Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 51
Helgarblað 13.–16. mars 2015 Menning 51 Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Tilnefningar til Menningarverðlauna DV 2014 Einnig tilnefnd Hönnun Dómnefnd: Tinni Sveinsson (formaður), Hörður Kristbjörnsson. Tónlist n Anna Þorvaldsdóttir – tónskáld n Þungarokkshátíðin Eistnaflug n M-Band – fyrir plötuna Haust n Tónleikastaðurinn og listarýmið Mengi n Rökkurró – fyrir plötuna Innra Kvikmyndir n Heimildarmyndin Höggið eftir Ágústu Einarsdóttur n Benedikt Erlingsson og Friðrik Erlingsson – fyrir að stuðla að bættri kvikmyndaumræðu n Þorsteinn Bachmann – fyrir leik í kvikmyndinni Vonarstræti n Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg n Skjaldborg – Hátíð íslenskra heim- ildamynda Leiklist n Bergur Þór Ingólfsson – Fyrir leikstjórn og handrit barnaleikritsins Hamlet litli hjá LR n Elma Stefanía Ágústsdóttir – Fyrir leik sinn í þremur sýningum í Þjóðleik- húsinu n Hilmar Jónsson – Fyrir leikstjórn verksins Furðulegt háttalag hunds um nótt hjá LR n Marta Nordal – Fyrir leikstjórn sína á Ofsa eftir sögu Einars Kárasonar n Unnur Ösp Stefánsdóttir – fyrir túlkun sína á Nóru í Dúkkuheimili Ibsens hjá LR Danslist n Aude Busson og stjórn Assitej – Fyrir Sviðslistahátíð Assitej 2014 fyrir unga áhorfendur n Ásrún Magnúsdóttir – Fyrir dans- verkið Church of dance n Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson – Fyrir dansverkið Lecture on borderline musicals n Halla Þórðardóttir – Fyrir dans sinn í verkinu Meadow n Margrét Sara Guðjónsdóttir – Fyrir dansverkið Blind spotting Fyrri hluti tilnefninga til Menningarverðlauna DV voru birtar síðastliðinn þriðjudag Hildur Yeoman Fatahönnuður Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman hefur átt góðu gengi að fagna síðustu ár með skart- gripahönnun sína, meðal annars hálsmen og eyrnalokka. Í fyrra sendi hún síðan frá sér fyrstu fatalínuna sem hugsuð er til framleiðslu og hlaut hún nafnið Yulia. Línan er nefnd eftir ömmu Hildar, sem hún segir einnig vera músuna á bak við hana. Hildur frumsýndi línuna á eftirminnilegri tískusýningu á Hönnunarmars í fyrra þar sem var fullt út úr dyrum í Hafnarhúsinu. Yulia var síðan sett í sölu í haust og hefur sett svip sinn á bæinn síðan. Sigga Heimis Hönnuður Sigga Heimis hefur verið í fremstu röð íslenskra hönnuða um árabil. Hún hef- ur átt glæsilegan feril, meðal annars sem hönnunarstjóri Fritz Hansen og hjá IKEA, þar sem hún gegnir nú stöðu þróunarstjóra og sér um yfirhönnun á smávörum. Sigga hefur að auki starfað með fjölda erlendra háskóla víða um heim og unnið verkefni fyrir Vitra hönnunarsafnið í Þýskalandi ásamt því að hanna í samstarfi við ís- lenska framleiðendur. Fyrir skemmstu var haldin í Hannesarholti sýning á þekktum glerlíffærum sem Sigga vann fyrir Corning-glerlistasafnið í New York. Í hönnun sína hefur Sigga valið ólíkan efnivið og velt fyrir sér formi og notagildi með ábyrgri umhverfisvit- und í huga. Sigga hefur sótt innblástur til Íslands í mörgum verkefnum sínum og verið virkur þátttakandi í íslensku hönnunarlífi. Hún hefur hannað fleiri hundruð hluti sem finnast á heimilum og skrifstofum víða um heim. Austurland: Designs from Nowhere Hönnunarverkefni að frumkvæði Körnu Sigurðardóttur og Petes Collard Fyrir rúmu ári heimsótti alþjóðlegt teymi hönnuða Austurland með það að markmiði að rannsaka möguleika til smáframleiðslu í fjórðungnum. Hönnuðirnir kynntu sér handverk, þekkingu og staðbundinn efnivið á borð við þara, steina, hrein- dýrshorn og net. Þeir störfuðu víða, meðal annars á Egilsstöðum, Djúpavogi, Eskifirði og Norðfirði. Útkoman var metnaðarfull hönnunarverkefni þar sem leitast er við að finna nýjar leiðir í hráefnis- notkun. Hönnuðirnir sem tóku þátt voru Þórunn Árnadóttir, Gero Grundmann, Max Lamb og Juliu Lohmann. Þau störfuðu í nánu samstarfi við handverks- fólk og fyrirtæki og má sem dæmi nefna vörulínuna, Sipp og Hoj, sem Þórunn vann með netagerðinni Egersund á Eskifirði. Pete Collard, listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London, og Karna Sigurðardóttir, vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri, áttu frumkvæði að verkefninu en það var fyrsti verðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands nú í vetur. Þórdís Ósk Helgadóttir Ótrúlegt úrval húsgagna og gjafavöru - Lá ttu verð ið ko ma þér þæ gilega á óvar Syr usson - al ltaf með l ausnina Funi LjúfurFannar S y r u s s o n H ö n n u n ar h ú s Síðumúla 33 Opnunarhóf hönnuða í kvöld Reynir Sýrusson Daniel Byström og Kristján Kristjánsson Kjartan Óskarsson Sonja Design Ólöf Björg Björnsdóttir Sigrún Shanko Þóra Silla Þuríður Ósk Smáradóttir Ingunn Jónsdóttir & Magnús Stephensen Kikkelanekoff Kristinsson Orka, dugnaður og áræðni hefur einkennt íslenska hönnuði í sköpun sinni á líðandi ári. Þetta endurspeglast í spennandi samsýningu hönnuða sem haldin verður í Syrusson hönnunarhúsi Frá 12-15 mars í Síðumúla 33. Syrusson hönnunarhús býður þig velkomin í Stórskemmtilegt opnunarhóf frá 18:00-22:00 i kvöld föstudaginn 13 mars. fjölbreyttar nýjungar verða til sýnis í húsgögnum, ljósum, gjafavörum og öðrum listrænum munum, Gestir fá tækifæri til að kynnast hinu magnaða Logy nuddtæki og verða einnig veitingar í boði. Hlökkum til að sjá ykkur. Þórdís Ósk Helgadóttir Ótrúlegt úrval húsgagna og gjafavöru - Lá ttu verð ið ko ma þér þæ gilega á óvar Syrusson - al ltaf með l ausnina Funi LjúfurFannar S y r u s s o n H ö n n u n ar h ú s Síðumúla 33 Opnunarhóf hönnuða í kvöld Reynir Sýrusson Daniel Byström og Kristján Kristjánsson Kjartan Óskarsson Sonja Design Ólöf Björg Björnsdóttir Sigrún Shanko Þóra Silla Þuríður Ósk Smáradóttir Ingunn Jónsdóttir & Magnús Stephensen Kikkelanekoff Kristinsson Orka, dugnaður og áræðni hefur einkennt íslenska hönnuði í sköpun sinni á líðandi ári. Þetta endurspeglast í spennandi samsýningu hönnuða sem haldin verður í Syrusson hönnunarhúsi Frá 12-15 mars í Síðumúla 33. Syrusson hönnunarhús býður þig velkomin í Stórskemmtilegt opnunarhóf frá 18:00-22:00 i kvöld föstudaginn 13 mars. fjölbreyttar nýjungar verða til sýnis í húsgögnum, ljósum, gjafavörum og öðrum listrænum munum, Gestir fá tækifæri til að kynnast hinu magnaða Logy nuddtæki og verða einnig veitingar í boði. Hlökkum til að sjá ykkur. er velunnari Menningarverðlauna DV Orri Finn Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir skartgripahönnuðir Hönnunardúettinn Orri Finn samanstendur af Orra Finnbogasyni og Helgu G. Friðriksdóttur. Orri er útskrifaður gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík en sérhæfði sig í demantaísetn- ingu í New York, og Helga hefur unnið í hönnunargeiranum í mörg ár. Orri og Helga hafa vakið verðskulda athygli fyrir vel heppnaðar skartgripalínur síðustu ár. Í línunum Akkeri og Scarab unnu þau með tákn og í fyrra kom út línan Flétta þar sem þau eru innblásin af fléttum. Línan sló í gegn og var eftirspurn eftir henni mikil. Orri og Helga tóku einnig í fyrra þátt í 90 ára afmælissýningu Félags íslenskra gullsmiða í Hönnunarsafni Íslands. Þar sýndu þau afar athyglisvert verk en fyrir sýninguna fléttuðu þau höfuðkúpu úr koparvírum. Borgarlandslag Sýning Paolos Gianfrancesco í Spark Design Space Paolo Gianfrancesco er ítalskur arkitekt sem búið hefur hér á landi í nokkur ár. Hann sýndi í fyrrasumar seríuna Borgarlandslag, eða Urban Shape, í Spark Design Space, og hefur hún verið í sölu þar síðan. Serían samanstend- ur af fimmtíu gríðarlega flottum kortum af höfuðborgum Evrópu sem Paolo hefur útfært. Kortin eru byggð á gögnum úr samstarfsverk- efni á netinu sem kallast Open Street Map en Paolo hefur um árabil verið virkur þátttakandi í því. Litavalið á kortunum fer síðan eftir Pant- one-litakerfinu og taka kortin lit eftir mann- fjöldanum sem í borgunum býr. Borgarkort Paolo varpa nýju ljósi á þessar þekktu borgir. Á kortunum er hægt að sjá mismunandi jafnvægi innan þeirra, sem mótast ýmist af náttúrulegum fyrirbærum eins og vatnsföll- um eða brey ingum af manna völdum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.