Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 48
Helgarblað 29. maí–1. júní 201540 Sport
Þess vegna býr KR
ekki til betri leikmenn
n Einn KR-ingur í einni af bestu deildunum frá upphafi n Lélegar aðstæður
Á
sunnudag fór ég á KR-völlinn
og sá heimamenn vinna ÍBV
1–0. Meðan á leiknum stóð
heyrði ég einn áhorfanda
kvarta yfir því að KR byggi
ekki til betri leikmenn. Hann hafði
eitthvað til síns máls, hugsaði ég,
Skúli Jón Friðgeirsson var eini
uppaldi leikmaðurinn í byrjunarliði.
En fótbolti snýst ekki um að spila
með sem flesta heimamenn heldur
að vinna leiki. Það það þekkja
Vesturbæingar betur en nokkrir
aðrir. KR er langsigursælasta liðið
í íslenskum fótbolta. Liðið hefur
orðið Íslandsmeistari 26 sinnum og
bikarmeistari 14 sinnum.
Þrátt fyrir glæsta sögu hefur liðinu
ekki tekist að búa til leikmenn af
sömu gæðum og erkifjendurnir í Val
og á Skaganum. Séu skoðaðar fimm
bestu deildir Evrópu (þær sem oftast
hafa unnið Evrópubikarinn), Spán,
England, Ítalíu, Þýskaland og Hol-
land, hefur aðeins einn KR-ingur leik-
ið í þessum deildum, Brynjar Björn
Gunnarsson í ensku úrvalsdeildinni.
Þá er það athyglisvert að enginn upp-
alinn KR-ingur var í leikmannahópi
Íslands í eina stóra landsliðsverk-
efninu sem lokið er á árinu. Þó er
næsta víst að Theódór Elmar Bjarna-
son verði valinn fyrir leikinn í næsta
mánuði gegn Tékkum en hann var
meiddur síðast þegar liðið lék, gegn
Kasakstan.
Ömurlegar aðstæður
Algeng afsökun í Vesturbænum á
skorti á toppatvinnumönnum er sú
að liðið sé undir pressu á hverju ári
að vinna titla. Ef svo er, hvaða góði
fótboltamaður hefur ekki fengið
tækifæri með meistaraflokki KR? Ef
þú ert nógu góður færðu tækifærið.
KR-ingar virðast líta svo á að leikmenn
verði KR-ingar á því einu að spila í
Vesturbænum. Gummi Ben, Pétur
Péturs og Atli Eðvalds eru ekki uppaldir
KR-ingar en hafa orðið svartir og hvítir
á því að leika með liðinu. Eitthvað sem
virðist ekki gerast hjá öðrum liðum.
Þegar ég kom heim velti ég því
fyrir mér sem maðurinn í stúkunni
sagði. „Af hverju býr KR ekki til
betri leikmenn?“ Svarið liggur ekki í
þjálfun að mínu mati. KR-ingar leggja
mikið upp úr því að ráða góða þjálfara
í yngri flokkum og eru alveg á pari þar
við önnur félög. Líklega liggur svarið
við spurningunni í aðstæðunum í
Vesturbænum. Það æfingasvæði sem
er KR hefur afnot af er ekki í líkingu
við það sem þekkist í Kópavogi og
Hafnarfirði til dæmis. Aðeins einn
gervigras völlur er á svæðinu en hann
er lélegur og nánast ónothæfur því
engin kynding er undir vellinum. Ætli
KR sér að búa til betri leikmenn þarf
félagið að huga að þessum málum.
Mín stuttu kynni af KR
Ég get sjálfur deilt minni reynslu eft-
ir veru mína hjá KR árið 2004. Þá
voru að koma upp drengir fæddir
1983–1987. Áberandi var að fótbolt-
inn var ekki í fyrsta sæti hjá drengjum
í KR eins og ég upplifði síðan síðar á
ferlinum hjá Breiðablik, þar sem fót-
boltinn var strákunum allt. Í KR var
fótboltinn í þriðja sæti á eftir skólan-
um og félagslífinu. Margir af þessum
drengjum sem þarna voru áttu eftir
að verða góðir námsmenn og eru far-
sælir í atvinnulífinu í dag. En enginn
af þeim var tilbúinn að leggja mikið
á sig til að ná langt í fótbolta. Ég man
eftir leik sem við KR-ingar lékum í
Færeyjum við HB. Ungu strákarnir í
KR máttu ekkert vera að því að fara til
Færeyja. Það var svo margt í gangi í fé-
lagslífinu í skólanum.
Tveir óheppnir
Hins vegar voru þarna tveir afgerandi
góðir fótboltamenn, Kjartan Henry
Finnbogason, þá 18 ára, og Theodór
Elmar Bjarnason, þá 17 ára. Tveir
frábærir fótboltamenn sem ég
hugsaði með mér að gætu farið alla
leið. Þeir voru óheppnir. Tóku rangt
skref, fóru til Celtic og ferill þeirra
hefur aldrei náð því flugi sem ég
vonaðist eftir.
Ekki misskilja mig, þeir geta báðir
litið stoltir um öxl. Theodór Elmar, nú
28 ára, hefur á sínum ferli leikið með
Lyn í Noregi, Gautaborg í Svíþjóð og nú
með Randers í Danmörku. Á síðasta
ári lék hann fjóra leiki með landsliði
Íslands í undankeppni EM 2016 í stöðu
hægri bakvarðar. Hann var meiddur í
síðasta leik gegn Kasökum og þá tók
Birkir Már Sævarsson stöðu hans.
Kjartan Henry verður 29 ára seinna
á árinu. Hann fór á flakk í minni félög
á Norðurlöndunum og Skotlandi.
Hann kom svo heim til KR árið 2010
og lék með liðinu alveg þar til á
síðustu leiktíð. Á þessum tíma vann
hann allt sem hægt var að vinna hér á
landi og var einn besti leikmaðurinn
hér á landi á þessum árum. En hann
hefur aldrei náð að fylgja því eftir í
atvinnumennsku. Í dag leikur hann
með smáliðinu Horsens í næstefstu
deild í Danmörku og stendur sig vel,
skorar mikið.
Björt framtíð
Spennandi KR-ingar á leiðinni Í dag
eru tveir sérstaklega spennandi KR-
ingar erlendis sem gætu komist í
sviðsljósið á komandi árum. Rúnar
Alex Rúnarsson, 20 ára markvörður,
er sonur Rúnars Kristinssonar.
Hann er mikið markvarðarefni
og gæti í framtíðinni leikið með
íslenska landsliðinu. Rúnar lék á
dögunum sinn fyrsta leik með danska
úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland.
Annar spennandi, hæfileikaríkur
leikmaður er Albert Guðmundsson
sem leikur með Heerenveen. Albert er
framsækinn miðjumaður og af miklu
knattspyrnufólki kominn. Það kæmi
mér ekki á óvart ef strákurinn fengi
tækifæri í hollensku úrvalsdeildinni á
næstu leiktíð.
Einn á meðal þeirra bestu
Aðeins einn uppalinn KR-ingur
leikur í einni af fimm bestu deildum
Evrópu. Ástæðan fyrir því að ég valdi
England, Þýskaland, Ítalíu, Spán
og Holland er sú að lið frá þessum
löndum hafa í sögulegu samhengi
staðið sig langbest í Evrópukeppni
Meistaraliða (Meistaradeild).
Ég tek saman íslenska leikmenn
sem hafa leikið með íslenskum
liðum til 18 ára aldurs. Þó verður
að hafa í huga að að erlend félagslið
eiga auðvitað stóran þátt þjálfun
Eiðs Smára, Gylfa Sigurðssonar og
fleiri. n
Premier League
n Guðni Bergsson – Valur
n Eiður Smári Guðjohnsen – ÍR/Valur
n Jóhannes Karl Guðjónsson – ÍA
n Þórður Guðjónsson – ÍA
n Jóhann Guðmundsson – Víðir/ Keflavík
n Aron Gunnarsson – Þór Ak.
n Brynjar Björn Gunnarsson – KR
n Arnar Gunnlaugsson – ÍA
n Heiðar Helguson – Dalvík/Þróttur
n Hermann Hreiðarsson – ÍBV
n Ívar Ingimarsson – Súlan Stöðvarfirði
n Eggert Jónsson – Austri/Fram
n Þorvaldur Örlygsson – KA
n Gylfi Þór Sigurðsson – FH/Breiðablik
n Lárus Orri Sigurðsson – ÍA/Þór Ak
n Grétar Rafn Steinsson – KS/ÍA
n Sigurður Jónsson – ÍA*
n Árni Gautur Arason – ÍA **
*Deildin hét Divison 1 þegar hann lék í
efstu deild á Englandi.
**Lék ekki í deild með Man City en spilaði
í FA Cup gegn Man Utd og Tottenham.
Hjörvars Hafliðasonar
Hápressa
LA Liga
n Eiður Smári Guðjohnsen – ÍR/Valur
n Alfreð Finnbogason – Grindavík/
Fjölnir/Beiðablik
n Jóhannes Karl Guðjónsson – ÍA
n Þórður Guðjónsson – ÍA
n Pétur Pétursson – ÍA
Serie A
n Birkir Bjarnason – KA
n Albert Guðmundsson – Valur
n Emil Hallfreðsson – FH
n Hörður Björgvin Magnússon – Fram
Bundesliga
n Magnús Bergs – Valur
n Atli Edvaldsson – Valur
n Bjarni Guðjónsson – Valur
n Þórður Guðjónsson – ÍA
n Lárus Guðmundsson – Víkingur R.
n Pétur Ormslev – Fram
n Gylfi Sig. – FH/Breiðablik/Reading
n Helgi Sigurðsson – Víkingur R.
n Ásgeir Sigurvinsson – ÍBV
n Eyjólfur Sverrisson – Tindastóll
n Gunnar Heiðar Þorvaldsson – ÍBV
Erdevise
n Alfreð Finnbogason – Grindavík/
Fjölnir/Breiðablik
n Eiður Smári Guðjohnsen – ÍR/Valur
n Joey Guðjónsson – ÍA
n Jóhann Berg Guðmundsson – Breiðab.
n Aron Gunnarsson – Þór Akureyri
n Arnar Gunnlaugsson – ÍA
n Victor Pálsson – Fjölnir/Fylkir/
Liverpool
n Pétur Pétursson – ÍA
n Kolbeinn Sigþórsson – Víkingur/HK
n Grétar Steinsson – KS/ÍA
n Bjarki Gunnlaugsson – ÍA
n Gunnar Einarsson – Valur
n Jóhannes Harðarson – ÍA
England
Þýskaland
Holland
Í slökum liðum
Rúnar Kristinsson er án efa einn
hæfileikaríkasti knattspyrnumaður
sem komið hefur úr yngri flokka starfi
KR, hann var í frægum 69-árgangi KR
sem þykir einn sá besti í félaginu. Hann
er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands
frá upphafi með 104 leiki og einn besti
miðvallarleikmaður sem við höfum
átt. Á atvinnumannsferli sínum lék
Rúnar ekki með jafn öflugum liðum og
hæfileikar hans gáfu tilefni til. Hann var
á 25. aldursári þegar hann fór loks út
og lék á 13 ára atvinnumannsferli með
Örgryte, Lilleström og Lokeren. En þegar
hann var yngri var erfiðara að komast
út vegna kvóta á erlenda leikmenn
en hins vegar er það synd að þessi
frábæri leikmaður hafi ekki átt betri
atvinnumannsferil en raun ber vitni.
Í Frostaskjóli KR-ingurinn
Guðmundur Reynir Gunnars-
son fór í atvinnumennsku og
lék í Svíþjóð 2008 til 2009
en leikur nú með Víkingi
Ólafssvík í fyrstu deild.
MynD PRESSPHoToS.Biz
Spánn
Ítalía
Brynjar Björn Gunnarsson
er sá KR-ingur sem staðið
hefur sig best í atvinnu-
mennsku. Brynjari gekk
illa í atvinnumennsku
til að byrja með. Fyrst
fór hann 23 ára til
Valerenga í Noregi og var
þaðan lánaður til Moss.
En 24 ára færði hann sig yfir
til Svíþjóðar áður en Guðjón Þórðarson,
fyrrverandi þjálfari Brynjars hjá KR og
landsliðinu, fékk Brynjar til sín til
Stoke City. Eftir það fóru hlutirnir
að ganga upp hjá Brynjari.
Hann fór með Stoke úr C-deild.
Þaðan fór hann til Nottingham
Forrest og Watford áður en
hann gekk til liðs við Reading.
Þar náði Brynjar að leika 43 leiki
í efstu deild og er eini KR-ingurinn
til að leika með liði í einu af fimm
bestu deildum Evrópu (Spánn, England,
Þýskaland, Ítalía og Holland).
Brynjar besti atvinnumaður KR frá upphafi
Þórólfur Beck
í Skotlandi
Þórólfur Beck var á
sínum tíma einn
besti leikmaður
Íslands. Þórólfur
hélt til Skotlands
árið 1961 þá 21
árs og lék með
St. Mirren í þrjár
leiktíðir áður en stórlið
Glasgow Rangers fékk hann til sín. Þar
gengur hlutirnir ekki sem skyldi og lék
Þórólfur aðeins ellefu leiki með Rangers
þær tvær leiktíðir sem hann var hjá
liðinu. Eftir það hélt Þórólfur til Frakk-
lands og síðar Bandaríkjanna.