Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 21
Vikublað 3.–5. febrúar 201522 Fréttir J uliane Ferguson ákvað að stíga fram undir nafni og mynd í vikunni eftir að Hæsti­ réttur felldi úr gildi nálgunar­ bann sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafði sett á fyrrverandi sambýlismann hennar. Bannið var fellt úr gildi þrátt fyrir að maðurinn hafi sent samstarfs­ fólki Juliane kynlífsmyndband af henni nokkrum vikum áður. DV sagði sögu Juliane um miðj­ an desember en hún hafði þá flúið heimili sitt vegna ofbeld­ is mannsins. Síðan þá hefur hún dvalið í Kvennaathvarfinu á meðan maðurinn býr frítt í íbúðinni henn­ ar. Þau deila forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra, sem býr hjá Juliane og manninum á víxl. Gríðarlegt áreiti Juliane er frá Bandaríkjunum en flutti hingað til lands árið 2008 með íslenskum eiginmanni sínum. Þau skildu skömmu síðar en eiga saman tvö börn sem nú eru átta og tíu ára. Julie er vel mennt­ uð og í góðu starfi hjá bandarísku fyrirtæki hér á landi. Hún kynnt­ ist manninum sem um ræðir árið 2011 og árið 2013 eignuðust þau saman dóttur. Þegar DV ræddi við Juliane, eða Julie eins og hún er jafnan kölluð, í desember treysti hún sér ekki til þess að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir manns­ ins. Áhyggjur hennar reyndust réttmætar. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sent kynlífsmyndböndin af tilefnis­ lausu, sendingarnar hafi komið í kjölfar og sem viðbrögð við um­ fjöllun Julie um málefni fjöl­ skyldunnar í fjölmiðlum. Af þeirri ástæðu hafi þær ekki falið í sér refsiverð brot. Julie segir manninn hafa brugð­ ist reiður við viðtalinu og sent henni hótandi skilaboð í gríð og erg. „Eitt kvöldið fékk ég 63 SMS­ skilaboð frá honum á einum og hálfum tíma. Ég svaraði kannski tíu skilaboðum þar sem ég bað hann um að láta mig vera. Ég veit að ég hefði ekki átt að svara honum, en það er gríðarlegt áreiti að fá þessi skilaboð. Þau eru alltaf af sama meiði. Ég sé vond manneskja, vond móðir og muni fara til helvít­ is. Hann hefur sent mér myndir af börnunum mínum með skilaboð­ um um að ég muni aldrei sjá þau aftur. Eftir að viðtalið kom út sendi hann fyrrverandi eiginmanni mín­ um líka skilaboð og bað hann að hjálpa sér við að fá öll börnin tek­ in af mér. Hann hefur einnig sent vinkonu minni og jafnvel Kvenna­ athvarfinu skilaboð um mig. Hver áreitir Kvennaathvarfið?“ Austurríska leiðin ekki í boði Viðbrögðin sem Julie fékk við við­ talinu voru hins vegar ekki al­ slæm. Hún segir lögregluna hafa tekið mál hennar af meiri festu og er sannfærð um að lögreglu­ þjónarnir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að að­ stoða hana. Það sé réttarkerfið sem sé gallað. „Daginn eftir að viðtalið kom út fékk ég símtal frá lögreglunni. Mér var sagt að hún ætlaði að reyna að fá nálgunar­ bann á manninn og fá hann fjar­ lægðan af heimilinu á grundvelli austurrísku leiðarinnar. Austur­ rísku leiðinni hefur hins vegar aldrei áður verið beitt eftir að þolandinn fer af heimilinu, held­ ur er þessu úrræði beitt strax í kjölfar ofbeldisins. Mér var sagt af lögfræðingnum sem mér var útvegað af lögreglu að þessu úr­ ræði hefði átt að vera beitt 30. júlí þegar lögreglan var kölluð á heimilið vegna árásarinnar. Það hefði sannarlega breytt lífi mínu hefði það verið gert.” Í viðtali við DV hinn 16. desem ber síðastliðinn segir Julie ítarlega frá umræddu at­ viki. Fjölskyldan var þá nýkom­ in heim frá Spáni og vildi Julie byrja á því að ganga frá far­ angrinum og ryksuga gólfin, því þau eiga ketti. „Hann vildi hins vegar að ég færi að svæfa börnin. Þegar ég sagðist ætla að byrja á því að ryksuga byrjaði hann að ýta mér af fullum krafti upp að veggnum aftur og aftur. Börnin byrjuðu að öskra og hann hélt áfram að öskra á mig. Sagði að þetta væru börnin mín og ég þyrfti að svæfa þau. Ég hljóp inn í eldhús, tók bjór­ inn sem hann hafði keypt í Frí­ höfninni og sagðist ætla að fleygja honum niður af svölunum. Þá varð hann reiður, hljóp á eftir mér og hrinti mér fast á svalahurðina. Hurðin stóð opin og ég lenti með vörina á henni. Þegar ég hugsa um þetta núna heyri ég öskrin í börn­ unum mínum. Mér hefði aldrei dottið í hug að það kæmi jafn mik­ ið blóð við það að skera vörina á sér með þessum hætti. Ég datt í gólfið og það myndaðist strax poll­ ur af blóði á gólfinu. Þegar ég stóð upp hélt áfram að fossast blóð á bolinn minn,“ sagði Julie í um­ ræddu viðtali. Hún segist næst hafa náð í börnin sín, hlaupið með þau inn á bað­ herbergi og læst hurðinni. „Ég grét svo mikið og skalf að ég gat ekki gert mig skiljanlega þegar ég hringdi í neyðarlínuna. Þannig að tíu ára dóttir mín tók af mér símann, út­ skýrði hvað hafði gerst og gaf upp heimilisfangið okkar.“ Þegar lögreglan kom á svæðið var maðurinn far­ inn. Julie gaf skýr­ slu um hvað hefði gerst og að henn­ ar sögn bað hún á þessum tímapunkti um að maðurinn yrði fjarlægður af heimilinu. „Mér var sagt, sem fyrr, að þeir gætu haldið honum í sólarhring en þar sem hann væri með lög­ heimili þarna gæti hann komið aftur að þeim tíma liðnum,“ sagði Julie í viðtali við DV í desember. Austurríska leiðin svokallaða, sem gefur lögreglustjóra heimild til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum sínum til þess að styrkja réttarstöðu þolenda ofbeldis, var samþykkt sem lög hér á landi árið 2011. Samt sem áður var Julie ekki boðið þetta úrræði. Hún varð því að búa með manninum í nokkra mánuði í viðbót áður en hún gafst upp og flúði sjálf eigið heimili. orðin vön n Maðurinn sendi kynlífsmyndbönd af Juliane n Vildi hefna fyrir umfjöllun n Var eyðilögð þegar Hæstiréttur felldi nálgunarbannið úr gildi Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is 16. desember 2014 „Ég var gjörsam- lega eyðilögð sársaukanum Endurbirting vegna mistaka í prentvinnslu Viðtalið við Juliane Ferguson, sem birtist í helgarblaði DV, var því miður vart læsilegt, vegna mis­ taka í prentvinnslu. Viðtalið við hana er því endurbirt. DV biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.