Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 25
Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Umræða 25 Myndin Útför Halldórs Ásgrímssonar Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var jarðsunginn í Hallgrímskirkju á fimmtu- dag. Halldór var forsætisráðherra á árunum frá 2004 til 2006. mynd sigtryggur ari Þ að er fagnaðarefni hversu góður árangur er að nást við að stytta meðalnámstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Það er löngu tíma- bært því í allt of mörg ár hefur tími margra nemenda farið í að endur- taka námsefni á mörkum skólastiga. Breytingin sem verður við styttingu meðalnámstíma á ekki að draga úr sveigjanleika í námstíma eða námi. Í breytingunni felast þvert á móti tæki- færi til að auka á einstaklingsmiðun og möguleika nemenda til að stýra sínum hraða, jafnframt því að tryggja námsleiðir fyrir alla. Það er ljóst að við stöndum á tíma- mótum sem birtist m.a. í að nemend- um á framhaldsskólastigi fækkar, bæði vegna styttingar námstíma og fækk- unar fólks á framhaldsskólaaldri. Á þessum tímamótum eigum við að nýta tækifærið til að styrkja skólastarf með hagsmuni nemenda í fyrirrúmi. Í nokkrum skólum á landsbyggðinni er fyrirsjáanlegt að nemendafjöldi fari niður fyrir þá stærð sem okkur er tamt að líta á sem lágmarks stærð fram- haldsskóla. sameining er ekki eina leiðin Gjarnan hefur verið litið á samein- ingu skóla sem einu mögulegu við- brögðin við mikilli fækkun nemenda. Sameining er hins vegar ekki almenna lausnin á verkefninu sem við blasir. Minnstu skólarnir á landsbyggðinni hafa á síðustu árum þróað dreifnám, kennslu þar sem sérhæfður kennari á einum stað sér um kennslu í fleiri en einum skóla. Upp úr því er sprottinn Fjarmenntaskólinn, skóli sem eykur möguleika minni skólanna til að bjóða fjölbreytt nám og þar eru einnig ýms- ar starfsnámsbrautir í boði s.s. sjúkra- og félagsliðanám. Margir af stærri framhaldsskólum landsins bjóða upp á öflugt dreifnám bæði sumar og vet- ur. Þá er töluvert um að minni grunn- skólar á landsbyggðinni nýti dreifnám til að auka valkosti eldri nemenda sem eru tilbúnir að hefja framhalds- skólanám áður en grunnskóla lýkur. Á grunnskólastigi hefur verið boðið upp á dreifnám fyrir tvítyngda nemendur í móðurmáli en fjölga þyrfti tungumál- um í boði. Möguleikana sem felast í dreifnámi má nýta enn betur til að auka sveigjanleika og einstakling- smiðun náms. Við höfum ekki efni á öðru í dreifbýlu landi. Gæði dreifnáms geta vissulega verið misjöfn ekki síð- ur en staðbundins nám, en á síðustu 20 árum hefur safnast upp mikil þekk- ing og reynsla auk þess sem tækninni fleygir stöðugt fram. Við verðum að byggja ofan á þessa reynslu, setja skýr markmið og gera kröfur um gæði. samstarf ólíkra aðila Á þéttbýlli svæðum gætu skapast tækifæri til sameiningar skóla, en á dreifbýlli svæðum þarf að horfa til annars konar samstarfs og þá ekki eingöngu við aðra framhaldsskóla, s.s. við grunnskóla, skólaskrifstofur, símenntunarmiðstöðvar, þekkingar- setur, vinnumiðlanir, starfsendurhæf- ingu eða heilbrigðisstofnanir. Það get- ur vissulega verið flóknara að koma á samstarfi ólíkra stofnana og mála- flokka. Slíkt samstarf getur krafist þess að stofnanir sem heyra undir mis- munandi ráðuneyti og sveitarfélög þurfi að vinna saman, en það er úr- lausnarefni sem þarf að nálgast með opnum huga. Skynsamleg nálgun væri að horfa á hvaða stofnanir á svæðinu þurfa á til- tekinni þekkingu að halda, s.s. þekk- ingu námsráðgjafa eða sálfræðings. Í kjölfarið væri hægt að móta aðlað- andi starf og starfsaðstöðu í samstarfi nokkurra stofnana, til að þekkingin yrði til staðar innan samfélagsins þrátt fyrir að ekki sé grundvöllur fyrir fullu starfi í hverri stofnun. Með þeim hætti yrði til starf á svæðinu í stað þess að þjónustunni yrði sinnt frá stærri stofnunum í landshlutanum eða jafn- vel miðlægri stofnun utan hans. Það er líka tímabært að taka um- ræðuna um meira samstarf grunn- skóla og framhaldsskóla, samnýtingu stoðþjónustu og kennara. Nú þegar tilteknir námsþættir sem áður voru á framhaldsskólastigi eru komnir í grunnskólann ættu kennarar að geta unnið á báðum skólastigum eins og nemendur. samráð en ekki valdboð Við val á leiðum sem henta mis- munandi skólastofnunum þarf að virkja sem flesta og þar ætti mennta- málaráðuneytið, sem ber ábyrgð á málaflokknum, að vera leiðandi. Samráð á ekki að byggja á fund- um þar sem fulltrúar yfirvalda mæta og viðra sínar hugmyndir, samráð snýst um að hagsmunað- ilum sé falið að koma með tillögur til úrlausnar á verkefninu sem fyrir liggur. Yfirvöld þurfa svo að taka við tillögunum og vinna með þær og velja leiðir sem síðan eru unn- ar áfram í samstarfi. Í framhalds- skólalögum er aðkoma hagsmuna- aðila tryggð í gegnum skólanefndir, skólaráð, foreldraráð og nemenda- félög, auk þess er hlutverk sveitar- félaga og stjórnmálamanna mikil- vægt. Samráð þarf snúast um möguleikana í stöðunni og sam- eiginlega framtíðarsýn en má ekki verða einstefna hugmynda. n Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Hágæða parketplankar á góðu verði Pólitískt einelti þykir sjálfsagt Karl garðarsson segir forsætisráðherra lagðan í einelti. – Eyjan Spilling innan FIFA er ekki ný af nálinni geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, um handtöku sex stjórnarmanna FIFA. – DV Mikill sigur gunnsteinn Ólafsson um niðurstöðu Hæstaréttar í Gálgahraunsmálinu. – DV Mest lesið á DV.is 1 Hjólaði niður ungbarn: Slysið eyðilagði líf hans Myndband sem sýnir ungan hjólreiðakappa í Bretlandi hjóla niður ungbarn og yfirgefa svæðið hefur vakið mikla reiði þar í landi. Hjólreiðakappinn hefur nú stigið fram og segir að myndbandið sýni ekki alla söguna en það hafi eyðilagt líf hans. Lesið: 35.605 2 Lögreglan stóð vörð á meðan háttsettir menn misnotuðu hana Esther Baker hefur stigið fram og greint frá kynferðislegri misnotkun af hálfu háttsettra manna sem hún varð fyrir sem barn og unglingur á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Lesið: 26.176 3 Flýja land með langveikt barn Brynhildur Lára Hrafnsdóttir og fjöl- skylda hennar munu á næstunni flytjast til Svíþjóðar því þau treysta íslenska heilbrigðiskerfinu ekki til þess að takast á við veikindi dóttur þeirra. Lesið: 26.001 Tækifæri felast í styttingu meðalnámstíma Líneik anna sævarsdóttir Alþingismaður Kjallari „Það er ljóst að við stöndum á tímamótum sem birtist m.a. í að nemendum á framhaldsskóla- stigi fækkar, bæði vegna styttingar námstíma og fækkunar fólks á framhaldsskólaaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.