Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 52
44 Menning Helgarblað 29. maí–1. júní 2015
TIL
BO
Ð
MG5650
14.900kr.
Hjá okkur færðu öll hylkin í prentarann á aðeins 3.900
Algengt verð: 19.900
Skútuvogi 1 104 Reykjavík Sími 553 4000 prentvorur.is
TIL
BO
Ð
MG5650
14.900kr.
Hjá okkur færðu öll hylkin í prentaran á aðeins 3.900
Algengt verð: 19.900
Skútuvogi 1 104 Reykjavík Sími 553 4000 prentvorur.is
Segir Gammaútgáfu
löglega en hallærislega
H
jalti Snær Ægisson bók
menntafræðingur skrifaði
harðorðan pistil inn á vef
inn Kjarnann fyrir skömmu
sem olli vægast sagt miklum
titringi á meðal rithöfunda. Þar gagn
rýndi Hjalti harðlega óhefðbundna út
gáfu á nóvellu rithöfundarins Braga
Ólafssonar, Bögglapóststofan. Bókin
var gefin út um síðustu jól en þó að
eins í 300 eintökum og af fjárfestinga
fyrirtækinu Gamma. Bókin rataði ein
göngu til viðskiptavina og vildarvina
fjárfestingafyrirtækisins. Það var svo
vefsíðan Druslubækur og doðrant
ar sem fjallaði fyrst um bókina fyrir
skömmu og dv.is fjallaði nokkuð um
málið í kjölfarið. Bragi hefur ekki viljað
tjá sig um útgáfu bókarinnar og vildi
það ekki heldur þegar honum var boð
ið slíkt við vinnslu þessarar greinar.
Sniðgengu lög
Þegar Hjalti Snær er spurður hvort
samkrull listamanna og fyrirtækja sé
varhugavert segir hann að svo þurfi
ekki endilega að vera. „En útfærslan
skiptir miklu máli,“ segir hann.
„Fyrir tæki sem styrkja listir verða
að vanda sig, mörg þeirra skipa sér
staka nefnd til að leggja línurnar,
velja verkefni, fylgjast með fram
gangi þeirra og sjá um kynninguna.
Það sem er varhugavert við útgáfu
málin hjá Gamma er sú viðleitni
þess að gefa út bækur sem eru ekki
ætlaðar almenningi heldur einung
is hópi vildarvina. Þeir gerðust jafn
vel svo bíræfnir að sniðganga lög
um skylduskil til Landsbókasafns
þótt þeir hafi að vísu endurskoðað
þá ákvörðun eftir að lætin hófust,“
segir Hjalti Snær. Hann bendir á að
bókmenntabransinn samanstandi
ekki einungis af rithöfundum held
ur líka fólki sem vinnur á forlögum,
bókasöfnum, fjölmiðlum, skólum og
alls kyns kynningarbatteríum.
„Almennt miðar starf þessa fólks
að því að „stuðla að aukinni út
breiðslu“ bókmennta (svo notað sé
orðalag frá Miðstöð íslenskra bók
mennta) en þeir hjá Gamma snúa
þessu alveg við, þeir vilja gefa út
bækur sem eru ekki ætlaðar fjöld
anum og eiga ekki að fá neina út
breiðslu. Kannski finnst þeim
óþægilegt að við séum yfirhöfuð að
ræða þetta,“ segir Hjalti Snær. „Mér
finnst það vera samviskuspurning til
rithöfunda hvort þeir vilji taka þátt
í svona löguðu. Þegar listamaður
leggur nafn sitt við fyrirtæki er hann
um leið að ljá fyrirtækinu hlutdeild
í sinni eigin áru, því á endanum er
svona samstarf fyrst og fremst í þágu
þeirrar ímyndar sem styrktaraðilinn
vill viðhalda,“ útskýrir Hjalti Snær.
Yfir strikið
Þú kemur með áhugaverðar vanga-
veltur um samkrull listamanna og
auðstéttarinnar, og hittir hugsanlega
á veikan blett, þegar þú beintengir
þær vangaveltur við listaheiminn
fyrir hrun. Getur verið að listamenn
eigi eftir að gera þann tíma upp með
einhverjum hætti?
„Það kann að vera. Árið 2007
höfðum við útrásarvíkingana en
nú höfum við Gamma, illskiljan
legt apparat sem er stofnað kortér
í hrun og hefur blómstrað undir
gjaldeyrishöftunum. Þeir njóta þess
að vera stórlaxar í lítilli tjörn, sýsla
með peninga sem fara í hring í lok
uðu hagkerfi og eru til í að kaupa allt
sem er falt – líka listamenn,“ segir
Hjalti Snær en bætir við að þetta sé
þó viðameira mál en svo að það nái
einungis fáein ár aftur í tímann.
„Listamenn á öllum tímum þurfa
að skilgreina sjálfsmynd sína út frá
peningavaldinu, spyrja sjálfa sig
hversu langt þeir séu til í að ganga
og hversu miklar málamiðlanir þeir
vilji gera. Ég hef fullan skilning á því
að listamenn þurfi að gera fleira en
þeim þykir skemmtilegt til að geta
lifað af listinni, en að rithöfundur
útiloki sína hefðbundnu lesendur
finnst mér bara yfir strikið,“ segir
Hjalti
Óvægin umræða
Umræðan um grein Hjalta Snæs hef
ur verið óvægin en fremstur í flokki
þar er Hermann Stefánsson rithöf
undur sem gagnrýndi Hjalta og
ekki síst bókmenntafræðina sjálfa.
Spurður hvort viðbrögðin hafi komið
Hjalta á óvart svarar hann því til að
það sem komi honum helst á óvart
sé að Gamma haldi sig til hlés í um
ræðunni. „Eins og þetta hefði ver
ið kjörið tækifæri fyrir þá til að stíga
fram og ræða hvaða sýn þeir hafa á
styrki til listamanna, hvaða mark
miðum þeir vilji stefna að, hvaða
þýðingu þeir telji þetta hafa fyrir
samfélagið og almennt hvernig þeir
sjá sjálfa sig í patrónshlutverkinu. Í
staðinn segja þeir ekki múkk,“ segir
Hjalti en við þetta má bæta að ekki
náðist í forsvarsmenn Gamma vegna
útgáfunnar.
En hvað með gagnrýnina sem
beindist að bókmenntafræðinni. Er
hún dauð eins og Hermann Stefáns-
son fullyrti í grein sem hann birti á
Kjarnanum?
„Hermann beinir spjótum sínum
að almennri bókmenntafræði við
Háskóla Íslands en ræðir ekkert um
íslenskudeildina, deild erlendra
tungumála, Árnastofnun, Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur eða Reykja
víkurakademíuna, svo maður nefni
fáeina staði þar sem bókmennta
rannsóknir fara fram í okkar sam
tíma. Ég átta mig ekki á því hvers
vegna hann vill taka almennu bók
menntafræðina sérstaklega út fyrir
sviga eða hvort hann telur að fræði
mennskan sé jafndauð í öllum þess
um kimum því forsendurnar eru
nokkuð sambærilegar á heildina
litið þótt sjónarhornin séu ólík,“ segir
Hjalti.
„Almenna bókmenntafræðin er
í fínu formi ef þú spyrð mig, þar eru
vistaðar þverfaglegar og fjölþjóð
legar rannsóknarstofur og meðal
starfsmanna er fólk sem situr í
stjórnum alþjóðlegra bókmenntafé
laga og tengslaneta,“ bætir hann við.
Valtvennuvilla
Hann segir útspil Hermanns, að
fullyrða að bókmenntafræðin sé
„búin“, sé dæmi um það sem kall
að er valtvennuvilla (false dilemma).
„Þetta er algengur útúrsnúning
ur hjá fólki sem er komið í þrot með
skynsamleg rök: Af hverju ertu að
kvarta yfir X þegar Y skiptir miklu
meira máli? Þetta er það sem Noam
Chomsky er alltaf að ströggla við
þegar fólk skammar hann fyrir að
gagnrýna bandaríska utanríkis pólitík:
„Af hverju ertu að kvarta yfir því að
bandaríski herinn hafi drepið 7.000
óbreytta borgara í innrásinni í Írak
þegar rauðu khmerarnir drápu tvær
milljónir?“ Þannig spyr Hermann eins
og bjáni af hverju ég sé að gagnrýna
útgáfumál Braga Ólafssonar þegar ég
gæti verið að fjalla um bókmenntir.
Þetta er eins og að halda því fram að
íslensk dægur lagatónlist sé búin af því
að Hörður Torfa er alltaf að gagnrýna
ríkisstjórnina,“ segir Hjalti Snær.
Löglegt en hallærislegt
Hjalti segir að hann skynji greini
lega að fólki finnist þetta skrýtin
framkoma hjá Braga, „jafnvel þótt
hún sé sennilega alveg í samræmi
við reglur um listamannalaun,“
segir hann. „Þetta er löglegt en hall
ærislegt. Bókmenntabransinn hefur
þann leiðinlega tendens að líta á
listamannalaun sem cosa nostra,
eitthvað sem við gerum upp inn
byrðis og okkar á milli, án þess að
blanda almenningi í málið. En auð
vitað má fólk hafa skoðun á ritlaun
um þótt það sé ekki með gráðu í bók
menntafræði,“ segir hann að lokum.
Athugið að lengra viðtal við
Hjalta birtist á vef DV. n
Hjalti Snær segir útgáfu Gamma á bók Braga Ólafssonar fara yfir strikið
Valur Grettisson
valur@dv.is „Bókmenntabrans-
inn hefur þann
leiðinlega tendens að líta
á listamannalaun sem
cosa nostra.
Hjalti Snær Ægis
son Hjalti Snær er
bókmenntafræðingur
en hann hefur gagnrýnt
útgáfu á bók Braga
Ólafssonar rithöfundar.