Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Qupperneq 10
10 Fréttir Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Bíður 140 þúsunda króna sekt Ökumaður, sem ók Reykjanes- brautina um helgina, mældist á 159 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hans bíður 140 þúsunda króna fjársekt, svipt- ing ökuleyfis í tvo mánuði og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Fleiri ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur en þeir fóru sér nokkru hægar en sá ofangreindi. Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af öku- manni sem ók bifreið sem hafði ekki verið færð til skoðunar á rétt- um tíma. Hún reyndist að auki ótryggð þannig að skráningar- númer voru fjarlægð af henni. Þá voru allmargir ökumenn staðnir að því að virða ekki stöðv- unarskyldu eða leggja ólöglega. Eldur í Mánatúni Allt tiltækt slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var kallað að Mánatúni í hádeginu á mánu- dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu logaði eldur í íbúð á annarri hæð hússins sem er fjölbýlishús. Ljóst er að nokkrar skemmdir urðu á íbúðinni sem um ræðir. Hótaði að sýna öllum myndirnar n Fyrrverandi kærasti sendi ættingjum 22 ára pilts hefndarklám É g velti því fyrir mér hvort það séu jafnvel fleiri í sömu stöðu og ég, en við strákarnir töl- um ekkert um svona hluti. Að minnsta kosti mjög sjaldan,“ segir Ragnar, 22 ára karlmaður, sem féllst á að segja blaðamanni DV frá reynslu sinni af því að fyrrverandi maki beitti hefndarklámi. Eftir að sambandi þeirra lauk hefur maðurinn, sem hér eftirleiðis verður kall- aður Vignir, sent vinum, samstarfsfélögum og ætt- ingjum Ragnars nektarmyndir af Ragnari, oftast á samfélagsmiðlin- um Snapchat. Fyrir þá sem ekki vita er Snapchat miðill þar sem mynd- ir og myndbönd eru send á milli en geymast aðeins í nokkrar sekúndur nema að viðtakandinn taki skjáskot. Sumar myndirnar voru tekn- ar með samþykki Ragnars en hon- um var ekki kunnugt um tilvist hluta þeirra. „Ég veit ekki hvort er verra, að vita af myndum sem á að nota gegn mér í umferð, myndir sem ég tók með mikilli ást og gaf honum, eða vita til þess að hann tók myndir af mér án þess að ég vissi það.“ Ragnar kemur ekki fram undir nafni, en tveir mánuðir eru liðnir frá því að maðurinn áreitti hann síð- ast. „Ég held að ég geti ekki tekið þá áhættu allra vegna. Ég get ekki hugs- að mér að standa í þessu aftur eða leggja það á fólkið mitt,“ segir hann og segist hafa verið mjög hikandi en einnig mjög hugsi eftir umfjöllun liðinna vikna um hefndarklám. DV hefur að undanförnu fjallað ítrek- að um hefndarklám og afleiðingar þess. Rætt hefur verið við aðila sem standa að fræðslu um skaðsemi þess sem og þolendur. „Ég hef lesið þetta allt, um all- ar þessar konur og þessa aumingja. Svo hugsaði ég hvar karlarnir væru. Hvers vegna þeir væru ekki að for- dæma þetta og hvers vegna þeir væru ekki að segja: „Ég lenti í þessu líka!“ Ég held að það séu bæði konur og karlar sem beita þessu, en ég held að það séu oftar strákar sem senda myndirnar eða hóta því.“ Geymdi myndirnar „Við kynntumst fyrir þremur árum og vorum saman í tvö ár. Hann er talsvert eldri en ég. Þegar við hætt- um saman þá var það eitthvað sem tengdist kannski mest hans vanda- málum. Hann átti svona frekar erfitt. Ég var tilbúinn til þess að vera áfram í sambandinu – ef hann tæki sig á. En það gekk ekkert og á endanum þá rak hann mig út úr íbúðinni sinni og sagðist aldrei vilja sjá mig aftur,“ segir Ragnar og segir margt hafa ver- ið óuppgert í þeirra samskiptum. Eigur hans voru flestar eftir í íbúð- inni og sjálfur hugsaði Ragnar lítið um myndir sem hann vissi að Vign- ir hafði undir höndum. Myndir sem þeir höfðu tekið saman. „Ég átti afrit af sumu sjálfur,“ segir hann. Nokkrum vikum eftir sambands- slitin hafði félagi hans svo samband og sagðist hafa miklar áhyggjur af fyrrverandi kærasta Ragnars. „Hann sagðist hafa fengið að sjá myndir af okkur, sem sagt mér og Vigni. Mynd- irnar voru þannig að hann sagðist halda að enginn ætti að fá að skoða þær nema þeir sem væru á myndun- um,“ segir Ragnar. Félagi hans ræddi málið við Vigni, sem sagðist geyma myndirnar „ef hann þyrfti á þeim að halda“. Ragnar segist hafa ákveðið að eyða sínum myndum eftir þetta samtal. Aðspurður hvers vegna hann ákvað það segist hann hafa viljað loka þessum kafla. „Hvað átti ég að gera við þær annars?“ spyr hann. „Láttu hann hringja í mig“ „Nokkrum dögum seinna fer Vignir að hafa samband aftur við mig. Hann var voða rólegur og sagðist bara vilja heyra í mér. Helst hitta mig. Ég vildi það eiginlega ekki, en ákvað svo að fara,“ segir Ragnar. „Þegar ég kom heim til hans fór allt í sama farið. Við byrjuðum að rífast og ég rauk út. Hann hótaði því að „allur heimurinn fengi að sjá myndirnar“,“ segir hann. Sama kvöld fékk systir Ragnars senda nektarmynd af Ragnari þar sem á stóð: „Láttu hann hringja í mig.“ Ragnar ákvað að hringja ekki heldur bíða átekta. Kvöldið eftir fóru myndirnar mun víðar, á marga vini Ragnars og fjölskyldumeðlimi auk stúlku sem var að vinna með Ragnari. „Ég hringdi í hann en hann skellti bara á. Ég hringdi í lög- regluna, en ég guggnaði svo. Mig langaði ekkert að senda lögreglu- menn heim til hans, ég vildi bara að hann hætti þessu. Ég jafnaði mig svo aðeins og róaðist. Það voru all- ir mjög sammála mér um að þetta væri ógeðslegt og það virtust all- ir skilja stöðuna sem ég var í,“ segir hann. Myndasendingarnar gengu í tvo til þrjá daga segir Ragnar. Blaðamaður fékk að sjá skjáskot af nokkrum þeirra, nektarmyndum sem Ragnar segist hafa tekið í góðri trú með Vigni. Dauðaþögn „Svo gerðist bara ekkert. Dauða- þögn í nokkrar vikur. Þá hefur hann aftur samband, en ég svara ekki. Ég bara vissi að ég yrði svo brjálaður ef ég þyrfti að tala við hann. Þetta var bara „game over“ fyrir mér. En þá bara trylltist hann,“ segir Ragnar. Myndasendingarnar byrjuðu aftur. Eftir síðustu sendingar hafði Ragnar beðið um að fólk tæki skjá- skot. „Ég vildi bara vita hvað hann væri að senda. Það fengu samt mun færri myndir núna því flestir höfðu lokað fyrir sendingar frá honum. Hann bjó svo reglulega til ný notendanöfn og stundum not- aði hann líka mitt nafn og sendi kannski mynd sem stóð á að ég væri kominn með nýtt Snapchat- notendanafn,“ segir hann. „En það er þá sem ég átta mig á því að sumar af þessum myndum hef ég aldrei séð. Þær voru tekn- ar án míns samþykkis,“ segir hann og segist hafa leitað til lögfræðings vegna þess og sé enn að reyna að átta sig á því hvernig best sé að taka til varna vegna þess. Ragnar segist ekki enn vita hvað það var sem olli þessum viðbrögðum Vignis. Honum finnst það ekki skipta máli, enda brotið alvarlegt. Það varðar við lög að senda nektarmyndir og í kafla um ærumeiðingar í hegn- ingarlögunum kemur fram að sá sem smánar fyrrverandi eða nú- verandi maka eða ættingja hans geti fengið tveggja ára fangelsis- dóm. „Ég hef fengið frið í smá tíma og ég held að hann láti kannski í sér heyra eftir þetta viðtal. En ég vona að hann fari að skilja að þetta hef- ur ekkert upp á sig lengur. Næst þegar þetta gerist förum við til lögreglunnar, ég og allir sem höf- um fengið þessar myndir,“ segir Ragnar. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Það voru allir mjög sammála mér um að þetta væri ógeðslegt og það virtust allir skilja stöðuna sem ég var í. Dauðaþögn í nokkrar vikur. Vignir hélt mynda- sendingunum áfram eftir nokkurra vikna þögn. Áttu 13,3 pró- sent eignanna Heildareignir þeirra eitt prósent landsmanna sem mest áttu árið 2013 námu 531,5 milljörðum króna árið 2013. Hlutfall heildar- eigna þeirra af heildareignum allra landsmanna var 13,3 pró- sent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Sam- fylkingarinnar. Í svarinu kemur einnig fram að heildareignir 0,1 prósents þeirra sem mest áttu árið 2013 hafi numið 181,6 milljörðum króna sem nam 4,6 prósent af heildareignum allra landsmanna. Svarið er sundurliðað eftir árum og sést þá þróunin í þessum efnum sem tekið hefur tiltölulega litlum breytingum. Hlutfallið var hæst árið 2007 þegar ríkasta eina prósentið átti 15,5 prósent allra eigna og árið 2008 þegar hlutfallið var 15,1 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.