Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Síða 6
Helgarblað 13.–16. mars 20156 Fréttir Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 Við keyptum Domino's- pítsur fyrir 3,3 milljarða n 226 milljóna hagnaður n Skyndibitaóð þjóð eyddi 5,5 milljörðum á KFC og Domino's Í slendingar keyptu Domino's- pítsur fyrir 3,3 milljarða króna árið 2013 og hagnaðist móður- félag Domino's á Íslandi, Pizza- Pizza ehf., um 226 milljónir króna samkvæmt síðasta ársreikningi fé- lagsins. Hagnaður Domino's jókst um ríflega 103 prósent milli ára og virðist hafa verið byggt ofan á árang- ur ársins 2012 þegar félagið komst aftur á beinu brautina. Lífeyrissjóðir keyptu sig inn Pizza-Pizza ehf. rekur 19 Domino's- pítsustaði hér á landi. Fyrirtækið komst í fréttirnar í byrjun mánaðar- ins þegar greint var frá því að lífeyris- sjóðir hefðu keypt fjórðungshlut í Pizza-Pizza ehf. í gegnum framtaks- sjóðinn EDDA. Sjóðurinn er fimm milljarða króna framtakssjóður sem rekinn er af Virðingu en er í eigu líf- eyrissjóða. Samkvæmt síðasta árs- reikningi EDDA eru stærstu eigendur sjóðsins Lífeyrissjóður verslunarmanna með 17,5 prósent og Gildi lífeyrissjóður með 13,2 prósent. Kaupverðið á hlutnum í Domino's var ekki gefið upp. Domino's á Íslandi var skuldsett ótæpilega á árunum fyrir hrun en það var í eigu útgerðarmannsins Magnúsar Kristinssonar áður en Landsbankinn tók félagið yfir vegna skulda. Ríflega milljarður af skuld- um félagsins var afskrifaður en hóp- ur fjárfesta með Birgi Þór Bielvedt í fararbroddi keypti félagið aftur af Landsbankanum árið 2011. DV hefur fjallað nokk- uð um fjárhagslega endurskipulagn- ingu og afskrift- ir hjá Domino's á síðustu árum en í september 2013 fjallaði blaðið um ágæt- an árangur í rekstri félagsins árið 2012. Þá hagnaðist Pizza-Pizza ehf. um 111 milljónir króna og tekjur þess jukust um nærri 500 millj- ónir króna eða 25 prósent milli ára sam- kvæmt ársreikningi. 50 milljónir í arð Árið 2013 virðist hafa verið byggt ofan á þennan góða árangur ef marka má ársreikning sem sam- þykktur var af stjórn félagsins í fyrra. Þar kemur fram hagnaður upp á 226 milljónir, rekstrartekjur námu 3,4 milljörðum króna, eignir félagsins voru metnar á 946 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi og eigið fé bókfært sem 333 milljarð- ar. Á árinu 2013 störfuðu að meðal- tali 211 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur tæpum 994 milljónum. Skuldir nema samtals 596 milljónum. Stjórn félagsins lagði til í skýrslu sinni með ársreikningi að greiddur yrði 50 milljóna króna arð- ur til hluthafa. Samkvæmt síðasta ársreikningi voru stærstu hluthafar í Pizza-Pizza Eyja fjárfestingafélag með 52,5 pró- sent hlut, en það er skráð á eigin- konu Birgis Þórs Bielvedt, Eygló Björk Kjartansdóttur, Högni Pétur Sigurðs- son með 20 prósenta hlut, Birgir Örn Birgisson með 12,5 prósent og Nautica ehf. með 10 prósent, en Högni Pétur Sigurðsson á stærstan hlut í því félagi. 5,5 milljarðar í pítsur og kjúkling DV fjallaði á dögun- um um að annar vinsæll skyndi- bitastaður hér á landi, KFC, hefði selt veitingar og meðlæti fyrir 2,2 millj- arða árið 2013 og skilaði 41 milljón í hagnað. Domino's er einn vinsælasti og umsvifamesti pítsu- sali á Íslandi en tekjur af vörusölu, þ.e. sala á pítsum, drykkjum og öðru tilheyrandi, nam ríflega 3,3 millj- örðum króna, auk annarra tekna upp á 40 milljónir króna. Kostnað- arverð seldrar vöru nam tæplega 1.100 milljónum. Ef vörusala KFC og Domino's er lögð saman má sjá að Íslendingar keyptu sér skyndi- bita á þessum stöðum fyrir ríflega 5,5 milljarða. Til að setja vörusöluna í sam- hengi þá kostar stór Meat & Cheese- pítsa á Domino's í dag, 3.160 krón- ur. Fyrir 3,3 milljarða króna mætti því kaupa 1.044.303 stórar Meat & Cheese-pítsur í dag. Það gera ríflega þrjár pítsur á hvert mannsbarn á Ís- landi. Hafa ber í huga að pítsurnar kostuðu heldur minna árið 2013 en í dag. Ef þú tækir kassa utan af þess- um fjölda pítsa og staflaðir upp væri turninn 52 kílómetrar á hæð. Líklega er óhætt að fullyrða að Íslendingar séu skyndibitaóð þjóð. n Íslenski pÍtsukassa- turninn Ef þú tækir ríflega milljón pítsukassa frá Domino's og staflaðir þeim upp myndi pítsu- kassaturninn ná 52 kílómetra hæð. Fyrir 3,3 milljarðana sem Íslendingar keyptu vörur fyrir á Domino's árið 2013 væri hægt að kaupa 1.044.303 stórar Meat & Cheese-pítsur í dag. Burj khalifa Hæsta bygging heims 830 metrar 52 kílómetrar Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is 3,3 milljarðar 2,2 milljarðar samtals 5,5 milljarðar „Fyrir 3,3 milljarða króna mætti því kaupa 1.044.303 stórar Meat & Cheese- pítsur í dag. Vill vindmyllur í Reykjanesbæ Forsvarsmenn þýsku fyrirtækja- samsteypunnar EAB hafa óskað eftir viðræðum við Reykjanesbæ um hugsanlega staðsetningu vind- mylla innan landamarka sveitar- félagsins. Bæjarráð Reykjanes- bæjar hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, að vinna áfram í málinu. DV greindi á þriðjudag frá beiðni EAB um viðræður við bæjaryfirvöld í Norðurþingi um byggingu vindorkugarðs í ná- grenni Húsavíkur. Fyrirtækja- samsteypan hefur byggt samtals 231 vindorkuver í Þýskalandi, Króatíu, Tékklandi og Póllandi. Markaðurinn alveg hruninn Stórfelldur samdráttur hefur orðið í útgáfu og sölu leigu- og sölumynda frá síðustu aldamót- um að telja. Sala leigumynda, það er mynddiska og myndbanda, frá útgefendum til myndaleiga hefur dregist saman um 98 af hundraði frá árinu 2001 þegar best lét. Það ár seldu útgefendur laust innan við 104 þúsund ein- tök myndbanda og mynddiska til myndaleiga, samanborið við aðeins 2.586 eintök á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á fimmtu- dag. Samsvarandi samdráttar hefur einnig gætt í útleigu frá myndaleigum. Verulegur sam- dráttur hefur einnig orðið í sölu sölumynda á undanförnum árum. Sala slíkra mynda frá út- gefendum til smásala hefur dreg- ist saman um meira en helming á undanförnum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.