Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 29. maí–1. júní 201522 Umræða Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð Í þessum fasta dálki hefur verið sagt frá ýmsum fréttum dagblaðanna hér á árum áður. Auglýsingar hafa frá fyrstu tíð skipað stóran sess í blöðunum, enda stærsti tekjuliður þeirra og um leið mikilvæg tilkynn­ ingaveita. Í dagblöðunum í Reykjavík hefur eðlilega borið mikið á auglýs­ ingum frá verslunum bæjarins, sem margar eiga sér merkilega sögu. Hér á árum áður voru miðbærinn og Laugavegurinn miðpunktur verslunar í höfuðstaðnum en nú hefur verslunin að mestu flust ann­ að og mörg rótgróin fyrirtækið horf­ ið á braut. Þau fyrirtæki áttu sér mörg hver merkilega sögu sem er sam ofin verslunarsögu tuttugustu aldar. Oft var það svo að stofnendur þeirra komu sem ungir menn til Reykjavíkur með tvær hendur tóm­ ar. Hér segir af fjórum fyrirtækjum sem horfin eru af Laugaveginum og stofnendum þeirra. Eitt glæsilegasta hús bæjarins Marteinn Einarsson fæddist 1890 að Grímslæk í Ölfusi. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1908 og vann við verslun afa síns í fjögur ár, en stofnaði svo sína eigin búð að Laugavegi 44 árið 1912. Þar verslaði hann með matvörur og ýmiss konar vefnaðarvöru. Hann rak verslun sína þar til ársins 1918, en þá keypti hann húseignina Laugaveg 29, flutti verslunina þangað og hætti verslun með matvöru. Helgi Jónsson gekk þá í félag með honum og bar verslunin æ síðan nafnið Marteinn Einarsson & Co. Loks keypti hann brunarústir á horni Laugavegar og Vatnsstígs og byggði stórhýsi það, sem þar stendur enn og seinna hýsti Alþýðubankann frá 1971 og nú síðast biskupsstofu. Verslunarhús Marteins Einars­ sonar þykir eitt hið glæsilegast í bænum, en það var reist af miklum stórhug og framsýni á árunum 1928– 1930. Raunar sagði einn bankastjóri á þessum tíma við Martein að hann hefði ekki hug á að lána til bygginga verslunarhúsnæðis „uppi í sveit“. Svo fjarri þótti Vatnsstígur þá mið­ bænum. Marteinn verslaði jafnt með vefnaðarvöru sem tilbúinn fatnað, hvort heldur sem var á konur eða karla. Hann lést árið 1958. Eberhardt, sonur hans, tók þá við versluninni ásamt bróður bróður sínum Gunnari og ráku þeir hana í nokkur ár. Sem yfir maður var Marteinn sérlega vel látinn, enda störfuðu sumir verslun­ armenn hjá honum í áratugi. „Uss, ég sel ekki svona ljót og leiðinleg leikföng“ Bróðir Marteins, Kristinn Einarsson, var einnig umsvifamikill kaupmaður. Hann var fæddur 1896 og lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1916. Árið 1919 stofnaði hann leikfanga­ og búsáhaldaverslunina K. Einarsson & Björnsson, í félagi við Hjalta Björnsson. Verslunarskólamenntunin reyndist Kristni haldgóð, sér í lagi þýskukunnáttan, en hann átti sín við­ skipti við Þjóðverja allt frá árinu 1918. Kristinn var spurður í viðtali fyr­ ir jólin í kringum 1975 hvernig hon­ um litist á nýju þroskaleikföngin, sem þá voru mjög í tísku hjá „upplýstum og meðvituðum“ foreldrum. Hann svaraði: „Uss, ég sel ekki svona ljót og leiðinleg leikföng, litlausa kubba og bíla sem ekkert heyrist í. Börn vilja ekki leika sér að þessu. Þau vilja falleg og skemmtileg leikföng og ég skil þau vel.“ Kristinn stýrði fyrirtæki sínu allt frá stofnun 1919 þar til hann lést 1986, níræður að aldri, eða í 67 ár samfleytt. Síðari árin rak hann verslunina í sam­ starfi við Rudolf son sinn. Reiðhjól, saumavélar og hljómplötur Hinum megin götunnar var stórfyrir­ tækið Fálkinn, sem rekur upphaf sitt til ársins 1904. Það ár setti Ólafur Magnússon trésmiður upp reiðhjóla­ verkstæði við Skólavörðustíg. Við­ skiptin undu upp á sig og brátt hóf hann innflutning á varahlutum í reiðhjól. Ekki leið á löngu þar til hann hóf að flytja inn hjólhesta. Snemma flutti Ólafur starfsemina á Laugaveg og árið 1924 festi hann kaup á „Hjólhestaverksmiðjunni Fálkanum“ og breytti nafni fyrir­ tækisins í „Reiðhjólaverksmiðjuna Fálkann“. Upp frá því rak Ólafur alla starfsemi sína undir nafni Fálkans og fyrr en varði var fyrirtækið komið á ótroðnar brautir. Árið 1924 hóf Fálkinn innflutning hljómplatna og fjórum árum síðar var gerður samningur við Columbia­ hljómplötufyrirtækið. Í byrjun fjórða áratugarins voru teknar upp rúm­ lega 150 íslenskar hljómplötur í tveimur áföngum og seldust sumar þeirra í allt að tvö þúsund eintökum. Þá fengust snemma saumavélar í Fálkanum en árið 1932 fékk fyrirtæk­ ið umboð fyrir Necchi­saumavélar, sem voru meðal mest seldu sauma­ véla hér á landi næstu áratugina. Árið 1947 seldust, svo dæmi sé tek­ ið, hvorki fleiri né færri en tvö þús­ und Necchi­saumavélar hérlendis. Árið 1928 fékk fyrirtækið umboð fyr­ ir Dodge­bifreiðar og á næstu fjór­ um árum voru fluttar inn um það bil áttatíu bifreiðar þeirrar tegundar, en Fálkinn varð að hætta innflutningi bifreiða þegar einkasölu ríkisins á bifreiðum var komið á fót 1932. Í byrjun síðari heimsstyrjaldar hófst reiðhjólaframleiðsla Fálkans á nýjan leik, en þá hafði að mestu ver­ ið tekið fyrir innflutning til landsins. Þessi framleiðsla stóð yfir á stríðs­ og haftatímabilinu, allt til ársins 1954, en þá opnaðist aftur fyrir innflutning til landsins. Á þessum 14 árum voru framleidd um 18 þúsund reiðhjól und­ ir merki Fálkans. Véladeild Fálkans var stofnuð árið 1956 og þar var lengi að finna landsins mesta úrval af legum, reimum, hjöruliðskrossum og ásþétt­ um, í allar gerðir véla og farartækja. Fálkinn er enn til og það er tím­ anna tákn að starfsemin er flutt í Kópavog. Byssur, magabelti og brjóstahöld Í næsta húsi við Fálkann var verslunin Olympia lengi staðsett, en hana ráku Þórleif Sigurðardóttir ( kölluð Þóra) og eiginmaður henn­ ar Hjörtur Jónsson. Hjört dreymdi um að koma á fót sportvöruverslun, en hann hafði snemma fengið um­ boð fyrir gott firma í haglaskotum. Eftir Ólympíuleikana í Berlín 1936 var hann búinn að nefna þessa verslun Olympiu. Verslunin varð að veruleika árið 1938. Þóra hafði áður haldið til Danmerkur og lært að sauma kraga, blóm, sokkabelti, brjóstahaldara og ýmsa smávöru. Út í glugga í hinni nýju verslun var stillt byssum, maga­ beltum og brjóstahöldum. Þegar stríðið braust út fengust engin skot. Þau hjónin hófust þá handa við að selja konfekt, karamell­ ur, vindlinga og margt fleira með líf­ stykkjavörunum. Þóra sá um fram­ leiðsluna, en Hjörtur hafði umsjón með rekstri og bókhaldi. Hjörtur reisti stórhýsi undir verslun þeirra á Laugavegi 26, sem enn stendur, en hann hafði keypt lóðina á stríðsárun­ um og beið í mörg ár eftir að fá leyfi til að byggja. Þangað var verslunin flutt og saumastofunni komið fyrir í kjallaranum, en hún hafði áður verið staðsett heima hjá þeim hjónum. Árið 1964 stofnaði Hjörtur Húsgagnahöll­ ina að Laugavegi 26 og um skeið var hún rekin þar á þremur hæðum. Þegar dró úr sölu á lífstykkjavör­ um var saumað mikið af náttsloppum hjá fyrirtækinu, en einnig voru flutt­ ir inn sloppar, undirfatnaður og nátt­ föt. Þá fengust einnig dragtir og kápur í versluninni. Svo fór að rekstri versl­ unarinnar á Laugavegi var hætt, en um það fórust Þóru svo orð: „En svo breyttist allt þegar Laugavegurinn var gerður að göngugötu og trjáræktar­ svæði, þá gat maður bókstaflega lok­ að og það gerðum við og fluttum verslunina upp í Kringlu.“ Heimildir: Frjáls verslun, umfjöll- un dagblaðanna og minningagrein- ar. n Nokkur horfin verslunar- veldi af Laugavegi n Fjögur fyrirtæki og stofnendur þeirra n Hluti af íslenskri verslunarsögu 20. aldar Vinsæl verslun á Laugavegi Þóra Sigurðardóttir í Olympiu ásamt syni sínum, Sigurði Hjartarsyni. Verslunarhús Marteins Einarssonar & Co Myndina tók Eberhardt Marteinsson árið 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.