Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 54
Helgarblað 13.–16. mars 201554 Menning S öngleikurinn Billy Elliot var frumsýndur í Borgarleikhús- inu um síðustu helgi. Verkið fjallar um 11 ára dreng, Billy Elliot, sem býr hjá föður, eldri bróður og ömmu. Verkið ger- ist á norðausturhluta Englands árið 1984. Bæði faðir hans og bróðir hafa starfað við kolanámugröft en fara í verkfall vegna ákvörðunar bresku ríkisstjórnarinnar um viðamiklar námulokanir. Þetta verkfall varði í heilt ár, fram til ársins 1985 og skilaði engu. Verkalýðsfélög misstu pólitísk völd sín og tíu árum síðar var búið að loka 168 af þeim 174 námum sem opnar voru árið 1983. Fyrir misskilning lendir Billy einn daginn í danstíma hjá frú Wilkinsson sem leikin er af Halldóru Geirharðs- dóttur. Hún fær áhuga á drengnum, hann finnur sig í dansinum og fyrr en varir eru þau farin að búa sig undir inntökupróf Konunglega ball- ettskólans í London. Sú hugmynd á hins vegar ekki upp á pallborðið hjá pabba hans, sem leikinn er af Jó- hanni Sigurðarsyni. Honum snýst þó hugur og þrátt fyrir ríkjandi fá- tækt í samfélaginu og fordóma í garð drengja með ballettáhuga, tekst þeim að safna saman nægu fé meðal vina og kunningja til þess að fara í inntökuprófið. Öllum, ekki mjög svo að óvörum, kemst Billy inn í skólann. Gamaldags og langdregið en vel leikið Eftir að hafa horft á sýninguna með 10 ára dóttur minni varð ég hugsi yfir því hvers vegna þetta verk var valið til sýningar með miklum tilkostnaði árið 2015. Það er auðvitað mjög gott að unnið sé gegn fordómum gagnvart drengjum í dansnámi. Ég hygg þó að þessir fordómar tilheyri hverfandi kyn- slóðum, krökkum og ungu fólki í dag þykir ekkert athugavert við dansandi drengi líkt og parkour-strákarnir geta líklega vitnað til um. Saga námuverka- mannanna er auðvitað áhugaverð, en hér er varla hálf sagan sögð og gagn- ast því lítið þeim sem ekki til þekkja. Birtingarmynd kvenna í þessu verki er ein rugluð amma, dáin dásamleg mamma, áhugaverður danskennari, hvers saga er þó ekki sögð, og tíu ball- ettstelpur sem virðast frekar vekja fyrir litningu en áhuga danskennarans. Hafi námuverkamenn átt fá tækifæri í þessu samfélagi er augljóst að staða kvenna og stúlkna hefur verið hálfu verri, þær eru bældar, hæfileikalausar, ruglaðar eða bara dauðar. Sá sem fær tækifæri til að komast burt og þroska hæfileika sína er karlkyns. Verkið er of langt og lögin afar misjöfn, bæði smíðin og flutningur- inn. En þegar Halldóra Geirharðs- dóttir og Jóhann Sigurðarson bresta í söng, með sínar flottu og miklu raddir, stendur salurinn á öndinni. Halldóra er stórstjarna sýningar- innar. Hún er frumleg, trúverðug og einstaklega glæsileg í hlutverki frú Wilkinson, ballettkennarans, auk þess sem söngur hennar var fram- úrskarandi. Jóhann er ekki síðri söngvari og senur hans með Billy voru hárfínar og gríðarlega vel unn- ar. Það má hins vegar setja spurn- ingarmerki við aldur Jóhanns í hlut- verki föður hins ellefu ára gamla drengs. Mér reiknast til að hann hafi verið kominn nálægt fimmtugu þegar hann eignaðist Billy, en það er náttúrlega ekki óheyrt. Sigrún Edda Björnsdóttir er dýrðleg í hlutverki hinar rugluðu ömmu og minnir oft nokkuð á sína eigin móður, svona á notalegan hátt. Aðrir leikarar koma minna við sögu og skila sínum hlut- verkum flestum með sóma. Fantagóðir krakkar Börnin sem þátt taka í sýningunni eru öll alveg ótrúlega góð. Sölvi Viggósson Dýrfjörð fór með hlutverk Billys á frumsýningunni en þrír drengir skipta hlutverkinu á milli sín. Hann gaf sig allan í dansinn og senan sem hann dansaði ásamt Karli Friðriki Hjaltasyni lét engan ósnortinn. Það hefur verið fengur að því að fá dans- höfund verksins, Lee Proud, hingað til lands en hann dansaði í fyrstu svið- setningu verksins í London og hefur unnið að uppsetningum þess í bæði New York og Sidney. Grettir Valsson var dásamlegur í hlutverki Michaels og hinn kornungi Hilmar Máni Magnússon var ein- faldlega ættleiddur af salnum í hvert sinn sem hann birtist, ég minnist þess ekki að hafa séð jafn yndislegt barn á sviði. Líkt og útlistað hefur verið, þá gaf handritið stúlkunum tíu sem léku ballettstelpurnar ekki mik- ið úr að moða. Þær urðu ekki einu sinni öfundsjúkar yfir athyglinni og velgengninni sem Billy naut. Frels- un hans var ekki þeirra og líklega hafa þær bara haldið áfram að láta ballett kennarann smána sig og for- mæla eftir að Billy yfirgaf bæinn. Viktoría Rós Antonsdóttir fékk þó að skapa sér persónu í hlutverki Debbie, dóttur frú Wilkinson, og gerði það vel. Að baki sýningunni liggur gríðar- lega mikil tæknivinna. Fremsta í flokki vil ég nefna hljóðstjórana sem vinna mikið þrekvirki með öll- um þessum leikarafjölda. Hljóm- sveitarstjórn, leikmynd, lýsing, dans, myndbönd og hljóðstjórn mynda magnað samspil sem nær hápunkti sínum í lokaþætti leikritsins, þegar námumennirnir síga aftur niður í jörðina eftir lok verkfallsins. Í stuttu máli þá er þetta vel unnin stórsýning og mikil upplifun en handrit og lagasmíði heilluðu ekki á þann hátt sem vonir stóðu til. Einnig er ljóst að leikstjóri hefur haft gríðar- lega góða stjórn á öllum þeim fjölda sem að sýningunni koma. n Góð uppfærsla á veikum grunni Söngleikurinn Billy Elliot í Borgarleikhúsinu „ Í stuttu máli þá er þetta vel unnin stórsýning og mikil upp- lifun en handrit og laga- smíði heilluðu ekki á þann hátt sem vonir stóðu til. Billy Elliot Leikritið gerist í miðju verkfalli námuverkamanna árið 1984 vegna viðamiklla námulokanir bresku ríkisstjórnarinnar. A rkitektar gera fleira en að hanna hús þessa dagana. Hildur Steinþórsdóttir er á meðal þeirra sem fara ótroðnar slóðir í verkefnum og efnis- vali. Á daginn vinnur hún sem arki- tekt hjá PK-Arkitektum, en tekur sér einnig ýmislegt annað skapandi fyrir hendur. Á Hönnunarmars opnar hún tvær sýningar þar sem annars vegar er unnið með steypu og hins vegar með gull og silfur. Óvenjulegur eyrnalokkur Skartgripalínan II - Indland Ísland, er samstarfsverkefni Hildar, ASA Jewellery og Írisar Stefánsdóttur ljósmyndara. Línan er hönnuð fyr- ir íslenskar konur undir áhrifum frá indverskri skartgripahefð og er sýnd í Hrím, Laugavegi 25. Fyrir nokkrum árum eignaðist Hildur óvenjulegan eyrnalokk frá Indlandi, og hefur borið hann nán- ast daglega síðan. Eyrnalokkurinn og viðbrögð hér heima við honum urðu innblástur að hönnun skart- gripalínunnar. „Fólk hefur stopp- að mig í biðröðum um allan bæ til að dást að þessum eyrnalokki. Hann er sérstakur því hann hangir utan um eyrað en er samt festur á ein- um punkti. Svo er hann þægileg- ur og passar við öll tilefni. Ég get verið að steypa með hann á mér, hann flæk- ist ekkert fyrir, og svo get ég farið í síðkjól í kampa- vínskokkteil síðar sama dag,“ segir Hildur. Spennandi steypa Annað athyglisvert verkefni, sem Hildur vinnur með Rúnu Thors vöru- hönnuði undir merkjum TOS designers, verður sýnt í Harbinger sýningarrýminu á Freyjugötu 1. Listamannalaun og styrkur frá Hönnunarsjóði Ís- lands gerði þeim kleift að kynna sér alveg nýjan efnivið, svokallað trefjasement. „Trefjasteypan hefur þann eig- inleika að vera mjög þunn, en samt gríðarlega sterk. Frumgerðirnar sem við sýnum í Harbinger eru fjölbreytt- ir innanstokksmunir – afrakstur tveggja daga tilraunavinnu í verk- smiðjunni í Sviss.“ Umsóknarferli sannra Íslendinga Sama dag og umsóknarfrestur- inn fyrir styrk úr Hönnunarsjóði rann út ákváðu Hildur og Rúna að sækja um, enda sannir Íslendingar: „Ég hringdi út til Eternit, en það er fyrirtækið sem framleiðir trefja- steypuna, og bað um að fá að tala við skemmtilegasta starfsmann- inn þeirra. Hönnunarstjóranum fannst þetta fáránlega fyndið, og fyrir klukkan 12 var ég komin með staðfestingu í hendurnar þess efn- is að við Rúna værum velkomnar í heimsókn. Ég svaraði með því að senda honum tölvupóst sem inni- hélt eitt myndband – lagið Gold með Spandau Ballett. Fannst það táknrænt.“ Trefjasteypan er ekki fáanleg á Íslandi en Hildur og Rúna ætla að þróa gripina áfram og stefna í kjöl- farið til Sviss til að hleypa fram- leiðslu af stokkunum. n Arkitekt vinnur með fjölbreyttan efnivið SteypA oG Gull Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is II - Indland Ísland Eyrnalokkur úr línunni. Rúna Thors og Hildur Steinþórsdóttir Hæstánægaðar með trefja- steypuna. mynd SIGTRyGGUR aRI Billy elliot Höfundur: Lee Hall Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Baldvin Alan Thorarensen, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Sölvi Viggósson Dýrfjörð og fleiri. danshöfundur: Lee Proud Leikmynd og myndband: Petr Hloušek Lýsing: Þórður Orri Pétursson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Tónlist: Elton John Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Sýnt í Borgarleikhúsinu Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.