Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Síða 31
Helgarblað 13.–16. mars 2015 Umræða 31
Íslensk
hönnun
Þinn sófi sniðinn að
þínum þörfum
Lyon 4+2
Rín 2+tunga
Ótrúlegt verð 99.900 kr.
Verð áður 247.390 kr
Mósel tunga+2
Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík
Sími: 557 9510 | www.patti.is
Torino tunga+4+H+2
Basel 2+H+2
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-16
TILBOÐ
og samvinnu okkar við nágranna-
ríkin, með samstarfi á sviði öryggis-,
efnahags- og atvinnumála, viðskipta,
mannréttinda og menningar.
Það merkilega er að þegar mað-
ur segir þetta nú, þá eru fyrrver-
andi hægriöf líka búin að skipta um
skoðun og orðin mjög tortryggin á
Vesturlönd – dást jafnvel meira að
fantinum Pútín Rússlandsforseta.
Þannig fara þeir nú orðið gjarnan að
tala um gamla nýlendukúgara þegar
nágranna- og vinaþjóðirnar berast í
tal. Enn hafa íslenskir hægrimenn
mér vitanlega ekki horfið frá stuðn-
ingi sínum við Nató, og er dálítið
fyndið til þess að hugsa að það batt-
erí hefur höfuðstöðvar í sömu borg
og ESB. Gamlir og nýir stjórnmála-
menn af hægri vængnum halda með
glöðu geði til Brussel að hitta full-
trúa vina- og bandalagsþjóða í Nató,
en horfa svo með hrolli yfir götuna
þar sem að mestu sömu þjóðir hafa
samstarf í ESB, en eru þar orðnar
ærið varsamar. Eins og þeir skrifa
og tala margir um það bandalag
kæmi manni ekki á óvart þótt þeir
tautuðu fyrir munni sér hendingar
úr frægu ljóði Steins Steinars um
Kremlarmúra er þeir virða fyrir sér
höfuðstöðvar Evróusambandsins:
„Sjálfur dauðinn, sjálfur djöfullinn
/ hefur byggt þessa bergmálslausu
múra.“
„Hagsmunum okkar
betur borgið“
Ég sagði að andstæðingar hug-
myndarinnar um aðild okkar að ESB
létu að mestu vera að færa fram rök
fyrir afstöðu sinni, önnur en full-
yrðingar eins og að „við höfum ekk-
ert þangað að gera!“ Eða „ég tel að
hagsmunum okkar sé betur borgið
utan þess en innan.“ Lengi heyrðist sú
kenning að við myndum aldrei geta
náð viðunandi aðildarsamningi svo
það þýddi ekki að reyna það. Þeim
mun undarlegra er að nú þegar lok-
ið er u.þ.b. þremur fjórðu af samn-
ingaviðræðunum þá mega sömu and-
stæðingar ekki heyra á það minnst að
klára þær alveg. Þvert á móti, þeim
er sáluhjálparatriði að það verði ekki
gert, og þeir eru tilbúnir til að leggja
mikið á sig til að afstýra því að það
verði nokkurn tíma gerlegt. Sem
bendir reyndar ekki beinlínis til þess
að þeir hafi trú á þeirri höfuðröksemd
sinni að það verði aldrei hægt að ná
viðunandi samningum.
Maður heyrir líka stundum þann
undarlega misskilning að með því að
taka þannig þátt í samstarfi Evrópu-
þjóða værum við að afsala okkur því
sjálfstæði og fullveldi sem við höfðum
svo lengi barist fyrir. Að við yrðum þar
með aftur einhvers konar nýlenda er-
lends valds. En munum að staða okk-
ar í heiminum, með aðild, yrði alveg
sams konar og staða Stóra-Bretlands,
Svíþjóðar, Frakklands, Hollands, Dan-
merkur. Menn ættu að reyna að fara
til þessara landa og boða fólki þar þá
kenningu að þau séu ófrjálsar nýlend-
ur, úr því þau séu aðilar að ESB! Svip-
að heyrist líka frá fólki sem er ekkert
endilega á móti aðild, heldur bara vill
svona skoða málin. Margt þeirra virt-
ist nýverið gæla í alvöru við þá hug-
mynd að við „gengjum í Noreg“ eins
og svo nefndur Fylkisflokkur boðaði, í
stað þess að ganga í ESB. En á þessu
tvennu er auðvitað sá reginmunur að
í stað þess að ganga í samstarf sjálf-
stæðra ríkja á jafnréttisgrundvelli þá
værum við að fela okkur á vald annarri
þjóð, hennar ríkisstjórn, hugsunar-
hætti og kenjum.
Frekar eins og kristnitakan
Jafn gersamlega fráleitt, og af sömu
ástæðu, er að heyra hugmyndinni um
aðild að ESB líkt við Gamla sáttmála
og endalok þjóðveldisins 1262. Ég hef
reyndar sökkt mér mjög í sögu þjóð-
veldisins, og mér finnst blasa við að
eitthvað sambærilegt við ESB-aðild
nú gæti miklu frekar verið ákvörðun á
borð við það að taka upp kristni árið
1000. Við það tengdumst við öðrum
Evrópuþjóðum, ekki síst hinum rót-
grónu menningarlöndum við Mið-
jarðarhaf. Í kjölfarið kynntumst við
bókstöfum og bókmenningu og við-
skipti við meginlandið efldust; miklu
valdi afsöluðum við okkur reyndar til
hinnar kaþólsku kirkju, en allt skil-
aði sér þetta í fáheyrðu blómatímabili
næstu aldirnar, sem við búum enn að.
Hin mikilvægu áhrif þessa sambands
má ekki síst sjá af því hvílíkt áfall siða-
skiptin urðu okkur 1550. Ekki endilega
vegna þess að nýi siðurinn boðaði
verri kenningu eða að honum fylgdu
verri siðir, heldur vegna þess að þetta
kostaði nýja einangrun landsins; í
stað lífrænna tengsla við móðurkirkj-
una í Róm og deildir hennar í öðr-
um Evrópulöndum urðu nú öll okkar
samskipti í gegnum eitt lítið kýrauga
sem horfði til Danmerkur – allt ann-
að en það sem fór í gegnum borgina
við Sundið lokaðist okkur. Við urðum
að algerum útkjálka við að tapa sam-
bandi við meginland Evrópu.
Við með örgjaldmiðilinn og
okurvextina
Nú segja margir að vegna erfiðleik-
anna í Grikklandi þá hafi orðið ein-
hver sú eðlisbreyting á Evrópusam-
bandinu að við höfum ekkert lengur
þangað að gera. Og hafa jafnvel sum-
ir fyrrverandi stuðningsmanna látið
teyma sig út í þannig tal. Eins og að
það sé hægt að tryggja okkur þannig
heim að aldrei verði þar erfiðleik-
ar, eða upp komi verkefni sem þarf
að leysa. En menn ættu aftur að fara
til nágrannalanda vorra eins og hér
í Skandinavíu eða við Eystrasalt og
spyrja hvort það hafi hvarflað að
mönnum þar að hætta Evrópusam-
starfinu vegna grísku vandræðanna!
Svo er talað um evrukrísu, og Ís-
lendingar hræddir með henni, þessari
þjóð sem að öðru leyti þjáist undan
því að búa við minnsta og ótraustasta
gjaldmiðil í heimi, sem tryggir fyrst og
fremst þá okurvexti sem gerir allt líf
landsmanna þyngra fyrir fæti. Ég held
að margir yrðu fljótir að sjá kostina við
það að fá greitt í alvöru gjaldmiðli sem
nýtur trausts um allan heim.
Hugleysi
Ég vil ekki gera lítið úr andstæðingum
Evrópusambandsins, en mér finnst að
viðhorf þeirra beri keim af hugleysi.
Að þeir þori ekki að klára samninga-
viðræðurnar og þannig þurfa að horf-
ast í augu við það hvaða kostir gætu
boðist okkur, og enn síður við tilhugs-
unina um að þjóðin sjálf fái að vega og
meta þá kosti og fella sinn dóm. Þess
vegna þusa þeir og æpa án rökstuðn-
ings og útskýringa að það þurfi að slíta
þessum viðræðum strax, og halda fyr-
ir eyrun og kyrja lagleysur ef einhver
færir fram rök gegn slíkri heimsku. n
Vladimír Pútín „Það merki-
lega er að þegar maður segir
þetta nú, þá eru fyrrverandi
hægriöfl líka búin að skipta
um skoðun og orðin mjög
tortryggin á Vesturlönd – dást
jafnvel meira að fantinum
Pútín Rússlandsforseta.“
Umdeilt mál „Ég vil ekki gera lítið úr andstæðingum Evrópusambandsins, en mér finnst
að viðhorf þeirra beri keim af hugleysi.“
Það sem segja
þarf um Ísland
og ESB
„Menn ættu að
reyna að fara til
þessara landa og boða
fólki þar þá kenningu
að þau séu ófrjálsar
nýlendur.