Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Síða 27
Vikublað 3.–5. febrúar 201528 Lífsstíll Losti og kynLífsLeikir á Akureyri n BDsM á íslandi stóð fyrir námskeiði um helgina n Pervertar sameinuðust á norðurlandi n flengingar, bindingar og vaxleikir u m helgina stóð félagið BDSM á Íslandi fyrir ítar- legu BDSM-námskeiði á Akureyri. Félagið leigði af tilefninu huggulegt einbýl- ishús, í eigu Rafiðnaðarsambands- ins, í nýja hverfinu í brekkum Hlíðar- fjalls. Þetta var fallegur dagur við Eyjafjörð, brakandi snjór á jörðu og sólin skein. Sama kvöld var svo efnt til leikpartís þar sem sunnlenskir og norðlenskir perrar leiddu saman hesta sína, hnýttu hnúta, flengdu bossa og skemmtu sér. Hvað er BDSM? BDSM er regnhlífarhugtak yfir ýmsa iðju sem telja má til óvenjulegs eða skapandi kynlífs. Skammstöfun- in stendur fyrir Bindingar, Blæti, Drottnun/undirgefni og SadóMa- sókíska leiki. BDSM-leikir hafa kyn- ferðislega örvandi áhrif á flesta sem stunda þá – en þurfa alls ekki að innihalda kynlíf. Þeir sem stunda BDSM-leiki saman þurfa þannig ekki að eiga í hefðbundnu kynferðislegu sambandi. Oftast er talað um BDSM sem áhugamál eða lífsstíl. Sumir muna eftir áhuganum frá unga aldri – hafa til dæmis tjóðrað barbídúkk- ur eða pleimókalla og fundið við það skringilegan fiðring í maganum. Það er líka misjafnt að hve miklu leyti BDSM er ríkjandi í kynlífinu, sum- ir aðskilja BDSM og kynlíf, á meðan aðrir stunda ekki kynlíf nema með þeim formerkjum. Vaxandi umræða hefur átt sér stað á síðustu árum um BDSM sem kynhneigð, en fræðimenn og hags- munaaðilar eru ekki á eitt sáttir um hvort sú skilgreining eigi rétt á sér. Þó má segja að reynsla einstaklinga, sem stunda BDSM, af fordómum og fáfræði samfélagsins, minni um margt á reynslu þeirra sem kom- ið hafa út úr skápnum sem eitthvað annað en gagnkynhneigðir. Námskeið í BDSM Námskeiðið sátu 15 manns. Þetta var nokkuð jöfn kynjablanda, sumir flúraðir og gataðir, bankalegar kon- ur, gelgjulegir ungir menn – ósköp venjulegur þverskurður af mann- lífinu á Norðurlandi. Magnús Há- konarson, formaður BDSM á Íslandi, byrjaði á fyrirlestri þar sem hann reifaði helstu atriði varðandi skil- greiningar, sögu, tölfræði og öryggi í BDSM-leikjum. Eitt af því sem Magnús lagði áherslu á er að klám sé ekki notað sem fræðsluefni. Það getur vissulega gefið hugmyndir og nærir ímynd- unaraflið, en BDSM-klám snýst um óra og drauma og á lítið skylt við raunveruleikann. Í klámsenum er svo margt sem sést ekki – nokkurra tíma undirbúningur getur hafa átt sér stað og á bak við flotta fjötrasenu gætu verið fjórir aðilar sem eru til- búnir að grípa inn í ef eitthvað fer úr- skeiðis. Eftir fyrirlesturinn var hópnum skipt í fernt og við tók stöðvaþjálf- un þar sem hóparnir ferðuðust milli stöðva og fjallað var um ákveðna þætti innan BDSM á hverri stöð. n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Shibari Japönsk bindilist þar sem fagurfræðin er ekki síður mikilvæg en fjötrarnir. Heit og rjóð húð Hýðingar geta skilið eftir vegsummerki sem jafna sig oftast á skömmum tíma. Grunnreglur BDSM Öryggi BDSM-leikir þurfa að vera öruggir þannig að ekki verði varanlegt eða langvarandi líkamlegt eða andlegt tjón. Meðvitund Allir þátttakendur verða að vera með fullri meðvitund. Samþykk Allir aðilar leiksins verða að vera samþykkir því sem fer fram. Umhyggja eftir leik Iðkendur BDSM leggja mikla áherslu á umhyggju og sam- skipti í kjölfar leiks. Leðurgríma Margir BDSM-iðkendur kunna vel við leður. Augnbindi og klemmur Leikið með skynj- un og sársauka. Venjulegar þvottaklemmur geta komið sér vel í BDSM-leik. „Eitt af því sem Magnús lagði áherslu á er að klám sé ekki notað sem fræðslu- efni. Bundin og þæg Þessi kona var síðar um kvöldið flengd og bundin enn þá betur. Hann drottnar, hún er undirgefin Norðlenskt kærustupar í D/s sambandi. Hann ber lykilinn að hálskraga hennar í keðju um hálsinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.