Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2015, Page 36
Vikublað 3.–5. febrúar 2015 Fólk 37
Spjallaði við
Stevie Wonder
Tónlistarmaðurinn Óskar Einarsson kvaddi gospelgoðsögnina Andrea Crouch
Þ
etta var einstakt tækifæri og
heilmikil upplifun,“ segir
tónlistarmaðurinn Óskar
Einarsson sem sótti minn
ingarathöfn og jarðarför upp
áhaldstónlistarmanns síns, gospel
goðsagnarinnar Andrea Crouch, sem
lést 72 ára þann 8. janúar.
Obama sendi kveðju
Crouch var án efa einn áhrifamesti
tónlistarmaður heims en Óskar
hafði spilað með honum nokkru
sinnum og fékk því boð í jarðarför
ina. „Þetta var heilmikil tónlistar
veisla. Á minningarhátíðinni komu
fram stærstu nöfn gospeltónlistar
og daginn eftir var útförin sem tók
fjóra og hálfan klukkutíma og var
sjónvarpað beint um allan heim.
Á meðal þeirra sem sendu kveðj
ur í minningarskránni voru Barack
Obama Bandaríkjaforseti og Bill
Clinton, fyrrverandi forseti. Á með
al gesta voru svo til að mynda þing
maðurinn Jessie Jackson, tónlistar
maðurinn Stevie Wonder, Bobby
Brown og leikarinn Tyler Perry, sem
lék meðal annars í kvikmyndinni
Diary of a Mad Black Woman. Fyrir
aftan okkur í kirkjunni sátu svo tón
listarkonurnar úr Pointer Sisters.
Andrea var stórmerkilegur maður og
sá sem brúaði bilið á milli hvítra og
svarta í gospelinu. Hann hafði spil
að alls staðar og þekkti alla,“ segir
Óskar og bætir við að Andrea hafi
spilað með hvort tveggja Madonnu
og Michael Jackson.
Dreymdi jarðarförina
Sjálfur varð Óskar fyrir áhrifum
Crouch þegar hann var tólf ára gutti.
„Hann er ástæðan fyrir því að ég fór
að stúdera tónlist. Eftir það var ekki
aftur snúið. Að heyra allar þessar
stjörnur koma fram og heiðra hann
var ótrúleg upplifun en þá kom í ljós
að öll þessi stóru nöfn höfðu sömu
sögu af honum að segja. Crouch
hafði áhrif á alla.“
Eins og áður segir sá Óskar stór
stjörnuna Stevie Wonder í jarðar
förinni. „Maður verður náttúrlega
bara lítill í sér þegar maður sér svona
mann eins og Wonder en ég gekk að
honum og sagði einfaldlega: „thanks
for your music“. Hann þakkaði bara
fyrir. Eflaust hefði ég getað spjallað
meira við hann en ég kunni ekki við
það. Hann var líka umkringdur fólki.“
Óskar, sem fór utan ásamt Páli
Rósenkranz og Hafliða Kristinssyni,
hafði dreymt fyrir ári að hann væri
staddur í jarðarför Crouch þegar
hann frétti að veikindum tónlistar
mannsins. „Það var afar undarleg til
finning að vera viðstaddur útförina
eftir að hafa dreymt hana en
þetta var frábær ferð og ég sé
ekki eftir að hafa skellt mér, þótt
þetta ferðalag hafi verið dýrt.
Nú er ég líka kominn í sam
band við fjölda flotts fólks og
stefni á að halda tónleika í vor.
Það verður bara spennandi.“ n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Eflaust hefði ég
getað spjallað
meira við hann en ég
kunni ekki við það.
Með Stevie
Wonder Það
eru ekki allir sem
eiga mynd af
sér með sjálfum
Stevie Wonder.
Tata Vega Óskar, Hafliði og Páll Rósinkrans ásamt söngkonunni Tata Vega sem meðal
annars söng lagið Sister í kvikmyndinni Colour Purple.
Óskar og Hill Óskar með Judith Hill úr
heimildamyndinni Hársbreidd frá heims-
frægð og raunveruleikaþáttunum The Voice.
Umkringdur stjörnum Óskar ásamt Richard Smallwood sem samdi
lagið Total Praise og I love the Lord sem Whitney Houston söng.
Með Crouch Óskar spilaði nokkrum sinnum
með goðsögninni sem lést í byrjun ársins.
Kvaddi
vin sinn
Óskar hafði
þekkt Andr-
ea Crouch
um árabil.
Kennir
japanskar
skylmingar
Fjölmiðlamaðurinn Sölvi
Tryggvason er fjölhæfari en
flestir, en hann hefur æft jap
anskar skylmingar í tuttugu ár
og er nú farinn að kenna sportið.
Kallast íþróttin Kendó og Sölvi
hefur auglýst byrjendanám
skeið á Facebooksíðu sinni síð
ustu daga. Hann mælir eindregið
með íþróttinni fyrir þá sem vilja
blanda saman öflugri ástundun
fyrir hvort tveggja líkama og huga.
Námskeiðið hófst á mánudaginn,
en áhugasamir geta eflaust haft
samband við kennarann ef þeir
vilja kynna sér íþróttina.
En það er ýmislegt annað
sem Sölvi vinnur að um þessar
mundir. Í sumar hóf hann vinnu
við heimildamynd um íslenska
landsliðið í knattspyrnu, en hann
mun fylgja liðinu eftir í gegnum
undankeppni EM árið 2016.
Íris Björk skilin
Athafnakonan Íris Björk Tanya
Jónsdóttir, áður kennd við fata
verslunina GK, og eiginmaður
hennar Guðmundur Halldór eru
skilin. Íris hefur gert það gott upp
á síðkastið með skartgripahönnun
sinni; Vera design, en vörur frá
henni eru meðal annars seldar
um borð í flugvélum Icelandair.
Þá opnaði hún í fyrra vefmiðilinn
stelpa.is sem ætlaður er unglings
stúlkum, en þar eru meðal annars
sagðar fréttir af flottum stelpum,
áhugamálum og tómstundum.
Íris Björk situr svo sannarlega ekki
auðum höndum, en hún er þekkt
fyrir að vera með nokkur járn í
eldinum í einu og hamra þau vel.
„Hégóminn
er harður
húsbóndi“
Bubbi Morthens er þekktur fyrir
margt annað en að vera áhuga
maður um Eurovision. Hann
tók þó þátt í forkeppninni hérna
heima árið 2010 og lét staðar
numið þar, ef marka má færslu
hans á Facebook.. „Enn eitt árið
er Evrópusöngvakeppnin hafin.
Ég tók einu sinni þátt, það var eins
og að vera fastur í lyftu með sama
lagið á 247. Hégóminn er harður
húsbóndi.“
Einn af þeim sem skrifaði
athugasemd við færsluna var
Eurovisonstjarnan, Friðrik Ómar,
sem spurði Bubba: „Er ekki kalt
þarna uppi, Bubbi?“ Bubbi spurði
Friðrik Ómar þá hvort hann væri
nokkuð húmorslaus, en líklega var
það frekar í gríni en alvöru.