Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Page 24
Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Neytendur 25 EyðimErkurganga rafrEttunnar n Sögð skaðlítil leið til að hætta að reykja n Reykingafólk sparar hundruð þúsunda n Smyglari ósáttur við glæpamannastimpil n Svona nálgast þú búnað og efni löglega Rafrettur koma í ótal, stærðum, gerðum og útfærslum. Nikótínvök- vinn sem neytandi setur í þær fást síðan í mismunandi nikótínstyrk- leika sem þar að auki er hægt að fá í óteljandi bragðtegundum. Rafrettan sjálf samanstendur jafnan af hleðslurafhlöðu og hylki sem geymir glóðarþráð til að hita nikótínvökvann sem aftur býr til gufuna sem notendur anda að sér. Rafrettan er síðan hlaðin með USB-tengi eins og hver annar farsími. Nikótínvökvinn er síðan seldur sér. Þegar kveikt er á rafrettunni er straumi hleypt á glóðar- þráðinn svo hann hitnar þannig að nikótínið og önnur efni vökva- blöndunnar, eins og t.d. glýseról og própýlenglýkól, gufa upp og neytandinn sogar þau niður í lungu. Rafrettan kostar allt niður í 1.990 krónur en á netinu fann DV einn byrjendapakka, sem inniheldur allt ofangreint, á 3.790 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá sölumönnum kostar nikótínvökvinn á bilinu 1.000–1.500 krónur flaskan sem dugar í um 5–7 daga að jafnaði. Rafrettunotandi sem DV ræddi við reykti tvo pakka af hefð- bundnum sígarettum á dag áður en hann byrjaði að nota rafrett- una. Hann segir þessa endingu á vökvanum nokkuð nærri lagi. Algengt verð á sígarettupakka er um 1.200 krónur. Einstakling- ur sem reykir pakka á dag eyðir því 8.400 krónum á viku. Eftir um fjóra daga af rafrettureykingum myndi slíkur aðili vera búinn að borga upp rafrettubúnaðinn með einni áfyllingu af nikótínvökva, sem telja má sem startkostnað. Eftir það þarf hann síðan aðeins að kaupa vökvann sem við segj- um að kosti hann 1.000 krónur á viku. Minna en einn sígarettupakki kostar. Eftir að startkostnaðurinn hefur borgað sig sparar viðkom- andi því 7.400 krónur á viku, eða 385 þúsund krónur á ári. Borgar sig upp á nokkrum dögum Reykingafólk gæti sparað 385 þúsund á ári með rafrettu „Það er alveg hræðilegt að fá glæpamanna- stimpil á sig m y n d s ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.