Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Síða 25
Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Umræða 25 Myndin Útför Halldórs Ásgrímssonar Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var jarðsunginn í Hallgrímskirkju á fimmtu- dag. Halldór var forsætisráðherra á árunum frá 2004 til 2006. mynd sigtryggur ari Þ að er fagnaðarefni hversu góður árangur er að nást við að stytta meðalnámstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Það er löngu tíma- bært því í allt of mörg ár hefur tími margra nemenda farið í að endur- taka námsefni á mörkum skólastiga. Breytingin sem verður við styttingu meðalnámstíma á ekki að draga úr sveigjanleika í námstíma eða námi. Í breytingunni felast þvert á móti tæki- færi til að auka á einstaklingsmiðun og möguleika nemenda til að stýra sínum hraða, jafnframt því að tryggja námsleiðir fyrir alla. Það er ljóst að við stöndum á tíma- mótum sem birtist m.a. í að nemend- um á framhaldsskólastigi fækkar, bæði vegna styttingar námstíma og fækk- unar fólks á framhaldsskólaaldri. Á þessum tímamótum eigum við að nýta tækifærið til að styrkja skólastarf með hagsmuni nemenda í fyrirrúmi. Í nokkrum skólum á landsbyggðinni er fyrirsjáanlegt að nemendafjöldi fari niður fyrir þá stærð sem okkur er tamt að líta á sem lágmarks stærð fram- haldsskóla. sameining er ekki eina leiðin Gjarnan hefur verið litið á samein- ingu skóla sem einu mögulegu við- brögðin við mikilli fækkun nemenda. Sameining er hins vegar ekki almenna lausnin á verkefninu sem við blasir. Minnstu skólarnir á landsbyggðinni hafa á síðustu árum þróað dreifnám, kennslu þar sem sérhæfður kennari á einum stað sér um kennslu í fleiri en einum skóla. Upp úr því er sprottinn Fjarmenntaskólinn, skóli sem eykur möguleika minni skólanna til að bjóða fjölbreytt nám og þar eru einnig ýms- ar starfsnámsbrautir í boði s.s. sjúkra- og félagsliðanám. Margir af stærri framhaldsskólum landsins bjóða upp á öflugt dreifnám bæði sumar og vet- ur. Þá er töluvert um að minni grunn- skólar á landsbyggðinni nýti dreifnám til að auka valkosti eldri nemenda sem eru tilbúnir að hefja framhalds- skólanám áður en grunnskóla lýkur. Á grunnskólastigi hefur verið boðið upp á dreifnám fyrir tvítyngda nemendur í móðurmáli en fjölga þyrfti tungumál- um í boði. Möguleikana sem felast í dreifnámi má nýta enn betur til að auka sveigjanleika og einstakling- smiðun náms. Við höfum ekki efni á öðru í dreifbýlu landi. Gæði dreifnáms geta vissulega verið misjöfn ekki síð- ur en staðbundins nám, en á síðustu 20 árum hefur safnast upp mikil þekk- ing og reynsla auk þess sem tækninni fleygir stöðugt fram. Við verðum að byggja ofan á þessa reynslu, setja skýr markmið og gera kröfur um gæði. samstarf ólíkra aðila Á þéttbýlli svæðum gætu skapast tækifæri til sameiningar skóla, en á dreifbýlli svæðum þarf að horfa til annars konar samstarfs og þá ekki eingöngu við aðra framhaldsskóla, s.s. við grunnskóla, skólaskrifstofur, símenntunarmiðstöðvar, þekkingar- setur, vinnumiðlanir, starfsendurhæf- ingu eða heilbrigðisstofnanir. Það get- ur vissulega verið flóknara að koma á samstarfi ólíkra stofnana og mála- flokka. Slíkt samstarf getur krafist þess að stofnanir sem heyra undir mis- munandi ráðuneyti og sveitarfélög þurfi að vinna saman, en það er úr- lausnarefni sem þarf að nálgast með opnum huga. Skynsamleg nálgun væri að horfa á hvaða stofnanir á svæðinu þurfa á til- tekinni þekkingu að halda, s.s. þekk- ingu námsráðgjafa eða sálfræðings. Í kjölfarið væri hægt að móta aðlað- andi starf og starfsaðstöðu í samstarfi nokkurra stofnana, til að þekkingin yrði til staðar innan samfélagsins þrátt fyrir að ekki sé grundvöllur fyrir fullu starfi í hverri stofnun. Með þeim hætti yrði til starf á svæðinu í stað þess að þjónustunni yrði sinnt frá stærri stofnunum í landshlutanum eða jafn- vel miðlægri stofnun utan hans. Það er líka tímabært að taka um- ræðuna um meira samstarf grunn- skóla og framhaldsskóla, samnýtingu stoðþjónustu og kennara. Nú þegar tilteknir námsþættir sem áður voru á framhaldsskólastigi eru komnir í grunnskólann ættu kennarar að geta unnið á báðum skólastigum eins og nemendur. samráð en ekki valdboð Við val á leiðum sem henta mis- munandi skólastofnunum þarf að virkja sem flesta og þar ætti mennta- málaráðuneytið, sem ber ábyrgð á málaflokknum, að vera leiðandi. Samráð á ekki að byggja á fund- um þar sem fulltrúar yfirvalda mæta og viðra sínar hugmyndir, samráð snýst um að hagsmunað- ilum sé falið að koma með tillögur til úrlausnar á verkefninu sem fyrir liggur. Yfirvöld þurfa svo að taka við tillögunum og vinna með þær og velja leiðir sem síðan eru unn- ar áfram í samstarfi. Í framhalds- skólalögum er aðkoma hagsmuna- aðila tryggð í gegnum skólanefndir, skólaráð, foreldraráð og nemenda- félög, auk þess er hlutverk sveitar- félaga og stjórnmálamanna mikil- vægt. Samráð þarf snúast um möguleikana í stöðunni og sam- eiginlega framtíðarsýn en má ekki verða einstefna hugmynda. n Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Hágæða parketplankar á góðu verði Pólitískt einelti þykir sjálfsagt Karl garðarsson segir forsætisráðherra lagðan í einelti. – Eyjan Spilling innan FIFA er ekki ný af nálinni geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, um handtöku sex stjórnarmanna FIFA. – DV Mikill sigur gunnsteinn Ólafsson um niðurstöðu Hæstaréttar í Gálgahraunsmálinu. – DV Mest lesið á DV.is 1 Hjólaði niður ungbarn: Slysið eyðilagði líf hans Myndband sem sýnir ungan hjólreiðakappa í Bretlandi hjóla niður ungbarn og yfirgefa svæðið hefur vakið mikla reiði þar í landi. Hjólreiðakappinn hefur nú stigið fram og segir að myndbandið sýni ekki alla söguna en það hafi eyðilagt líf hans. Lesið: 35.605 2 Lögreglan stóð vörð á meðan háttsettir menn misnotuðu hana Esther Baker hefur stigið fram og greint frá kynferðislegri misnotkun af hálfu háttsettra manna sem hún varð fyrir sem barn og unglingur á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Lesið: 26.176 3 Flýja land með langveikt barn Brynhildur Lára Hrafnsdóttir og fjöl- skylda hennar munu á næstunni flytjast til Svíþjóðar því þau treysta íslenska heilbrigðiskerfinu ekki til þess að takast á við veikindi dóttur þeirra. Lesið: 26.001 Tækifæri felast í styttingu meðalnámstíma Líneik anna sævarsdóttir Alþingismaður Kjallari „Það er ljóst að við stöndum á tímamótum sem birtist m.a. í að nemendum á framhaldsskóla- stigi fækkar, bæði vegna styttingar námstíma og fækkunar fólks á framhaldsskólaaldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.