Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Page 32
4 Ferðaþjónusta - Kynningarblað Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 D rangeyjarferðir er fjöl­ skyldufyrirtæki sem staðsett er á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Það var stofn­ að af Jóni Eiríkssyni þegar hann hóf að sigla með ferðafólk út í Drangey. Síðar byggði Jón upp svæðið á Reykjum til ferðaþjónustu. Viggó, sonur hans, og sonarsonur, Helgi Rafn, hafa tekið við rekstrinum ásamt fjölskyldum sínum og halda áfram því starfi og uppbyggingu sem Jón hóf á sínum tíma. Sigling í Drangey Drangeyjarferðir bjóða upp á sigl­ ingu út í Drangey, sem er ein af nátt­ úruperlum Skagafjarðar, og bað í Grettislaug og Jarlslaug. Á Reykjum er einnig Grettis Café, kaffihús og bar, gistiheimili á tveimur hæðum og stórt og gott tjaldsvæði. Afþreying er í boði, skipulagðar gönguferðir og sjóstangveiði. „Drangey er frekar hrikaleg ásýndum þegar þú kemur undir bergið og mörgum finnst þeir verða litlir við hliðina á náttúrunni. En uppgangan er auðveld og flestum fær,“ segir Viggó hjá Drangeyjarferð­ um. „Í fyrra gekk sem dæmi 84 göm­ ul kona upp og fór létt með það.“ Fjölbreytt afþreying á Reykjum „Yfir sumarmánuðina bjóðum við upp á daglegar ferðir út í Drangey,“ segir Viggó. Drangey er náttúruperla í miðjum Skagafirði með flottu útsýni yfir fjörðinn og fuglalífið er magnað. Sjóstangveiði er skemmtileg af­ þreying fyrir alla, en stutt er að sigla á gjöful fiskimið. „Nýtt í sumar hjá okkur eru göngu­ ferðir yfir Tindastólinn með leiðsögn. Hægt er að velja um tvær leiðir, styttri ferðin er 4–5 klukkustundir en sú lengri er 8–9 klukkustundir og lýkur göngunni svo á Reykjum þar sem hægt er að fá sér veitingar og slappa af í Grettislauginni,“ segir Viggó. Heitar laugar hafa mikið aðdráttarafl Grettislaug og Jarlslaug eru nátt­ úrulaugar hlaðnar ofan á heitum uppsprettum. Grettislaug er nefnd eftir Gretti sterka, en Jarlslaug, nýrri laugin, eftir Drangeyjarjarlin­ um Jóni Eiríkssyni. Grettislaug var valin önnur af bestu laugum lands­ ins fyrir stuttu af erlendu tímariti og hafa laugarnar báðar mikið aðdrátt­ arafl fyrir ferðalanga á Íslandi, sem finnst fátt jafnast á við að baða sig í 39 gráðu heitri laug á sjávarkamb­ inum. Við laugarnar er útisturta og skiptiaðstaða. Grettis Café býður upp á léttar veitingar „Fyrir þremur árum opnuðum við Grettis Café á Reykjum, kaffihús og bar,“ segir Viggó. Ferðafólki hefur þótt það frábær viðbót á svæðinu. Grettis Café er opnað kl. 9 og er opið fram eftir kvöldi. Tjaldsvæði og gistiheimili Á Reykjum er stórt og gott tjaldsvæði með salernisaðstöðu, grillaðstöðu og litlu leiksvæði fyrir börnin. Einnig er þar notalegt gistiheimili og í boði eru bæði svefnpokapláss eða uppá­ búin rúm. „Við tökum vel á móti hópum, stórum sem smáum,“ segir Viggó. Tilvalið er fyrir vinahópa, sauma­ klúbba eða fyrirtæki að hafa sam­ band og fá tilboð í afþreyingu fyrir hópinn sinn. „Einnig bjóðum við hópum upp á mat, léttar veitingar eða kaffihlaðborð og hefur það verið mjög vinsælt eftir ferðir,“ segir Viggó. „Við höfum einnig fengið hingað fólk í hestaferðum, sem nýtir sér laugina og nærir sig svo á kaffihúsinu áður en það heldur áfram ferðinni.“ Þann 27. júlí nk. verður tónlistar­ hátíðin Drangey Music Festival – þar sem vegurinn endar haldin á Reykj­ um og er það í fyrsta sinn sem tón­ listarhátíð er haldin á staðnum. Jónas Sig og Ritvélar framtíðar­ innar, Emilíana Torrini, Magni og Contalgen Funeral. „Miðasala á hátíðina gengur vel og vanur maður í brúnni, Áskell Heiðar sem hefur séð um Bræðsluna en hann og ég erum hvatamenn að Drangeyjar Music Festivalinu,“ segir Viggó. Nánari upplýsingar má finna á midi.is og heidar@fjolnet.is. Drangeyjarferðir eru á Reykjum í Skagafirði, síminn er 821­0090 og 821­0091, netfang drangey@fjol­ net.is. Heimasíða er drangey.net og Drangeyjarferðir eru einnig á Face­ book. n Drangeyjarferðir Heitar laugar hafa mikið aðdráttarafl fyrir þreytta ferðalanga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.