er sú hug-
sjón hennar að opna barnaheimili
fyrir börn ógiftra mæðra. Garðar
Hólm í Brekkukotsannál er hins
vegar maður sem virðist hafa glatað
tilgangi lífs síns svo að hann deyr á
endanum.“
Ekki síður forvitnilegt fyrir geð-
lækni er að velta vöngum yfir því
hvaða áhrif bækur Laxness kunna
að hafa á þroska lesandans. Í bók-
unum sem við lesum finnum við
fyrirmyndir og getum lært af sigr-
um og mistökum sögupersónanna,
um leið að ætla má að bækur Lax-
ness endurspegli persónueinkenni
sem eru ekki svo óalgeng hjá eyjar-
skeggjum nyrst í Atlantshafi. „Ís-
lendingar viðast búa yfir mikilli
þrautseigju og nánast eins og þeir
þrífist á því sem gæti verið öðrum
um megn, eins og endalausu nætur-
myrkrinu að vetri og endalausri
birtu að sumri. Það hefur líka komið
mér á óvart hvað Íslendingar þurfa
að leggja hart að sér til að eiga fyrir
útgjöldum heimilisins og margir eru
í tveimur störfum til að ná endum
saman. Í Bretlandi væri erfitt að
ímynda sér að allur þorri fólks gæti
sýnt þessa seiglu, frekar en að leita
á náðir félagslegra stofnana.“
Þrautseigar söguhetjur
Breskur geð-
læknir rýnir í verk
Halldórs Laxness
Seigla Halldór Laxness skapaði eftirminnilegar sögupersónur sem sýna
þrautseigju á mjög ólíka vegu. Sumar eru þrjóskar en aðrar sveigjanlegar.
Sýning Rúríar,
Fragile Systems,
var opnuð 29.
október í menn-
ingarhúsinu
Norðurbryggju í
Kaupmannahöfn.
Sýningin er sam-
ansett sérstak
lega fyrir menn-
ingarhúsið, og tvö meginverk sýn-
ingarinnar, Balance – Unbalanced
og Future Cartography eru sýnd í
fyrsta sinn. Sýningin stendur til 5.
febrúar 2017. Á næstkomandi mán-
uðum leggur Norðurbryggja ríka
áherslu á íslenska menningu í
margvíslegri mynd.
List Rúrí sýnir verk
í Danmörku.
Rúrí sýnir á Norður-
bryggju í Köben
Breskir dómstólar staðfestu í síð-
ustu viku lögbann á deilisíður í
landinu en mikil barátta hefur
verið milli höfundarréttarsamtaka
og hópa sem telja ólöglegt niður-
hal réttmætt.
Fyrirtækið The Motion Picture
Assn., sem er hinn alþjóðlegi arm-
ur MPAA sem gætir hagsmuna
Hollywood-myndvera erlendis,
hefur unnið dómsmál í Bretlandi.
Þar í landi verður þrettán vefsíð-
um sem dreifa ólöglegu sjónvarps-
efni og bíómyndum lokað.
Rétturinn hefur skipað fimm
stærstu net-þjónustufyrirtækj-
unum að loka fyrir þessar síður á
næstu dögum.
Frísk, Félag Rétthafa í Sjón-
varps- og Kvikmyndaiðnaði, bend-
ir á þessa niðurstöðu í framhaldi
af fréttum um lögbannsmál rétt-
hafa á Íslandi gegn íslenskum
fjarskiptafyrirtækjum. Hér á landi
hefur sú leið verið farin að mæta
rétthöfum með hlutdeild í opinber-
um gjöldum af tilteknum tækjum.
Þá hefur verið lokað fyrir aðgang
að deilisíðum á Íslandi eins og
Pirate bay.
Morgunblaðið/Júlíus
Dómstólar Staðfest hefur verið lögbann á skráaskiptasíður.
Lögbann staðfest á
deilisíður í Bretlandi
Baðaðu þig í gæðunum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15