Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 34
6 Ferðaþjónusta - Kynningarblað Helgarblað 29. maí–1. júní 2015
Íslendingar og ferðamenn njóta
menningararfs Reykjavíkur
Borgarsögusafn - Varðveisla menningarminja
B
orgarsögusafn var stofnað
1. júní 2014 en undir það
sameinast Árbæjarsafn,
Landnámssýningin, Sjó-
minjasafnið í Reykjavík, Ljós-
myndasafn Reykjavíkur og Viðey.
Meginhlutverk safnsins er varðveisla
menningarminja í Reykjavík með
þeim hætti að borgarbúar og gestir
þeirra hafi sem bestan aðgang að
menningararfi borgarinnar.
Landnámssýningin og Land-
námssögur – arfur í orðum
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti
eru tvær sýningar þar sem fjallað er
um landnám Íslands og fyrstu áratugi
Íslandsbyggðar.
Landnámssýningin byggir á skála-
rúst sem varðveitt er á upprunaleg-
um stað. Með túlkun á fornminjum er
ljósi varpað á líf og tilveru fyrstu íbúa
Reykjavíkur og tengsl þeirra við um-
hverfið í nýju landi. Efni Landnáms-
sýningarinnar byggir á niðurstöðum
fornleifarannsókna, efnistökin eru
vísindaleg og kynna nýjustu túlkan-
ir vísinda- og fræðimanna á þessu
tímabili sögunnar. Á sýningunni má
einnig finna leiksvæði sérsniðið fyrir
börn.
Sýningin Landnámssögur – arfur
í orðum hefur að geyma fimm forn
handrit sem segja sögur frá land-
námi Íslands. Sögur sem hafa lifað
með þjóðinni í árhundruð og varð-
veittar eru í handritum sem eiga ræt-
ur að rekja aftur til 12. aldar. Einstakt
menningarlegt gildi íslensku handrit-
anna er viðurkennt á alþjóðavísu og
er handritasafn Árna Magnússonar á
heimsminjaskrá UNESCO.
Landnámssýningin er í Aðalstræti
16, 101 Reykjavík, opnunartímar eru
daglega frá 9.00–20.00, leiðsögn er kl.
11.00 frá júní–ágúst og í desember, sjá
borgarsogusafn.is
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Fiskveiðar og siglingar eru sam-
ofnar sögu, mannlífi og menningu
þjóðarinnar og forsendan fyrir byggð
í landinu frá landnámi fram á okkar
daga. Á Sjóminjasafninu geta gestir
kynnst þessari merku og mikilvægu
sögu, þar sem lögð er áhersla á útgerð
Reykvíkinga. Við bryggju safnsins
liggur varðskipið Óðinn, og hægt er að
heimsækja skipið í leiðsögn daglega.
Sjóminjasafnið er á Grandagarði
8, 101 Reykjavík, opnunartími er dag-
lega frá 10.00–17.00, Dagleg leiðsögn
í Óðinn kl. 13.00, 14.00 og 15.00, sjá
nánar borgarsogusafn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Safnið varðveitir um fimm milljón-
ir ljósmynda sem teknar hafa ver-
ið af atvinnu- og áhugaljósmynd-
urum á tímabilinu um 1870–2002.
Um 30 þúsund þeirra eru aðgengi-
legar á myndvef safnsins. Safnið
stendur árlega fyrir fjölbreyttum
sýningum með áherslu á sögulega
og samtíma ljósmyndun, í listrænu
sem menningarlegu samhengi.
Ljósmyndasafnið er í Tryggva-
götu 15 (6. hæð), 101 Reykja-
vík, opnunartími er mánudaga–
fimmtudaga 12.00–19.00, föstudaga
12.00–18.00, helgar 13.00–17.00, sjá
nánar borgarsogusafn.is
Viðey
Viðey er sögustaður og nátt-
úruperla, en eyjan var öldum
saman talin ein besta bújörð lands-
ins. Þar er að finna mannvistarleif-
ar allt frá landnámstíð, en einnig
minjar um klaustur á 13. öld. Í Við-
ey standa ein elstu hús landsins,
Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa frá
tímum Skúla Magnússonar á 18.
öld. Í Viðey er einnig að finna ein
merkustu listaverk borgarinnar,
þ.e. Áfanga Richards Serra og Frið-
arsúlu Yoko Ono. Á sumrin er boð-
ið upp á reglulegar kvöldgöngur
auk fjölda annarra viðburða.
Siglt er út í Viðey alla daga vik-
unnar yfir sumartímann. Sjá nánari
upplýsingar á videy.com
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn og auk Ár-
bæjar eru þar yfir 20 hús sem
mynda torg, þorp og sveit. Í
Árbæjar safni er leitast við að gefa
hugmynd um byggingarlist og lifn-
aðarhætti í Reykjavík og á sumrin
má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri
tíma.
Árbæjarsafnið er að Kistuhyl,
110 Reykjavík, opnunartímar júní–
ágúst 10.00–17.00, september–maÍ
er opið fyrir leiðsögn kl. 13.00, sjá
borgarsogusafn.is n
MAÍ
31. maí – sunnudagur
Sýningaspjall um Hjáverkin í Kornhúsinu
með Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur
sýningarhönnuð kl. 13.00.
Tónleikar í Smiðshúsi með Berglindi Maríu
Tómasdóttur á hljóðfæri sem kallast
Lokkur, afsprengi rokks og langspils.
Tvennir tónleikar í boði, kl. 14.00 og 16.00.
Aðeins þarf að greiða miðaverð inn á
safnið.
JÚNÍ
5. júní - föstudagur
Brúðubíllinn „Litirnir leikar sér“ kl. 14.00
á Torginu. Fullorðnir í fylgd með börnum
fá frítt inn.
7. júní - sunnudagur
Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags-
ins. Fallegt íslenskt handverk til sölu og
sýnis frá kl. 13.00.
Tónleikar í Smiðshúsi með verkum
eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þórunni Grétu
Sigurðardóttur og Berglindi Maríu Tóm-
asdóttur á hljóðfæri sem kallast Lokkur,
afsprengi rokks og langspils. Tvennir
tónleikar í boði, kl. 14.00 og 16.00. Aðeins
þarf að greiða miðaverð inn á safnið.
14. júní
Guðsþjónusta kl. 14.00
17. júní - miðvikudagur
Þjóðhátíðargleði kl. 13.00-17.00. Allir sem
mæta í þjóðbúning fá ókeypis aðgang.
19. júní - föstudagur
Leiðsögn um safnið með áherslu á störf
kvenna í gegnum tíðina. Tvær leiðsagnir í
boði, kl. 11.00 og 14.00.
Júlí
5. júlí – sunnudagur
Fornbíladagurinn kl. 13.00. Meðlimir
Fornbílaklúbbsins mæta uppáklæddir á
köggunum.
6., 8., 13. og 15. júlí
Tálgnámskeið fyrir börn. Dagsnámskeið
frá kl. 13-16. Grunnundirstaða í tálgun
kennd. Verð 2500 kr. Skráning í síma
411-6320.
12. júlí - sunnudagur
Harmónikkuhátíð og heyannir kl. 13.00.
19. júlí – sunnudagur
Mjólk í mat og ull í fat kl. 13.00.
Guðsþjónusta kl. 14.00
21. júlí – þriðjudagur
Brúðubíllinn. „ Úr safni Brúðubílsins“ kl.
14.00 á Torginu. Fullorðnir í fylgd með
börnum fá frítt inn.
26. júlí - sunnudagur
Jógaleikhús á Torginu kl. 14.00. Ævintýri
um Skringill skógálf sem lendir í vandræð-
um en Birta blómálfur kemur til bjargar.
Allir geta tekið þátt en einnig er hægt að
horfa bara á og hafa gaman af.
Ágúst
2. og 3. ágúst – verslunarmannahelgi
Komdu að leika! Leikjadagskrá á Torginu
fyrir börn frá 14.00-16.00.
16. ágúst - sunnudagur
Spilað og teflt! Spilavinir kenna á spil í
Lækjargötunni kl. 14.00-16.00 og Taflfélag
Reykjavíkur heldur mót í Kornhúsinu kl.
14.00.
30. ágúst
Haustverk húsfreyjunnar. Soðið og sultað í
húsunum frá kl. 13.00.
Guðsþjónusta kl. 14.00
Dagskrá Árbæjarsafns í sumar er eftirfarandi: