Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 30
2 Ferðaþjónusta - Kynningarblað Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Gisting í fallegu umhverfi í alfaraleið Glaðheimar sumarhús og Hótel Blönduós G laðheimar Sumarhús eru í alfaraleið, við þjóðveg 1 á Blönduósi og eru opin allt árið. Á svæðinu er rekið tjaldsvæði og einnig er þar upplýsingamiðstöð. „Við bjóðum upp á 19 sumarhús af ýmsum stærðum og gerðum. Í flestum geta 4–6 gist í einu,“ segir Lárus B. Jónsson hjá Glaðheimum Sumarhúsum. „Flest þeirra eru með heitum potti og nokkur eru með sána. Öll sumar húsin eru til leigu allt árið.“ Um­ hverfið er fallegt og upplagt að láta sér líða vel í sumarhúsunum á bökkum Blöndu og náttúruperlan Hrútey er þar örstutt frá og gönguleiðir niður með Blöndu að sjó. Glaðheimar Sumarhús leigja einnig út fjór­ ar stúdíóíbúðir og er hver þeirra hentug fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þær eru í næsta ná­ grenni sundlaugarinnar á Blönduósi, sem er ein af betri sundlaugum landsins. Glaðheimar Sumarhús eru að Brautar­ hvammi, Blönduósi. Síminn er 820­1300 og 690­3130, netfang gladheimar@simnet.is . Bókunarhnappur er á heimasíðunni glad­ heimar.is n S ami eigandi rekur einnig 16 herbergja hótel, Hótel Blönduós og gistiheimili. Blönduós er stærsti þéttbýlisstaður­ inn við Húnaflóa og er Hótel Blöndu­ ós í hjarta bæjarins og í alfaraleið. Samgöngur eru góðar og Hótel Blönduós því tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem eru á ferðinni, til að gista í og njóta þess sem Blönduós hefur upp á að bjóða, áður er haldið er á næsta áfangastað. Frá Hótel Blönduósi er stutt í fjöruna og fjölda fallegra gönguleiða. Rétt utan við Blönduós er níu holu golfvöllur í Vatnahverfi. Fjöldi safna er á Blönduósi; Heimilisiðnað­ arsafnið, Hafíssetrið, sem staðsett er í Hille­ brandtshúsi í elsta bæjarhlutanum, Textílsetur Ísalands og Laxasetur Íslands. Flest herbergin á Hótel Blönduósi eru tveggja manna og baðherbergi inni á hverju herbergi. Morgunmatur er í boði fyrir hótel­ gesti á veitingastað hótelsins, en hann má einnig bóka sem kvöldmat fyrir stærri hópa. Einnig er gistiheimili 300 metra frá Hótel Blönduós þar sem að 30 manns geta gist. Her­ bergin þar eru tveggja manna. Hótel Blöndu­ ós er að Aðalgötu 6, Blönduósi. Símar eru 452­4205, 898­1832 og 820­1300, netfangið er hotelblonduos@simnet.is. n Á hreindýraslóðum í náttúrufegurð Austfjarða Skjöldólfsstaðir á Jökuldal – Gisting og fjölbreytt afþreying Á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal er rekið aðlaðandi gistiheim­ ili með góðri aðstöðu fyrir alla ferðalanga. Hvort sem er hópa sem vilja borða saman í virðulegum sal, eða ferðalanga sem gista í tjaldi. Á Skjöldólfsstöðum er hægt að mæta óskum allra. Gisti­ heimilið er í dag með 12 herbergi, tvö eins manns, níu tveggja manna og eitt fjögurra manna. Herbergin er hægt að panta uppábúin eða sem svefnpokapláss. Verið er að leggja lokahönd á tíu tveggja manna her­ bergi, með baðherbergi og uppábún­ um rúmum, sem ráðgert er að taka í gagnið um mánaðamótin júní júlí. Hægt er að fá barnarúm. Sameigin leg baðaðstaða og inni­ falinn er aðgangur að heitum potti og sundlaug. Skjöldólfsstaðir státa af rúmgóðu tjaldsvæði með aðgangi að rafmagni. Sturtur, heitur pottur og sundlaugin eru innifalin í verði inn á tjaldsvæð­ ið. Í Hákonarstofu sem staðsett er á tjaldsvæðinu er hægt að sitja við op­ inn eld og orna sér á fallegum sumar­ kvöldum. Ekki gleyma gítarnum. Hreindýrabollur, áfengi og ís Fjölbreytt veitingasala er á Skjöld­ ólfsstöðum. Boðið er upp á mat, kaffi og áfengi ásamt gosi, ís og sælgæti. Á matseðli er meðal annars matur úr Héraði: silungur, lamb og hreindýr. Hægt er að fá hreindýrabollur, kjöt­ súpu, hreindýra­ og lambaborgara, steikur og fleira. Með kaffinu er boð­ ið upp á heimabakað bakkelsi. Í júní verður matseðillinn þó einfaldur þar sem verið er að leggja lokahönd á herbergisframkvæmdir. Á neðri hæð veitingasalar er barnahorn með sjónvarpi, dvd­ spilara, leikföngum, dýnum og púðum. Á staðnum fást einnig minjagripir úr Héraði, en Ólafía Sig­ mundsdóttir er þar með vinnustofu og saumar muni úr hreindýraleðri. Dansleikir, fundir og ráðstefnur Góður 120 manna veislusalur er á Skjöldólfsstöðum. Þar er tilvalið að halda brúðkaup, afmæli, fermingar, erfidrykkjur, árshátíðir, dansleiki, fundi, ráðstefnur og fleira. Góð aðstaða er til að sýna hvers kyns myndir og halda fyrirlestra en skjávarpi og tjald eru á staðnum. Ýmsir viðburðir eru ár hvert haldnir á Skjöldólfsstöðum. Fyrstu helgina í júní er árleg opnunarhátíð með ýmsum viðburðum fyrir börn og fullorðna. Árlega er haldið upp á afmæli Hákonar Aðalsteinsson­ ar skálds þann 13. júlí. Vegna fram­ kvæmdanna verður þessum tveim­ ur viðburðum þó fagnað saman í júlí þetta árið. Fyrstu helgina í sept­ ember er dansleikur en Geirmund­ ur Valtýsson hefur spilað á þeim dansleik síðustu 20 ár. Skjöldólfsstaðir á Jökuldal, sími: 471­1085 og 895­1085, net­ fang allij@centrum.is og heima­ síðan er : www. ahreindyraslod­ um.is n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.