Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 34
6 Ferðaþjónusta - Kynningarblað Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Íslendingar og ferðamenn njóta menningararfs Reykjavíkur Borgarsögusafn - Varðveisla menningarminja B orgarsögusafn var stofnað 1. júní 2014 en undir það sameinast Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Sjó- minjasafnið í Reykjavík, Ljós- myndasafn Reykjavíkur og Viðey. Meginhlutverk safnsins er varðveisla menningarminja í Reykjavík með þeim hætti að borgarbúar og gestir þeirra hafi sem bestan aðgang að menningararfi borgarinnar. Landnámssýningin og Land- námssögur – arfur í orðum Á Landnámssýningunni í Aðalstræti eru tvær sýningar þar sem fjallað er um landnám Íslands og fyrstu áratugi Íslandsbyggðar. Landnámssýningin byggir á skála- rúst sem varðveitt er á upprunaleg- um stað. Með túlkun á fornminjum er ljósi varpað á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur og tengsl þeirra við um- hverfið í nýju landi. Efni Landnáms- sýningarinnar byggir á niðurstöðum fornleifarannsókna, efnistökin eru vísindaleg og kynna nýjustu túlkan- ir vísinda- og fræðimanna á þessu tímabili sögunnar. Á sýningunni má einnig finna leiksvæði sérsniðið fyrir börn. Sýningin Landnámssögur – arfur í orðum hefur að geyma fimm forn handrit sem segja sögur frá land- námi Íslands. Sögur sem hafa lifað með þjóðinni í árhundruð og varð- veittar eru í handritum sem eiga ræt- ur að rekja aftur til 12. aldar. Einstakt menningarlegt gildi íslensku handrit- anna er viðurkennt á alþjóðavísu og er handritasafn Árna Magnússonar á heimsminjaskrá UNESCO. Landnámssýningin er í Aðalstræti 16, 101 Reykjavík, opnunartímar eru daglega frá 9.00–20.00, leiðsögn er kl. 11.00 frá júní–ágúst og í desember, sjá borgarsogusafn.is Sjóminjasafnið í Reykjavík Fiskveiðar og siglingar eru sam- ofnar sögu, mannlífi og menningu þjóðarinnar og forsendan fyrir byggð í landinu frá landnámi fram á okkar daga. Á Sjóminjasafninu geta gestir kynnst þessari merku og mikilvægu sögu, þar sem lögð er áhersla á útgerð Reykvíkinga. Við bryggju safnsins liggur varðskipið Óðinn, og hægt er að heimsækja skipið í leiðsögn daglega. Sjóminjasafnið er á Grandagarði 8, 101 Reykjavík, opnunartími er dag- lega frá 10.00–17.00, Dagleg leiðsögn í Óðinn kl. 13.00, 14.00 og 15.00, sjá nánar borgarsogusafn.is Ljósmyndasafn Reykjavíkur Safnið varðveitir um fimm milljón- ir ljósmynda sem teknar hafa ver- ið af atvinnu- og áhugaljósmynd- urum á tímabilinu um 1870–2002. Um 30 þúsund þeirra eru aðgengi- legar á myndvef safnsins. Safnið stendur árlega fyrir fjölbreyttum sýningum með áherslu á sögulega og samtíma ljósmyndun, í listrænu sem menningarlegu samhengi. Ljósmyndasafnið er í Tryggva- götu 15 (6. hæð), 101 Reykja- vík, opnunartími er mánudaga– fimmtudaga 12.00–19.00, föstudaga 12.00–18.00, helgar 13.00–17.00, sjá nánar borgarsogusafn.is Viðey Viðey er sögustaður og nátt- úruperla, en eyjan var öldum saman talin ein besta bújörð lands- ins. Þar er að finna mannvistarleif- ar allt frá landnámstíð, en einnig minjar um klaustur á 13. öld. Í Við- ey standa ein elstu hús landsins, Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa frá tímum Skúla Magnússonar á 18. öld. Í Viðey er einnig að finna ein merkustu listaverk borgarinnar, þ.e. Áfanga Richards Serra og Frið- arsúlu Yoko Ono. Á sumrin er boð- ið upp á reglulegar kvöldgöngur auk fjölda annarra viðburða. Siglt er út í Viðey alla daga vik- unnar yfir sumartímann. Sjá nánari upplýsingar á videy.com Árbæjarsafn Árbæjarsafn er útisafn og auk Ár- bæjar eru þar yfir 20 hús sem mynda torg, þorp og sveit. Í Árbæjar safni er leitast við að gefa hugmynd um byggingarlist og lifn- aðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma. Árbæjarsafnið er að Kistuhyl, 110 Reykjavík, opnunartímar júní– ágúst 10.00–17.00, september–maÍ er opið fyrir leiðsögn kl. 13.00, sjá borgarsogusafn.is n MAÍ 31. maí – sunnudagur Sýningaspjall um Hjáverkin í Kornhúsinu með Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuð kl. 13.00. Tónleikar í Smiðshúsi með Berglindi Maríu Tómasdóttur á hljóðfæri sem kallast Lokkur, afsprengi rokks og langspils. Tvennir tónleikar í boði, kl. 14.00 og 16.00. Aðeins þarf að greiða miðaverð inn á safnið. JÚNÍ 5. júní - föstudagur Brúðubíllinn „Litirnir leikar sér“ kl. 14.00 á Torginu. Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn. 7. júní - sunnudagur Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags- ins. Fallegt íslenskt handverk til sölu og sýnis frá kl. 13.00. Tónleikar í Smiðshúsi með verkum eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Berglindi Maríu Tóm- asdóttur á hljóðfæri sem kallast Lokkur, afsprengi rokks og langspils. Tvennir tónleikar í boði, kl. 14.00 og 16.00. Aðeins þarf að greiða miðaverð inn á safnið. 14. júní Guðsþjónusta kl. 14.00 17. júní - miðvikudagur Þjóðhátíðargleði kl. 13.00-17.00. Allir sem mæta í þjóðbúning fá ókeypis aðgang. 19. júní - föstudagur Leiðsögn um safnið með áherslu á störf kvenna í gegnum tíðina. Tvær leiðsagnir í boði, kl. 11.00 og 14.00. Júlí 5. júlí – sunnudagur Fornbíladagurinn kl. 13.00. Meðlimir Fornbílaklúbbsins mæta uppáklæddir á köggunum. 6., 8., 13. og 15. júlí Tálgnámskeið fyrir börn. Dagsnámskeið frá kl. 13-16. Grunnundirstaða í tálgun kennd. Verð 2500 kr. Skráning í síma 411-6320. 12. júlí - sunnudagur Harmónikkuhátíð og heyannir kl. 13.00. 19. júlí – sunnudagur Mjólk í mat og ull í fat kl. 13.00. Guðsþjónusta kl. 14.00 21. júlí – þriðjudagur Brúðubíllinn. „ Úr safni Brúðubílsins“ kl. 14.00 á Torginu. Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn. 26. júlí - sunnudagur Jógaleikhús á Torginu kl. 14.00. Ævintýri um Skringill skógálf sem lendir í vandræð- um en Birta blómálfur kemur til bjargar. Allir geta tekið þátt en einnig er hægt að horfa bara á og hafa gaman af. Ágúst 2. og 3. ágúst – verslunarmannahelgi Komdu að leika! Leikjadagskrá á Torginu fyrir börn frá 14.00-16.00. 16. ágúst - sunnudagur Spilað og teflt! Spilavinir kenna á spil í Lækjargötunni kl. 14.00-16.00 og Taflfélag Reykjavíkur heldur mót í Kornhúsinu kl. 14.00. 30. ágúst Haustverk húsfreyjunnar. Soðið og sultað í húsunum frá kl. 13.00. Guðsþjónusta kl. 14.00 Dagskrá Árbæjarsafns í sumar er eftirfarandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.