Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Síða 23
Vikublað 3.–5. febrúar 201524 Neytendur
EyðimErkurganga rafrEttunnar
n Sögð skaðlítil leið til að hætta að reykja n Reykingafólk sparar hundruð þúsunda n Smyglari ósáttur við glæpamannastimpil n Svona nálgast þú búnað og efni löglega
Þ
að er alveg hræðilegt að fá
glæpamannastimpil á sig
fyrir að vilja selja vöru sem
gæti dregið úr hefðbundn
um sígarettureykingum og
jafnvel hjálpað fólki að hætta alfar
ið,“ segir karlmaður sem um nokkurt
skeið hefur flutt inn og selt rafsígar
ettur og nikótínvökva ólöglega en
rafrettur njóta mikilla vinsælda um
þessar mundir. Sala og innflutn
ingur á nikótínvökva fyrir rafrettur
til endursölu er óheimill án mark
aðsleyfis samkvæmt lyfjalögum. Það
eru þó leiðir fyrir einstaklinga til að
nálgast bæði rafrettur og nikótín
vökvann með löglegum leiðum hér
á landi. DV kynnti sér rafrettuæðið.
Mjög vinsælt
Sölumaðurinn sem DV ræddi við
óskaði nafnleyndar þar sem hann er
meðvitaður um að það sem hann er
að gera er samkvæmt laganna bók
staf ólöglegt. Og þótt hann sé að
taka áhættu með að selja og smygla
rafrettum og aukahlutum til lands
ins hyggst hann halda því áfram.
„Þetta er mjög vinsælt og það er
þvílík sprenging núna. Allir mín
ir kúnnar sem eru að reykja þetta
finnst þetta miklu léttara í lungun
og aðalmarkhópurinn hjá mér er
fertugir til sextugir einstaklingar
sem hafa reynt allt til að hætta að
reykja og þetta kemur bara alveg í
staðinn,“ segir maðurinn, sem vill
aðspurður ekki upplýsa hvernig
hann komi vörunni til landsins.
Ljóst er að þeir eru fjölmargir sem
selja rafrettur og allt sem þeim til
heyrir hér á land. Sumir eru fyrir opn
um tjöldum og reyna að fara löglegar
leiðir, meðan aðrir stunda sín við
skipti í skugganum.
Of sniðugt til að leyfa
„Ef þetta verður leyft þá fer þetta beint
inn í apótekin og við græðum ekki
krónu á því. Það er ekki í öllum lönd
um sem þetta er flokkað sem lyf en Ís
lendingar vilja flokka þetta sem lyf,“
segir rafrettumaðurinn.
Af viðtölum DV við aðila í þessum
geira að dæma þá gerir Lyfjastofn
un afar strangar kröfur fyrir umsókn
um markaðsleyfi svo mönnum fallast
hreinlega hendur.
„Þegar og ef þetta verður leyft þá
verður þetta tollað í botn og verður
dýrt. Það er ljóst. Þetta er of sniðugt
til þess að leyfa fólki bara að reykja
þetta.“
Gera kröfu um markaðsleyfi
Helga Þórisdóttir, staðgengill for
stjóra hjá Lyfjastofnun, staðfestir að
enginn hafi fengið markaðsleyfi fyr
ir rafrettum með nikótíni hér á landi.
Það er nikótínvökvanum sjálfum.
Hún bendir á að mikil umræða hafi
verið um það í Evrópu hvernig bæri
að flokka hann, sem lyf eða sígarettur,
því vissulega sé mismunandi hvernig
hann er flokkaður milli landa. Niður
staðan varð sú að ef vörunni fylgi ein
hverjar ábendingar um lækningu,
eins og í þessu tilfelli að hún geti los
að menn undan sígarettureykingum,
þá verði að flokka þær sem lyf sem
krefjast markaðsleyfis. Annars ekki.
Sem dæmi um þetta eru nikótínlyf á
borð við tyggjó og plástra flokkuð sem
markaðsleyfisskyld lyf.
„Þau erindi sem við höfum feng
ið varðandi rafsígarettur hafa verið
þannig að við höfum gert kröfu um að
það verði sótt um markaðsleyfi.“
Ekki alltaf að marka innihaldið
Helga bendir á að rannsóknir á inni
haldsefnum vökvans gefi ástæðu til
að ætla að hann innihaldi ekki alltaf
það sem haldið er fram. „Þessar rann
sóknir á innihaldinu, sem á að vera
skaðlaust, hafa alls ekki allar verið að
sýna fram á það. Þegar þú ert kominn
í þennan markað sem virðist vaxandi,
þá er sú staðreynd þar fyrir hendi að
til dæmis nikótíninnihaldið getur ver
ið allt annað. Allt frá því að vera hrein
lega ekki til staðar yfir í að vera miklu
meira. Ef það er orðið miklu meira þá
getur það verið orðið skaðlegt magn.“
Aðspurð um þau viðskipti sem
staðreynd er að eigi sér stað með
rafrettur og nikótínvökva á Íslandi
segir Helga að Lyfjastofnun hafi
hreinlega ekki mannskap eða fjár
magn í að sinna nægilega virku eft
irliti. „Og við höfum vissilega verið að
fá ábendingar frá aðilum, sem hafa
komið með fyrirspurnir til okkar og
fengið svör um hvað má og hvað ekki,
sem eru að benda á sölusíður og ann
að. Við höfum verið að skoða þetta.“
Hún segir löggjöfina erfiða og tak
mörk séu fyrir því hversu mikið Lyfja
stofnun geti beitt sér sem opinber
stofnun.
„Ef einhverjir eru að selja vöru
sem uppfylla ekki skilyrði þá eru lík
ur á því að þetta sé sala sem ekki er
heimil. Við höfum reynt þau úrræði
sem við höfum en þau hafa ekki í öll
um tilfellum dugað nægilega vel sem
er miður, því það á það sama yfir alla
að ganga.“
Löglegar leiðir til að kaupa
En þrátt fyrir ýmis boð og bönn í
þessum efnum þá eru löglegar leið
ir til að nálgast bæði rafrettubúnað
inn og vökva með og án nikótíns hér á
landi. Gestur Hermannsson er einn af
eigendum Gaxa.is sem selur rafrettu
búnað og vökva án nikótíns löglega
hér á landi. Hann segir hins vegar
algengan misskilning ríkja í um
ræðunni á Íslandi varðandi rafrettur
og það sem þeim fylgi. Hann orðar
þetta einfalt í samtali við DV.
„Að flytja inn rafrettuna sem slíka
er 100% löglegt. Það sem ruglar fólk er
nikótínvökvinn. Búnaðinn sjálfan má
einstaklingur eiga og kaupa og versl
un má kaupa inn og selja. Það er ekk
ert að því. Einstaklingur má kaupa
og eiga vökva með nikótíni á Íslandi.
Íslenskt fyrirtæki má ekki kaupa og
selja vökva með nikótíni á Íslandi.
Það er ólöglegt. Erlend fyrirtæki, sem
ekki eru staðsett á Íslandi, mega selja
vökva með nikótíni og einstaklingur
hér á landi má kaupa af þeim.“
Nikótínið frá ótengdum aðilum
erlendis
Á vefsíðunni Gaxa.is er auglýsing og
hlekkur þar sem viðskiptavinum er
bent á að hafi þeir áhuga á að kaupa
vökva með nikótíni sé hægt að gera
það í gegnum vefsíðu breska fyrirtæk
isins Gaxa.eu. Sem tengist ekki með
nokkrum hætti Gaxa.is.
„Við erum ekki að selja vökva með
nikótíni,“ segir Gestur. „Við seljum
bara búnaðinn og vökva án nikótíns.
Svo erum við bara með auglýsingu
á síðunni okkar þar sem við gefum
fólki, sem hefur áhuga á að kaupa
vökva með nikótíni, kost á því að fara
inn á Gaxa.eu sem er önnur síða og
allt annað fyrirtæki, og kaupa þennan
vökva þaðan. Löglega.“
Þar sem Gaxa.eu er á Bretlandi og
heyrir undir Evrópska efnahagssvæð
ið (EES) þá mega Íslendingar kaupa
nikótínvökva til einkanota beint af
þeim innan ákveðinna marka. Mið
ast þar við 100 daga skammt, sem
Lyfja stofnun túlkar sem 1 ml á dag og
Gestur segir að sé reyndar of lítið. En
ef fólk reynir að kaupa meira en sem
jafngildir 100 daga notkun í pósti frá
ríkjum innan EES verði það stoppað.
Ekki er hægt að kaupa af fyrirtækjum
utan Evrópu. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Milljarðaiðnaður rafrettunnar
Í
tarlega var fjallað um rafrettuæðið á fréttavef Reuters á
dögunum. Þar kemur fram að rafrettuiðnaðurinn velti á
bilinu 4–5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári sam
kvæmt markaðsrannsóknafyrirtækinu Euromonitor og að
rannsóknarmenn hafi talið 7.764 mismunandi tegundir af
nikótínvökva. Þar segir að flestir vísindamenn séu sammála
um að rafrettur geti aðstoðað fólk við að hætta að reykja auk
þess sem þær séu lausar við þúsundir eiturefna sem finna má
í hefðbundnu reyktóbaki. Ákveðinn vandi fylgir þó rafrettun
um.
Lyfjaiðnaðurinn spilar ekki með
Þar sem rafrettan fellur einhvers staðar á milli hefðbund
inna reykinga og lyfja sem aðstoða fólk að hætta þeim þá
má segja að rafrettubransinn sé í skotlínu bæði tóbaksfyr
irtækja og lyfja fyrirtækja. Tóbaksfyrirtæki hafa brugðist við
hættunni með því að kaupa upp rafrettufyrirtæki og eru nú
að fjármagna rannsóknir. Lyfjaiðnaðurinn hyggst hins vegar
ekki hætta sér inn á þennan markað og ætlar að halda sér í
hæfilegri fjarlægð. Lyfjafyrirtæki prófa vanalega eina tiltekna
meðferð gegn annarri en úrvalið og ör þróun á rafrettumark
aði þýðir að erfitt og afskaplega dýrt myndi reynast að prófa
allar tegundirnar.
Gagnlegt og skaðlítið
Óháðir vísindamenn frá Bretlandi og NýjaSjálandi tóku sig til
og rýndu í niðurstöður helstu rannsókna á rafrettum og birti
niðurstöður sínar í síðasta mánuði. Vildu þeir fá botn í það
hvort rafrettur hjálpuðu fólki að hætta að reykja. Niðurstað
an var sú að svo er auk þess að litlar vísbendingar væru um að
þær væru skaðlegar notendum.
En þeir komust að því að sönnunargögnin voru rýr og
upplýsingarnar slakar. Af þeim nærri 600 rannsóknum sem
teknar voru út stóðust aðeins 13 þeirra staðla hins svokallaða
Cochrane Review. Og aðeins tvær þeirra voru framkvæmd
ar samkvæmt ströngustu rannsóknarskilyrðum (randomized
controlled trials). Önnur þeirra komst þó að því að rafrettur
væru skaðlítil og sniðug lausn til að hætta að reykja.
Fjármagna eigin rannsóknir
Þar sem lyfjaiðnaðurinn hyggst ekki taka þátt í rannsóknum
þýðir það að rafrettufyrirtæki þurfa að fjármagna rannsóknir
á eigin vörum. Þá vakna áhyggjur sérfræðinga um hlutleysi og
hugsanleg hagsmunatengsl. Taka verði því niðurstöðum með
ákveðnum fyrirvara. Reuters ræðir við sérfræðing hjá Cochra
ne Library sem bendir á að rannsóknir hafi sýnt að niðurstöð
ur vísindarannsókna sem fjármagnaðar eru af fyrirtækjum í
einkageiranum skili almennt niðurstöðum sem sýni fram á
kosti fremur en galla og aukaverkanir en óháðar rannsóknir.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Háskólinn í Kali
forníu hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa
farið yfir niðurstöður rannsókna að rafrettur væru engu skárri
leið til að hætta tóbaksnotkun en meðferð með nikótínlyfj
um. Í ágúst síðastliðnum mælti WHO með því að reykinga
fólk prófaði frekar viðurkenndar leiðir á borð við nikótínlyf,
fremur en rafrettur.
Ósannaðar fullyrðingar
Sala á rafrettum er leyfð í Bandaríkjunum og Bretlandi
en stjórnvöld á Norðurlöndum og víðar í Evrópu hafa sett
ákveðnar hömlur á. Í grein sem Sigríður Ólafsdóttir og Krist
ín Loftsdóttir, hjá eftirlitssviði Lyfjastofnunar, skrifuðu um
málið og birtist í júní í fyrra segja þær að ástæðan sé að ekki
hafi enn verið sýnt fram á með fullnægjandi hætti að vörurn
ar séu skaðlausar og virki eins og ætlast er til. Þær benda á að
lyf þurfi að uppfylla kröfur um gæði, öryggi og verkun til að
fá markaðsleyfi og engar rafsígarettur séu nú á markaði sem
sannanlega uppfylla þessar kröfur.
Vísa þær í efnagreiningar á vegum Bandarísku lyfja
stofnunarinnar á gufum úr tveimur algengum
gerðum af rafsígarettum með nikótíni
sem leiddu í ljós að gæðum
og öryggi rafsíg
arettanna gat
verið ábóta
vant. Breska
lyfjastofnun
in komst að
sambærilegri
niðurstöðu.
„Merkingar á
nikótínmagni vöru
voru ekki alltaf í samræmi við mælingar á innihaldi og efna
samsetning varanna var stundum breytileg frá einni vöru
sendingu til annarrar. Þar gat munað allt að 60% á nikótín
magni. Slíkur breytileiki getur valdið aukaverkunum og
ofskömmtun.“ Þetta eru rannsóknirnar sem Helga Þórisdóttir
vísar til fyrr í þessari grein.
Þar að auki var sýnt að gufurnar úr rafsígarettum innihalda
efni sem geta verið eitruð eins og díetýlenglýkól eða krabba
meinsvaldandi eins og nítrosamín. Þá hafi nýlega komið í ljós
að glóðarþráðurinn og lóðuð samskeyti í algengri gerð af raf
sígarettum geti gefið frá sér málmagnir, t.d. nikkel, króm og
tin, sem gætu valdið skaða í lungum og víðar í líkamanum.
Sigríður og Kristín hlekkja á heimildir fyrir þessum fullyrðing
um en greinina má nálgast í vefútgáfu þessarar greinar á dv.is.
Það gæti því orðið einhver bið á því að við fáum endan
lega úr ágæti eða skaðsemi rafrettunnar skorið með óyggj
andi hætti meðan vísindaheimurinn nær áttum á hraðbraut
rafrettuþróunarinnar. n
Niðurstöður rannsókna segja þær skaðlitlar og gagnlegar til að hætta að reykja en meirihluta rannsókna þykir ábótavant
„Þessar rannsóknir á
innihaldinu, sem á
að vera skaðlaust, hafa alls
ekki allar sýnt fram á það.