Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Meint einelti gagnvart forsætisráðherra Karl Garðarsson segir Sigmund Davíð sæta einelti K arl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þjóðfélagsumræðan fari fyrst og fremst fram á internetinu og þar þyki pólitískt einelti sjálfsagt. Hann segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verði helst fyrir einelti af þessu tagi. Þetta kemur fram í pistli sem Karl skrifar á vef Eyjunnar. Þar segir þingmaðurinn að allt sé leyfilegt á internetinu og að aldrei þurfi að færa sönnur eða standa skil á hástemmd­ um yfirlýsingum um nafngreinda einstaklinga. „Þetta er umræða þar sem illmælgi og hatur ræður ríkjum og pólitískt einelti þykir sjálfsagt,“ skrifar Karl í pistlinum. Þá segir hann að umræðunni sé stjórnað af örfáum einstakling­ um sem virðast hafa lítið annað fyrir stafni en að dreifa óhróðri um nafngreinda einstaklinga. Karl segir að þessa dagana þyki vinsælast að skjóta á Sigmund Davíð og oftar en ekki sé ráðist að honum persónu­ lega. Hann segir erfitt fyrir ráðherra að verjast neteineltinu. „Ef menn reyna að bera hönd fyrir höfuð sér eru þeir sakaðir um að vera hörundsárir og kunna ekki að taka gagnrýni. Þannig er tryggt að hatursumræðan fái að halda áfram og lifi sjálfstæðu lífi,“ segir Karl og segir að lokum: „Við erum komin langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.“ n johannskuli@dv.is Karl Garðarsson Þing- maður Framsóknarflokks. 89 prósent nota Facebook n Alls nota 74% íslendinga samfélagsmiðilinn daglega n Snapchat er næstvinsælast A lls nota 89 prósent Ís­ lendinga Facebook. Þar af nota 74 prósent samfélags­ miðilinn daglega eða oft­ ar og 45 prósent telja Face­ book vera mikilvægan miðil. Þetta kemur fram í nýrri skoðana­ könnun sem Gallup gerði á þessum vinsæla samfélagsmiðli. Snapchat er næstvinsælasti mið­ illinn. 46 prósent Íslendinga nota hann samkvæmt könnunni, þar af 31 prósent daglega eða oftar. Þrettán prósent aðspurðra telja Snapchat vera mikilvægan miðil. Þriðji vinsælasti samfélagsmiðill­ inn á Íslandi er Instagram. Alls not­ ar 31 prósent Íslendinga hann, þar af 14 prósent daglega eða oftar. Í fjórða sæti er Twitter en 16 prósent Íslendinga nota hann, þar af 5 pró­ sent daglega. Aðeins 3 prósent telja hann mikilvægan miðil. Fyrsta mælingin á Íslandi „Þetta er fyrsta mælingin á notkun Íslendinga á samfélagsmiðlum. Það hefur aldrei verið almennilega skoð­ að hversu vinsælt Facebook er á Ís­ landi, hvað þá hinir samfélagsmiðl­ arnir,“ segir Andri Már Kristinsson, sérfræðingur í markaðsmálum á netinu hjá Landsbankanum. Hann hélt nýverið fyrirlestur, þar sem hann fjallaði meðal annars um þess­ ar nýju tölur. 85 prósent ungs fólks nota Snapchat „Mér finnst merkilegast hversu rosa­ lega mikið Facebook er notað af stór­ um hluta þjóðarinnar. Það er líka merkilegt að Snapchat er orðinn næststærsti samfélagsmiðillinn á Ís­ landi, aðeins þriggja ára gamall.“ Andri segist hafa búist við því að Twitter væri vinsælli hér á landi er raun ber vitni og að Snapchat nyti minni vinsælda. „Snapchat virðist vera miðill sem hefur hitt í mark, sér­ staklega hjá ungu fólki. 85 prósent ungs fólks á aldrinum 18–24 ára nota Snapchat og stór hluti oft á dag. Þetta er miðill sem fólk hefur tileinkað sér. Svo er það spurning hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þennan vettvang, því þarna eru engar auglýsingar.“ Fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að búa til efni á Snapchat eins og hver annar notandi og að mati Andra skipta gæði þess öllu máli. Hann nefnir Nova og Domino's sem fyrir­ tæki sem hafa farið nýjar leiðir í að búa til efni og skapa afþreyingu fyrir markhóp sinn á Snapchat. Hvað Twitter varðar segir hann að ákveðinn hópur sem er þar inni sjáist síður á Facebook. Tækifæri gætu falist í því fyrir markaðsfólk. „Menn þurfa að átta sig á því hverjir eru á hvaða samfélagsmiðlum og hvers konar samband menn eiga á hverjum miðli fyrir sig.“ Hröð þróun samfélagsmiðla Andri segir samfélagsmiðlana þróast gríðarlega hratt. „Við höfum verið að sjá nýjan samfélagsmið­ il árlega undanfarið,“ segir hann og nefnir Meercat og Periscope sem dæmi þar sem hægt er að sjón­ varpa beinum útsendingum í gegn­ um símann. „Svo er stóra spurn­ ingin hvort snjallúravæðingin muni breyta einhverju í heimi samfélags­ miðla. Maður sér ekki að hægjast muni á framþróun í þessum heimi.“ Like-leikir eru ódýr leið Á fyrirlestrinum minntist Andri á svokallaða Like­leiki á Facebook þar sem fólk þarf að „læka“ ákveðn­ ar síður fyrirtækja til þess að eiga möguleika á að fá vinning. Hann hefur lítið álit á slíkum leikjum. „Fyrirtæki eru að fara ansi ódýra leið í því að afla sér vinsælda. Þetta er að mínu mati mjög innihalds­ snautt samband á milli viðskipta­ vina og fyrirtækja. Þau eru ekki að fá einstaklinga til fylgja þeim vegna áhuga á fyrirtækinu, heldur bara til að vinna verðlaun. Fyrirtæki þurfa að horfa til lengri tíma til að koma á innihaldsríku sambandi, svo að fólk hafi áhuga á því sem þau hafa að segja.“ n „Það er líka merkilegt að Snapchat er orðinn næststærsti samfélags- miðillinn á Íslandi, aðeins þriggja ára gamall. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Íslendingar og samfélagsmiðlar n Já, nota n Nota daglega eða oftar n Er mikilvægur samfélagsmiðill 89% 74% 45% 46% 31% 13% 14% 6% 16% 5% 14% 3% 31% 3% Heimild: Gallup 0% Hröð þróun Andri segir samfélagsmiðlana þróast gríðarlega hratt mynd SiGtryGGur ari Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslenskt vottað innihald NO3 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Sýni rannsóknarstofa Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum w w w .s u p er b ee ts .is - v it ex .is Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Uppgötvun á Nitric Oxide var upphafið á framleiðslu rislyfja Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en b ev .is - U m b o ð : v it ex e h f Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Melatónin Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is úr graskersfræjum ZenBev - náttúrulegt Triptófan Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.