Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 24 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þ að er með nokkrum ólík­ indum að fylgjast með Al­ þingi þessa dagana. Mál­ þóf stjórnar andstöðu hefur náð nýjum hæðum og þinginu er stjórnað af minnihluta þingmanna. Línan var dregin við rammaáætl­ un. Þar barði stjórnarandstaðan í borðið og sagði: hingað og ekki lengra. Nú stöðvum við þingstörf. Stjórnarliðar hneykslast á þessari framgöngu og telja lýð­ ræðið fótum troðið. En þessir sömu stjórnarliðar voru stjórnarandstað­ an á síðasta kjörtímabili og beittu þá nákvæmlega sömu meðulum. Með málþófi voru þingstörf sett í uppnám og þáverandi stjórnarlið­ ar og núverandi stjórnarandstaða hneykslaðist frá hvirfli til ilja. Þetta fyrirkomulag þarf að brjóta upp. Alþingi verður að geta sam­ þykkt lög í takt við þann meirihluta sem mannar sætin 63 á hverjum tíma. Vandséð er hvernig þessu fyrirkomulagi verður breytt á hinu sundurlynda Alþingi. Hér er tillaga: Síðasta verk þessarar ríkisstjórnar verður að leggja fram frumvarp að breytingu á lögum um þingsköp. Þar verði komið í veg fyrir að ein­ staka þingflokkar geti tekið Alþingi í gíslingu. Með þessu móti getur næsta ríkisstjórn, hvernig sem hún verður nú skipuð, komið málum sínum í gegnum þingið. Samtím­ is er ríkisstjórnum framtíðar gert kleift að virða vilja þjóðarinnar sem kýs stjórnmálaflokka eftir stefnu­ málum í almennum kosningum. Það fyrirkomulag sem nú er í gildi, að þingmenn taki sig saman og geri stöðugt athugasemdir við fundarstjórn forseta og veiti svo andsvör og andsvör við þeim, hefur gengið sér til húðar. Helsta birtingarmyndin á viðhorfi þjóðar­ innar til þessara vinnubragða eru skoðanakannanir. Þriðjungur þjóðarinnar styður Pírata. Ef ekki verður breyting á þessum starfs­ háttum Alþingis er ljóst að píratinn á fjósbitanum heldur áfram að fitna. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, gerði þessa stöðu á Alþingi að umtalsefni í pistli sem hann ritaði á vef sjónvarpsstöðvar­ innar Hringbraut. Þar segir hann meðal annars: „Hvað sem líður slæmum fordæmum er kjarni máls­ ins þó sá að gagnrýni á ríkisstjórn ber stjórnarandstöðu á hverjum tíma að beina að henni sjálfri en ekki forseta Alþingis. Það er ein­ faldlega ómálefnalegt að gagnrýna þingforseta fyrir gerðir ríkisstjórn­ arinnar.“ Þorsteinn telur að forseta Alþingis beri að stöðva þessi lög­ brot stjórnarandstöðunnar, eins og hann kallar þau. Það mun hins vegar ekki gerast á hinu vanstillta Alþingi. Þá fyrst yrðu ramakveinin svo há að óþarfi væri að boða fólk til byltingar á Austurvelli. Fólk fylgist með í forundran hvernig þingmenn haga mál­ flutningi sínum. Nýlegar siðaregl­ ur þingmanna munu ekki breyta neinu í þessum efnum enda eru þær óttalega froðukenndar og í besta falli afturganga andrúms­ loftsins frá eftirhrunsárunum. Eftir stendur að þingið er í upp­ námi. Minnihlutinn á hverjum tíma fer með meira vald en kjósendur fólu honum og spikfeiti píratinn vegur salt á fjósbitanum. n Píratinn á fjósbitanum Stutt og hnitmiðað Í frumvarpi fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins kemur fram að ráðgjafanefnd sem eigi að taka við hlutverki hennar eigi fyrst og fremst að rita „stuttar og hnitmiðaðar“ umsagnir til ráð­ herra. Ekki er vitað hvort ráðherra sé með þessu að gagnrýna skýrslu­ skrif Bankasýslunnar, en í umsögn stofnunarinnar um frumvarpið er sérstaklega nefnt að Banka­ sýslan hafi gert „ítarlegar skýrslur til stjórnvalda“ um málefni er snúa að losun fjármagnshafta. Ekki verður sagt að umsögn Bankasýslunnar um frumvarp­ ið sjálft hafi verið „stutt og hnit­ miðuð“ en hún er 34 blaðsíður að lengd. Stuðningsmenn Banka­ sýslunnar þykjast þó sjá miklar framfarir hjá stofnuninni í þessum efnum. Þannig var sagt frá því á viðskiptasíðum Morgunblaðsins í október í fyrra að Bankasýslan hefði útbúið um 70 blaðsíðna skýr­ slu til ráðgjafa stjórnvalda við los­ un hafta í tengslum við breytingar á skilmálum skuldabréfa milli gamla og nýja Landsbankans. Hver tekur við af Sigurði? Sigurður Erlingsson, sem hafði verið forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) frá árinu 2010, óskaði eft­ ir að láta af störfum undir lok aprílmánaðar. Uppsögnina bar brátt að og sagt er að Sigurður hafi óskað eftir því að hann fengi að hætta samstund­ is þegar ljóst var að stjórnvöld hygðust auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Til stendur að leggja Íbúðalána­ sjóð niður í núverandi mynd og að lánasafn sjóðsins verði látið renna út. Ýmsir eru nefndir sem líkleg­ ir umsækjendur að stöðu for­ stjóra Íbúðalánasjóðs. Þannig gæti Yngvi Örn Kristinsson, hag­ fræðingur Samtaka fjármálafyr­ irtækja, gert aðra atlögu að því að verða forstjóri sjóðsins en árið 2010 reyndist ekki stuðningur á meðal meirihluta stjórnar ÍLS til að ráða Yngva Örn sem forstjóra. Þá hefur Ásgeir Jónsson, dósent við Háskóla Íslands og nýráðinn efnahagsráðgjafi Virðingar, ver­ ið nefndur til sögunnar en hann hefur lengi verið vinsæll álitsgjafi um málefni Íbúðalánasjóðs og verðtryggð íbúðalán. Finnur í orkuna HS Orku hefur borist öflugur liðs­ auki, því lögmaðurinn Finnur Beck hefur verið ráðinn til fyrirtækisins. Finnur hefur starfað sem héraðsdóms­ lögmaður hjá Landslögum og í byrjun þessa árs varð hann einn af eigendum lög­ mannsstofunnar. Þá hefur Finnur kennt stjórnskipunarrétt í Háskól­ anum í Reykjavík, það var einmitt frá þeim skóla sem hann lauk fullnaðarprófi í lögfræði árið 2010. Hann var á árum áður vinsæll fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu. Eigum við að fangelsa virka alkóhólista? Bubbi Morthens vill að ríkið framleiði og selji kannabis. – DV Á ýmsu hefur gengið eftir að landeigendur létu til skarar skríða í baráttu sinni fyrir að einkavæða náttúrufegurð Ís­ lands. Samkvæmt lögum er þeim óheimilt að innheimta fyrir að­ gang að landi nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum og samning­ um. Þeir hafa sumir hins vegar reynt að skapa sér hefðarrétt með því að rukka í trássi við lögin í von um að komast upp með það. Hugmyndin er þá sú að með tímanum öðlist þeir sambærilegan rétt og kvótahaf­ ar til sjávarins en þrátt fyrir lög um fiskveiðar sem kveða á um eignar­ rétt þjóðarinnar á sjávarauðlindinni, fara þeir sínu fram, veðsetja auð­ lindina í eigin þágu og leigja hana og framselja dýrum dómum. Þegar reynt hefur verið að hrófla við þessu kerfi er jafnan kveðið upp mikið ramakvein og talað um brot á einka­ eignarrétti. Samkvæmt hefð sé þessi réttur kominn í hendur kvótahafa! Þjóðin á auðlindirnar Auðvitað er alrangt að tala á um hefðarrétt til auðlinda landsins í þessu samhengi því með réttu næði sá réttur til meira en þúsund ára Ís­ landsbyggðar og er kvótakerfið í því samhengi sem dagur ei meir! Það breytir því ekki að tilraunir núverandi ríkisstjórnar ganga allar út á að festa í sessi „rétt“ landeigenda til einka­ eignar á náttúruperlum landsins. Náttúrupassinn er vitanlega stór­ fenglegasta tilraunin í þessa veru en með honum stóð til að formgera þá grunnhugsun að réttmætt væri að rukka fólk fyrir að njóta náttúru­ fegurðar og einnig var hugmyndin sú að einkaaðilar fengju hlutdeild í af­ rakstrinum. Þetta gekk ekki upp enda hug­ myndin ekki góð að neinu leyti. Af ummælum formanns atvinnunefnd­ ar þingsins, Jóns Gunnarssonar, um náttúrupassann mátti merkja að hann var ekki ýkja hrifinn af þessari tillögu samflokkskonu sinnar, Ragn­ heiðar Elínar Árnadóttur, ferðamála­ ráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Ráð finnast! En Jón Gunnarsson er ekki af baki dottinn. Nú er hann kominn fram með nýja hugmynd um gjaldtöku. Samkvæmt henni er ekki nóg með að einkaaðilar fái heimild til að rukka heldur mega þeir samkvæmt hugmynd hans líka sekta. Ætlun­ in er nefnilega sú að landeigendur fái sams konar heimild og bílasjóðir ríkis og sveitarfélaga, að taka stöðu­ mælagjald á bílastæðum og fái síð­ an lögregluvald til að fylgja gjald­ heimtu sinni eftir þráist menn við að borga. Jón Gunnarsson opnaði sig um þessa nýju gjaldheimtuhug­ mynd Sjálfstæðisflokksins í vikunni og vék hann í máli sínu sérstaklega að Geysissvæðinu og Kerinu í Gríms­ nesi: „ Með bílastæðaleiðinni fengju þessir aðilar heimild til að innheimta bílastæðagjöld og sekta með sama hætti og bílastæðasjóðirnir.“ Þetta er haft eftir formanni atvinnunefndar Alþingis í Morgunblaðinu sl. þriðju­ dag. Lögregluvald til lögbrjótanna! Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að Óskar Magnússon, sem í trássi við lög og undir blaktandi þjóðfánanum, hefur rukkað ferðamenn um aðgang að Kerinu, á nú í ofanálag að fá leyfi til að krefjast gjalds fyrir að fólk leggi bílum sínum á bílastæðin sem Vega­ gerðin hefur útbúið og auk þess fái hann heimild til að sekta okkur ef við ekki borgum! Eigendur Kersins hafa ekki enn valdið óafturkræfum nátt­ úruspjöllum við Kerið því fjarlægja má rukkunarskúrinn og girðinguna sem á að halda þeim sem ekki hafa greitt utangarðs. En auðvitað eiga allar framkvæmdir að vera á vegum náttúruverndaraðila en ekki þeirra sem hafa gróðann fyrst og fremst að leiðarljósi. Orðsending En við Jón Gunnarsson vil ég segja þetta: Ég útiloka alls ekki að gjöld verði tekin fyrir að nýta aðstöðu við ferðamannastaði en allt slíkt á að vera á hendi opinberra aðila en einkahagsmunir komi þar hvergi nærri. Bjóði einkaaðilar upp á sér­ staka þjónustu eða söluvöru gegnir allt öðru máli um slík viðskipti. Þetta leggur hinu opinbera hins vegar miklar skyldur á herðar og hef ég full­ an skilning á stöðu þeirra einstak­ linga sem eiga land þar sem fjölsótt­ ar náttúruperlur er að finna. Þar ber samfélaginu að stíga inn með að­ stöðu og þjónustu sem sómi er að. Á of mörgum stöðum skortir þar á þótt ég taki engan veginn undir sönginn um „allt í ólestri“ sem landeigendur sumir hafa kyrjað til að knýja á um einkavæðingu náttúrufegurðarinnar á Íslandi í þágu eigin pyngju. n Jón vill að Óskar fái að sekta!„Ég útiloka alls ekki að gjöld verði tek- in fyrir að nýta aðstöðu við ferðamannastaði en allt slíkt á að vera á hendi opinberra aðila en einkahagsmunir komi þar hvergi nærri. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari Ég fór aldrei út úr bílnum Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway, lagði í stæði fyrir fatlaða. – DV Þetta hefur verið hratt og illa unnið undanfarin ár Kristján Berg Ásgeirsson fiskikóngur vill ekki taka þátt í verðkönnun ASÍ. – DV „Ef ekki verður breyting á þessum starfsháttum Alþingis er ljóst að píratinn á fjós- bitanum heldur áfram að fitna. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.