Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Síða 17
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Ég mun berjast áfram við þessa menn Algjörlega skólan- um að kenna Ég er orðin vön sársaukanum Umburðarlyndi og skoðanafrelsi Anna Ingólfsdóttir gagnrýnir Hjallastefnuna harðlega. – DV U mræðuhefðin á Íslandi er á köflum illskiljanleg. Óþol gagnvart skoðunum annarra er áberandi og sum mál virðist hreint ekki hægt að ræða. Dæmi um slíkt er rammaáætlun, ESB og fleiri stórmál samtímans sem skipta miklu máli fyrir fram- tíðarhagsmuni þjóðarinnar. Fjölmargir, þar á meðal þing- menn, leyfa sér að reiðast fyrir hönd almennings þegar þessi hita- mál ber á góma. Í þessu samhengi er reiðin ekki bara hvimleið heldur einnig til þess fallin að drepa niður heilbrigð skoðanaskipti og rökræð- ur sem Alþingi ber að standa fyrir. Reiðir þingmenn komast oft að í fréttatímum en gjarnan á kostnað þess að almenningur missir áhuga á málinu. Umræðan verður stagl- kennd og festist í skotgröfum, þar sem innihaldið verður oftar en ekki fórnarlamb dægurþrassins. Bergur Ebbi Benediktsson, sá magnaði grínisti, skrifaði háð- pistil í Fréttablaðið 2. mars 2013 um umburðarlyndi. Hann lýsti því yfir að hann væri umburðarlynd- ur og þakkaði sínum sæla fyrir að til væri fólk eins og hann. Hann reyndar tók fram að hann þyldi alls ekki Framsóknarflokkinn, Eurovision, Crocs-skó, Bíladaga á Akureyri ásamt fjölda atburða og menningarstrauma. En hann væri umburðarlyndur. Listinn yfir hluti sem hann þoldi ekki var langur. Pistillinn hans endaði svo á þess- um orðum. „En sem betur fer er til umburðarlynt fólk eins og ég. Sem betur fer er ég umburðarlyndur.“ Virðum við skoðanir annarra – eða hvað? Við keppumst við að lýsa því yfir að við virðum skoðanir annarra. En auðvitað eru sumar skoðanir þannig að við eigum erfitt með að virða þær. Við reiðumst jafn- vel þegar skoðanir, sem okkur finnst öfgakenndar, eru settar fram. Rammaáætlun er á dagskrá og þar kemur þessi staða glögg- lega fram. Stilltasta fólk rífur sig og þenur og málefnaleg umræða fell- ur milli skips og bryggju. Ásakan- ir, brigsl og upphrópanir taka yfir- höndina og stórum spurningum er ekki svarað. Við sjáum þetta líka í athugasemdakerfum fjölmiðla, þar sem tilfinningar bera fólk oft of- urliði. Mjög stutt er í upphrópanir og jafnvel skítkast og níð. Hiklaust er farið í manninn þó að boltinn sé hvergi nærri. Til að bæta þessa hvimleiðu umræðuhefð þarf hver og einn að líta í eigin barm. Við þurfum að virða skoðanir hver annars og svara þeim ef við teljum ástæðu til en ekki ráðast á þann sem setur þær fram. Verum um- burðarlynd í verki og þá mun um- ræðan batna. Um leið sköpum við betra þjóðfélag fyrir komandi kyn- slóðir. n Skýrsla Brynjars Þess er nú beðið með nokkurri eftirvæntingu að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skili skýrslu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, um svo- nefnt Víglundarmál. Í stjórnkerfinu telja menn lík- legast að Brynjar leggi til frekari rannsókn á tildrögum þess að nýju bankarnir voru stofnaðir upp úr þrotabúum þeirra gömlu og er jafnvel talið að tillaga þess efnis líti dagsins ljós í þessari viku. Fimmtán ára blogg Sjónvarpsmaðurinn og Eyju- skríbentinn Egill Helgason fagnaði því um liðna helgi að fimmtán ár eru liðin frá því hann hóf að rita blogg sitt á netinu. Æ síðan hafa skrif hans verið með þeim mest lesnu á íslenska hluta veraldarvefs- ins, en hann hóf leikinn á strik.is en hefur verið með fastan dálk á Eyjunni síðan árið 2007. „Að sumu leyti er þetta eins og dagbók. Maður skrifar á hverjum degi – leggur mismikla vinnu í pistlana. Stundum eru þeir bara ein hugdetta, stundum er þetta ítarlegra,“ skrifaði Egill um helgina og bætti því við, að líklega sé skoð- anafesta hans ekki mikil, ef menn horfa yfir öll þessi fimmtán ár. „Það er ekkert að því að skipta um skoðun eða breyta skoðun- um sínum – oft er það bara merki um heilbrigða forvitni,“ bætti hann við. Frá Bændablaðinu til Eyjunnar Vefmiðlunum Pressunni og Eyj- unni hefur bæst góður liðsauki, því þangað hefur verið ráðinn blaðamaðurinn Freyr Rögnvalds- son. Hann starfaði áður á Bænda- blaðinu, svo dæmi sé tekið. Fjölmiðlabakterían er Frey ræki- lega í blóð borin, því Snærós Sindradóttir, kona hans, er blaða- maður á Fréttablaðinu og faðir hennar og Helga Vala Helgadóttir, móðir hennar, hafa verið mikið fjölmiðlafólk í gegnum tíðina. Guðrún í rektorskjör Í háskólasamfélaginu telja menn nær öruggt að Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, muni bjóða sig fram sem næsti rektor Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson, pró- fessor við verk- fræði- og nátt- úru vís inda svið Há skóla Íslands, hef ur þegar tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til embætti rektors. Fleiri kunna að blanda sér í baráttuna en rektor Háskóla Íslands verður kjörinn um miðj- an apríl. Reiðir á Alþingi Þingmenn eiga hreinlega erfitt með að ræða sum af stóru málunum án þess að skipta skapi. Sum mál eru svo aftur þannig að reiðin tekur öll völd. MyNd SIGtRyGGuR ARI „En auðvitað eru sumar skoðanir þannig að við eigum erfitt með að virða þær. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, vill byggja íbúðablokk fyrir starfsfólkið sitt. – DV Juliane Ferguson hefur verið áreitt af fyrrverandi eiginmanni sínum og nýlega var nálgunarbann fellt úr gildi. – DV Lífið á gráa svæðinu S umum finnst orðið ansi klént að skrifa greinar um um- ræðuna. Ég ætla samt að gera það og þið megið þá kalla mig Kötu klénu hér eftir. Ástæðan er sú að ég er orðin pínu leið á því að þurfa sífellt að eiga skýr „já ég styð þetta“- eða „nei ég styð þetta ekki“- svör við álitamálum nánast um leið og þau koma upp. Ég er líka komin með pínulítið leið á því að sjónarmið þeirra sem eru mest með einhverju eða mest á móti einhverju stýri um- ræðunni. Stundum eru ekki til já- og nei-svör. Oftast er lífið flóknara. Og flest erum við einhvers staðar á milli þeirra sem eru mest með eða mest á móti. En þau sjónarmið, þeirra sem eru þarna á milli, eru ekki þau sem eru ráðandi í umræðunni. Ég ætla að taka tvö dæmi. Vernd eða virkjanir Ertu fylgjandi virkjunum í neðri Þjórsá? Ég get ekki svarað þessari spurningu með já eða nei. Fyrir mörg okkar er málið flóknara. Þess vegna styð ég að við felum fagfólki sem á breiðum grunni gerir samanburð á ólíkum kostum og metur verndar- gildi þessara kosta út frá ákveðnum fyrirfram gefnum breytum og gerir tillögur að röðun verndar- og virkj- anakosta til okkar stjórnmálamanna svo við getum tekið afstöðu sem okk- ur líður vel með og er vel undirbyggð faglegum rökum …! Löng setning og frekar „döll“ sjónarmið en mitt sjón- armið engu að síður. Reykjavíkurflugvöllur Viltu flugvöllinn áfram í Vatnsmýr- inni? Ég get ekki svarað þessari spurningu með já eða nei. Ég get hins vegar svarað með já en. Já, ég er fylgj- andi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni á meðan engin önn- ur betri staðsetning hefur fundist. En ég er líka til í að skoða leiðir sem verða til þess að Reykjavíkurborg geti nýtt svæðið betur samhliða áfram- haldandi flugrekstri þarna. Þessi um- ræða er pikkföst í spólförum jaðar- sjónarmiða. Mér finnst það ekki uppgjöf að finna málamiðlun sem fer bil beggja. Mér finnst það held- ur engin uppgjöf að vera opin fyr- ir flutningi ef staðsetning sem skilar sambærilegum árangri finnst. Þetta er kannski ekki spennandi sjónvarps- efni, þ.e. fólkið sem vill málamiðlun- ina, en ég held að flestir myndu detta á þann takka í allsherjaratkvæða- greiðslu um málið. Að lokum Við erum oft fljót að stimpla fólk sem eitthvað sem það er ekki af því að við grípum eitthvað á lofti sem það segir, jafnvel hluta úr setningu og eignum þeim afgerandi afstöðu út frá því. Ég hef lent í því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að vera sett í eitt- hvert „lið“ með eða á móti af því að enginn heyrði „en-ið“ mitt. Margir halda því t.d. fram að ég sé æðisleg- ur stuðningsmaður erlendra kröf- uhafa af því að ég tel ekki að hægt sé að hirða af þeim eignir út af stjórnar- skránni. Ekki misskilja – ég væri alveg til í það ef peningarnir gætu farið til þeirra sem minnst hafa en ég sé bara ýmsa annmarka á því t.d. eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar. Þarna er t.d. verulega óþægilegt að vera á gráa svæðinu í keppninni um hver sé mesti föðurlandsvinurinn. Og ég er ekki saklaus … Ég er ekki saklaus í þessu öllu saman og viðurkenni alveg að stundum er ég stödd á jaðrinum í umræðunni og vil að allir hafi jafn afgerandi afstöðu og ég í ákveðnum málum. Og stund- um stimpla ég fólk ósjálfrátt með eða móti einhverju án þess að hlusta á það sem viðkomandi er raunveru- lega að segja. Heyri upphaf á viðtali og hætti að hlusta af því ég er búin að ákveða hvað viðmælandinn hljóti að vera að fara að segja út frá litlum upphafsorðum. Tel mig ekki þurfa að vita meira, viðkomandi sé jú „þarna“ megin og ef hann er þar þá veit ég allt um það sem honum finnst. Á meðan er maður að tapa í stað þess að græða aukinn skilning og jafnvel nýja sýn. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessar línur er sú að mig langar svo mikið til að breyta þessu. Að við tökum okkur saman og gefum öllum sjónarmiðun- um á gráu svæðunum meira vægi og hlustum af alvöru hvert á annað. n Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Kjallari „Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessar línur er sú að mig langar svo mikið til að breyta þessu. MyNd SIGtRyGGuR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.