Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Qupperneq 12
Vikublað 3.–5. febrúar 201512 Fréttir Viðskipti T veir lykilstarfsmenn Straums fjárfestingabanka hafa látið af störfum hjá bankanum. Sam­ kvæmt heimildum DV til­ kynntu þeir Haraldur Ingólfur Þórðarson, framkvæmdastjóri mark­ aðsviðskipta, og Steingrímur Arnar Finnsson, sem starfar einnig í mark­ aðsviðskiptum hjá bankanum, um uppsögn sína síðastliðinn föstudag. Haraldur vildi í samtali við DV ekk­ ert tjá sig um uppsögnina á þessu stigi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvert þeir muni fara í framhaldinu. Samtals eiga þeir 6% hlut í bank­ anum en félagið H3 ehf., sem er í eigu Haraldar, á 4,5% hlut á meðan Steingrímur á 1,5% hlut í gegnum félagið Kormákur Invest. Harald­ ur hefur verið framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Straumi frá því í árslok 2011. Hann var áður fram­ kvæmdastjóri Fjárstýringar hjá Ex­ ista á árunum 2006 til 2010. Ljóst þykir að brotthvarf þeirra er mikil blóðtaka fyrir Straum en mark­ aðsviðskipti bankans, þar sem þeir Haraldur og Steingrímur hafa gegnt lykilhlutverki, hafa verið langsam­ lega stærsti tekjupóstur félagsins á síðustu misserum. Staða Straums í þeim óformlegu sameiningarvið­ ræðum sem hafa staðið yfir við MP banka gæti að sama skapi veikst við brotthvarf þeirra frá bankanum. Samkomulag hefur einnig náðst um að Páll Ragnar Jóhannesson láti af störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums fjár­ festingabanka, samkvæmt heimild­ um DV. Hann verður bankanum þó innan handar næstu mánuði. Leó Hauksson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjaf­ ar Straums en hann hefur verið yfir­ maður viðskiptaþróunar hjá bank­ anum frá því um haustið 2013. Hann starfaði áður hjá Kaupþingi og Ís­ landsbanka á árunum 1999 til 2011, einkum í markaðsviðskiptum og fyrir tækjaráðgjöf, áður en hann tók til starfa hjá Straumi undir árslok 2011. Páll Ragnar var ráðinn fram­ kvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar eftir að Halla Sigrún Hjartardóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Fjár­ málaeftirlitsins, hætti störfum hjá bankanum í september 2013. Páll á 3,1% hlut í bankanum í gegnum fé­ lagið Sjónarhóll fjárfestingar. n hordur@dv.is Lykilstarfsmenn hætta hjá Straumi n Framkvæmdastjóri markaðsviðskipta sagði upp n Nýr yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Hættur Haraldur I. Þórðarson hefur verið framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Straumi í ríflega þrjú ár. E rlendir kröfuhafar Glitnis telja að megintilgangur Heiðars Más Guðjónssonar með því að kaupa kröfu á slitabú Glitn­ is síðla árs 2014 hafi verið að freista þess að binda endi á slitameð­ ferð búsins. Honum hafi verið mátt ljóst, þegar hann keypti kröfuna, að slitastjórn Glitnis – með stuðningi meirihluta kröfuhafa – hafi í langan tíma unnið að því að ná nauðasamn­ ingi í því skyni að hámarka endur­ heimtur almennra kröfuhafa. Rétt eins og greint hefur verið frá í DV hefur hópur stærstu kröfuhafa Glitnis farið fram á meðalgöngu í máli Ursus ehf., fjárfestingarfélags Heiðars Más, gegn Glitni en hann lagði fram gjaldþrotaskiptabeiðni á hend­ ur slitabúinu í desember á liðnu ári. Vilja kröfuhafarnir, sem samanstanda að langmestu af erlendum vogunar­ sjóðum, ganga inn í mál Heiðars og að því verði vísað frá dómi. Samtals fara 119 erlendir kröfu­ hafar, sem fara með tæplega 67% samþykktra krafna Glitnis, fram á meðalgöngu í málinu. Í greinar­ gerð sem var lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur 23. janúar sl. kemur fram að fjölgað hafi í hópi kröfuhafa – úr 87 í 119 – sem krefjast meðalgöngu frá því að málið var fyrst tekið fyrir í héraði þann 7. janúar. Heildarfjár­ hæð samþykktra krafna þeirra nem­ ur því um 1.540 milljörðum króna. Meðalganga er þegar þriðji mað­ ur gerist að eigin frumkvæði, á grundvelli laga um meðferð einka­ mála, aðili að dómsmáli annarra ef úrslit þess skipta hann máli. „Ítrekaðar breytingar“ Í gjaldþrotaskiptabeiðni félags Heiðars Más, sem eignaðist sam­ þykkta kröfu að fjárhæð ríflega 3,1 milljón króna í nóvember á síðasta ári, er bent á að umleitanir slitastjórnar Glitnis til að ná fram nauðasamningi hafi engum árangri skilað. Í greinar­ gerð kröfuhafa er þessu hafnað og bent á að drög að frumvarpi að nauða­ samningi hafi verið kynnt Seðlabanka Íslands í nóvember 2012 og einu ári síðar hafi uppfærð drög verið kynnt bankanum. Jafnframt hafi farið fram fundur með slitastjórn og ráðgjöf­ um stjórnvalda við vinnu að losun hafta 9. desember sl. þar sem tillögur að nauðasamningi hafi verið ræddar. Slíkum „áföngum í undirbúningi að nauðasamningi“ hafi verið náð þrátt fyrir „ítrekaðar breytingar á lagaum­ hverfi […] um fjármagnshöft.“ Tillögum Glitnis til að ljúka upp­ gjöri slitabúsins með nauðasamn­ ingi hefur ekki verið svarað af hálfu Seðlabankans. Lengi hefur legið fyrir sú afstaða stjórnvalda að þær tillögur séu fjarri því að vera í sam­ ræmi við þá nálgun að tryggja verði jafnræði við losun hafta. Halda þjóðinni í gíslingu Þeir kröfuhafar sem fara fram á meðalgöngu í málinu leggja áherslu á að slitastjórnin haldi áfram til­ raunum sínum til að fá nauðsyn­ legar undanþágur frá höftum. Telja þeir því að hafna beri gjaldþrota­ skiptabeiðni Heiðars þar sem hætta sé á því að eignir slitabúsins muni að öðrum kosti lækka í verði. Heiðar Már Guðjónsson hefur sagt í samtali við DV að það sé „ótrúlegt að þessir stóru erlendu kröfuhafar ætli að halda íslenskum kröfuhöfum bankanna – og þar með íslensku þjóðinni – í gíslingu. […] Sú staðreynd að fjármagnshöftin hefti útgreiðslur til erlendra aðila kemur slitabúunum sem slíkum ekki við. Það er mál sem snertir þau lög sem gilda um gjaldeyrismál, en ekki lög um gjaldþrot.“ n Telja tilganginn aðeins að enda slitameðferð Fleiri kröfuhafar Glitnis fara fram á meðalgöngu í máli Heiðars Más gegn Glitni Hörður Ægisson hordur@dv.is Ursus gegn Glitni Reimar Pétursson, lögmaður Heiðars Más, Ólafur Eiríksson, lögmaður Glitnis, og Sigurður Örn Hilmars- son, lögmaður erlendra kröfuhafa. Heiðar Már „Sú staðreynd að fjármagnshöftin hefti útgreiðslur til erlendra aðila kemur slitabúunum sem slíkum ekki við.“ Cornell-háskóli gegn Heiðari Má Á meðal þeirra kröfuhafa sem krefjast þess að ganga inn í mál Heiðars Más er fjárfestingarsjóður Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt nýjustu kröfuskrá Glitnis, sem DV hefur undir höndum, keypti Cornell-háskóli kröfur á Glitni á síðasta ári fyrir samtals um 1.900 milljónir króna að nafnvirði. Miðað við gangverð krafna Glitnis um þessar mundir má ætla að markaðsvirði krafn- anna sé um 570 milljónir króna. Aðrir kröfuhafar sem fara fram á meðalgöngu í málinu eru meðal annars Burlington Loan Management, Deutsche Bank AG í London, Third Point, Halcyon Loan Trading Fund og Silver Point. Burlington Loan Management er í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner en sjóðir á hans vegum hafa ver- ið umsvifamiklir á Íslandi í kjölfar banka- hrunsins. Þannig eru þeir langstærstu einstöku kröfuhafar Glitnis – með um 11% allra samþykktra krafna – og hafa einnig keypt talsvert af kröfum á slitabú gamla Landsbankans síðustu misseri. 5% með 258 milljarða í tekjur Fimm prósent þeirra lands­ manna sem mestar eignir eiga voru með 258 milljarða króna í tekjur á árinu 2013. Það er um 21,5% af tekjum allra lands­ manna en hæst var þetta hlutfall árið 2007 þegar það var 33,2%. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála­ og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um þróun eigna og tekna landsmanna á ár­ unum 1992–2013. Sé horft til ríkasta 0,1% lands­ manna, sem eru um 200 fjöl­ skyldur, þá voru tekjur þessa hóps um 28 milljarðar, en þar af voru fjármagnstekjur 14,4 millj­ arðar króna. Árið 2013 nam eigið fé þeirra 5% landsmanna sem mestar eignir eiga ríflega 1.050 milljörð­ um króna. Það er um 48% af öllu eigin fé Íslendinga en árið 1992 var hlutfallið 39,9%. Hæst fór það í 56,3% árið 2010. Þegar litið er til eigin fjár þess 1% sem mest á þá nam það 483 milljörðum króna árið 2013 sem er um 22% af heildinni. Hins vegar var eigið þess 0,1% sem mest á 167 milljarðar á sama tíma sem er 7,7% af heildinni. Heildareignir þeirra 5% lands­ manna sem mest eiga námu ríflega 1.255 milljörðum króna á árinu 2013. Það er 31,5% af heildareignum Íslendinga. Árið 1992 var þetta hlutfall 25% en hæst fór það í 33,1% árið 2007. Eignir ríkasta prósents lands­ manna námu að sama skapi 532 milljörðum árið 2013 sem var 13,3% af heildareignum. Hins vegar námu eignir þeirra 0,1% Ís­ lendinga sem mestar eignir eiga 182 milljörðum króna en það eru 4,6% allra eigna landsmanna. 25 milljarða viðskipti með hlutabréf Viðskipti með hlutabréf í Kaup­ höll Íslands námu tæplega 25 milljörðum króna í síðasta mánuði og drógust viðskiptin saman um 9% frá fyrri mánuði. Samtals námu hlutabréfaviðskipti 1.181 milljón króna að meðaltali á hverjum viðskiptadegi í janúar. Það eru jafnframt minni viðskipti en á sama tíma árið 2014 þegar viðskiptin námu 1.246 milljónum króna á dag. Þetta kemur fram í viðskipta­ yfirliti Kauphallarinnar sem birt­ ist í gær. Úrvalsvísitala Kauphallar Ís­ lands hækkaði um 5,4% í síðasta mánuði. Mest voru viðskipti með hlutabréf Icelandair, eða sem nemur 7,4 milljörðum. Þar á eft­ ir komu viðskipti með bréf í HB Granda en þau voru samtals um fjórir milljarðar króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.