Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 31
Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Kynningarblað - Ferðaþjónusta 3 Fjölskyldurekið hótel milli jökla Hótel Laki í paradís náttúru H ótel Laki er fjölskyldurekið hótel í um fimm kílómetra fjarlægð frá Kirkjubæjar- klaustri í Skaftárhreppi. Í meira en fjörutíu ár hafa hjónin Hörður Davíðsson og Salome Ragnarsdóttir rekið ferðaþjón- ustu í Efri-Vík, en þau byrjuðu með gistingu í íbúðarhúsi sínu árið 1973. Smátt og smátt hafa þau aukið gisti- rými og afþreyingu á svæðinu og árið 2000 gengu Eva Björk, dóttir þeirra, og Þorsteinn Kristinsson tengda- sonur til liðs við þau og byrjuðu þá fljótlega að byggja Hótel Laka sem nú telur 64 herbergi og 15 smáhýsi öll með sér baðherbergi, glæsilegan veitingastað og bar. Fjölbreytt afþreying og náttúrufegurð Nafn hótelsins vísar í Lakagígaröð- ina á hálendi Skaftárhrepps, þar sem einar mestu náttúruhamfarir Íslandssögunnar, Skaftáreldar, geisuðu á árunum 1783–1784. Nátt- úran leikur stórt hlutverk á Hótel Laka en þaðan er stórkostlegt út- sýni í allar áttir. Frá veitingastaðn- um blasir Öræfajökull við manni með Hvannadalshnúk á toppnum í austri og Kötlu í Mýrdalsjökli í vestri. „Við bjóðum upp á margvíslega af- þreyingu hér í nánasta umhverfi hótelsins og má þar nefna veiði í Víkurflóði. Þar er ágætis veiðivon á sjóbirting, bleikju og staðbundnum urriða,“ segir Hörður eigandi Hótel Laka. „Skemmtilegar gönguleiðir eru út frá hótelinu og sérstaklega er gaman að ganga niður að fugla- skoðunarhúsi þar sem við höfum nýlega komið upp frábærri aðstöðu til fuglaskoðunar eða einfaldlega til að njóta kyrrðarinnar við vatnið,“ segir Hörður. Einnig er gaman að ganga áfram að Álfaborginni en þar hafa ýmsir yfirnáttúrulegir atburðir gerst. Þá er líka í göngufæri frá hót- elinu svokallað öskulagabyrgi þar sem hægt er að skoða öskulagasnið allt frá landnámi. Þar er líka hlaðin eftirlíking og fornar leifar af Bjarnar- garði, sem talinn er stærsti mann- gerði garður Íslandssögunnar og hefur líklega verið hlaðinn fyrir um 900 árum. „Á veturna bjóðum við öllum okkar gestum í nýju norður- ljósastofuna okkar sem er staðsett á þaki hótelsins,“ segir Hörður. Þar er hægt að koma sér fyrir með heitt kakó og teppi og bíða eftir norður- ljósunum. Á sumrin eru svo gerðar út fjórhjólaferðir og jeppaferðir frá hótelinu. Heimaunninn matur úr héraði Á veitingastað Hótel Laka er lagt upp úr því að nota hráefni úr heimabyggð enda státar staðurinn af úrvals lamba- kjöti og bleikju úr sveitinni. „Með því að vita uppruna vörunnar getum við ábyrgst gæði hennar og stutt við versl- un í héraði. Meira og minna allt hrá- efni er handvalið af kokkinum okkar,“ segir Hörður. Langstærstur hluti hótel gesta Laka snæðir kvöldverð þar, en þar að auki er veitingastaðurinn opinn öllum, gestum og gangandi, allt árið um kring. Hótel Laki er að Efri- Vík, Kirkjubæjarklaustri. Síminn er 412-4600, netfangið hotellaki@hot- ellaki.is og heimasíða hotellaki.is n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.