Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Page 35
Vikublað 3.–5. febrúar 201536 Fólk Frægir tvíFarar n Það er ótrúlegt hvað sumar stjörnur eru líkar annarri stjörnu n Stundum ruglað saman Þ að eru eflaust margir sem hafa heyrt að þeir líkist ein- hverjum frægum og þyk- ir það í flestum tilfellum upphefð, sérstaklega ef um fríðleiksfólk er að ræða. Það eru hins vegar alveg merkilega margar Hollywood-stjörnur sem líkjast ein- hverri annarri stjörnu. Í sumum til- fellum eru líkindin svo mikil að fólki er ruglað saman. Hér eru nokkur þekkt andlit sem virðast hafa komið í tvíriti. Hvort læknisfræðilegar út- litsbreytingar hafa eitthvað um lík- indin að segja skal þó látið ósagt, en þegar margir leita til sama lýta- læknisins er viss hætta fyrir hendi. En svo getur vel verið að náttúran sé ekki frumlegri en þetta og fjölda- framleiði andlit á fólk. n  Tvíburar? Þessar stórglæsilegu leikkonur, Krysten Ritter og Anne Hathaway, gætu verið eineggja tvíburar. Þykku varirnar, stóru augun og dökka hárið gerir þær mjög áþekkar.  Töff týpur Zooey Deschanel og og Katy Perry eru báðar frekar svalar og þokkalega líkar. Það er eitthvað við bæði augn- og munnsvipinn sem er ansi svipað. Þessi prakkaralegi svipur sem þær setja báðar upp á myndunum, eykur svo á líkindin.  Virkilega líkir Þessir tveir eru ekki alveg í sama bransanum en gætu þó nánast verið tvíburar, allavega bræður. Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og leikarinn Morgan Freeman.  Sami svipurinn Peter Jackson og Jason Segel eru dæmi menn sem virðast hafa komið í tvíriti. Þeir eru ekki bara líkir heldur setja þeir upp, á þessari mynd, sama sposka svip- inn. Þá þarf ekki að rýna mikið í myndina til að sjá að nefin eru nánast eins.  Sami stíllinn Blake Lively og Kesha eru ansi líkar í útliti en þær hafa líka svipaðan stíl sem gerir þær enn líkari. Sama hágreiðslan og áþekkur klæðaburður.  Flott gleraugu Bob Saget og Stephen Colbert eru nokkuð svipaðir, en þó ekki þannig að maður rugli þeim saman. Það eru hins vegar þessi gler- augu sem auka á líkindin. Þau eru eflaust frá sama framleiðandanum. Brúnu augun hafa líka áhrif.  Krúttlegar Ginnifer Goodwin og Jennifer Morrison gætu að minnsta kosti verið systur. Það er ekki nóg með að þær séu líkar í útliti heldur eru nöfnin þeirra nánast eins.  Fimm daga skegg Chad Smith, trommuleikari Red hot Chili Peppers, og leikarinn Will Farrel eru báðir hráir og úfnir. Fimm daga grásprengda skeggið eiga þeir líka sameiginlegt. Snöggt á litið gæti maður ruglað þeim saman. Það er eitthvað við andlitsfallið.  Algjör krútt Þessum tveimur leikkonum, Islu Fisher og Amy Ad- ams, er örugglega stundum ruglað saman. Þær eru töluvert líkar, án þess þó að vera eins og eineggja tvíburar. Augnliturinn ætti þó að auðvelda fólki að þekkja þær í sundur, en önnur er brúneygð og hin bláeygð.  Undurfagrar America Ferrera og Jordin Sparks geisla báðar af feg- urð og heilbrigði. Ekki er hægt að segja að þær séu mjög líkar en það er einhver svipur.  Ótrúlega lík Með þessa svipuðu hárgreiðslu eru ótrúleg líkindi með leikarnum Daniel Day Lewis og leikkonunni Jennifer Conelly. Conelly er eiginlega bara fíngerðari útgáfa af Lewis.  Fallegar Þessar tvær gullfal- legu ungu konur, Leighton Meester og Minka Kelly, eru kannski ekki sláandi líkar en það er eitthvað við andlitsfallið sem er svipað. Kelly er töluvert dekkri yfirlitum en Meester og það dregur líklega úr líkindunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.