Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Side 53
Helgarblað 13.–16. mars 2015 Menning 53 Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Gerðu daginn eftirminnilegan Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Veisluréttir úr smiðju meistarans · Eingöngu fyrsta flokks hráefni Skírn · Ferming · Útskrift · Brúðkaup Myndlist Dómnefnd: Jón Proppé (formaður), Freyja Eilíf Logadóttir. Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn Sýning í Ásmundarsafni Sýningardagskrá Listasafns Reykja- víkur í Ásmundarsafni í Laugardal hefur getið af sér áhugaverða listvið- burði þar sem yngri listamenn tefla verkum sínum fram í samræðu við list Ásmundar. Sérstaklega vel tókst til í fyrra með sýningunni „Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“ undir stjórn þeirra Klöru Þórhallsdóttur og Kristínar Dagmarar Jóhannesdóttur. Þar voru valin til að vinna verk þau Áslaug Í. K. Friðjónsdóttir, Baldur Geir Bragason, Björk Viggósdóttir, Hrafn- hildur Halldórsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ragnar Már Nikulásson, Sólveig Einarsdóttir, Þór Sigurþórsson og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Wind and Weather og Better Weather Gluggagallerí við Hverfisgötu og Laugaveg Gluggagalleríin við Hverfisgötu og Laugaveg eru mikilvæg viðbót við sýningarmöguleika í miðbænum þar sem gangandi vegfarendur geta skoðað myndist á leið sinni um bæinn. Þar hafa verið settar upp litlar sýningar en fallegar og stundum beittar. Á bak við þessi gallerí stendur bandarísk listakona, Kathy Clark, sem hefur sest að á Íslandi og leggur nú sitt af mörkum til að koma listinni til fólksins. Arna Valsdóttir Listakona Arna Valsdóttir hefur lengi fengist við vídeólist og þróað sérstaka og persónu- lega nálgun, sína sérstöku rödd sem styrkist með hverju ári. Hún hefur oft sýnt á óhefðbundnum stöðum, t.d. í vitum og heimahúsum, en í fyrra efndi Listasafnið á Akureyri til sýningar þar sem dregin voru saman eldri verk hennar ásamt nýjum. Löngu tímabært er að fleiri fái tækifæri til að sjá verk þessarar frjóu listakonu og vonandi að svipuð sýning verði fljótlega sett upp á höfuðborgarsvæðinu líka. Hreinn Friðfinnsson Listamaður Hreinn Friðfinnsson var einn af frumkvöðl- um nýlistar og hugmyndalistar á Íslandi. Hann hefur sýnt frá því um miðjan sjöunda áratuginn, var einn af stofnendum SÚM- hópsins og verk hans hafa vakið athygli um allan heim. Fyrir fáum misserum var til dæmis sett upp stór yfirlitssýn- ing í Serpentine-sýningarsalnum í Lundúnum sem sló aðsóknar- met í þeirri þekktu og virðulegu stofnun. Í fyrra var svo haldin yfirlitssýning í Nýlistasafn- inu þar sem jafnframt var frumsýnd kvikmynd um ævi og störf Hreins eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson. Seinna á árinu sýndi Hreinn svo ný verk í i8 Gallery. Vasulka-stofan á Listasafni Íslands Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi Steinunn Vasulka settist að í New York fyrir næstum fimm áratugum ásamt manni sínum Woody og þar hófust þau handa ásamt félögum sínum við að móta alveg nýja listgrein: víd- eólistina sem nú hefur fyrir löngu unnið sér þegnrétt meðfram hinum hefðbundnari miðlum. Þarna var um að ræða eina róttækustu byltingu síðustu áratuga þar sem listamenn tókust á við nýja tækni og fundu leiðir til nýta hana í listrænum tilgangi, oft þvert á það sem hönnuðir hennar höfðu í upphafi ætlað. Verk Steinunnar og Woodys hafa oft verið sýnd á Íslandi en nú loksins hefur þeim verið búinn varanlegur sess á Listasafni Íslands þar sem gestir geta kynnt sér starf og verk þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.