Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Blaðsíða 30
Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Menning 31
S
ólveig Anspach hefur stund-
um verið erfið viðfangs og list-
ræna kvikmyndin þar sem allt
fer stöðugt á versta veg er nán-
ast jafn fyrirsjáanleg og Hollywood-
myndin þar sem allt fer vel að lok-
um. Í fyrstu virðist Lulu einmitt
þannig saga. Miðaldra kona er stödd
í frönskum smábæ í atvinnuleit en
fær ekki vinnuna, hraðbankinn tek-
ur ekki við korti hennar og hún týn-
ir giftingarhringnum á meðan óþol-
andi börn og enn meira óþolandi
eiginmaður hringja stöðugt og eru
með vesen.
Lulu er afskaplega brjóstumkenn-
anleg og maður vill endilega að hún
rífi sig burt úr þessari aumu tilveru.
Það kemur því skemmtilega á óvart
þegar hún gerir einmitt það. Hún á í
ástarsambandi við mann sem er ný-
sloppinn úr fangelsi, og leikkonan
Karin Viard (sem einnig leikur stórt
hlutverk í myndinni um Bélier-fjöl-
skylduna sem sýnd var á frönsku
kvikmyndahátíðinni), sýnir stórleik
þegar hún fer frá því að vera brot-
in eiginkona í að vera kynþokkafull
kona sem blómstrar um fimmtugt.
Það er einnig hressandi að sjá konu á
þessum aldri streitast gegn því hlut-
verki að vera fyrst og fremst einhver
sem veitir öðrum umhyggju, heldur
er Lulu manneskja af holdi og blóði
með alls konar kenndir og þrár.
Myndin er þó ekki einföld ástar-
saga, því Lulu heldur ferðum sínum
áfram og stelur veskinu af eldri konu
sem hún síðar vingast við. Þannig
leikur myndin stöðugt á mann, í
hvert sinn sem maður heldur að
hún falli í fyrirsjáanlegan farveg
gerist eitthvað óvænt. Og samband
kvennanna er ekki síður mikilvægt
en samband Lulu við karlpeninginn,
samband hennar við gömlu konuna,
afgreiðslustúlkuna á kaffihúsinu og
leiðinlegu yfirmanneskjuna. Hér er
því kominn nokkurs konar Thelma
og Louise fyrir fullorðna, og reyndist
myndin frábær rúsína í pylsuenda
Franskrar kvikmyndahátíðar í ár. n
Lulu nakin í leikstjórn Sólveigar Anspach er eins og Thelma og Louise fyrir fullorðna
Að blómstra um fimmtugt
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmynd
Lulu nakin/Lulu femme
nue
IMDb 6,6
Leikstjórn og handrit: Sólveig Anspach
Aðalhlutverk: Karin Viard og Buoli Lanners
90 mínútur
Springur út um
fimmtugt Karin
Viard leikur miðaldra
konu sem flýr óþolandi
eiginmann og afkvæmi
og kynnist fjölbreytt-
um einstaklingum á
flóttanum.
A
fturgangan eftir Jo Nesbø
fór strax við útgáfu í efsta
sæti metsölulista Eymunds-
son. Þetta er áttunda bók-
in um rannsóknarlögreglu-
manninn Harry Hole sem kemur út
á íslensku. Harry er fluttur til Hong
Kong og telur sig lausan við byrðar
fortíðarinnar, en þá fær hann fregn-
ir af því að Oleg, sonur fyrrverandi
unnustu hans, hafi verið handtekinn,
sakaður um morð. Bjarni Gunnars-
son er þýðandi bókarinnar en þetta
er sjötta bókin í bókaflokknum sem
hann þýðir. Hann þýðir bækurnar úr
norsku en hann bjó um tíma í Noregi.
Spurður hvort hann sé Nesbø-að-
dáandi segir Bjarni: „Fyrsta bókin
sem ég þýddi eftir Nesbø var Rauð-
brystingur. Einhverjir kvarta undan
því að fyrsta Harry Hole-bókin sem
kom út á íslensku sé Rauðbrysting-
ur vegna þess að hún er þriðja bók-
in í seríunni, en þá er rétt að hafa í
huga að á alþjóðavettvangi var Nes-
bø kynntur sem höfundur Rauð-
brystings, það var sú bók sem gerði
hann heimsfrægan.
Ég er mjög hrifinn af Rauð-
brystingi vegna þess að sú bók er
meira en spennusaga. Þar er Nesbø
að skrifa um mál sem honum eru
greinilega hugleikin, það er að
segja seinni heimsstyrjöldina þar
sem faðir hans var hermaður. Á eft-
ir Rauðbrystingi komu síðan þess-
ar fullkomnu glæpasögur; Nemesis,
Djöflastjarnan, Frelsarinn, Snjókarl-
inn og Brynhjarta, en þar er áber-
andi mikið um ofbeldi og kynlíf. Mér
finnst meiri harka hafa færst í bækur
hans frá og með Snjókarlinum, sem
er sennilega vinsælasta bókin hans.
Persónulega vildi ég sjá meira af bók-
um eftir hann sem væru í ætt við
Rauðbrysting.“
Bækur hins 54 ára gamla Nesbø
njóta vinsælda víða um heim, hafa
verið þýddar á yfir 40 tungumál og
selst í 23 milljónum eintaka, en hvað
er það sem gerir hann að svo góð-
um spennusagnahöfundi? „Það sem
gerir Nesbø svo skemmtilegan er að
hann er ekki dæmigerður spennu-
sagnahöfundur,“ segir Bjarni. „Hann
leyfir sér til dæmis að skrifa langar
frásagnir þar sem hann fléttar inn
alls konar fróðleik, hvort sem það
er um nýnasista, snjóflóð eða eld-
virkni í Afríku. Það er dálítill kennari
í honum, sem kann að skýrast af því
að pabbi hans var kennari. Síðan er
Nesbø gríðarlega flinkur fléttumeist-
ari. Hann gerir mikið af því að blekkja
lesandann og kemst yfirleitt alltaf
upp með það.“
Nesbø kom hingað til lands þegar
þýðingin á Rauðbrystingi kom út og
Bjarni hitti hann. „Hann er mikill
töffari og það var gaman að tala við
hann. Hann er viðkunnanlegur ná-
ungi og enginn belgingur í honum,“
segir Bjarni.
Bjarni vinnur nú við að þýða tvær
alveg nýjar sögur eftir Nesbø og kom
sú fyrri út síðasta haust í Noregi og
heitir þar Blod på snø. Söguna skrif-
aði Nesbø undir dulnefninu Tom Jo-
hansen og er hún væntanleg á ensku í
apríl og búið að selja kvikmyndarétt-
inn til Hollywood (Blood on Snow).
Þá seinni er Nesbø enn að skrifa og
er handritið væntanlegt til þýðingar í
sumar. Íslenska þýðingin á fyrri bók-
inni, Blóð í snjónum, er væntanleg
um páskana og framhaldið einhvern
tíma seinni hluta ársins. Einnig mun
Bjarni þýða síðustu Harry Hole-bók-
ina, Politi.
Nesbø á fjölda aðdáenda hér á
landi og Bjarni segist heyra frá þeim
öðru hverju, til dæmis á Facebook
þar sem þeir spyrja iðulega hvort ný
þýðing sé á leiðinni.
Bjarni hefur ekki þýtt aðrar bæk-
ur en spennubækur Nesbø. „Ég er
eins höfundar þýðandi,“ segir hann.
Sjálfur hefur hann gefið út fjórar
ljóðabækur og segist vera með hug-
mynd að glæpasögu sem sig langi til
að skrifa. Spurður hvort sú saga muni
verða í anda Nesbø segir hann: „Nei,
ég er miklu meiri töffari en Nesbø.“ n
Jo Nesbø „Hann er mikill töffari og það
var gaman að tala við hann. Hann er
viðkunnanlegur náungi og enginn belgingur
í honum.“ MyND NIkLAS R. LeLLo
kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Það sem gerir Nes-
bø svo skemmti-
legan er að hann er ekki
dæmigerður spennu-
sagnahöfundur. Hann
leyfir sér til dæmis að
skrifa langar frásagnir þar
sem hann fléttar inn alls
konar fróðleik, hvort sem
það er um nýnasista, snjó-
flóð eða eldvirkni í Afríku.
Flinkur fléttumeistari
Bjarni Gunnarsson þýðir spennubækur norska rithöfundarins Jo Nesbø