Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Side 15
Vikublað 3.–5. febrúar 201516 Fréttir Erlent Öruggustu stórborgirnar n Tókýó er fjölmennust og öruggust n Stokkhólmur í 4. sæti n The Economist tók saman T ókýó, höfuðborg Japans, er ekki bara fjölmennasta borg heims heldur einnig sú öruggasta, samkvæmt niðurstöðum úttektar sem tímaritið The Economist birti fyrir skemmstu. Í úttektinni, sem ber yfir- skriftina The Safe Cities Index 2015, eru teknar saman upplýsingar um 50 stórborgir um víða veröld og ýmis atriði lögð til grundvallar sem varða öryggi íbúa. Í úttektinni var mest hægt að fá 100 stig og hlýtur Tókýó 85,63 stig. Singapúr er í 2. sæti með 84,61 stig og japanska borgin Osaka í því þriðja með 82,36 stig. Norðurlöndin eiga einn fulltrúa á topp 5 því Stokkhólm- ur er í 4. sæti með 80,02 stig, litlu meira en Amsterdam í Hollandi sem er í því fimmta með 79,19 stig. Þar á eftir koma Sydney, Zurich, Toronto, Melbourne og New York. Hér að neðan gefur að líta nánara yfirlit yfir fimm efstu borgirnar á lista The Economist. n 5 Amsterdam Hollenska höfuðborgin er á meðal þeirra öruggustu í heimi, og sú næst öruggasta í Evrópu. Borgin, sem er mikið fámennari en hinar borgirnar í toppsætunum, er frekar neðarlega á lista yfir netöryggi, eða í 17. sæti. Borgin er í 13. sæti þegar heilsuþættir eru skoðaðir en um 58% íbúa nota reiðhjól daglega. Innviðir borgarinnar eru á meðal þess sem best gerist og fæðuöryggi er mikið. Amsterdam er ódýrari borg að búa í miðað við hinar borgirnar á toppi listans. Þetta eru flokkarnir: n Flokkur 1: Stafrænt öryggi Stafrænt öryggi (e. digital security) skiptir sífellt meira máli eftir því sem tækninni fleygir fram. Í þessum flokki er meðal annars tekið tillit til hættunar á því að verða fórnarlamb auðkennis- þjófa á netinu. Þá er tekið tillit til tíðni tölvuglæpa í viðkomandi borgum og hversu meðvitaðir íbúar eru um hættuna af tölvu- glæpum. Tókýó var í efsta sæti í þessum flokki. n Flokkur 2: Heilsuöryggi Hér er tekið tillit til þátta sem varða heilsu og aðgengi að sjúkrahúsum. Má þar nefna hversu margir borgarbúar eru um hvert sjúkrarúm og lífslíkur íbúa. Þá er tekið tillit til getu borganna til að ráða við skyndilegar heilsufarslegar ógnir eins og smitsjúkdóma. Svissneska borgin Zurich var í efsta sæti í þessum flokki. n Flokkur 3: Grunnstoðir og skipulag Hér er átt við ýmsa þætti sem lúta að skipulagi og grunnstoð- um viðkomandi borga. Dæmi um það eru vegakerfi borganna, gæði þeirra og öryggi. Þá er tekið tillit til þátta eins og hættu af völdum náttúruhamfara. Til þessa flokks teljast einnig gæði flutningskerfa fyrir raforku og drykkjarvatn svo dæmi séu tekin. Zurich í Sviss var í efsta sæti í þessum flokki. n Flokkur 4: Öryggi einstaklingsins Hér er átt við þætti sem lúta einna helst af glæpum og glæpa- tíðni. Singapúr var í efsta sæti í þessum flokki. Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is 1 Tókýó Tókýó er sem fyrr segir fjölmennasta borg heims samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Það kemur því nokkuð á óvart að borgin sé talin sú öruggasta. Tókýó skoraði hæst allra borga í flokknum stafrænt öryggi en þar hefur meðal annars verið lögð rík áhersla á að uppræta tölvuglæpi. Borgin hefði fengið enn fleiri stig ef ekki væri fyrir lakan árangur í flokknum heilsuöryggi þar sem Tókýó er í 8. sæti. Þá er borgin í 5. sæti í flokknum grunnstoðir og skipulag og 3. sæti í flokknum persónulegt öryggi. 2 Singapúr Borgin skorar hæst á meðal borga sem falla í flokk þeirra tekjuhæstu. Í borginni eru hefðbundnir glæpir á borð við þjófnaði í sögulegu lágmarki enda er borgin í efsta sæti þegar kemur að öryggi einstaklingsins. Aftur á móti fer tölvuglæpum fjölgandi. Forseti Singapúr, Tony Tan Keng Yam, hefur sett í gang áætlun til að uppræta tölvuglæpi og auka netöryggi íbúa, sem er þó það næst besta í þeim 50 borgum sem um ræðir. Singapúr fellur um 12 sæti á milli ára þegar kemur að heilsuöryggi og munar þar mestu um fjölda lækna og sjúkrarúma á hverja þúsund íbúa. 3 Osaka Osaka er þriðja fjölmennasta borg Japans en á Osaka-svæðinu búa rúmlega 18 milljónir manna. Ólíkt Tókýó þá skorar Osaka tiltölulega lágt í flokknum stafrænt öryggi. Ein helsta ástæðan er sú að í Tókýó hefur mun ríkari áhersla verið lögð á að sporna gegn tölvuglæpum. Osaka skákar Tókýó þó í flokknum heilsuöryggi þar sem borgin er í 6. sæti og einnig í flokknum persónulegt öryggi þar sem Osaka er í 2. sæti á eftir Singapúr. Borgin er svo í 12. sæti í flokknum grunnstoðir og skipulag. 4 Stokkhólmur Stokkhólmur er eina borgin á Norðurlöndunum sem tekin var með í úttekt The Economist. Ástæðan er sú að borgin er sú fjölmennasta á Norðurlöndunum en á Stokkhólmssvæðinu búa rúmlega tvær milljónir manna. Borgin stendur ágætlega að vígi varðandi stafrænt öryggi og er í 7. sæti. Þá er borgin í 10. sæti hvað varðar heilsuöryggi og í því fjórða hvað varðar persónulegt öryggi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.