Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 32
4 Ferðaþjónusta - Kynningarblað Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 D rangeyjarferðir er fjöl­ skyldufyrirtæki sem staðsett er á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Það var stofn­ að af Jóni Eiríkssyni þegar hann hóf að sigla með ferðafólk út í Drangey. Síðar byggði Jón upp svæðið á Reykjum til ferðaþjónustu. Viggó, sonur hans, og sonarsonur, Helgi Rafn, hafa tekið við rekstrinum ásamt fjölskyldum sínum og halda áfram því starfi og uppbyggingu sem Jón hóf á sínum tíma. Sigling í Drangey Drangeyjarferðir bjóða upp á sigl­ ingu út í Drangey, sem er ein af nátt­ úruperlum Skagafjarðar, og bað í Grettislaug og Jarlslaug. Á Reykjum er einnig Grettis Café, kaffihús og bar, gistiheimili á tveimur hæðum og stórt og gott tjaldsvæði. Afþreying er í boði, skipulagðar gönguferðir og sjóstangveiði. „Drangey er frekar hrikaleg ásýndum þegar þú kemur undir bergið og mörgum finnst þeir verða litlir við hliðina á náttúrunni. En uppgangan er auðveld og flestum fær,“ segir Viggó hjá Drangeyjarferð­ um. „Í fyrra gekk sem dæmi 84 göm­ ul kona upp og fór létt með það.“ Fjölbreytt afþreying á Reykjum „Yfir sumarmánuðina bjóðum við upp á daglegar ferðir út í Drangey,“ segir Viggó. Drangey er náttúruperla í miðjum Skagafirði með flottu útsýni yfir fjörðinn og fuglalífið er magnað. Sjóstangveiði er skemmtileg af­ þreying fyrir alla, en stutt er að sigla á gjöful fiskimið. „Nýtt í sumar hjá okkur eru göngu­ ferðir yfir Tindastólinn með leiðsögn. Hægt er að velja um tvær leiðir, styttri ferðin er 4–5 klukkustundir en sú lengri er 8–9 klukkustundir og lýkur göngunni svo á Reykjum þar sem hægt er að fá sér veitingar og slappa af í Grettislauginni,“ segir Viggó. Heitar laugar hafa mikið aðdráttarafl Grettislaug og Jarlslaug eru nátt­ úrulaugar hlaðnar ofan á heitum uppsprettum. Grettislaug er nefnd eftir Gretti sterka, en Jarlslaug, nýrri laugin, eftir Drangeyjarjarlin­ um Jóni Eiríkssyni. Grettislaug var valin önnur af bestu laugum lands­ ins fyrir stuttu af erlendu tímariti og hafa laugarnar báðar mikið aðdrátt­ arafl fyrir ferðalanga á Íslandi, sem finnst fátt jafnast á við að baða sig í 39 gráðu heitri laug á sjávarkamb­ inum. Við laugarnar er útisturta og skiptiaðstaða. Grettis Café býður upp á léttar veitingar „Fyrir þremur árum opnuðum við Grettis Café á Reykjum, kaffihús og bar,“ segir Viggó. Ferðafólki hefur þótt það frábær viðbót á svæðinu. Grettis Café er opnað kl. 9 og er opið fram eftir kvöldi. Tjaldsvæði og gistiheimili Á Reykjum er stórt og gott tjaldsvæði með salernisaðstöðu, grillaðstöðu og litlu leiksvæði fyrir börnin. Einnig er þar notalegt gistiheimili og í boði eru bæði svefnpokapláss eða uppá­ búin rúm. „Við tökum vel á móti hópum, stórum sem smáum,“ segir Viggó. Tilvalið er fyrir vinahópa, sauma­ klúbba eða fyrirtæki að hafa sam­ band og fá tilboð í afþreyingu fyrir hópinn sinn. „Einnig bjóðum við hópum upp á mat, léttar veitingar eða kaffihlaðborð og hefur það verið mjög vinsælt eftir ferðir,“ segir Viggó. „Við höfum einnig fengið hingað fólk í hestaferðum, sem nýtir sér laugina og nærir sig svo á kaffihúsinu áður en það heldur áfram ferðinni.“ Þann 27. júlí nk. verður tónlistar­ hátíðin Drangey Music Festival – þar sem vegurinn endar haldin á Reykj­ um og er það í fyrsta sinn sem tón­ listarhátíð er haldin á staðnum. Jónas Sig og Ritvélar framtíðar­ innar, Emilíana Torrini, Magni og Contalgen Funeral. „Miðasala á hátíðina gengur vel og vanur maður í brúnni, Áskell Heiðar sem hefur séð um Bræðsluna en hann og ég erum hvatamenn að Drangeyjar Music Festivalinu,“ segir Viggó. Nánari upplýsingar má finna á midi.is og heidar@fjolnet.is. Drangeyjarferðir eru á Reykjum í Skagafirði, síminn er 821­0090 og 821­0091, netfang drangey@fjol­ net.is. Heimasíða er drangey.net og Drangeyjarferðir eru einnig á Face­ book. n Drangeyjarferðir Heitar laugar hafa mikið aðdráttarafl fyrir þreytta ferðalanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.